Morgunblaðið - 08.12.1987, Page 5

Morgunblaðið - 08.12.1987, Page 5
ffigrgnnfrlaftib /IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 B 5 Kennslan mikllvægust í yngri flokkunum skiptir kennsla undirstöðuatriðanna mestu máli, en keppni kemur siðar. hófst skömmu fyrir síðustu alda- mót, en Knattspymusambandið er 40 ára. Fyrsta landsmótið í meistaraflokki fór fram 1912, í 2. og 3. flokki 1940, í 4. flokki 1954 og i 5. flokki 1958. Ekki er um opinber landsmót að ræða í 6. og 7. flokki, en þessir flokk- ar hafa orðið til á allra síðustu árum. Fyrsti a-landsleikurinn fór fram 34 árum eftir fyrsta landsmótið, 21 árs liðið lék fyrst 1978, U-18 byijaði 1965 og U-16 1975. Með öðrum orðum þá hafa liðið tugir ára á milli fyrstu landsmóta í hinum ýmsu aldursflokkum og skipulagningu hafa sinnt þessum störfum og starfsmaður í hálfu starfi hefur verið þeim til aðstoðar á sumrin, en þó þeir hafi almennt staðið sig vel, þarf að breyta skipu- lagningu þessara mála. Best væri að ráðinn yrði starfsmaður í fullt starf og færi vel á því að nýkjörin stjórn léti það verða eitt af sínum fyrstu verkum. Þar með væri fyrsta sporið stigið í að fylgja eftir í verki drögum að stefnumótun KSÍ til alda- móta, sem kynnt voru á þinginu. Steinþór Guðbjartsson STEFNA Arangur landsliðanna er spegilmynd starfsins í félögunum Óskvnsamlegt að rasa um ráð fram í kvennaknattspymunni KSI þarf að ráða starfemann í fullt starf tii að annast mótamái Aársþingi Knattspymusam- bands lslands gefst gjam- an tækifæri til að líta yfir farinn veg, ræða um það sem vel hefur verið gert og samræma tillögur, er stuðla að urbótum. Síðasta keppnistimabil var að mörgu leyti mjög ánægjulegt og árangur karlaiands- liðanna frábær. Athyglisvert er að landsliðið skipað leikmönnura tutt- ugu og eins árs og yngri taþaði ekki íeik í Evrópukeppn- inni á árinu og árangur a-Iiðsins, ólympíuliðsins, U-18 ára liðsins og U-16 ára liðsins lofar góðu. Árangur landsliðanna er spegilmynd starfs- ins i félögunum hverju sinni og þvf verður ekki á móti mælt að markviss uppbygging bama- og unglinga- starfsins skilar sér i betri knattspymumönnum í meistara- flokki, þegar fram líða stundir — og landsliðin verða sterkari. Uppbyggingin tekur sinn tima og þvi má aldrei gleyma. í yngstu flokkunum á áherslan að vera á kennslu og aftur kennslu og titlatog á þar ekki heima. Tillagan varðandi mini- knattspymu í 5. flokki, sem samþykkt var á þinginu um helgina, er spor i rétta átt og eins var þarft að beina þeim til- mælum til forráðamanna og foreldra leikmanna í yngri flokk- unum að stilla sig á hliðarifnum á leikjum krakkanna. Iðkun knattspymu hér á landi landsleikja fyrir sömu árganga. Þvi er þetta rifjað upp að á KSÍ-þinginu um helgina voru lagðar fram róttækar ábending- ar um kvennaknattspymu, þar sem m. a. var lagt til að stúlkna- landsliði yrði komið á fót og það tæki þátt f Norðuriandamóti og auk þess tæki a-liðið þátt í Evr- ópukeppni. Ekki skal amast við kvennaknattspyrnu, en i þessu máli sem mörgum öðmm er skynsamlegt að flýta sér hægt. Kvennaknattspyma á íslandi er aðeins 15 ára og þeir sem til þekkja vita að grunnþjálfunina vantar hjá flestum þeirra sem eldri em og þær yngri em rétt að byrja. Er ekki rétt að byija á byijuninni og sjá síðan til með landsleiki og þátttöku f alþjóð- legum mótum? Æ fleiri lið í öllum flokkum taka þátt f iandsmótum á ári hveiju og Ijóst er að verkefni móta- nefndar em mikil. Stjómarmenn Traustur grunnur nauðsynlngur Árangur og geta knattspyrnumanna og kvenna i meistaraflokki og landsliðum byggist á réttri og markvissri uppbyggingu í yngri flokkunum. Fyrst þarf að efla félagsliðin og siðan að riuga að lands- iiðsmálum en ekki öfugt. Morgunblaðið/Steinþór Guöbjartsson Rúnar Krlstlnsson kemur inná í sfnum fyrsta a-landsleik f knattspymu í lok október. ■ RÚNAR Kristinsson og Þor- valdur Orlygsson léku sem kunnugt er sinn fyrsta a-landsleik, er íslenska landsliðið lék í Evrópu- keppninni gegn því sovéska í Simferopol í Sovétríkunum í lok október. Þá láðist að taka nýliða- merkin með, en bætt var fyrir mistökin á ársþingi KSÍ um helgina og leikmönnunum afhent merkin. ■ VALSMENN sýndu prúð- mannlegastan leik í 1. deild karla í knattspymu á síðasta keppn- istímabili og fengu Dragostyttuna til varðveislu enn eitt árið, en henni hafa þeir haldið síðan 1984. Vals- menn fengu 11 refsistig, en Framarar vom næstir með 16 stig. Einheiji hlaut styttuna í 2. deild í fyrsta sinn,_ fékk 14 refsistig, en Leiftur, ÍBÍ og ÍBV voru með 17 refsistig. ■ GUNNAlR Guðmundsson var kjörinn formaður samtaka 1.. deild- arfélaga í knattspymunu um hélgina í stað Halldórs B. Jónsson- ar. Þorgeir Jósefsaon og Sigurd- ur Arnórsson voru einnig Igömir í stjómina og komu þeir í staðinn fyrir Stefán Gunnlaugsson og Einvarð Albertsson. Félagið vinnur að sameiginlegum hags- munamálum liðanna, er leika í 1. deild, og eru næg verkefni framundan. ■ ENN heldur framhaldssagan um Refik Sabandzovicáfram, en sem kunnugt er orðið, slasaðist hann svo illa í deildarleik í Júgó- slavíu á dögunum, að hann féll í dá og var vart hugað líf. Svo rakn- aði hann úr rotinu og tók að braggast og töldu læknar það ganga kraftaverki næst. Nú eru síðustu fregnir þær, að pilturinn er klæddur og kominn á ról og íþrótta- blað nokkuð í Sarajévo sem heitir að sjálfsögðu Sportski Novosti full- yrðir að Rebbi fari senn að æfa aftur þótt læknar hans hafi ekki viljað staðfesta það. ■ FORSETI ítalska knatt- spymufélagsins Fiorentina, Pierc- escare Baretti, lét lífið um helgina, er Cessna-flugvél sem hann var í, flaug utan í fjallshlíð í niðaþoku rétt fyrir utan Torínó. í vélinni var einnig vinur forsetans Oreste Puglisi, fyrrum flugmaður. Orsakir slyssins eru ekki kunnar. ■ GAYÖNSK knattspyma reis ekki á sitt hæsta plan um helgina, heldur mætti tala um hið gagn- stæða. Um hreina upplausn var að ræða er 24-landsliðshópur Gayana flosnaði upp er flugvél liðsins milli- lenti í Miami Florida á leið frá Mexíkó City þar sem liðið hafði tapað landsleik í undankeppni ÓL 0-9! Níu leikmenn Gayana létu sig hverfa með þeim formálum að þeir ætluðu sér að freista gæfunnar í fyrirheitna landinu. Létu þess getið að flugvélin skyldi ekkert vera að bíða þeirra. Forseti gayanska knatt- spymusambandsins, Hamilton Green.var ómyrkur í máli er hann úthúðaði níumenningunum sem föðulandssvikurum og hálfvitum. ■ Matti Nykanen sigraði glæsilega í heimsbikarkeppninni í Þrumuflóa Ontaríó um helgina. Stökkin hans tvö vom 95,5 og 94,5 metrar, en enginn hinna keppend- anna náði lengra stökki en 89 metrum. ■ HVER annar en Kenny Dalglish var kjörinn þjálfari mán- aðarins af Bells-viskífirmanu þekkta. Þykir sú útnefning tilefni til töluverðsra hátfðarbrigða, því henni fylgir ekki einungis ávísun upp á 250 pund, heldur gallonkútur af viskíi að auki. ■ HINN eitilharði stjóri Glas- gow Rangers, Graeme Souness er með endalausan óskalista af leik- mönnum sem hann vill kaupa frá öðrum félögum. Nú er einn tvímælalaust í sigtinu og botnar enginn i þvi hvemig á því standi að Rangers skuli allt í einu eiga svona mikla peninga. Leikmaðurinn sem um. ræðir er Ian Ferguson, leikmaður með Motherwell og ætlar Souness að reiða fram 650.000 pund fyrir piltinn. Þorvaldur örlyggsson að fara inná í a-landsleik Sovétríkjannna og íslands í haust. Þetta var jafnframt hans fyrsti a-landsleikur og fengu hann og Rúnar nýliðamerki á ársþingi KSf um helgina. ■ STJÓRN þýska knattspymu- félagsins Bayer Uerdingen hefur ráðið nýjan stjóra sem sem á að taka stöðu hins brottræka Horst Köppel.Nýi maðurinn hjá Atla Eðvaldssyni og félögum heitir Rolf Schafstall en hann hefur ver- ið við stjómina hjá Schalke 04. ■ HOLLENSKI landshðsmað- urinn og Ajax-leikmaðurinn Frank Rijkard hefur ekki náð sáttum við stjóra sinn Johan Cruyff eftir að þeir rifust heiftarlega fyrir nokkmm vikum. Stmnsaði Rijkard burt í fúkyrðaflaumi og hét því að leika aldrei með Ajax framar, að minnsta kosti ekki meðan Cruyff- drottnaði þar yfir mannskapnutn. Nú er lausn i sjónmáli, en hún er flókin. Þannig er, að Ajax vill nú skiptá á Rijkard og Alsírbúanum Rabha Madjer hjá Portó, en að- eins tU loka keppnistímabilsins, því Rijkard fer að öllum líkindum til AC Mílanó á ftalíu og leikur þar næsta keppnistímabil. Sömu sög- una er að segja um Madjer, hann myndi á móti skerpa fremur daufa sókn Ajax síðari hluta vetrar uns hann gengur til liðs við Bayem Munchen. Eitt gæti þó sett strik í reikninginn, aukinn áhugi forráða- manna Bayem að kaupa Mark Hughes frá Barcelona, en kappinn sá hefur leikið með Bayem síðustu vikumar sem lánsmaður og frammistaða hans farið þar fram úr björtustu vonum Bayemmanna. ■ LÖGREGLAN í Split í Jú- gólavíu hefur haft hendur í hári Qögurra örvita sem tendmðu tárag- asbombu á Evrópuleik Hadjuk Split og Marseilles á dögunum með þeim afleiðingum að yfir 20 manns slö- suðust í örtröðinni sem myndaðist. Þótti ganga kraftaverki næst að enginn skyldi láta lífið. Þrír misynd- ismannanna em 18-22 ára, sá fjórði er barn. KVENNAKNATTSPYRNA Þá fer hrollur um bak Latteks Udo Lattek, knattspymuþjálf- arinn kunni í V-Þýskalandi, er ekki yfir sig hrifinn af kvenna- knattspymu. Það koma fram um sl. helgi í V-Þýskalandi. Þá til- kynnti v-þýska knattspymusam- bandið að ákveðið hafi verið að árið 1990 verði sett á stofn Bun- desliga fyrir konur - keppt verði í 1. og 2. deild. Lattek, sem sagði að knattspyma væri ekki fyrir konur, var á móti þessari breytingu, „Þegar ég hef horft á konur leika knattspyrnu - hefur kuldahrollur farið um bakið á mér. Konur eiga að velja sér fallegri íþróttagreinar, sem era fyrir konur - íþróttagreinar sem þær ráða við og hentar þeim,“ sagði Lattek. Udo Lattek

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.