Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, VtÐSHPn/AIVlNNULÍF FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 Verslun Kaupendur þreyta „ teppapinnaprófið“ Afmælishátíð hjá Teppalandi og nýbygging á döf- inni ásamt Parketlandi og Flísalandi Þeir sem koma við í Teppalandi við Grensásveg þessa dagana fá að reyna „teppapinnaprófið" og er þá ætlun forsvarsmanna verslun- arinnar að gestir sannfærist um blettaviðnám í nýju Antron Stain- master-teppunum, sem þeir segja framúrskarandi. Þessi teppi fást nú hjá mörgum leiðandi teppaframleiðendum en forsvarsmenn Teppalands segjast Jhafa orðið fyrstir fyrirtækja hér- lendis til að hefja innflutning og sölu á þeim í fjölbreyttu litaúrvali. Þessi teppi eru framleidd með nýrri Du Pont-tæki sem þeir Teppa- lands-menn segja tryggja að jafnvel þurrir blettir, sem stafa af algen- gustu matar og drykkjarföngun nást auðveldlega úr með vatni og TEPPI — Bjami Gíslason verslunarstjóri Teppalands stendur fyrir framan vélina, þar sem viðskiptavinir geta þreytt „teppapinnapróf- ið“ sem felst í því að sýna muninn á A.S.-teppum og teppum með hefðbundinni óhreinindavöm. mildu þvottaefni. i afmæli fyrirtækisins, en VF hf. — Sala á þessum teppum tengist I Teppaland er 20 ára um þessar Endaðu árið með réttri fjárfestingu og taktu þér þriggja mánaða frí á því næsta... ...eða auktu afköst þín um það sem því nemur ! Samkvæmt nýlegum rannsólcnum, sem stærsta endurskoðunar - fyrirtæki heims, KPMG lét gera, eru afköst allt að 31% meiri á Applc Macintosh en öðrum PC tölvum. Sömu rannsóknir staðfesta 24% mundir. Fyrirtækið hefur frá upp- hafí verið í eigu sömu aðila, Víðis Finnbogasonar og fjölskyldu. í fyrstu flutti fyrirtækið inn almenn- ar byggingarvömr, en síðar var svo áhersla lögð á gólfteppi, sem verið hafa sérgrein fyrirtækisins hátt í tvo áratugi. Fyrirtækið rak á sínum tíma Inn- réttingabúðina, en 1977 var nafni smásöluverslunarinnar breytt vegna aukinnar sérhæfíngar í gólf- teppum og Teppaland varð til. Árið 1976 var starfsemin flutt úr leigu- húsnæði á Grensásvegi 3 í eigið húsnæði á Grensásvegi 13, þar sem starfsemin fer nú fram. Nýlega fékk fyrirtækið úthlutað lóð í næsta ná- grenni og hyggst reisa þar nýtt hús sem sniðið verður utan um starf- semina. „Með sérbyggðu húsi komumst við nær því að þjóna því markmiði fyrirtækisins að geta boð- ið neytendum öl! gólfefni og nauðsynlega þjónustu við þau,“ seg- ir Víðir Finnbogason, forstjóri. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú um 30 og hátt í 50 þegar taldir eru með þeir dúk- og teppalagningar- menn, sem starfa fyrir það. Tvær smásöluverslanir eru nú reknar á vegum fyrirtækisins, Teppaland og Dúkaland; auk þess sem fyrirtækið heldur uppi öflugri heildsöludreifíngu um allt land. Þeir Teppalandsmenn segja að í framtíðinni megi svo búast við að tvö nöfn bætist við, þ.e. Parketland og Flísaland, því meiningin er að leggja aukna áherslu á parket og flísar. Fyrirtækið mun minnast afmæl- isins með því m.a. að nk. laugardag verður öllum viðskiptavinum boðið að bragða á sérbakaðri afmæli- stertu, Teppalands-tertu með svampbotni, og verður opið til kl. 18.00 þann dag. rltiMJW JFlk ÞJÓNUSTÍ 5TARFSMANHA AUC.IYSINGAFATNADUF Iðnaður Henson býðurein- kennisfatnað HENSON hefur nýverið gefið út bækling þar sem birt er sýnis- horn af starfsmanna- og auglýs- ingafatnaði margs konar sem verksmiðjan hefur á boðstólum. Bæklingi þessum er dreift til allra fyrirtækja á Iandinu. „Henson hefur í gegnum árin í síauknum mæli sinnt framleiðslu á einkennisfatnaði fyrir hin ýmsu fyr- irtæki á landinu, ekki síst fyrir afgreiðslufólk í verslunum og starfsmenn skemmti- og veitinga- staða,“ segir Halldór Einarsson hjá Henson um tildrög þessa bæklings. „Með útgáfu þessa bæklings viljum við upplýsa fleiri aðila hér á landi um þá möguleika sem við getum gefíð kost á í fatnaði með áprentuð- um merkingum, því það færist mjög f vöxt að íslensk fyrirtæki vilji treysta ímynd sína með einkennis- fatnaði af þessu tagi. Þarna er því markaður sem við teljum ástæður til að sinna frekar. í bæklingi þeim sem sendur er í fyrirtækin er verðlisti og pantana- eyðublöð sem forráðamenn fyrir- tækja geta þá pantað eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.