Morgunblaðið - 30.01.1988, Page 8
88 83í?r ÍIAtJWAl .08 n’IOAfTHAOITA.I .(JTCÍAJfU'UJOflOIA
S B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988'
ÞAÐ
SEMÞÚ ÞASFT
- um Marie Louise Ramnefalk
eftir Kristínu
Bjarnadóttur
Hvað hef ég að gefa þér?
Sundrung, örvæntingu, óvissu.
Nákvæmlega það sem þú þarft!
(úr Adam í Paradiset)
Það er af fleiri en einni ástæðu
að ég vel að kynna Marie Louise
Ramnefalk, fyrir lesendum. Ein er
sú að hún hefur skapað sér sess
meðal athyglisverðra sænskra
skálda. Önnur er sú að íslenskt tón-
skáld, Karólína Eiríksdóttir hefur
tekið að sér að semja óperutónlist
við texta eftir Marie Louise. Verk
sem væntanlega verður flutt í
Vadstenaóperunni í Svíþjóð sumarið
’88. Listrænn ráðunautur óperunn-
ar segist í mörg ár hafa beðið þess
að geta flutt texta eftir Marie Lou-
ise, en rétta tónskáldið fannst ekki
fyrr en Karólína fannst.
„Fólk er meiriháttar og furðu-
legt. Um það má lengi skrifa," segir
- Marie Louise, sem er fædd í Stock-
holm árið 1941. Hún hefur skrifað
svo lengi sem hún man. Lengi var
það „leikur með efni og form. Fyrst
vonrþað sögur og frásagnir. Ég las
framhaldssögu í vikublöðunum og
skáldaði áfram „frh. í næstatöluKl".
— þar til næsta tölublað kom og
leiðrétti og gaf efni til nýrra hug-
mynda. Svo urðu það leikrit,
skopstælingar, eftirlíkingar (pastic-
her), eintöl í bundnu máti og svo
að skólaritgerðunum ógleymdum.
Ég var orðin átján ára þegar mér
hugkvæmdist að ljóðið ætti kannski
erindi við mig.“ Hún segist hafa
byijað að yrkja rímuð ljóð í löngum
bunum, svo „veluppalin" sem hún
yar, en rímið hafí smámsaman horf-
ið og ljóðin fengið innihald „sem
snerti mig sjálfa og gátu þá ef til
vill byijað að snerta einhvern ann-
an“.
Þegar Marie Louise gaf út sína
fyrstu ljóðabók árið 1975 höfðu
þegar birst eftir hana ljóð, einnig
umsagnir um bækur, sjónvarpsleik-
rit, söngleikur, bók um greiningu
leikrita, óperutexti og doktorsrit-
gerð í bókmenntavísindum. I dag
liggja eftir hana sex ljóðasöfn: En-
skilt liv Págár (1975), Verkligheten
gör dig den áran (1978), Nágon
har jag sett (1979, Kungsádra
(1981), Sorg(1982), Levnadskonst-
, er (1983) og Adam i Paradiset
! ^1984).
Marie Louise hefur verið hrósað
fyrir næstum bamslegt hispursleysi
og óþvíngað falsleysi í ljóðum
sínum. í ljóðabókinni Kungsádra
má finna mörg ljóð með tónum úr
frumskógi lagasetninga nútímalífs-
ins og úr fangelsi fundarherbergj-
anna.
Augu okkar kysstust þvert yfir
borðið
störðu hárfint og hittu í mark
hvers annars
héldu eigin augnabliksráðstefnu
mitt í ráðstefnunni
böðuðust, vermdust, bráðnuðu
þreyðu.
Marie Louise á líka til að bregða
fyrir sig vandmeðfömu háði, jafnvel
nöpru, sem kemur ekki hvað síst
fram í hennar síðustu ljóðabók
Adam í Paradís. Þar byggir hún á
hefð, byggir ljóðaflokk sinn upp í
fímm þáttum með „peripeti" í fjórða
þætti, að franskklassískum sið. En
hennar Adam er afskaplega nú-
tímalegur sem og stíllinn. Síðari
tíma Adam fer á fundi og á tölvu-
námskeið með skjalatösku. I
frítímanum situr hann í hengirúmi
í tijágarði Paradísar, með konu og
böm í kallfæri. Og gætir þess að
ekkert ófyrirsjáanlegt gerist. „Ur
ávöxtum þekkingarinnar býr hann
til mauk“ heitir það og enn á ný
ætlar hann að háma í sig heimilis-
frið „þó það væri með snagann í
hálsinum". Hann hittir Ég bókar-
innar og án þess að Eva sé nefnd
á nafn er hún gefín til kynna með
skírskotunum í „hennar fræga sam-
tal við höggorminn". Yrkisefnið er
ástin, ósköp venjuleg, þijósk og
frumstæð, ófrávíkjanleg ást í eðli-
legu ósamræmi við fjölskyldufyrir-
komulag og reglur samfélagsins.
Nú er ég búin að æfa mig í fjórgang
á því sem ég ætla að segja þér í símann á
morgun.
Ég ætti að hringjá strax í nótt
og spangóla í tólið og ýlfra eins og varúlfur
mót tungli
, myndirðu átta þig þá?
Umtumað I slungna orðsendingu klukkan
heiðvirðulega níu
verður það: flyttu frá konunni þinni
undireins, annars
og afsakanir þínar um vinnuna, bömin, fjár-
haginn
að ég tali nú ekki um húsnæðismál og
hundinn
gef ég algeran skít í!
Á morgun verð ég að lesa kvennabókmennt-
ir allan daginn
til að átta mig á að auðvitað lifi ég af án þín
og það er úr þessu ósamræmi, með sjálfs-
blekkingum og öðra
tilheyrandi þvi forboðna, sem kaldhæðnin
skín í gegn. Og lýsir upp.
Napurt er hjónabandinu líkt við niðursuðu-
dós, með
„tvær sardínur í sömu/sameiginlegu dós/
og ekkert loft“
Þegar dregur að sögulokum
verða tónamir fyllri.
Traustið verður að staðsetja lengra frá
ekki í manneskjum, þær era svo brothættar
glata þér alltaf
þegar þær snúa sér við
eða hugsa um annað.
Nei, í skumina kringum heiminn,
hjúp himinhvolfsins
þar sem Guð stingur göt - stjömur -
með döggskónum á stafnum sínum
og ljósið sindrar út
„Ég held mér fínnist ljóð vera til
þess að komast nær því sem maður
vissi ekki að maður vissi,“ segir
Marie Louise þegar við hittumst í
Gautaborg. Við hlustum á verk eft-
ir Karólínu, fyrir rödd og píanó,
fullt af gáska, ofsa og blíðu og alit
í einu fínnst mér liggja í augum
uppi að þessar tvær listakonur hljóti
aðu eiga samleið í verkum sínum.
Ég fylgi Marie Louise á jám-
brautarstöðina og hún spyr hvemig
sé umhorfs í bókmenntaheiminum
á íslandi og hún gengur svo hratt
og svo ákveðið — svo fegin að
sleppa við „hótelnótt" og ná kvöld-
lestinni til Stokkhólms — að ég
gleymi því næstum að eiginlega var
það ég sem ætlaði að spyija. Um
eitthvað. Um afstöðu skáldsins til
skáldsins. Og bókmenntafræðings-
ins. Hvort aldrei yrðu árekstrar þar
á milli. Svarið við því var að bók-
menntafræðingurinn drægi sig létt
í hlé meðan skáldið var að. Hinsveg-
ar væri gott að getá gripið til hans
við úrvinnslu og uppbyggingu.
„En ég er dálítið hissa á því hvað
fólk á oft erfítt með að greina á
milli Ég-persónu í skáldverki og
höfundarins sjálfs. Virðist eiga erf-
itt með að taka því að höfundurinn
er ekki endilega að túlka vemleika
sepi á sér fyrirmynd í lífí hans,
þótt „Ég“ segi frá. Þess gætir
stundum að litið sé á leikara með
hlutverk þeirra í huga, sá sem lék
skúrkinn er litinn homauga og sá
sem lék elskhugann mikla álitinn
afar ástleitinn, líka { einkalífínu.
En þó em fleiri sem líta á það sem
gefíð að leikari sé fær um að lifa
sig inn í líf annarra. Að höfundar
Kristín Bjarnadóttir
geti leyft sér það, sér í lagi ljóð-
skáld, virðist mörgum vera óhugs-
anlegt.“
Marie Louise segist oft hafa orð-
ið vör við meðaumkun og varfæma
hluttekningu — vegna misskilnings.
Fólk sem vottaði henni samúð sína
t.d. eftir að hafa lesið ljóðabókina
Nágon har jag sett, þar sem hún
skrifar um ást og sorg. Sorg þess,
sem stendur eftir þegar makinn
veikist og deyr. Hún vinnur úr sorg-
inni og segir frá í fyrstu persónu
eintölu. En sálf sagan er ekki saga
höfundarins.
Rousseau skal það vera —
ekki Voltaire
í litlu kveri Selvdeklaration
(1982) þar sem höfundar lýsa sjálf-
um sér og afstöðu sinni til skáld-
skaparins, má fínna eftirfarandi
klausu í grein eftir Marie Louise.
„Sannleikur. Ljóð sem sannleik-
ur, ljóðagerð sem sannleiksleit. Það
býður upp á misskilning. Lesenda-
einfaldleikinn — sem kemur fram
þar sem hans er síst að vænta, það
er að segja hjá útfömum bók-
menntafræðingum — segir að
sannleikur sé nokkuð sem hefur átt
sér stað í raun og vem. Ósvikin ljóð
em því þau sem innibera ósviknar
tilfínningar, það er að segja þeim
sem skáldið ófrávíkjanlega ber, eða
hefur borið undir kringumstæðum
í eigin lífí, og góð og lofsverð ljóð
eiga líka að innbera góðar og lofs-
verðar tilfínningar. Fagurfræði
verður að móral, þar að auki væmn-
um og vafasömum móral.
Skrifaðu um fólk sem á bágt og
um þörf á hlýju og góðmennsku í
heiminum — og þú verður væntum-
þykjanlegt skáld. Skrifaðu háðskar
ádeilur um heimsku og lygaáróður
og þú verður álitin köld og nöpur.
Ég hef gert hvomtveggja — ég
veit. Rousseau skal það vera ekki
Voltaire, tár, ekki grimmd. Hefur
það eitthvað að gera með aðskilnað
hugsana og tilfínninga í okkar
menningu og þá kenningu að gott
hjarta sé í engum tengslum við
höfuðið. Tilhejrri annarri blóðrás?
Eða er það kvenímyndin sem þama
er á sveimi." Þessari spumingu
varpar Marie-Louise fram í byijun
níunda áratugarins. í dag telur hún
afstöðuna aðra og breytta, nú sé
meira pláss fyrir tvíræðni í skáld-
skap og þá gjama tvíræðan húmor
þar sem ádeilan kemur fram í
mannlýsingum.
Leiðarljós: Hamingjusöm eigin-
kona (úr Nágon har jag sett)
HAH, hann er maðurinn MINN. ÉG- fann
mér hann SJÁLF, hann ber MINN hring
með MÍNU nafni í, VIÐ
stöndum ansi þétt saman í símaskránni
og sé hringt get ÉG svarað og hrópað „Til
þín
ástin mín“
eða „hann er upptekinn, er það eitthvað sem
ÉG get borið
upp við hann og við hvem hef ég þann
heiður að tala
vel á minnst",
í þvottavélinni rúlla nærbuxumar hans í
kapp við MÍNAR
nærbuxur,
og í öllum boðum, leikhúsum, sama hvað
get EG tekið hann undir arminn og hlegið
við hvaða konu
sem er,
og hvað VIÐ geram þegar við komum heim
segi ég ekki en allir
vita það samkvæmt reglunni, og að það er
hann og ÉG;
í veskinu hans er myndin af MER og á
v líftiyggingunni hans
er ÉG næsti bótaþegi,
segi hann „helvítis kcllingin” meinar hann
MIG, og
gerist hann háfleygur í aðdáun sinni á
Konunni
meinar hann MIG:
VŒ) eram með sameiginlega erfðaskrá og
FJÖLSKYLDUgrafreit
og MINN stóri magi er á hans ábyrgð,
það er unun og allir vita það, og enginn
undrast nema ég sem er furðu lostin yfir öllu
þessu -
við getum þagað, við getum rifist, það er
hann og ÉG fyrir því,
EG er hans af því hann er MINN!
Gallerí borg
stillir, þessa dag-
ana, út úrvali
sölumynda gam-
alla meistara
islenskrar myndlistar. Meðal
höfunda má nefna myndir eft-
ir ÁsgTÍm Jónsson, Jóhannes
S Kjarval, Gunnlaug Blöndal,
Gunnlaug Scheving, Svein
Þórarinsson, Eyjólf Eyfells og
Júlíönu Sveinsdóttur
í aðalsal gallerísins, í Pósthús-
stræti 9, eru myndir gömlu
meistaranna, á palli eru abstrakt-
myndir og í neðri kjallara er
viðfangsefnið skip, sjór, sjósókn
og hús við sjó. I efrí kjallara þar
sem grafíkin var áður er nú mik-
ið úrval af minni frummyndum
yngri listamanna; olíu-, vatnslita-,
krítar- og pastelmyndir.
Fram á vor er röð af sýningum
í Gallerí Borg og hefjast þær 4.
febrúar, næstkomandi. Þá sýnir
Harpa Bjömsdóttir nýjar ein-
þrykksmyndir og stendur sú
Veturog
vorí
Gallerí
Borg
sýning til 16. febrúar. Aðrar sýn-
ingar fram á vor verða þessar
25. febrúar til 8. mars, Daði Guð-
bjömsson. Þann 10. mars sýnir
Haukur Dór og stendur sú sýning
til 22. mars. Vaigerður Hauks-
dóttir opnar sýningu 24. mars,
sem lýkur 5. aprfi. Næst á eftir
kemur Þorbjörg Höskuldsdóttir
og stendur sýning hennar frá 7.
til 19. aprfi. 28. apríl til 10. maí.
sýnir Elías B Halldórsson, Sigurð-
ur Kr. Ámason frá 12. til 24. maí
og Gunnar Kristinsson frá 26.
maí til 7. júní.
í vetur og vor verða uppboð á
myndum á vegum Gallerí Borgar,
21. febrúar og 24. aprfl. Þau upp-
boð verða á Hótel Borg og hefjast
klukkan 15.30. Galleríið veitir
einnig þjónustu við mat á verð-
mæti mynda og aðstoð við sölu
þeirra ef þess er óskað.