Morgunblaðið - 30.01.1988, Side 6

Morgunblaðið - 30.01.1988, Side 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 Ás-leikhópurinn frumsýnir OFBELDI í HJÓNABANDI ÁS-LEIKHÓPURINN frumsýnir næstkomandi fimmtudag, 5. febrúar, leikritíð „Farðu ekki“ eftír norsku skáldkonuna Marg- aret Johansen, á Galdra- loftínu við Hafnarstræti. Farðu ekki er hér sett sem einþáttungur, sem lýsir hugsunum konu, sem bíður heima með bami sínu veiku, eftir að eiginmaður- ínn komi heim. Eiginkonan, Maria, er spennt, hrædd og kvíðin og atburðir úr hjóna- bandinu, sem er ungt, leita á hana. Það kemur fljótlega í ljós að hún hefur fyllstu ástæðu til að vera óróleg, því þótt ástin sé mikil, er heiftin í bijóstí eiginmanns- ins, Andrésar, enn meiri. María veit alveg á hveiju hún á von. FARÐU EKKI eftir norska höfundinn Margaret Johansen Höfundur verksins, Margaret Johan- sen fæddist árið 1923. Fram eftir aldri fékkst hún við eitt og annað, en um alvarleg- ar skriftir var ekki um að ræða hjá henni fyrr en árið 1971, þegar út kom smásagnasafn hennar „Um konur". Eftir að sú bók kom út hefur Margaret Johansen „slegið í gegn“ hvað eftir annað og ekki síst með nýjustu bók sinni, sem ber heitið „Mánudags- böm“. og kom út árið 1984. „Farðu ekki“ er samið uppúr tveimur skáldsögum Margaretar (Det var engan en sommer og Du kan da ikke bara gaa). í fyrr- nefndu bókinni fjallar Margaret fremur um karlmanninn í hjóna- bandinu, en í þeirri seinni færir hún athyglina yfir á konuna. í leiktextanum leitast Margaret við að góma bæði kynin, báðar í eitt, stutt leikrit. Þegar Kvennaathvarfið var stofnaði í Reykjavík fyrir fáeinum árum varð mörgum á að spyrja til hvers slíkt skjól eiginlega væri og efuðust um að konum og böm- um væri misþyrmt í stómm stíl á íslenskum heimilum. Fljótiega vom menn svo leiddir í allan sann- leikann um ofbeldi á heimilum og þörfina fyrir kvennaathvarf: Arið 1986 var komufjöldi kvenna í at- hvarfíð 135 skipti og bama 143 skipti. Helmingur þeirra kvenna sem leita til Kvennaathvarfsins er með líkamlega áverka þegar þær koma, helmingur kvennanna hefur ekki eigin tekjur. Um 15% þeirra kvenna sem leita í athvarf- ið gera það vegna þess að böm þeirra em beitt ofbeldi. Áfengis- vandi er einungis með í spilinu í tæplega 50% tilvika. I „Farðu ekki“ fer Margaret Johansen þá leið að sýna heimili, þar sem áfengi er hluti af vanda- málinu. Ungu hjónin elska hvort annað og vilja umfram allt vera saman. En þau hafa lent inn í vítahring: svokölluðu ástar/haturs sambandi. En það er fátt leyndar- dómsfullt við þessar andstæður, kannski ólíkt því sem maður á að venjast úr rómantískum bók- menntum um „tragísk" ástarsam- bönd. Margaret Johansen veit greinilega margt um mynstrið sem vftahringurinn byggir á; ■ mynstri sem er rótfast í ungu hjónunum frá blautu bamsbeini, enda hefur Margaret sagt í við- tali: „Ég veit um hvað ég skrifa Allir sem skrifa hafa meira og minna upplifað það sem þeir draga úr pennanum. í verki mínu vil ég reyna að komast að því hvaðan skylduiækni, samfara of- beldi kemur. Ég reyni að leita orsakanna, ég er ekki að sýna valdbeitngu, áhorfendum til af- þreyingar og fyrir mér er mikil- vægt að sýna ekki ftiginmanninn sem einhveija ófreslgu. Vegna þess að mynstrið á sér orsakir i uppeldi aðilanna eiga þau enga möguleika á að komast hjá þyí. Konan, sem beitt er ofbeldi vill trúa því og vonar, hveiju sinni, að hún hafi verið barin í síðasta sinn. Hann hefur jú grátið, beðist fyrirgefningar og verið svo lítill... átt svo bágt. Hann trúir þvi í raun og veru, hveiju sinni, að hann hafi lagt á hana hendur í siðasta sinn. Þau tvö eru sann- færð; það er engin ástæða til að fara, hvorki fyrir hana né hann. Og hamingjan er mikil þegar þau vita að þetta var í „siðasta sinn". En „síðasta sinn“ verður ekki fyrr en dauðinn aðskilur þau, nema til komi utanaðkomandi hjálp. Margaret Johansen færir þetta mynstur inn í leikgerð sína, mynstrið sem er einfalt, en næst- um áþreifanlegt, svo ljós eru einkennin: Valdbeitingin kemur aUt í einu, og óvænt. Það er ekki alltaf fylgifiskur rifrildis, Eitt orð, eitt augnatillit getur leyst reiði mannsins úr læðingi og hann slær blint og hömlulaust, hann miðar á andlit og höfuð, slær fast með krepptum hnefa. Maðurinn hættir ekki að slá, þótt hann hafi skaðað konuna, hann heldur áfram að slá og sparka í hana þar sem hún liggur. Hann hættir ekki fyrr en hann finnur að hann hefur fengið útrás fyrir ótta sinn og reiði____ Eftirá hellist sorgin, einsemdin og iðrunin yfir manninn. Hann eys ástúð og gjöfum yfir konu sína og grátbiður um fyrirgefn- ingu. Hann upplifir skömm og sjálfsfyrirlitningu þegar hann sér hvað hann hefur gert. Hann upp- lifði einhvers konar tryllingsvímu þegar hann sló. Það þýður þó ekki að að alkóhól hafi verið ástæðan fyrir barsmíðinni, eða hafí Ieyst ofbeldshneigðina úr læðingi; það þýðir ekki heldur að allir menn sem leggja hendur á konu sína séu í einhvers konar vímu. Hvað konuna varðar verður framkoma af þessu tagi „eðlileg". Hún fer smátt og smátt að trúa því að hún hafi átt barsmíðamar skilið, sérstaklega þar sem eigin- maðurinn, í iðrun sinni, getur alltaf rakið orsakimar til hennar. Konan leitar ekki hjálpar, kvenna- athvarfs eða lögreglu, fyrr en hún telur líf sitt f hættu. Annað mál er svo, að sjaldnast heldur konan við framburð sinn, eða skýrslu lögreglu, næsta dag. Hún óttast hefnd mannsins og hún vill ekki niðurlægja hann. Hún hættir smátt og smátt að skilja sinn eig- in tilgang. Henni finnst hún ekkert geta eða kunna. Vegna lélegs sjálfsmats fer hún að trúa orðum mannsins, sem sögð eru í reiði; um að hún sé hversdagsleg og einskis virði, enginn annar en hann myndi Iíta við henni og að hún aldeilis duglaus og til einskis (Morgunblaðið/Svcrrír) Ásdís Skúladóttir, leikstjóri nýt. Konan reynir að hlífa eigin- manninum og fela verksummerki barsmíðanna. Ef hún er við vinnu tilkynnir hún veikindi og geymir sig heima á meðan hún er að jafna sig; reynir að farða yfir bláa bletti og sár og lætur vera að leita lækn- is; jafnvel þótt um alvarlega áverka sé að ræða. í „Farðu ekki“ er ljóst, þegar f tilhugalffínu, að hvomgt þeirra er heilbrigður einstaklingur. Þau eiga sér „sjúka" flölskyldusögu. En, alveg í samræmi við mynstr- ið, leggur Andrés ekki hendur á Maríu fyrr en eftir hjónavígsluna. Þá lítur hann á konuna sem sína eign og ef honum fínnst hún ekki hegða sér í samræmi við þær kröf- ur, sem hann gerir, telur hann það rétt sinn að leggja á hana hendur. As-leikhópurinn er nýstofnaður leikhópur og er „Farðu ekki“ fyrsta verkefni hans. Aðalhvata- maðurinn að stofnunni og leik- stjóri sýningarinnar er Ásdís Skúladóttir. Gunnar Gunnarsson hefur þýtt leikritið og leikmyndin er í höndum Jóns Þórissonar. Leikhljóð em í höndum Guðmund- ar Guðmundssonar og sviðsstjóm annast Sólveig Pálsdóttir. Með hlutverkin í sýningunni fara Ragnheiður Tiyggvadóttir og Jakob Þór Einarsson. Ragn- heiður Tryggvadóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla íslands vorið 1982. Hún var fastráðin hjá Leik- félagi Akureyrar veturinn 1982—83 og lék þar einnig megin- part vetrar 1983-84. Síðan hefur hún leikið hjá Leikfélagi Reylgavíkur, í útvarpi og sjón- varpi og síðast lék hún hlutverk Lásu Munk í sýningu Leikhússins í kirlg’unni. Jakob Þór Einarsson útskrifaðist úr Leiklistarskóia ís- lands vorið 1985. Hann er nú fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og á yfirstandandi leikári fer hann, meðal annars, með hhitverk Ostermarks læknis í Föðumum, eftir Strindberg og Bob Lanskys í Algjört mgl, eftir Christopher Durang. Hann fór einnig með aðalhlutverk í kvik- myndum Hrafns Gunnlaugssonar, Óðali feðranna og Hrafninn flýg- ur. Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.