Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA * \t /■> 1987 ÞRIBJUDAGUR S. JANUAR BLAD -B KNATTSPYRNA Raymond vill kaupa Watford af Elton John Viðskiptajöfurinn Paul Ray- mond, sem m.a. gefur út karlmannatímarit og rekur nætur- klúbb í Soho-hverfinu í London, vill kaupa hlut rokkstjömunnar Elt- on John í knattspymufélaginu Watford. Raymond sagði í gær að hann myndi gera John formlegt tilboð í næstu viku. Hlutur John í félaginu er tvær milljónir sterlingspunda. „Mig hefur alltaf langað til að eiga knattspymufélag. Ég hefði að vísu heldur kosið að eignast Chelsea, en þar sem félagið er ekki til sölu líst mér vel á að eignast Watford í stað- inn,“ sagði Raymond í gær. í síðasta mánuði hætti blaðakóngurinn Ro- bert Maxwell við að kaupa Watford, eftir að nefnd á vegum ensku deild- arkeppninnar hafði lagst gegn því. Reglur í Englandi segja til um að hver maður geti aðeins átt hlut í einu félagi, en fjölskylda Maxwells á þegar tvö önnur félög — Oxford og Derby County. Morgunblaðlð/Júlíus Blrglr Slgurðsson skoraði fimmtán mörk gegn Færeyingum í fyrri landsleiknum. HANDKNATTLEIKUR Tap gegn Færeyingum Færeyingar báru á sunnudag sigur- orð af B-liði íslands í landsleik í handknattleik í íþróttahúsinu á Sei- fossi með 23 mörkum gegn 22. Staðan í hálfleik var 14 -13 fyrir ísland. Þetta er í fyrsta sinn sem Færeyingar sigra Islendinga í hand- knattleik en þjóðirnar hafa leikið 15 landsleiki. Leikurinn var frekar daufur og ein- kenndist af klaufalegum uppákom- um hjá báðum aðilum. Greinilegt var að íslenska liðið vanmat andstæðingana og var búið að sigra fyrir- Sigurður fram. Jónsson. Færeyingar voru yfír í fyrri hálfleik þar til undir lok hans að íslenska liðið átti góðan kafla og komst yfir. í síðari hálfleik náðu Islendingar þriggja marka forskoti en glopruðu því niður með óskilj- anlegum hætti og klaufaskap. Með það í huga að margar sóknir Færeyinga gengu ekki upp og voru slappar átti íslenska liðið að leika sér að því að vinna en viljann skorti. Undir lok síðari halfleiks sóttu Færeying- ar í sig veðrið og áttu þokkalegan leik. Markvörður þeirra varði á þýðingarmikl- um augnablikum undir lok leiksins og íslendingum mistókst. Jókup Dam gerði skrifarfrá Selfossi sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok með fallegu skoti af línu og fyrsti sigur Færeyinga yfir íslendingum í landsleik var staðreynd, verðskuldaður. Mörk íslands: Birgir Sigurðsson 7, Hans Guð- mundsson 6, Hermann Björnsson 3, Oskar Stynnis- son 2, Stofán Kristjánsson 2, Guðmundur Albertsson 1, Gunnar Beinteinsson 1. Mðrk Færeyingæ Hannes Wanium 6, Jókup Dam 5, Andreas Martensson 5, Rói Árting 4, Sverri Ju- steinssen 2, Jónleif Sólsker 1. Birgir skoraði fimmtán mörk ísland vann fyrri leikin meðfimmtán marka mun ÍSLENSKA B-landsliðið í hand- knattleik vann yfirburðasigur yfir Færeyingum í landsleik þjóð- annaí íþróttahúsi Vals á laugar- dag. íslendingar höfðu mikla yfirburði og sigruðu 36:20. Það var ekki mikil spenna í þess- um leik, enda náðu íslendingar strax undirtökunum. í hálfleik var staðan 18-6, íslendingum í vil. íslend- ingar slökuðu svo á í síðari hálfleik og var leikur liðsins á köflum nokkuð kæruleysislegur. Færeyingar áttu þokkalega kafla annað slagið, en voru aldrei nálægt því að ná að jafna. Islendingar léku vel í þessum leik, vömin sterk og sóknarleikurinn ör- uggur. Birgir Sigurðsson átti mjög góðan leik, fastur fyrir í vöminni og mjög öruggur á línunni. Aðrir léku ágætlega. Mörk íslands: Birgir Sigurðsson 15/5, Héðinn Gilsson 4, Guðmundur Albertsson 4, Stcfán Kristjánsson 4, Hans Guðmundsson 3, Adal- steinn Jónsson 2, Oskar Armannson 2 og Hermann Bjömsson 2. Eddle May hefur verið ráðinn þjálfari <S KNATTSPYRNA Englendingurinn Eddie May til Siglufjarðar Enski þjálfarinn Eddie May hefur verið ráðinn jjálfari 2. déildarliðs KS frá Siglufirði fyrir næsta keppnistímabil. Hann var hér á landi milli hátí- ðanna og skoðaði aðstæður á Siglúfirði óg skrifaði þá undir eins árs samning. Eddie May er 44 ára og á að baki 520 deildar- leiki með Southend, Wrexham og Swansea. Hann þjálfaði Leicester í tvö ár og varð liðið sig- urvegari f 2. deild 1982 undir stjóm hans. Síðan gerðist hann þjálfari hjá Charlton og var þar til 1986. Eddie er væntanlegur aftur til Siglufjarðar um miðj- an mars og mun þá hefja undirbúning fyrir sumarið. „Við væntum mikils af Eddie May. Hann kemur vel fyrir, hörku karl. Markmið okkar í sumar er að komast upp í 1. deild. Við reiknum með að flestir leikmanna KS frá því á síðasta ári verði áfram hjá félaginu," sagði Hörður Júlíusson, formaður KS í samtali við Morgunblaðið í gær. Cniyff hæftur hjá Ajax Johan Cmyff, frægasti knattspymumaður Hol- lendinga fyrr og síðar, sagði í gær upp starfi sinu sem þjálfari stór- liðsins Ajax og hætti störfum samdægurs. Jafnvel er talið líklegt að hann hafí annað til- boð upp á vasann sem hann hafí hug á að taka því mörg félög hafa sýnt áhuga á að ráða hann til sín. í síðustu viku var haft eftir forseta franska félags ins Paris Saint Germain, Francis Borelli, að hann hefði mikinn áhuga á að fá Cruyff til félagsins. Hann vildi hins vegar ekkert segja um það hvort Cruyff hafí nú þegar tekið tilboði félagsins — en Borelli lýsti í gær yfir ánægju sinni með að Cmyff væri hættur hjá Ajax. Cruyff er fertugur. Hann var upp á sitt besta upp úr 1970 og var þá burðarásinn í holienska landslið- inu. HANDKNATTLEIKUR Kovacs eftir- maður Alfreðs hjá Essen? Ungverski landsliðsmaðurinn Peter Kovacs, sem leikur með Dortmund í V-Þýskalandi, er líklegur sem eftirmaður Alfreðs Gíslasonar hjá Essen. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali í V-Þýskalandi í gær- kvöldi. „Ég er orðinn þreyttur á því að leika með botnlið- um f deildinni. Ég er orðinn 32 ára og er tilbúinn til að leika tvö ár til viðbótar í Bundesligunni," sagði Kovacs. „Kovacs er mjög skemmtilegur handknattleiks- maður. Snjall sóknarleikmaður, hefur gott auga fyrir línusendingum og er eins og Alfreð mjög sterkur varnarleikmaður. Hann er rétti maðurinn fyrir Essen,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálf- ari Essen, í viðtali við Morgunblaðið. IÞROTTAMAÐUR ARSINS Kjöri frestað Kjöri íþróttamanns ársins 1987 sem Samtök íþrótt- afréttamanna standa að og fram átti að fara í gær hefur verið frestað. Johan Cruyff BÍLAR: LATÍIMUBÍLL/B4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.