Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.01.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 B 7 Undanfamar vikur höfum við haft einstakt tækifæri til að kynna okkur verk Harolds Pinters, sem er einn af meisturum nútímaleikritunar, en það sjaldgæfa hefur gerst að tvö leikhús hafa verið með verk eftir hann á fjölunum samtímis. Það sem gerir þessa tilviljun ennþá merki- legri en ella er að þau verk sem hér um ræðir eru býsna ólík innbyrðist og gefa tilefni til samanburðar og spum- inga um þróunina á höfundarferli skáldsins, en verk Pinters hafa nú um nokkurt skeið verið vanrækt í íslensku leik- húsi og við höfum ekki fengið að sjá uppfærslu í Pinter- leikriti í 15 ár, eða ekki síðan Þjóðleikhúsið sýndi Liðna tíð (Old Times) 1973. Pé-leikhópurinn hefur undanfarið sýnt Heimkomuna (The Homecoming) í Gamla bíói, en þar er á ferðinni ann- að tveggja meistaraverka Pinters frá fyrsta skeiðinu á ferli hans, en Alþýðuleikhúsið sýnir nú tvö nýjustu leikrit- in Eins konar Alaska (A Kind of Alaska) og Kveðjuskál (One for the Road) og þar er ljóst, ef við höfum kynnt okkur Heimkomuna, að merkjanleg breyting er orðin á. Harold Pinter fæddist árið 1930 í Hackney, í austurhluta Lundúna. Hann er gyðingur og sennilegt að forfeður hans hafi verið ungverskir gyðingar sem hrakist höfðu til Mið- Evrópu frá Portúgal, eða frá Spáni. Pinter-nafnið er þekkt á meðal ungverskra gyðinga og afbrigði þess mun hægt að finna í nöfnum'a borð við Pinto, da Pinto eða da Pinta á Spáni og í Portúgal. Pinter ólst upp í „austurbænum" (East End), í lágstéttarsamfélagi þar sem lqörin voru kröpp og daglegt líf harðneskjulegt. Hann var níu ára gamall þegar heimsstyrjöldin síðari braust út og þurfti að yfir- gefa Lundúnir eins og önnur böm. Síðasta stríðsárið var hann þó heima í föðurhúsum og upplifði þá alla skelfing- . una sem fylgdi loftárásum Þjóðveija. Heimili foreldra hans varð aldrei fyrir sprengju, en næstu hús urðu illa úti og bakgarðurinn breyttist í rúst. Eftir stríðið hélt hann áfram í skóla um skeið og var hamingjusamur. Hann skaraði fram úr í íþróttum, en mest um vert þótti honum að hafa enskukennara sém hafði ódrepandi leikhúsáhuga, fór með nemenduma í leik- hús og setti upp Shakespeare-sýningar í skólanum. Þannig hafði Pinter leikið bæði Macbeth og Rómeó áður en skóla- göngu hans lauk við 17 ára aldur. Þessum skólaárum fylgdi þó ekki eintóm hamingja, því það var dijúgur spölur milli heimilisins og skólans, og á þessum árum, fyrstu árunum eftir stríð, ríkti almenn óán- ægja með kjör í austurbænum og vonbrigði og niðurlæging settu mark á hverfíð. Fasistar skutu upp kollinum á ný og héldu útifundi og stóðu fyrir kröfugöngum. Gyðingur varð að fara krókaleiðir til að komast leiðar sinnar og þó var hálfu verra ef þessi gyðingur var með bækur í fómum sínum, því þá þóttust hrottamir á götunni vissir um að hann væri kommúnisti. Vegfarendur vom lamdir til óbóta af litlu tilefiii og eina örugga leiðin virtist vera sú að ganga í lið með ofstopamönnunum. Pinter hefur sagt frá því í viðtali við bókmenntatímaritið The Paris Review hvemig hann komst upp á lagið með að kjafta sig framhjá öllum hættum og komast í öruggt skjól. Hann greip jafnan til þess ráðs ef ekki var undanfæri, að gefa sig á tal við þessa bardagaglöðu menn, spjalla við þá um ekkert, gefa ekkert upp um sjálfan sig án þess að ögra þeim og mjaka sér jafnframt á áfangastað. Og hann vissi að í þessum samræðum mátti hann hvorki sýnast hræddur né vera leiðinlegur, en þessi reynsla hygg ég að hafi haft dijúg áhrif á það hvemig hann notar tungumálið í leikritum sínum, hafi raunar mótað afstöðu hans til tungumálsins. Pinter hafði áhuga á að fara í háskóla, en kom ekki auga á aðra slíka skóla en Oxford og Cambridge, og til þess að komast þar inn skorti hann latínukunnáttu. Hann ákvað því að nema leiklist og komast inn í Konunglegu leiklistarakademíuna (RADA). Hann fann fljótlega að hann var utanveltu i leiklistarskólanum, skorti siðfágun nem- enda úr efri þjóðfélagsstéttum og var illa heima í því sem nýjast var í listsköpun. Honum varð brátt ofviða að mæta í tíma og hann lét sem hann fengi taugaáfall af álaginu. Næstu vikur eigraði hann um götur borgarinnar og lét engann vita að hann væri hættur námi. Pinter var 18 ára þegar hann var kvaddur í herinn, en hann neitaði að hlýða kallinu og kvaðst vera andsnúinn stríðsvafstri. Fyrir þetta tiltæki var hægt að setja hann í fangelsi og Pinter þurfti að mæta fyrir rétt, en dómarinn var skilningsríkur og lét han sleppa með sekt. Ekki hafði Pinter á þessum árum nægan kjark til að taía sínu máli sjálfur og fékk góðan vin til að svara spumingum réttar- ins fyrir sig. Hinsvegar var hann farinn að yrkja um þessar mundir og birti ljóð í tímariti árið 1950. Sama ár fékk hann svo vinnu sem leikari og hafði hann þann starfa næstu tíu 'arin. Hann hóf ferilinn í útvarpsleikritum, þó hann hefði ekki lokið leiklistamáminu, en eftir það lék Árni Ibsen UM HAROLD PINTER Harold Pinter hann með ýmsum leikflokkum, meðal annars með leik- flokki Anews McMaster, sem ferðaðist um írland í tvö ár. Þá lék hann smáhlutverk I kjassískum verkum í uppfærsl- um Sir Donalds Wolfít, og loks var hann með ýmsum leikhúsum vítt og breitt um landið. 1957 var mikilvægt ár í lífi Pinters, en þá hóf hann að semja leikrit og hafði lokið við þijú verk áður en árið var liðið. Hann hafði áður birt ljóð og smásögur í tímaritum, án þess að hafa hugsað sér að gerast rithöfundur. En þetta örlagaríka ár hafði Henry Woolf vinur hans samband við hann og nánast heimtaði að hann semdi fyrir sig stutt leikrit. Woolf þessi var um þær mundir við nám í leiklistar- deildinni í Bristol-háskóla (sem þá var eina háskóladeildin í leiklist á landinu) og þurfti að setja upp nýtt stutt verk. Pinter hafði áður sagt Woolf frá hugmynd að leikriti, en nú varð ekki komist hjá þvíi að byija að semja verkið. Þetta verk heitir The Room (Herbergið) og þegar leiklist- ardeildin í Bristol sýndi verkið sem sitt framlag til leiklist- arsamkeppni námsmanna, sem stórblaðið The Sunday Times stóð fyrir, vakti það athygli helsta leiklistargagnrýn- anda landsins, Harold Hobson, sem samstundis kom Pinter í samband við umboðsmann og hvatti þennan unga höfund óspart til dáða. Sama ár samdi Pinter svo einþáttunginn The Dumb Waiter og leikritið Afmælisveisluna (The Birthday Party). Afmælisveislan var svo frumsýnd í Lundúnum vorið 1958, en gagnrýnendur tóku verkinu afar illa og gerðu miskunnarlaust grín að öllu saman. Sýningum var hætt eftir eina viku. Menn furðuðu sig á samtölunum í verkinu sem ekki virtust leiða til neinnar niðurstöðu um innihald verksins og botnuðu ekkert í þeim undarlegu atburðum sem verkið lýsir. Einn gagnrýnandi sagði um svo: „Af- mælisveislan er eins og gömul Hitchcock spennumynd sem tileygður skúringamaður í myndverinu hefur tekið upp á að klippa með garðsláttuvél." Harold Hobson kom verkinu til vamar og skilgreindi það í ítarlegri grein, en hafði þó ekki áhrif á aðsóknina þar sem sýningum hafði verið hætt þegar greinin birtist. Pinter var niðurbrotinn maður, en eiginkona hans, leikkonan Vivien Merchant, og nánir vinir hvöttu hann til að halda áfram og gefast ekki upp. Og Pinter gafst ekki upp, enda sjóaður leikari sem hafði haft það fyrir daglegt brauð að fá slæma gagnrýni. Hann semur næst útvarpsleikritið A Slight Ache, sem hér hefur verið flutt sem Örlítill verkur, og 1959 er Afmælisveisl- an svo sýnd á ný í nýrri uppfærslu og Pinter réttir úr kútnum í augum gangrýnenda. Á næstu árum sendi Pinter svo frá sér hvert verkið á fætur öðru og nú var farið að taka hann alvarlega. 1960 sló hann í gegn með Húsverðinum (The Caretaker), sem nú er álitið meistaraverk hans ásamt Heimkomunni (1965) frá þessu fyrsta skeiði höfundarferilsins, en bæði þessi verk eru margverðlaunuð og hafa verið sýnd hvað eftir annað um allan heim. Önnur helstu leikrit Pinters eru þessi: The Collection (Safnið, 1962), The Lover (Elsk- huginn, 1962), einþáttungamir Landscape og Silence (Landslag og Þögn, 1968), Old Times (Liðin tíð, 1971), No Man’s Land (Einskis manns land, 1975) og Betrayal (Svik, 1978). Þá eru ekki minna virði öll þau snjöllu kvik- myndahandrit sem Pinter hefur látið frá sér og má þar m.a. nefna The Servant (Þjónninn), Accident (Slys), The Go-Between (Sendiboðinn), Remembrance of Things Past (í leit að liðinni tíð) og The French Lieutenant’s Woman (Ástkona franska lautinantsins). Sá eiginleiki sem menn gefa fyrst gaum í verkum Pint- ers er sterk hrynjandi málfarsins, en Pinter hefur afar næmt eyra fyrir eðlilegu talmáli, og fyrir þeim atvikum sem verða, eða verða ekki, vegna orðræðunnar. Leikritin hans eru orðmörg, þau eru eins konar „orðaleikir" sem eru saman settir af listfengi sem er afar persónulegt og gerir alla eftirlíkingu óhugsandi. Enda hafa verk hans alið af sér nýtt lýsingarorð í orðasafni gagnrýnenda og menn tala um að þetta eða hitt sé „pinteresque". Stór þáttur í þvi sem gerir verk hans heillandi er þessi eðlilega talmálshiynjandi, með henni nær hann athyglinni og tekst að vera fyndinn þrátt fyrir grimmdina og alvöruna sem í textanum býr. Og það var einmitt orðræðan sem gagniýn- endur höfðu mest við að athuga í verkum Pinters í upphafi, því orðræðan í verkunum stýrir atburðarásinni, en ekki atburðarásin orðræðunni. Pinter hefur svarað slíkri gagnrýni með því að benda fólki á að hlusta, raunverulega hlusta, á venjulegt talmál: „Hlustið á tal fólks! Hlustið á það tala um teið sitt og komflögumar. Eða hlustið á gamla heimilislausa manninn sem situr og talar við sjálfan sig á næturkaffihúsi. Þar heyrið þið samtöl sem eru í jaðri þagn- arinnar." Ennfremur hefur hann sagt um tungumálið: „Ég held að við tjáum okkur of vel, ef eitthvað er, í þögnunum, í því ósagða, allt talið er bara endalaus undanbrögð, örvænt- ingarfull tilrauii til vamar, til að halda í okkur sjálf. Samskipti em of háskaleg, það er of skelfilegt að eignast hlutdeild í annars lífi, menn óttast að þeir gætu opinberað innri fátækt sína." Og á öðmm stað segir hann: „Við getum sagt um orðin að við klæðum okkur með þeim, við felum okkur á bak við þau, fyrir öðmm og fyrir okkur sjálfum." Þetta minnir á reynslu hans á unglingsámnum þegar hann lærði að beita tungumálinu til að komast hjá barsmíðum á götunni. Og það er á sama hátt sem persón-- ur Pinters beita tungunni. Þær reisa sér vamarmúr, búa sér til herbergi úr orðum, eða nota orðin til að komast undan. Orðræðan er á yfirbórðinu kurteisleg, enda em Bretar með kurteisustu þjóðum, sem hægt er að kynnast, og persónumar tala saman eftir viðurkenndum kurteisis- venjum, en undir niðri kraumar svo ofsinn, grimmdin, keppnisskapið, stéttahatrið; allt hlutir sem þessi þjóð á nóg af. Það er orðræðan fyrst og fremst sem drífur atburðarás- ina áfram, enda hefur Pinter oft lýst því hvemig hann sér persónumar fyrir sér meðan hann er að semja, og hlustar eftir því sem þær segja hver við aðra. Að minnsta kosti í fyrstu verkunum hafði hann enga fyrirfram mótaða hug- mynd um hvert yrði niðurlag hvers verks fyrir sig eða í hvaða átt atburðarásin þyrfti að stefna, persónumar réðu því með tali sínu. Þessi aðferð til að semja leikrit hefur orðið ýmsum sporgöngumönnum Pinters dijúg og nægir að benda á t.d. Sam Shepard í þessu sambandi, en einnig þykir mér ekki ólíklegt að Jökli Jakobssyni hafí nýst þessi aðferð, til dæmis í leikritum eins og Dómínó og I ör- uggri borg. Sennilega beitir Pintor nú öðrum aðferðum við að semja og þá komum við að þeim breytingum sem orðið hafa á verkum hans. Mér þyk ir sýnt að vinna Pinters við kvik- myndir hafí óhjákvæmilega breytt vinnuaðferðum hans og við sjáum til dæmis í Liðinni tíð að textinn minnir um margt á texta fyrir kvikmynd. Þar eru margir stuttir kafl- ar og ekki samfella eins og áður, og engu er líkara en verkið sé samansett úr röð atriða, en í stað klippingar, eins.og við á í kvikmynd, eru þagnir og uppbrot. í „Betray- al (1978) er kominn nýr tónn, kvikmyndatækninni er beitt meðvitað og sáraeinföld saga af framhjáhaldi sem leiðir af sér margvíslegar lygar og svik er sögð aftur á bak. Niðurstaðan er sýnd fyrst í verkinu, en aðdragandinn svo rakinn lið fyrir lið uns kemur að upphafi framhjáhaldsins í leikslok. Erfitt verk fyrir leikarana, en gagnrýnendur tóku þessu fálega og söknuðu dulúðarinnar í eldri leikritum skáldsins. Betrayal er hinsvegar afar næmlega skrifað verk og markar þáttaskil hjá Pinter. Þarna er hann kom- inn nær raunsæi hvunndagsleikans, þó orðræðan hafi verið að jafnaði hvunndagsleg áður, og atvikin og sá heimur sem hann lýsir í verkinu er hvort tveggja kunnuglegt. í Eins konar Alaska og Kveðjuskál erum við á einhvetjum þeim slóðum sem við vitum að eru til í veröldinni án þess að verkin séu staðbundin. Áður var talað um „fáránlei- kann“, „absúrdið" í verkum Pinters, og var þá átt við þá óræðu grimmd sem jafnan beið færis undir hvunndagslegu orðfærinu og stundum kom upp á yfirborðið, en í Kveðju- skál er þetta „absúrda" orðið að veruleika, óhugnanlegum sannleika, vegna þess að við vitum að það sem lýst er í verkinu á sér raunverulega stað í heiminum. Kannski er þessi merkjanlega breyting á verkum Pinters ekki fólgin í öðru en því að sá heimur sem við þekkjum, þau sam- skipti sem raunverulega eiga sér stað, eru farin að líkjast leikriti eftir Pinter. Niðurstaðan verður því annaðhvort sú að lífið sé að líkja eftir listinni, eða að Pinter hafi opnað augu okkar fyrir eðli mannlegra samskipta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.