Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.01.1988, Blaðsíða 3
 B 3 fttgr$twfrlaftib /ÍÞRÓTTIR ÞRJÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1988 HREYSTI Kemur ofþjálfun í vegfyrirtoppárangur íslenska karialandsliðs- ins í handlmattleik áOlvmpíuleíkunum? Islenska karlalandsliðið í handknattleik hefur haft í nógu að snúast undanfamar vik- ur enda Ólympíuleikar framund- an. Athygli hefur vakið að sumum leikreyndustu mönnum liðsins hefur verið nokkuð tíðrætt um leikjaálagið í fjöl- miðlum og sum óhagstæð úrslit skýrð í ljósi þess. Þetta er umhugsun- arefni. Hver er aðalástæða hins mikia leikjafjölda hjá landsliðinu? Það er verið að reyna að tryggja sem besta samæfíngu kynnu einhveijir að svara. Eftir því sem undir- ritaður kemst næst er íslenska landslið- ið að verða eitt af þeim leikreyndustu í heiminum, lang- flestir leikmanna með yfír vel á annað hundrað landsleiki að baki og flesta þeirra spilaða eftir að Bogdan byrjaði með landsliðið. A það má benda. þrátt fyrir að menn þekkist vel, þarf að æfa upp ný leikkerfi sem andstæðingamir þekkja ekki i jafntaktískum leik og hand- knattieikur er, bæði í sókn og vöm. Hitt virðist þó Ijóst, að menn kvarta undan leikja- og æf- ingaálagi og hefur það mjög loðað við Bogdan sem þjálfara frá þvi að hann byijaði með landsliðið. Það er undirrituðum síst í huga að kenna Bogdan nokkuð um þjálfun. Hann hefur náð frábærum árangri með strákana og komið íslandi á blað meðal fremstu handknattleiks- þjóða heims. Það er metið að verðleikum. En snúum okkur að kveikju þessa pistils — æfíngaálagi. Undirritaður hefur heyrt á skot- spónum að ekki einungis séu menn þreyttir, heldur sé mikið um alls kyns meiðsli, sem manni heyrist að séu álagsmeiðsli, sinabólgur o.s.frv. Hér eru menn komnir í slæman vítahring. Góð- ur ieikmaður er með meiðsli sem má rekja tii mikils álags. Reynt er að halda málunum í horfi með læknis- og sjúkraþjálfara- meðferð og leikmaðurinn spilar áfram. En leikmaðurinn fær ekki það sem hann og meiðslið þarfnast mest — hvíld. Þó svo að menn virðist að Bogd- an, eins og margir aðrir þjálfar- ar, virðist setja árangur f beint samhengi við æfingaálag, er margt sem bendir til þess að svo þurfi alls ekki að vera. Má í sambandi nefna að David Cost- ili, heimsfrægur fyririesari í lífefnafræði og orkubúskap líkamans, sem starfar við In- diana-háskóla f Bandaríkjunum, var fenginn til ráðgjafar sundliði skólans vegna slælegs árangurs þess. Hann fór yfir æfíngaáætl- anir sundmannanna og gerði á þeim ýmsar lífeðlisfræðilegar athuganir. Eftir það lagði hann til að æfíngaálag yrði minnkað um helming meðan á aðalkeppn- istfmabili stóð. Hann hafði fundið út hvert meinið var — ofþjálfun. Bættur árangur iét ekki á sér standa. Segja má að álagsmeiðsli og þreyta séu tvö aðaleinkenni of- þjálfunar og má t.d. fínna lSfeðlisfræðilegar breytingar eins og hækkaðan hvíldarpúls hjá einstaklingi, sem samkvæmt öllum formerkjum á að vera í toppþjálfun. Miðað við þá æfinga- og leikja- áætlun sem kynnt hefur verið f fjöimiðlum, virðist mér að ein aðalhættan sem steðjar að góð- um árangri íslensks handknatt- leiksiiðisins á Ólympíuleikunum næsta haust, sé ofþjálfun. Ekki má heldur gleyma erfiðum ferðalögum sem strákamir verða að leggja á sig. Þau munu enn frekar stuðla að æfinga- og keppnisþreytu. Eitt enn má nefna sem allir keppnistnenn þekkja. Það er leikleiði. Einungis ein lækning er á þeim kvilla — hvfld. Ég er sannfærður um að við eigum nú eitt besta handbolta- landslið í heimi og mundi ógjaman vilja mæta þessum köppum í ham. Það verða þeir ekki nema vel úthvfldir líkam- lega og andlega. Grímur Sæmundsen ■ JOHN Wark, skoski knatt- spymumaðurinn kunni, var í gær seldur frá Liverpool til Ipswich, sem nú leikur í 2. deild. Talið er að Ipswich hafí keypt hann á 100.000 pund. Wark lék einmitt með liðinu áður en hann var keypt- ur til Liverpool fyrir 450.000 pund fyrir fjórum ámm. Wark er þrítug- ur að aldri, var í tíu ár hjá Ipswich áður en hann fór til Liverpool, en er nú sem sagt kominn heim. Hann hefur ekki komist í lið Rauða hers- ins frá Anfíeld Road í vetur, en liðið er nú lang efst í ensku 1. deildinni. ■ MICHEL Preud’homme var í gær kjörinn knattspymumaður ársins 1987 í' Belgíu. Preud’- homme er markvörður bikarmeist- ara Mechelen og belgíska landsliðsins. Hollendingurinn Frans van Rooij, miðvallarleik- maðurinn hjá Antwerpen hafnaði í 2. sæti. ■ IJUDOMIN Radamovic hef- ur æft með Southampton að undanfomu og er sennilegt að hann gangi til liðs við félagið. Rad- amovic, sem er 27 ára Júgóslavi með 30 landsleiki að baki, hefur leikið með Partizan Belgrad, en Southampton bauð 250 þúsund pund fyrir leikmanninn. ■ MATS Lindau, sænski lands- liðsmaðurinn í handknattleik hjá ' Cliff, varð fyrir því óhappi að nef- bijóta andstæðing sinn í leik á dögunum. Dómari leiksins sagði að Lindau hafi gert það viljandi að slá til mótheijans og var Lindau dæmdur í 14 daga leik- og æfinga- bann. Lindau hefur þrátt fyrir þetta verið valinn í landsliðshóp Svía fyrir Wold Cup. ■ SHREWSBURY hefur festi kaup á Doug Bell frá Hibs í Skotl- andi á 570 þús. sterlingspund. ■ LARS Bastrup, fyrrum lands- liðsmaður Danmerkur í knatt- spymu, sem lék með Hamburger á árnrn áður, hefur tekið fram knattspymuskóna - eftir að hafa átt við meiðsli að stríða í hálft ár. Bastrup hefur gerst leikmaður með A C A í ArViiiQ ■ BRASILÍUMENN fá lítið sumarfrí 1989. Þeir leika vináttu- landsleik í knattspymu við Dani í tilefni 100 ára afmæli danska knattspymusambandsins í júní það ár. Áður en Brasiliumenn halda til Danmerkur - leika þeir þijá landsleiki í Brasilíu. Brasilíska knattspymusambandið heldur þá upp á 75 ára afmælið sitt með því efna til fjögurra þjóða knattspymu- móts. Þeir hafa boðið ítölum, Portúgölum og Spánveijum að leika í mótinu. ■ DUNDEE United fékk verð- laun frá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir góða hegðun áhang- enda félagsins 1987. UEFA ákvað að verðlauna félagið með kr. 1.4 Oleg Blockin. milljónum. Hegðun áhangenda Dundee Utd. í leikjum liðsins í úrslitum UEFA-keppninnar gegn IFK Gautaborg þótti til fyrirmynd- ar. ■ OLEG Blokhin, knattspyrnu- kappi frá Sovétríkjunum, hefur ákveðið að gerast leikmaður með austurríska 2. deildar félaginu Vor- waerts Steyr. Blokhin, sem lék með Dynamo Kiev, var útnefndur Knattspymumaður Evrópu 1975. Hann er nú 35 ára. Blokhin er þriðji sovéski knattspymumaðurinn sem gerist leikmaður utan heima- lands síns. Oleg Zinchenko og Sergei Shavol em farnir til Rapid Vín í Austurríki. ■ ARNAR Bragason, skíða- maður, var útnefndur íþróttamað- ur Húsavkur 1987 á íþróttahátíð Völsunga sem haldin var í Iþrótta- höllinni á Húsavík. Þá var einnig útnefndur Völsungur ársins 1987. Iþróttasamband Islands hefur gefið veglegan farandbikar til minningar um Frey Bjamason, formann Völsungs, sem lést á síðasta ári. Þessi bikar skal, samkvæmt reglu- gerð, vera veittur þeim unglingi, á aldrinum 15-18 ára, sem sýnir sér- stakan áhuga á félagstarfí og ástundun íþrótta, án beins tillits til árangurs. Sædís Guðmundsdóttir var útnefnd Völsungur ársins, en hún hefur starfað mikið að félags- málum auk þess að vera liðsmaður í handknattleiksliði félagsins. ■ KRISTJÁN Sigmundsson landsliðsmarkvörður í handknatt- leik hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna að loknum Ólympíuleikun- um í Seoul í haust. Kristján segir í viðtali i nýjasta hefti íþróttablaðs- ins að hann hafí ekki lengur nógu mikinn tíma til æfínga og þetta keppnistímabil verði hans síðasta. Þá segir Krislján einnig í þessu sama viðtali að hann hafi fengið tilboð frá liði á Spáni, þegar Víkingar léku gegn Atletico Madrid 1981, en hafnaði því vegna ss að hann var í námi. ALEX Ferguson fram- kvæmdastjóri Manchester United sagði á sunnudag að hann hefði boðið 600.000 pund í skoska lands- liðsmanninn Alex Mcleish frá Aberdeen. Stjóm Aberdeen hafn- aði tilboði Manchester United. Krlstján Slgmundsson. Ferguson sagði að hann hafi viljað fá McLeish til að leika við hlið Steve Bruce, sem United keypti frá Norwich fyrir skömmu. I KARL Heinz Förster einn sterkasti leikmaður vestur-þýska landsliðsins í knattspymu tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér í landsliðið fyrir Evr- ópukeppnina i knattspymu sem fram fer í Vestur-Þýskalandi í sumar. Hann sagðist hafa tilkynnt landsliðsþjálfaranum, Franz Beck- enbauer ákvörðun sína. Förster sem riú leikur með Marseille í Frakklandi hefur átt við meiðsli að stríða og sagði að keppni eins og Evrópukeppnin væri of mikið álag. Förster hefur leikið 81 landsleik og þótti líklegastur til að slá met Beckenbauers sem er 103 leikir. ■ GUÐJÓN Guðmundsson lið- stjóri íslenska landsliðsins í hand- knattleik meiddist á æfíngu nú fyrir skömmu. Guðjón tók að sér hlut- verk vamarmanns á æfingu, en missteig sig illa og þurfti að styðj- ast við hækjur í nokkra daga. ■ FRANZ Beckenbauer, lands- liðsþjálfari V-Þýskalands í knatt- spymu hefur oft gefið það í skyn að hann hætti sem landsliðsþjálfari eftir HM á Ítalíu 1990. Forráða- menn v-þýska knattspymusam- bandsins hafa þegar ákveðið hvem þeir vilja sem eftirmann Becken- bauers. Þeir hafa rætt við Berti Vogts, fyrrum leikmann Borussia Mönchengladbach og v-þýska landsliðsins. Hann hefur stjómað unglingalandsliði V-Þýskalands undanfarin ár með góðum árangri. ■ SIGURÐUR Sveinsson og félagar hans hjá Lemgo máttu þola tap fyrir Dormagen í Bundesl- igunni í handknattleik, 22:17, um helgina. Sigurður skoraði 7/5 mörk í leiknum. Hofweier vann óvæntan sigur, 29:25, yfír Kiel. Göppingen vann sinn fimmta sigur í röð, 21:19, yfír Dortmund. ■ KRISTJAN Arason og félag- ar hans hjá Gummersbach og Baia Mare frá Rúmeníu, urðu jafn- ir að stigum í fimm liða móti í V-Þýskalandi. Bæði liðin unnu þijá leiki af fjórum. Baia Mare varð sigurvegari í mótinu, þar sem félag- ið hafði aðeins betra markahlutfall en Gummersbach, það munaði einu marki. KNATTSPYRNA / SVIÞJOÐ Thorstvedt í markið hjá IFK Gautaborg Norski landsliðsmarkvörður- inn í knattsþyrnu Erik Thorstvedt mun taka við stöðu þeirri hjá IFK Gautaborg, sem félagið bauð Bjama Sigurðs- syni. IFK Gauta- borg keypti Thorstvedt frá v- þýska félaginu Gladbach á kr. 5.4 Frá Magnúsi Ingimundarsyni iSviþjóð milljónir. Arsenal hafði hug á að fá Thorstvedt til sín og stóðu samn- ingaviðræður tvisvar yfir. Arsenal fékk ekki atvinnuleyfí fyrir Thorstvedt, sem leiddist þófið og gekk því að tilboði Svíanna. Thorstvedt fær 2.4 milljónir íslenskra króna í árslaun hjá IFK Gautaborg. Þessi upphæð er fyrir utan bónusa og ýmis hlunnindi sem leikmenn félagsins fá — eins og bfl. Peter Larsson, leikmaður með IFK Gautaborg, hefur verið seldur til Ajax í Hollandi, en Gautaboig er nú á keppnisferðalagi í Austuri- öndum fjær. Alagsmelðsll og þrayta Álagsmeiðsli og þreyta eru helstu merki ofþjálfunar og er mikilvægt að íslenska landsliðið í handknattleik verði vel úthvílt bæði likamlega og andlega á Ólympíuleikunum I Seout.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.