Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 4
4 B fttsrgtmfrfaftib /ÍÞRÓTT1R ÞMÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 Morgunblaöiö/Bjarni „System Porce“, þeir þýsku svetja ekki af sér faðemi hennar þessarar! 63 hestöfl á allt niður í 4.9 lítmm á hundraði, þýðgeng og nýtir aflið vel. ÞEGAR forsvarsmenn Seat verksmiðj- anna á Spáni útskýra hvers vegna Ibiza bíllinn þeirra er svona, en ekki einhvern veginn öðruvísi, þá er þelm tamt á tungu aA tala um mikilvægi hins „latneska útllts", hvaA sem það þýAir. Líklega er Ibiza þó dæmi um þetta út- lit, ásamt öArum bílum, sem ítalir teikna. Seat Ibiza er því meA nokkrum sanni latínubíll og yrAi trúlega fyrir valinu ef Monsjör Kíkóti þyrfti að leggja sínum gamla Fiat 500, og fá sór nýjan „Rosinante". Klaoönlngln er öll stflhrein og notaleg, mjúk áferð og þó auðveld að þrífa, mælaborð er einkar gott. Morgunblaðið/Bjarni Reynsluakstur: Seat Ibiza GLX Verð kr. 426.000 Umboð á (slandi: Hekla hf. Latínu- bíll ínýrrivist Nú er Seat kominn í nýja vist, hjá Heklu hf., í kjölfar breyt- inga á eignarhaldi yfir verksmiðjun- um þegar Volkswagen keypti meirihluta í þeim í fyrra. Fyrsti könn- unarleiðangurinn í nýju vistina var far- Jósepsson ’nn nn fyrir skrífar skömmu, þijátíu Ibiza kerrur fóru í norðurveg og ryðja brautina fyrir eftirkomendur. Þessir fyrstu eru allir með 1.2 vélinni, sem þeir kalla System Porsche eftir hönnuðinum, sem á einnig heiðurinn af gírkass- anum. Hann fæst nú í tvennum útfærslum búnaðar og kallast GL eða GLX eftir því, hver búnaðurinn er. Möguleiki er, að öflugri bræður leggi á sig ferðalag hingað norður- eftir, ef þeim líst á þær vegsemdir, sem þessir fyrstu hljóta. Það eru 1.5 bflamir með 85 hestöflin. Við heimsóttum Seat Ibiza í nýju vistina og tókum hann í svolitla ökuferð. Það var sá fínni sem við prófuðum, GLX, ogsegjum nú frá. Borgarbfll Bfllinn er smár að sjá, líkt og snið- inn fyrir þrönga innanbæjarumferð. Þó er rýmra en ætla mætti innan- dyra þ.e. í framsætum, þrengra afturí. Helst til lágur er hann þó til loftsins. Þýski hönnuðurinn Kar- mann er ábyrgur fyrir innrétting- unni og kemst vel frá því, klæðningin er notaleg og haganlega gerð. Þrif eru auðveld og allir rofar aðgengilegir. Sá galli er á, að mælaborð marrar þegar vegurinn er mjög holóttur. Sætin fara allvel BÍLAR Morgunblaðið/Bjarni Lftlll, laglegur og lipur; Seat Ibiza, teiknaður af ítalska hönnuðinum Giugiaro, smíðaður í Barcelona. með mann, en eru heldur há fyrir okkur afkomendur afarmenna og víkinga. Vélin er ganglipur og hefur nóg afl í venjulegt brúk, en þætti líklega löt í æsingsakstri, enda ekki til slíks ætluð. Fimmgíra kassinn ber smiðum sínum gott vitni og tengir vélaraflið óaðfínnanlega við götuna. Þegar svo kemur að því, að snúa stýrinu, þá fær ekill verk að vinna. Það er ekki þungt, en marga snúninga þarf: Fjórir og hálfur hringur borð í borð. Ibiza kemur sér vel frá akstri, einkum innanbæjarsnatti og er hinn ljúfasti við að eiga, lætur vel að stjóm og smýgur liðlega um þrengsli. A vegum líður honum best á hóflegum hraða, holóttir malar- vegir fara að verða honum þungir í skauti á u.þ.b. 80 km hraða. Hljóðeinangrunin er í lagi á maL biki, heyrist Iítillega í vélinni. Á grófum vegi kemur allmikið hljóð frá hjólunum. Miðstöðin er hávær, en blæs og hitar vel. Útsýnið er gott, en þar er þó sá hængur á, að á framrúðu er ein þurrka, sem nær ekki nægilega vel upp í efra homið vinstra megin, til að sem best sjáist út í slabbi. Búnaður er allríkulegur miðað við bíl í þessum stærðar- og verð- flokki. Þar má nefna rafknúnar rúðuvindur og samhæfðar læsingar hurða. Eitt vantar þó illilega í bún- að bflsins, það eru belti í aftursæt- um. Þegar á heildina er litið er Ibiza vænn vagn og laglegur, einn af þessum litlu og ljúfu sparibaukum Staðreyndir Lengd mm 3.637 Breiddmm 1.610 Hæðmm 1.394 Þyngd tómur kg 900 Þyngd hlaðinn kg 1.400 Sæti 5 Hámarkshraði km/klst 155 Viðbragð, 0-100 km/klstsek 16 Stýri tannstöng Hringir borð f borð 4.4 Vél, 4 strokka, þverstæð, vatns- kæld. Afl hö/sn.mín. 63/5800 Eldsneytiskerfi Weber blöndungur Tankur1 50 Eyðsla 1/100 km 90 km/klst 4.9 120 km/klst 6.6 bæjarakstur 9.0 Gírkassi 5 gfra beinsk. hlutföll 1. 3.5:1 hlutföll 5. 0.77:1 Drif framdrif hlutfall 4.294:1 Fjöðrun framan sjálfstæð McPherson Fjöðrun aftan sjálfstæð. Hemlarframan diskar Hemiar aftan skálar Helmar vökvaknúnir m/hjálpar- afli Dekk 165/65 SR14 sem hafa þróast með stórborgar- þrengslunum og lagað sig að slíku umhverfí. Spánveijar gerðu þennan bfl til þess að koma bílaverksmiðj- unum sínum á skrið upp úr miklu erfíðleikatímabili og þeim hefur tek- ist það ætlunarverk sitt. Bfllinn nýtur sívaxandi vinsælda erlendis og hér á landi ætti varla að ganga verr, vagninn er samkeppnisfær. Staðlaður búnaður 1200 GL1200 GLX kr. kr. 385.000 426.000 Snúningshraðamælir x x Áfangamælir x x Stafræn klukka x x Rúllubflbelti í framst. x x Aflhemlar x x Rafhituð afturrúða x x Hæðarstilling f. ökul. x x Þokuljósker að aftan x x Bakkljós x x Halogen ökuljósker x x Þurrka og þvottasp- x x rauta á afturrúðu Innispegill m. birtudr. x x Litað rúðugler x x Álfelgur5v2xl4“ x Hjólkoppar x Útispeglar með innist. x x Samlæsing á hurðum x Rafdrifnar hurðarúður x Fellanl. aftursætisb. í x tveim hl. Höfuðpúðar á frams. x x Miðstokkur x x IMokkrir punktar Reynsluakstur fór að mestu fram í rigningu og bleytu á malbiki og möl, fundum enga hálku eða snjó. Vólogkram Bensínvél, þverstæð, þýðgeng, afldijúg. Framdrif og fímm gíra kassi, góð hlut- föll, skiptir góður. Undlrvagn Stýri af tannstangargerð, nákvæmt, án hjálparafls en mikið doblað og létt, lítils- háttar undirstýring. Fjöðrun er sjálfstæð á hveiju hjóli, hæfílega mjúk, tekur stórum ójöfnum einkar vel, veikari fyrir þvottabrettum. ÖrygglsbúnaAur Boddýbygging styrkt utan um far- þegarými. Hemlar með hjálparafli, nákvæmir, handbremsa góð. Útsýni er mjög gott, nema þar sem þurrka nær ekki af framrúðu. Ljós eru góð, slokkna þegar kveikju- straumur er rofínn, þokuljós að aftan. Belti eru góð í framsætum, en vantar alveg í aftursæti. Stjómtæki Fótstig eru full nærri hvort öðru, vantar stuðning við bensíngjöf. Rofar eru vel staðsettir, allt þrýstirofar nema fyrir miðstöð og þurrkur. Þurrku- rofí full stirður, aðrir góðir. Mælaborð er laglegt, vel sýniiegt og allir mælar skýrir. Þægindi Rými er gott í framsætum, þrengra aft- ur í. Sæti eru mjög góð að framan, góð aftur í. Hljóðeinangrun er veikur punktur, þarf að vera betri. Miðstöð er öflug, en hávær. Farangursgeymsla er vel nýtt, þótt lítil sé, aðgengileg-og opnast niður í gólf, stækkanleg með því að fella aftursæti. Niðurstööur Seat Ibiza er laglegur og lipur bæj- arbíll, hentar sérlega vel í smásnatt í þrengslum. Hann fer vel með mann og lætur vel að stjóm. Umhirða er auðveld og hann er allra að eiga við. Helstu kostir: Vél og kassi, gott útlit, spameytni, lip- urð í akstri. Helstu gallar: Belti vantar í aftursæti, ónóg hljóðein- angmn. þverstæð..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.