Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.12.1987, Qupperneq 7
B 7 jBargnnblatib /IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER' 1987 KNATTSPYRNA / ENGLAND Fimmtánda mark Aldridge - Liverpool, Arsenal og Man. Utd. unnu sigra Reuter Paul Wllllams, leikmaður Charlton, og Neil Pointon, Everton, sjást hér kljást á laugardaginn. SKOTLAND Sami barn- ingurinn í Skotlandi Það er sami barningurinn í Skotlandi. Ray Wilkins lék sinn fyrsta leik með Rangers gegn Dundee Utd og var húsfyilir hjá Glasgow-liðinu að vanda. Eina mark leiksins skoraði Ally McCoist úr víti á 13. mínútu fyrir Rangers. Þetta var 27. mark McCoist á þessu keppn- istímabili. Frank McAvennie var maður helgarinnar í Skotlandi, hann skoraði öll mörk Celtic í 4-0 sigrin- um gegn Morton. Þegar kappinn hafði lokið sér af gegn Morton hafði hann skorað 9 mörk í 9 deildarleikj- um. Hörkuefnilegur piltur að nafni John Robrtsson skoraði sigurmark He- arts gegn Falkirk, skoraði úr víti og var það 21. mark hans á þessu tímabili. Dunfirmlin sigraði einni 1-0 á laugardaginn með nafni Cra- igs Robertson. Loks má geta þess að Aberdeen sigraði Dundee á úti- velli með mörkin Davie Dodds og Paul Wright, en Stewart Forsyth svaraði fyrir heimaliðið. KNATTSPYRNA ítalskur sigur á Portúgal í Mflanó Ítalir unnu öruggan sigur, 3:0, yfir Portugölum í Evrópu- keppni landsliðs á laugardaginn. Leikurinn, sem fór fram í Mílanó, hafði enga þýðingu í öðrum riðli EM. ítalar voru bún- ir að tryggja sér farseðilinn til V-Þýskalands. Gianluca Vialli skoraði fyrsta mark ítala á 8 mín. Giuseppe Giannini og Luigi De Agostini skoruðu hin mörkin - á 88. og 89. mínútu. Ll VERPOOL vann enn einn sig- urinn á sunnudaginn, sigraði Chelsea á heimavelli sínum. Það voru aðeins þrjár mínútur til leiksloka þegar Steve McMahon skoraði sigurmark- ið, 2-1, eftir frábæran undir- búning þeirra Ray Houghton og John Barnes, sem brunuðu í gegn um vörn Chelsea eftir þríhyrningsspil og Houghton sendi svo út á McMahon sem var í dauðafæri. Chelsea hafði náð forystu í fyrri hálfleik með marki Gordon Durie sem skor- aði úr vítaspyrnu eftir að Mark Lawrenson hafði fellt Pat Nevin innan vítateigs á 22. mínútu. John Aldridge jafnaði með ann- ari vítaspyrnu á 67. mínútu, Joe McLaughlin felldi hann að því er virtist, en vítaspyrnudómur- inn þótti strangur. Þetta var 15. mark Aldridge, en átta þeirra hafa verið úr vítaspyrn- um. Eftir markið sótti Liverpool gífurlega, en skoraði þó ekki fyrr en í lokin eins og að fram- angreinir. Liverpool, úr hópi toppliðanna sem héldu sínu með því að vinna leiki sína. Sjónvarpsá- Frá Bob horfendur gátu Hennessy fylgst með United lEnglandi sigra QPR á teppinu á Loftus Road og var sá sigur öruggur. Hafði Línited mikla yfirburði í leiknum þrátt fyr- ir að ýmsa fastamenn vantaði í liðið, svo sem Viv Anderson, Nor- man Whiteside og Paul McGrath að ógleymdum Clayton Blackmore og markverðinum unga Gary Walsh. Sagði Jim Smith stjóri QPR eftir leikinn, að United væri besta liðið sem lið hans hefði leikið gegn á þessu tímabili. Peter Davenport skoraði fyrra mark United á 35. mínútu, skoti frá Brian McClair var bjargað af línu, en Davenport náði frákastinu og þrumaði í netið. Bry- an Robson bætti síðara markinu við með skalla af stuttu færi eftir auka- spymu Jespers Olsen. Daninn litli var í miklu stuði í leiknum og lék vörn QPR oft grátt. Hann átti einn- ig heiðurinn af fyrra markinu. Leikmenn United voru klaufar að bæta ekki fleiri mörkum við, sérs- taklega var markakóngurinn sjálfur McClair heillum horfinn. Það leit ekki vel út hjá Arsenal, Michael Thomas brenndi af víti á 26. mínútu, og síðan skoraði Colin West fyrir Sheffield Wedensday fimm mínútum síðar. 1-0 í hálfleik fyrir SW. Arsenal lék mun betur í seinni hálfleik og vöm Sheffield var lögð í rúst. Kevin Richardson jafn- aði á 58. mínútu og Perry Groves náði forystunni fyrir Arsenal átta mínútum síðar. Paul Merson skor- aði svo þriðja markið á 73. mínútu. Svo em það hin liðin við toppinn. Nottingham Forest fékk þá erfiðu og leiðu þraut að leika á útivelli gegn bolabítunum hjá Wimbledon. Nigel Clough skoraði fyrir Forest seint í fyrri hálfleik, en Dennis Wise jafnaði metin snemma í seinni hálfleik og þar við sat. Það vakti athygli, að enginn leikmanna Wimbledon var bókaður og enginn rekinn út af. Og þegar aukaspyrnur vom dæmdar á liðið, hlupu leik- menn liðsins til eins og viljugir snatar og færðu dómaranum knött- inn og viðurkenndu fúslega og iðrandi brot sín. í síðasta leik Wimbledon vom tveir reknir út af og fimm bókaðir. Þar á undan að vísu enginn rekinn út af, en nokkr- ir bókaðir. Bobby Gould, stjóri Wimbledon sagði að hann ætlaði ekki að láta stimpla sitt lið glæpa- hundalið. Aftur á móti myndu þeir ekki breyta um leikaðferð og verður þvi sama tuddaknattspyman áfram við lýði á Plough Lane. Everton fór illa með gott tækifæri til að hressa við stöðu sína við toppinn. Liðið klúðraði góðum fæmm gegn Chari- ton og var svo heppið að halda stiginu þegar framheijar Charlton gerðu hið sama. Sæti þeirra Johns Maxwells og Elt- ons John vom auð þegar Derby og Watford áttust við á Baseball Grou nd í Derby, þeir hafa líklega verið að makka um kaupverðið á Wat- ford, e.t.v. í þyrlu þess fyrmefnda sem sveimaði yfír vellinum meðan leikurinn stóð yfír. Watford spilaði afar vel í leiknum, og sigurinn hefði verið stór ef ekki hefði staðið í markinu maður að nafni Peter Shil- ton, fertugt unglamb. Shilton var rosagóður, varði meðal annars fjór- um sinnum er áhorfendahjörðin var þegar staðin á fætur að fagna marki. Þó vom skomð tvö mörk, Mark Wright skoraði fyrir Derby , en Glynn Hodges jafnaði fyrir Wat-' ford. Luton fékk ekki mikinn stuðning áhorfenda er Norwich kom í heim- sókn, aðeins um 7000 manns mættu á svæðið og fóm fúlir heim er heimaliðið tapaði 1-2. Brian Stein skoraði fyrsta markið, náði forystu fyrir Luton, en síðan var það Nor- wich sem spilaði úr sínum spilum. Dale Gordon jafnaði á 61. mínútu og Ian Crook skoraði sigurmarkið fjómm mínútum fyrir leikslok. Steve Bmce, miðvörður Norwich átti stórleik og var trúlega að kveðja, því allt bendir nú til þess að hann leiki héreftir með Manc- hester United. Gengu félögin frá lausum endum um helgina og er gangverðið á kappanum 750.000 sterlingspund. Newcastíe vann ömggan sigur á heldur slöppu liði Oxford og þar var mikil sorg er það fréttist að John Maxwell hefði ákveðið að selja lið- ið. Maxwell hefur stjómað Oxford síðustu árin sem hafa verið mestu uppgangsár félagsins fyrr og síðar. Neil McDonald, Michael O' Neil og Mirandhina skomðu mörk New- • castle, en Dean Saunders svaraði fyrir heimaliðið. Portsmouth á í vanda, liðið náði ekki að knýja fram sigur gegn Co- ventry á heimavelli sínum og margir af lykilmönnum liðsins eiga við meiðsla að stríða. Nú hefur Portsmouth aðeins skorað eitt mark í sex síðustu leikjum sínum og Alan Ball stjóri telur að framherjar sínir séu komnir með markaleysið á sál- ina. Gamla kempan Billy Bonds, 41 árs, var í aðalhlutverki er West Ham sigraði Southampton 2-1. Brýnið hvatti alla til dáða og það hreif. Að vísu skoraði Danny Wallace fyrst fyrir Southampton, en Kevin Keen og Alan Dickens svömðu fyr- ir West Ham. Mark Ward var rekinn af leikvelli í annað skiptið á þessu tímabili og blöðin bresku vom fljót að endurskýra strákgreyið, „Mad Mark", eða bijálaði Markús. ■ Úrslit B/10 ■ StaAan B/10 KNATTSPYRNA / FRAKKLAND Bordeaux stal senunni - skoraði fimm mörk Bordeaux stal senunni í frönsku knattspymunni um helgina er liðið gersigraði Lens 5-2 og skaust í 2. sætið í deildinni. Ferreri, To- ure, Girard (2) og Fargeon skoruðu mörkin, en Tagal svaraði fyrir Lens með tveimur mörkum. Efsta liðið Monako náði aðeins jafn- tefli á heimavelli gegn Montpellier, 0-0 og var leikið við erfíðar aðstæð- ur þar eð völlurinn var nánast á floti eftir miklar rigningar. Matra Racing París náði aðeins einu stigi á heimavelli gegn Nantes þrátt fyr- ir að liðið kæmist í 2-0 með mörkum Femier og Umpieres. Youm náði að minnka muninn fyrir Nantes rétt fyrir hlé, 1-2 og í seinni hálf- leik var aðeins eitt lið á vellinum, Nantes, og áður en yfir lauk tókst gamla brýninu Anziani að jafna leikinn. Áður en yfir lýkur má nefna, að Papin og Állofs skomðu mörk Mar- seille gegn Touloun, en til áfloga kom milli áhangenda liðanna og hmfluðu margir sig í þeim gaura- gangi. ■ Úrslit B/IO ■ StaAan B/10 Frá Bernharð Valssyni stór lióur í áranqursríkri endurhæfinau DONJOY varmahlífar halda hita á liöamótum jafnframt því aö veita góðan stuðning. DONJOY varmahlífar eru góð hjálp við endurhæfingu eftir slys eða aðgerðir. Þær eru einnig sérlega hentugar fyrir fólk með liðagigt. n ÖSSUR HVERFISGATA 105 SlMI: 91-621460

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.