Morgunblaðið - 05.01.1988, Síða 8

Morgunblaðið - 05.01.1988, Síða 8
wf OTÉilíftHhdFPlfc IÞROWR pli(r*®iwirtí>laí>líi KNATTSPYRNA / ENGLAND Wimbledon í Evrópukeppni? - sigraði ífimmta leiknum í röð, en forysta Liverpool óbreytt WIMBLEDON, sem lék Í4. deild fyrir fjórum árum, á fáa stuðn- ingsmenn og þykir leika frekar leiðinlega knattspyrnu, er kom- ið í6. sætiíl.deild. Liðið sigraði í fimmta leiknum í röð um helgina og ef heldur sem horfir óttast menn að Wimble- don taki þátt í Evrópukeppni félagsliða, verði enskum liðum hleypt á ný í Evrópumótin. Li- verpool lék ekki á laugardag- inn, en forystan minnkaði ekki, því Forest tapaði fyrir Everton og Arsenal gerði jafntefli heima. Wimbledon var eitt þriggja liða, sem sigraði í jólaleikjun- um Qórum. Liðið vann Oxford 5:2 á laugardaginn og áttu. heimamenn aldrei sigurmögu- Frá Bob leika. Fairweather Hennessy (4.), Sanchez (15.), iBngland/ Fashanu (28.) og Cork (62. og 75.) skoruðu fyrir Wimbledon, en Saunders (víti á 55. mín.) og Foyle fyrir Oxford, sem nú hefur tapað sex leikjum í röð og nálgast botninn óðfluga. Þjófnaður „Við stálum stigunum," sagði Ferguson, stjóri Manchester Un- ited, eftir 1:0 sigur gegn Watford, sem er á botninum. Brian McClair skoraði á 40. mínútu eftir sendingu frá Gibson, en Chris Tumer, mark- vörður United, var maður leiksins og hreinlega bjargaði liði sínu frá tapi. „Ég get ekki kvartað yfír leik minna manna og með sama áfram- , haldi er útlitið bjart,“ sagði Bassett, stjóri Watford. Wayne Clarke skoraði með skalla á 14. mínútu og tryggði Everton sig- ur gegn Nottingham Forest. Þetta var níundi heimasigur meistaranna, sem fór í fimmta sæti, en liðið er 16 stigum á eftir Liverpool, sem á auk þess tvo leiki til góða. Jafntefli Arsenal og QPR gerðu markalaust AP í leik Watford og Manchester United á laugardaginn. United vann óréttlátt 1:0 Gary Chlvers stöðvar Brian McClair og skoraði McClair markið. jafntefli á Highbury í lélegum leik að viðstöddum rúmlega 28 þúsund áhorfendum. Arsenal, sem var á toppnum fyrir tveimur mánuðum, dregsfaftur úr með hveijum leik og hefur ekki sigrað í síðustu sex leikjum. „Leikmennirnir voru þreyttir, en þetta var erfiðara fyrir stuðningsmennina," sagði Graham, stjóri Arsenal. Mark Falco, mið- heiji QPR, lék nefbrotinn. Sömu úrslit urðu í leik Chelsea og Spurs, en West Ham og Luton gerðu 1:1 jafntefli. Paul Inche, varamaður, skoraði fyrir heima- menn, en Mark Stein jafnaði fyrir Luton á 76. mínútu. George Parris, bakvörður West Ham, ökklabrotn- aði í leiknum. Newcastle náði tvisvar forystunni, en Sheffield Wednesday jafnaði tvívegis og lauk leik liðanna 2:2. Paul Goddard skoraði bæði mörk heimamanna, á 46. og 67. mínútu, en Malwood (60.) og Chapman (70.) jöfnuðu. Megson lék sem miðvörður og hafði góðar gætur á Mirandin- ha, sem tognaði á lærvöðva undir lokin og kenndi um miklu álagi, tveimur leikjum á tveimur dögum. Leik Derby og Liverpool annars vegar og Coventry og Norwich hins vegar var frestað á laugardaginn vegna mikillar bleytu á völlunum, en engu að síður er forskot Liver- pool enn 13 stig. ■ Úrslit/B6 ■ Staðan/B6 KNATTSPYRNA / SKOTLAND McAvennie skoraði tvívegis gegn Rangers Celtic byrjar hundrað ára afmælisárið vel Frank McAvennla hefur staðið sig vel með Celtic og skoraði bæði mörk liðsins gegn Rangers á laugardaginn. Frank McAvennie skoraði bæði mörk Celtic í 2:0 sigri gegn Rangers í skosku úrvalsdeildinni á laugardaginn. 61.800 áhorfendur voru á Celtic Park, FráBob sem er met á tíma- Hennessy bilinu. Leikurinn fór íEnglandi friðsamlega fram, en þegar liðin mætt- ust í október var þremur mönnum vísað af velli og verður mál þeirra tekið fyrir á morgun. McAvennie skoraði fyrra markið á 44. mínútu og það síðara sex mínút- um fyrir leikslok, en skömmu áður var Chris Woods, markvörður Ran- gers, borinn rifbrotinn af velli. Mark Walters lék með Rangers og var langt frá sínu besta, en hann er fyrsti svarti leikmaðurinn í deild- inni. „Þeir sluppu vel. Við hefðum getað sigrað með meiri mun,“ sagði Billy McNeill, stjóri Celtic, en liðið er nú með þriggja stiga forystu í deildinni og byijar 100 ára af- mælisárið vel. Öðrum leikjum lauk með marka- lausu jafntefli; Aberdeen og Dundee United að viðstöddum 21.500 áhorfendum, Hearts og Hibs í Edin- borg að viðstöddum 29 þúsund áhorfendum og St. Mirren og Mor- ton, en þar voru aðeins 7.095 áhorfendur. ■ Úrslit/B6 ■ Staðan/B6 ■ PAUL Gascoigne heitir tvítugur miðvallarleikmaður hjá Newcastle. Strákur hefur leikið í enska landsliðinu U-21 og mörg félög hafa FráBob sýnt honum Hennessy áhuga. Gasco- ÍEnglandi jg„e hefur a|]a tfð verið hjá Newcastie, félagið vill halda honum og bauð upp á nýjan samning um helgina; 250 þús- und íslenskar krónur á mánuði, bfll og aukagreiðslur fyrir árangur, en Gascoigne er enn að hugsa málið. ■ SIMON Stainrod hefur átt erfítt uppdráttar síðan hann fór frá QPR fyrir um þremur árum, en Mick Mills, stjóri Stoke, hefur trú á Stainrod og greiddi Aston Villa 90 þúsund pund fyrir kappann um áramótin. Sta- inrod lék með gegn Bradford á iaugardaginn, Stoke vann 4:1, Stainrod var góður, en Brian Talbot var maður leiksins. ■ DANNY Thomas, bak- vörðurinn svarti hjá Totten- ham, er hættur að leika knattspymu. Gavin Maguire hjá QPR braut illa á honum í leik liðanna fyrir um 10 mánuð- um og um áramótin var Ijóst að Thomas léki ekki meira. Hnémeiðsli hans voru slæm og bati hefur verið hægur. Thomas er allt annað en ánægður með það og hefur í hyggju að höfða skaðabótamál gegn Maguire og fara fram á 600 þúsund punda greiðslu (tæplega 34 miiljónir fslenskra króna), en brotið var langt því frá að vera óviljaverk. ■ ALAN Kennedy, sem gerði garðinn frægan hjá Li- verpool, er á ný kominn í kunnugt umhverfí. Kennedy, sem fór til Sunderland frá Li- verpooi, gekk til liðs við 3. deildar lið Wigan í sfðustu viku og lék sinn fyrsta leik með þvi um helgina. ■ KEITH Peacock, sem hef- ur verið stjóri Gillingham undanfarin sex ár, var rekinn fyrir áramót. Liðinu hefur geng- ið illa í vetur, aðeins unnið einn leik síðan 24. október, en 6:0 tap gegn Aldershot fyllti mæl- inn. ■ ALAN Cork er þijátíu og eíns árs og hefur leikið undan- farinn áratug með Wimbledon f öllum deildum. Cork skoraði tvívegis fyrir lið sitt á laugar- daginn og var fyrra markið hans 150. fyrir Wimbledon. ■ BILLY Bonds hjá West Ham fékk MBE-orðuna um ára- mótin. Bonds hefur helgað knattspymunni allt sitt lff og gefur þeim yngri ekkert eftir, en hann verður 42 ára í haust — og lék ijóra 1. deildarleiki á átta dögum á dögunum. ■ PAUL Moran er einn af ungu, efnilegu strákunum hjá Tottenham og verður ömgg- lega í sviðsljósinu á næstu ámm, ef fram heldur sem horfír. Hann er sagður vera sá fljótasti í deild- inni og er þegar byijaður að skora, en Moran er 19 ára. ■ ENSKU félögin fóm ekki í jólaköttinn. Framkvæmda- stjórar liðanna hafa mótmælt álaginu yfir jólin, en gjaldker- amir hrósa happi. Fjórar umferðir vom leiknar í deildun- um fjórum á átta dögum og voru tæplega tvær milljónir áhorfenda á leikjunum, sem gáfu félögunum sjö milljónir punda í hagnað. GETRAUNIR: X X 1 2X2 2X2 21X LOTTO: 2 3 6 14 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.