Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 Morgunblaðið/Sverrir mjómsveitarstjórinn, Jón Stefánsson, leikur tónskáldið í óperunni lensku óperunnar sá um búninga, lýsingu annaðist Jóhann B Pálma- son, sýningarstjórar eru Kristín Kristjánsdóttir og Guðný Helga- dóttir og tónlistin er flutt af Hljómsveit fslensku óperunnar. Leikstjóri Litla sótarans er Þór- hildur Þorleifsdóttir og spurði ég hana afhverju væri verið að setja upp sömu barnaóperu og fyrir 5-6 árum. Leikhúsíð er ævintýraheim- ur -en harður skóli „Það er nú svo, að ekki er til svo rnikið úrval af barnaóperum," svar- aði ÞórhiJdur. „Annað er að þessi ópera er mjög vel fallin til sýninga fyrir börn, vegna þess að í sýning- FRUMSÝNING HJÁ ÍSLENSKU ÓPERUNNI: LITLI SÓTARINN - barnaópera eftir Eric Crozier og Benjamin Britten ÍSLENSKA ÓPERAN f rumsýnir í dag barnaóperuna „Litli sótarinn," eftir Benjamin Brítten og Eric Crozier, í þýðingu Tómasar Guðmundssonar. Óperan var áður flutt hér árið 1982 og naut þá mikilla vinsœlda. Frumsýningin verður f BíóhöUinni á Akranesi, klukkan 14.00, önnur sýning klukkan 15.00 ogá morguu, sunnudag, verður þriðja sýningin, klukkan 15.00. Fyrsta sýning í Reykjavík verður þriðjudaginn 3. febrúar, klukkan 17.00. Sagan gerist á ensku sveitasetri upp úr alda- mótunum 1800. Sögu- hetjan, Bjartur litli, er bláfátækur átta ára drengur. Faðir hans hafði orðið fyr- ir því slysi að lærbrotna og varð að senda Bjart að heiman, vegna þess að ekkert var til að borða. Bjartur er sendur sótarameistaran- um Surti gamla, og Klunna syni hans. Þeir ætla að nota Bjart litla til að hreinsa reykháfana að innan með því að láta hann klifra upp í þá og skafa sótið í burtu. Óperan hefst á því að áhorfendur syngja Sótarasönginn, en í lok hans koma sótararnir inn með Bjart á milli sín. Bagga ráðskona, sem stjórnar öllu með harðri hendi, fer að skipa þeim fyrir verkum. Rúna, barnfóstran, aumkar sig yfir Bjart litla, sem grætur af skelfingu við tilhugsunina um að þurfa að fara inn í þennan óttalega reykháf. Sót- ararnir syngja um nauðsyn þess að hafa svona horaða stráka til að hreinsa reykháfa. Reipi er bundið um Bjart og eftir nokkrar stimping- ar er hann sendur upp í reykháfínn. Börnin á hemilinu, Silja, Glói og Soffía, eru í feluleik með frænd- systkinum sínum, Nonna, Herði og Tinnu, en þau eru í heimsókn. Leik- urinn berst inn í stofuna. Allt í einu heyrist neyðaróp. Bjartur er fastur í reykháfnum og við það að kafna í sótinu. Börnunum tekst í samein- ingu að toga hann niður. Þau koma sér saman um að fela hann, en áður láta þau hann leggja sótuga slóð út að glugga til að blekkja sótarana. Bragðið heppnast og sót- ararnir, ásamt Boggu, hlaupa út til að elta Bjart......Svo er bara að sjá hvort sótararnir og Bagga sjá við krökkunum, eða hvort ráða- brugg þeirra heppnast. Með hlutverkin í sýningunni fara Hrönn Hafliðadóttir, sem er Bagga ráðskona, Elísabet Erlingsdóttir, sem leikur Rúnu barnfóstru. Surt sótara og Tom ekil leikur John Speight, Agúst Guðmundsson leik- ur Klunna sótara og Alfreð garð- yrkjumann og Marta Guðrún Halldórsdóttir leikur Silju, sem er 16 ára og elsta barnið á bænum. Fyrir barnahlutverkin hafa verið æfðir upp tveir hópar og með hlut- verk Bjarts, litla sótarans, fara þeir ívar Helgason og Þorleifur Arnars- son, Glói er leikinn af Finni Geir Beck og Markúsi Þór Andréssyni. Bryndís Ásmundsdóttir og Hrafn- hildur Atladóttir leika Soffíu, Aðalheiður Halldórsdóttir og Sara Björg Guðbrandsdóttir leika Tinnu tvíbura', Hörður tvíburi er leikinri af Atla Má Sveinssyni og Páli Rúna- ri Kristjánssyni og í hlutverki Nonna eru Björgvin Sigurðsson og Gylfí Hafsteinsson. Hljómsveitar- stjórinn, Jón Stefánsson, leikur tónskáldið og leikstjórinn er leikinn af Guðnýju Helgadóttur. Una Collins teiknaði leikmynd sýningarinnar, Saumastofa ís- Þórhildur, leikstjóri, gefur körkkunum nótur eftir eina af síðustu æfingunum unni eru börn - hún er skrifuð fyrir þau. Sýningin er sett upp í sam- vinnu við tónemnntakennara grunnskólanna, þannig að þegar börnin koma að sjá óperuna, hafa þau þegar lært söngvana sem áhorfendur syngja og geta gekið þátt í sýningunni. Framan við óper- una sjálfa erum við með leikþátt; á sviðinu er hópur fólks og barna, sem hefur áhuga á að setja upp óperu, að ræða um það sem gera þarf til að setja upp leiksýningu. Þetta er aðferð til að leiða áhorfendur inn í leikhúsið. Það er því miður ekki mikið um barnaleikhús hér. Þjóðleikhúsið hef- ur, fram til þessa, reynt að vera með eina barnasýningu á hverjum vetri. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur hafa þær alveg dottið niður og Al- þýðuleikhúsið, sem var á sínum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.