Morgunblaðið - 30.01.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.01.1988, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 ASÍÐASTLIÐNU ári samþykkti Menning- armálanefnd Reykjavikurborgar að efna til samkeppni um gerð umhverfislistaverks á torgið norðan við Borgarleik- húsið. Torgið afmarkast af Borgarleikhúsi, húsi Fjölmiðlunar með kvikmyndasölum og fjöl- miðlaþjónustu, húsi ísafoldar og Kökuhúsinu, sem er verslunar og þjónustuhús ásamt íbúðum, Kringlunni, fyrirhuguðu Borgar- bókasafni og bankaútibúi. Öllum íslenskum myndUstarmönnum var heimil þátttaka i samkeppn- inni, og var þeirr hugmynd beint tU þeirra að þeir hugleiddu sam- spU höggmyndar við sirennandi heitt og/eða kalt vatn. Skilafrest- ur rann út 16. nóvember og höfðu þá borist 35 tiUögur. Endanleg niðurstaða dómnefndar var að fyrstu verðlaun skyldi hljóta Kristinn E. Hrafnsson, ungur myndUstarmaður, sem er við nám i Þýskalandi. Kristinn er fæddur og uppalinn á Ólafsfirði. Fór 17 ára gamall í Menntaskólann á Akureyri og lauk stúdentsprófi þaðan vorið 1981. „Allan tímann sem ég var í mennta- skóla, lagði ég einnig stund á myndlistamám," segir Kristinn. Vet- Kristinn E Hrafnsson við verðlaunaverk sitt (Morgunblaðið/Ámi Sæberg) Sköpunin heíur orðið að ástríðu hjá mér urinn eftir stúdentspróf tók ég svo undirbúningsárið í Myndlistarskól- anum á Akureyri og fór _ svo í Myndlista- og handíðaskóla íslands haustið á eftir, í skúlptúrdeild." Afhverju fórstu i myndlist? „Ég var nú að rifja þetta upp um daginn. Ég þakka það ömmu minni. Hún vakti áhuga minn þegar hún gaf mér bókina „íslensk myndlist" eftir Bjöm Th Bjömsson. Þá var ég 13 ára. Upp úr því fór ég að fá óskaplegar „ambisjónir" í myndlist og fór að læra. Fyrsti kennarinn minn var Kristinn G Jóhannsson, sem þá var skólastjóri á Ólafsfirði. Ég man að hann vildi senda mig í myndlistaskóla, en ég hafði, lengi framan af, meiri áhuga á bókmennt- um og pólitík. Reyndar var ég mjög tvískiptur, því ég vildi verða sjómað- ur. Ég hef meir að segja pungapróf. Þessi pólitíski áhugi var ekki þess eðlis að ég vildi verða stjómmála- maður. Onei. Ég ætlaði að vinna að bættum hag verkafólks. Ég var svo mikill kommi. Gekk um með frasa úr Rauða kverinu á vömm og hélt að það gerði gæfumuninn. Ég var ótrúlega leiðinlegur unglingur. Það segir sig sjálft. I dag skil ég ekki þennan pólitíska áhuga, því mér finnst allt sem við- kemur pólitík frekar leiðinlegt. Kúnst og pólitík eru líka afskaplega vondur kokteill. Enda fór það svo að ég hætti við sjómennskuna og pólitíkina og fór í menntaskóla og síðan í myndlist. Eins og ég var að segja var ég við myndlistanám með menntaskólanum og fékk það metið sem valgreinar í Menntaskólanum á Akureyri. Svo varð það að meiri og meiri ástríðu hjá mér að sinna þess- ari sköpun. Þegar ég, eftir undirbún- ingsnámið, kom til Reylcjavíkur, var ég svo heppinn að lenda hjá Jóni Gunnari Arnasyni - hann er góður myndlistarmaður og mér þótti hann góður kennari. Hann hætti að kenna - segir Kristinn E Hrafnsson, sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni um útilistaverk á torginu við Borg- arleikhúsið þegar ég var búinn að vera hjá hon- um í eitt ár, en ég hélt góðum tengslum við hann og hef alltaf unn- ið mikið fyrir hann og við erum góðir félagar. En ég hafði líka marga aðra góða kennara þama. Mest á ég þó ömmu minni að þakka. Hún er verkakona og hefur verið það alla ævi, en hún hefur verið mjög listelsk. Veistu hvemig það kom til að hún gaf mér þessa bók? Það var þannig að Ragnar í Smára ákvað að gefa þessa bók út og leit- aði til alþýðu landsins um framlög til að standa undir útgáfunni. Amma var ein af þeim sem styrktu hana. ég hef alltaf verið mjög hreykinn af því. Svona fólk, sem leggur allt í sölumar fyrir hluti af þessu tagi, er stórmerkilegt. Það er mikið af góðu fólki á Ólafs- firði. Ég var settur á sjóinn með pabba þegar ég var 6 ára og frá 14-18 ára aldurs vann ég á sjó á sumrin. Það var mjög lærdómsríkt og síðan þykir mér. alltaf mjög vænt um trillukarla og bryggjuheimspek- inga. Ég lauk námi við skúlptúrdeildina vorið 1986 og um haustið fór ég til Þýskalands og hóf nám við Akadem- ie der Bildenden K“unste í M“unc- hen. Akademían er ólík Myndlista- og handíðaskólanum að því leyti að maður hefur algert frelsi til að gera þá hluti sem maður er að vinna að. Ég hef líka verið svo heppinn með prófessor. Hann lætur mig algerlega í friði og það er það sem ég var að leita að. Annars er þýska kerfíð alger skepna. En það er kannski verst þama suður í Bæjaralandi. Kerfíð er svo stirt og skriffínskan mikil. En ég þekki orðið mikið af góðu fólki þama og það er svo merkilegt með það, að það er allt útlendingar; flóttamenn og annað. Það gerir það að verkum að mér líður vel._ En ég sest ekki að í Þýskalandi. Ég veit ekkert hvenær ég lýk námi, en ég ætla að vera þama rétt á meðan mér líður vel.“ Hvað geturðu sagt mér um verðlaunaverkið þitt? „Það á að reisa úr ryðfríu stáli og meginuppistaðan eru rörpípur. Þetta eru ýmis form á vatni, hæðin er rúmir sex metrar. Við fengum uppgefnar þessar tvær tjamir sem voru á skipulaginu. Mér fannst það vont, því þá er búið að gefa manni of miklar forsendur. En ég varð þó strax spenntur að reyna við vatnið, því það er mjög erfítt efni að eiga við. Það er svo erfítt að hemja það, svo það verði ekki einhver æðibunu- gangur og vitleysa. Ég reyndi að kynnast öllum birtingarmyndum vatnsins: Það getur verið spegill, gufa, klaki, heitt og kalt. Það getur myndað hljóð, rennsli og margt fleira mætti telja. Þegar ég var búinn að átta mig á flestum birtingarmyndum vatns- ins, var að ákveða hvemig maður gæti nýtt sér það. Það var komið að því að fínna sér form til að nýta sér þessa eiginleika og ég sá alltaf fyrir mér gamla ljósmynd af gömlu þvottalaugunum hér í Reykjavík. Þar var hellingur af rörpípum og dóti og mikil gufa. En ég ætlaði ekki að fara að búa til neinar þvottalaugar, heldur einhveija hluti sem eru í takt við nútímann. Hinsvegar er alltaf einhver stemming í kringum gufuna - hún er svo óræð, svona einhvers konar andlegt ástand vatnsins. Þeg- ar ég fór að hugsa um það hvemig við nýtum vatnið í dag, þá vaknaði sú hugmynd að nota rör og pípur og þessi „element" sem vinna úr vatninu á mismunandi hátt. Síðan er formbyggingin annar hlutur og byggir á því að nota eiginleika vatns- ins á mismunandi hátt. Eiginlega var þetta bara rannsókn - og þetta er niðurstaðan. Ég var að tala um pólitík. Auðvit- að er ákveðin pólitík fólgin í svona hlutum eins og opinbemm listaverk- um. Það er pólitík í því að koma list upp fyrir almenning. En hún þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að opna augu fólks fyrir fegurð hlu- tanna og er því mannbætandi. Það tóku mjög fáir myndhöggvar- ar þátt í þessari samkeppni. Þeir hafa verið að tala um að myndlist væri ekki keppnisgrein. En ef allir sætu heima og gagnrýndu svona keppnir - og dómnefndimar, þá væm engin umhverfíslistaverk og borgin væri grá. Mér fínnst það til skammar að ekki skyldu fleiri mynd- höggvarar taka þátt í keppninni. Vissulega má lengi deila um hvemig keppni af þessu tagi eigi að vera. En ef alltaf væri valið fólk til að sjá um svona verk, ættu ungir listamenn enga möguleika á að koma sér á framfæri." ssv Sýning á sjálfsmyndum á Kjarvalsstöðum Hver mynd hefur sitttímaleysi -segir Gunnar Kvaran SÝNING á íslenskum sjálfs- myndum verður opnuð á Kjarv- alsstöðum á morgun, sunnudag- inn 31. janúar. Að sögn Gunnars Kvaran, listráðunauts Kjarvals- staða, er elsta myndin frá 1850, af Sigurði Guðmundssyni, og er hún í eigu Þjóðminjasafnsins. Næstelsta myndin er frá 1870 og er af Arngrími Gíslasyni. „Síðan stiklum við í gegnum listasöguna,“ sagði Gunnar „og tökum Þórarinn B Þorláksson, Kjarval, Ásgrim, Jón Stefánsson og fram til dagsins i dag, án þess að hér sé um að ræða sögu- legt yfirlit, eða fræðilega úttekt. Tilgangurinn er kannski, frekar en annað, að slá á léttari strengi; setja upp sýningu sem er aðgengi- leg og forvitnileg og gefur tilefni til dýpri hugleiðinga. Þá á ég nátt- úrulega við spumingar eins og hvað er sjálfsmynd? Getum við í rauninni talað um sjálfsmynd eins og sjálfævisögu? Er listamaðurinn allur á léreftinu? Er þetta bara „fíksjón," eins og annað sem lista- menn eru að gera? Því það sem er svo athyglisvert Gunnar Kvaran við nokkrar af á Sjálfsmyndasýningunni á Kjai í þessu sambandi er að það er svo margt sem gerist þegar menn þýða yfír í myndmál - hvort sem er í myndlist, bókmenntum eða tónlist. Það sem gerist er að þú ert farinn að taka ákveðinn hlut og endur- byggja hann; þar sem þú ert meðal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.