Morgunblaðið - 08.01.1988, Page 52

Morgunblaðið - 08.01.1988, Page 52
| /HLHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA 1 GuðjónÓ.hf. 1 91-27233 flfcnrgRittlJliifrtö ÍLBRunnBúr -AFÖRYGGISÁSTÆÐUM NYTT SIMANUMER: 696000 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Sj óef navinnslan; Fólki sagt upp og leiguaðila leitað Grindavík. STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja hefur ákveðið að leita eftir aðil- um, sem hafa áhuga á að reka Sjóefnavinnsluna hf. á Reykjanesi í samstarfi við Hitaveituna, eða taka hana alfarið á leigu, að sögn Finnboga Björnssonar, stjórnar- formanns Hitaveitu Suðurnesja. Ollu stjórnunar- og skrifstofufólki Sjóefnavinnslunnar hf., 6 manns, var sagt upp fyrir áramót fyrir utan framkvæmdastjórann, sem sagði upp fyrir jól. í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins sagði Magnús Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjó- efnavinnslunnar hf., að hann hefði sagt upp því hann hefði talið hlut- verki sínu hjá fyrirtækinu lokið. „Þegar ég var ráðinn framkvæmda- stjóri félagsins til bráðabirgða í júní 1985, var hlutverk mitt að endur- skipuleggja reksturinn, finna félag- inu rekstrargrundvöll og gera hlutabréf félagsins að áhugaverðri fjárfestingu. Með þeirri endurskipu- lagningu, sem fram fór í síðasta mánuði í tengslum við sölu hluta- bréfa ríkisins, tel ég þeim áfanga náð og rekstrargrundvöllinn tryggð- an, þó áætlað sé tap á fyrsta eigin- lega rekstrarári, sem er árið í ár. Nýr meirihluti stjómar telur það hins vegar. ekki hlutverk Sjóefnavinnsl- unnar hf. að sýna frumkvæði í uppbyggingu í efnaiðnaði á svæðinu og vill helzt draga Sjóefnavinnsluna hf. út úr þeirri vinnslu og fá aðra til verksins," sagði Magnús. Hann staðfesti einnig að nú væru aðeins eftir 8 starfsmenn hjá félaginu, §ór- ir vaktmenn og fjórir dagmenn, sem halda tækjum volgum og í gangi. Að sögn Jóns Gunnars Stefánsson- ar, stjómarformanns Sjóefnavinnsl- unnar hf., er hér um tilraun að ræða til að minnka tapið. Miðað við björt- ustu vonir og framleiðslu var búizt við 20 milljóna króna halla á þessu ári. „Hitaveitan mun ekki greiða þessa peninga, enda vakti í fyrsta lagi fyrir henni að hafa umsjón með orkuframleiðslu og dreifingu hennar á svæðinu. í öðru lagi gerir Hitaveit- an sér grein fyrir þeirri ábyrgð, sem fylgir yfírtöku þessara eigna og mun því styðja við bakið á þeim aðilum, sem vilja annast reksturinn svo sem frekast er unnt. í þriðja lagi að stuðla að frekari þróun á svæðinu með því að útvega orku á hagstæðu verði," sagði Jón Gunnar. Trúnaðarmaður starfsfólks, Krist- inn Gunnarsson, sagði að starfsfólkið væri að vonum óánægt með þessar uppsagnir, því allir hefðu trúað því að atvinnuöryggi væri tryggt, þegar Hitaveitan keypti Sjóefnavinnsluna hf. „Hér hefur. verið unnið að fram- leiðsluþróun, sem búið er að eyða óhemju fé í og nú á að hreinlega að loka á allt saman,“ sagði Kristinn. - Kr. Ben. Vetur Morgunblaðið/Bjami Þessi heimatilbúna sprengja var sprengd í Hafnarfirði á þrettándanum. Hólkurinn var fylltur með púðri og girðingarlykkjum, eins og þeirri sem sést á myndinni. Hald lagt á heimatílbúnar sprengjur DAGANA kringum þrettánd- ann lagði lögreglan í Hafnar- firði hald á mikinn fjölda heimatilbúinna sprengja sem fundust í fórum unglinga í bænum og á víðavangi. Lög- reglan hafði mikinn viðbúnað á þrettándanum og fékk að- stoð hafnfirskra hjálpar- og björgunarsveita og lögregl- unnar í Reykjavík. Ekki kom til óláta en 162 unglingar voru skrifaðir niður á lögreglustöð- inni. I mörgum sprengjanna hafði ýmiss konar málmhlutum verið komið fyrir. Ekki er vitað um slys vegna sprengjanna í Hafnar- firði á þrettándanum. Yfirleitt fór þrettándagleði vel fram og víða kvaddi margmenni jólin með álfabrennum. Sjá nánar á blaðsíðu 20. Mikil ásókn í lóð- ir í Grafarvogi BÚIÐ er að sækja um þær 140 lóðir undir einbýlis- og parhús sem auglýstar voru til úthlutunar Vodkaframleiðsla í mjólkursamlagi? Samninga leitað um blöndun og átöppun Icy-vodka í Borgamesi um síðustu helgi í Brekkuhverfi í Grafarvogi III. Ekki hefur ver- ið gengið formlega frá úthlutun en reglan er sú að þeir fá lóðina sem fyrstir sækja um. Að sögn Agústs Jónssonar skrif- stofustjóra borgarverkfræðings eru nokkur dæmi þess að fleiri en ein umsókn hafi borist um nokkrar lóð- ir. Hætti fyrsti umsækjandi við, fær sá lóðina sem næstur er i röðinni. „Flestar lóðimar eru.undir einbýlis- hús en þeim lóðum var farið að fækka sem voru til úthlutunar innan borgarmarkanna," sagði Ágúst. „ Að mínu mati er þetta skemmtileg- ur staður og hefur það ugglaust haft sín áhrif á ásóknina." Gatnagerðargjald af meðalein- býlishúsi er áætlað rúmlega 994.000 krónur í Brekkuhverfi og þarf að greiða þriðjung þess mán- uði eftir úthlutun henni til stað- festingar. Lóðimar eru frá 450 fermetrum til um 850 fermetra og sagði Ágúst að sennilega yrðu gatnagerðargjöldin hærri fyrir stærri lóðimar. Úthlutað verður lóðum undir 500 íbúðir í Grafarvogi III, en hverfinu er skipt í fjóra hluta og eru lóðirn- ar 140 einn þeirra. í vor fer að öllum líkindum fram úthlutun á næstu tveimur svæðum. Verða það lóðir undir raðhús og fjölbýlishús auk nokkurra einbýlishúsa. Olíumengnn rædd á rí kisstj órnarfundi MIKLAR Hkur eru nú á því að Icy-vodka verði blandað og tappað á flöskur í Mjólkursam- lagi Borgarness. Samningar milli framleiðanda Icy, Sprota hf, og áfengissamsteypunnar Brown Forman Corp. um dreif- ingu á Icy-vodka í Bandaríkjun- um eru nú á Iokastigi, en þeir eru forsenda þess að umsvif Sprota verði aukin og blöndun og átöppun verði á íslandi. Gert er ráð fyrir að dreifing og sala í Bandaríkjunum geti hafizt um mitt ár og vestra verði alls seld um hálf milljón flaskna til ársloka. Með framleiðslu Icy-vodka á Bandaríkjamarkað ykjust umsvif Sprota verulega og stefnt er að þvi að framleiðsla geti hafizt í júni, að sögn Orra Vigfússonar, eins eigenda Sprota. í kjölfar samninga við Brown Forman þyrfti því að huga að möguleikum á átöppun og blöndun áfengisins hér á landi. Rætt hefði verið við ÁTVR, gosdrykkjaframleiðendur og Mjólkursamlagið í Borgamesi. Síðastnefndi kosturinn væri bezt- ur og því færu nú fram ítarlegar viðræður við stjómendur mjólkur- samlagsins. Það byggi yfir góðu húsnæði, vinnuafli og reynslu í framleiðslu drykkjarvara. Hafnleysi í Borgarnesi væri að vísu galli, þvi þá þyrfti að flytja óblandaðan vínanda frá Reykjavík til Borgarness og vodkaflöskurnar til baka til útskipunar. Vínandinn yrði keyptur að utan og hann síðan blandaður í Borgarnesi, næðust samningar, og loks settur á flöskur. Ennfremur væri verið að athuga með flutninga á áfeng- inu og gleijum til og frá landinu hjá Eimskip. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, lagði fram gögn á ríkisstjórnarfundi í gær varðandi olímengun í grunnvatni við Njarðvík og Keflavík. Komið hefur fram við rannsókna- boranir við Njarðvík og Keflavík að olía hefur komist í grunnvatn á svæð- inu. Ekki er enn vitað hvort mengun- ina megi rekja til olíulekans í vétur eða hvort um eldri mengun er að ræða. Af þessari ástæðu og vegna mengunarhættu af völdum íseyðing- arefna á flugbrautir hefur verið rætt hvort nauðsynlegt sé að færa vatns- ból bæjanna. Á ríkisstjómarfundinum í gær kynnti utanríkisráðherra ríkis- stjóminni stöðu mála, en frekari rannsóknir á svæðinu eru fyrirhugað- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.