Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
Donna Anna (Ólöf Kolbrún Harðardóttir) hefur
g-ert sér grein fyrir hver drap föður hennar og
ákveður, i samráði við unnusta sinn, Don Ottavio
(Gunnar Guðbjörnsson) að hefna hans
(Morgunblaðið/Þorkell)
Don Giovanni gerir tilraun til að fleka aðlýðustúlk-
una Zerlinu.
I„Prager Oberpostamtszeitung“
frá 1787 er skrifað um frumsýn-
inguna og þar segir: „Á mánudag-
inn, þann 29., frumsýndi ítalska
óperufélagið Don Giovanni, eða
Steingestinn, óperu meistara Moz-
arts sem beðið hefur verið eftir með
mikilli eftirvæntingu. Kunnáttu- og
tónlistarmenn fullyrða að önnur eins
ópera hafi enn ekki verið sýnd í Prag.
Herra Mozart stjómaði sjálfur og
þegar hann gekk í hljómsveitargryfj-
una var honum heilsað með þreföldu
húrrahrópi og kvaddur með sama
þegar hann gekk út. Óperan er ann-
ars mjög erfíð í uppfærslu og allir
undrast hve góð sýningin er, ekki
síst þar sem æfingatíminn var naum-
ur. Allir, bæði leikhúsfólk og hljóm-
sveit, lögðu allt í sölumar til að launa
Mozart þessa góðu uppfærslu. Marg-
ir kórar og mikill sviðsbúnaður hefur
krafist aukins kostnaðar en það hef-
ur herra Guardasoni allt leyst prýði-
lega af hendi. Gríðarlegur fjöldi
áhorfenda tryggir almennar vinsæld-
ir...
Óperan Don Giovanni skiptist í tvo
þætti og er hver þáttur fimm atriði.
Hún hefst á því að Leporello, þjónn
Don Giovannis, stendur vörð og
kvartar undan hlutskipti þjónsins
meðan Don Giovanni ætlar sér að
táldraga Donnu Önnu, dóttur ridd-
araliðsforingjans. Don Giovanni, sem
vill ekki láta bera kennsl á sig, og
Donna Anna koma út. Heiðri hennar
er misboðið. Faðir hennar kemur á
vettvang, en Donna Anna fer inn að
sækja liðsauka. Riddaraliðsforinginn
skorar Don Giovanni á hólm. Þó að
það sé Don Giovanni þvert um geð
að heyja einvígi við svo gamlan mann
fellur riddaraliðsforinginn fyrir hendi
hans. Don Giovanni og Leporello
læðast burt. Donna Anna og heit-
maður hennar, Don Ottavio, fínna lík
riddaraliðsforingjans og sverja að
hefna hans.
í öðru atriði hyggur Don Giovanni
á ný afrek en Leporello reynir að
telja um fyrir honum. Donna Elvira,
sem hann hefur áður dregið á tálar,
kemur og leitar þess sem sveik hana.
Þegar Donna Elvira ber kennsl á
hann les hún honum pistilinn, en Don
Giovanni getur ekki snúið sig úr
klípunni og laumast enn út. Lepo-
rello segir Elvim að hún sé hvorki
sú fyrsta né síðasta sem Don Gio-
Masetto (Viðar Gunnarsson) sér að Don Giovanni reynir að draga
unnustu hans, Zerlinu, á tálar. Vinir hans reyna að koma í veg fyrir
að Masetto ráðist gegn gamla kvennabósanum
vanni hafi táldregið og lýsir fyrir
henni nákvæmu bókhaldi sínu um
ástarsigra húsbóndans.
Og það reynist satt að hún verði
ekki sú síðasta, því í þriðja atriði
fagnar þorpsalmenningur brúðkaupi
Zerlinu og Masettos. Don Giovanni
og Leporello slást í hópinn og sá
fyrmefndi fær þegar augastað á
Zerlinu og býður öllum til fagnaðar
í höll sinni. Leporello fer í farar-
broddi með Masetto, sem grunar hið
versta. Don Giovanni reynir að fleka
Zerlinu, en Donna Elvira kemur að
þeim og bjargar heiðri brúðarinnar.
Þetta þykir Don Giovanni vera
óheppni mikil í kvennamálum. Þá
koma Donna Anna og Don Ottavio
á vettvang. Anna leitar liðsinnis Don
Giovannis sem gamals fjölskylduvin-
ar og ber ekki kennsl á fyðurmorð-
ingja sinn. Elvira kemur enn á vett-
vang og lýsir Don Giovanni svikara,
en hann segir að hún sé sturluð. Að
lokum þekkir Donna Anna sökudólg-
inn sem forðar sér á síðustu stundu.
Hún hvetur Ottavio til þess að full-
nægja réttlætinu og hann ákveður
að komast að hvem mann Don Gio-
vanni hefur að geyma.
í fjórða atriði víkur sögunni í veisl-
una miklu heima hjá Don Giovanni.
Leporello segir húsbónda sínum að
hann hafi veitt gestunum vel og tek-
ist að losna við Donnu Elviru. Don
Giovanni hlakkar til áframhaldandi
kampavínsdrykkju og kvennafars.
Masetto er Zerlinu reiður fyrir dað-
rið, en henni tekst að fullvissa hann
um að ávítur hans séu tilhæfulausar.
Þau heyra Don Giovanni gefa þjón-
ustuliði sínu nánari fyrirmæli um
framkvæmd veisluhaldanna og Ma-
setto felur sig. Don Giovanni kemur
út og nær taki á Zerlinu áður en
henni tekst að felast og teymir hana
afsíðis, en rekst á Masetto. Að vanda
tekst Don Giovanni áð snúa sig úr
klípunni og fer með þeim báðum inn.
Nú koma Anna, Ottavio og Elvira á
vettvang, öll grímuklædd. Don Gio-
vanni sér til þeirra og skipar Lepo-
rello að bjóða þeim í gleðskapinn.
í fimmta atriði em veisluhöldin í
algleymingi. Don Giovanni reynir enn
að fara á fjörurnar við Zerlinu í
næsta herbergi. Masetto er fullur
afbrýði og brátt heyrast neyðaróp
Zerlinu. Don Giovanni reynir enn að
snúa sig út úr hlutunum og koma
sökinni á þjón sinn, Leporello, en
enginn lætur blekkjast. Hinir þrír
ókunnu gestir taka niður grímumar.
Don Giovanni er borinn hinum
þyngstu sökum, en einu sinni enn
kemst hann undan.
í seinni hluta ópemnnar hefur Don
Giovanni eiginlega fengið nóg af
þessum eltingaleik við Zerlinu og fer
að snúa sér að öðm kvenfólki, en
orstír hans er af því tagi, þegar hér
er komið sögu, að hann dulbýr sig
sem Leporello. En hringurinn þreng-
ist stöðugt, undankomuleiðum fækk-
ar og hvemig sem Don Giovanni
klæðir sig er hann, bak við dulbún-
inginn, ennþá sami skúrkurinn. En
það er spuming hvort dauðlegir
SIGRÍÐUR GRÖNDAL:
Léttleikinn í óperum
Mozarts er heillandi
SIGRÍÐUR Gröndal, sópransöng-
kona, sýngur hlutverk alþýð-
ustúlkunnar Zerlinu í sýningu
íslensku óperunnar á Don Gio-
vanni. Sigríður er nýkomin heim
úr framhaldsnámi í söng í Holl-
andi, en áður en hún fór utan,
söng hún i tveimur uppfærslum
hjá Óperunni; hlutverk Erster
Knabe í Töfraflautunni 1983 og
í Leðurblökunni 1985, hlutverk
Adele. Sigríður lærði söng í Tón-
listarskóla Reykjavíkur. „Byrjaði
haustið 1979,“ segir hún, „og
hófst þá söngnámið fyrir alvöru
hjá Sieglinde Kahmann.
Veturinn áður hafði ég verið
í einkatímum hjá Sieglinde.
Reyndar hafði ég byrjað áður
að læra söng. Það var þegar ég
var 15 ára. En svo fékk ég ungl-
ingaveikina og hætti. Ég hafði
lika lært á píanó og músikin blun-
daði alltaf í mér. Þegar Sieglinde
flutti til íslands árið 1977 og fór
að kenna, benti faðir minn mér
á hana. Hann var mikill músík-
maður og reyndar er mikill
músikáhugi í fjölskyldunni.
Eg fór því dálítið seint af stað
í söngnámið, eða 24-25 ára.
Það var þetta með unglingaveikina.
Ég held að hún sé afleiðing af
þeirri meðalmennsku sem hefur við-
gengist lengi, með aðaláherslu á
popptónlist. Það að kunna að meta
góða list er eitthvað sem maður
hlýtur að fá fyrst og fremst í föður-
húsum og það er því á valdi for-
eldra að beina bömum og ungling-
um á þessa braut.
En við skulum ekki gleyma því
að óperusagan hér er mjög stutt;
það er verið að skrifa hana núna.
Auk þess eigum við enn enga hefð
og það hefur sitt að segja. Erlendir
er víðast margra áratuga og alda
hefð fyrir óperuflutningi og þar
byijar fólk oft að læra söng þetta
15-16 ára gamalt. Á þeim aldri er
er það þegar búið að finna sér
ævistarf. Héma er svo mikið strit
á öllum. Böm fara að vinna svo ung
- sem er óþekkt víðast annars stað-
ar - og hvemig eiga þau að geta
stundað söngnám með skóla og
vinnu. Áherslumar eru á vinnu og
tekjur. Hér byjjar fólk að læra að
syngja miklu seinna en gerist ann-
ars staðar og það er allur gangur
á því. Á íslandi er hægt að læra
söng á hvaða aldri sem er, jafnvel
á miðjum aldri, sem mér finnst að
vísu mjög jákvætt. En það er ekki
hægt erlendis. Ef þú ert til dæmis
eldri en 25 ára er það bara „punkt-
ur basta, þú ert of gömul“ og færð
ekki aðgang að óperunámi.
Þessvegna fór ég í einkakennslu
þegar ég fór út í framhaldsnám.
Ég átti ekki um marga kosti að
velja. En ég sé ekki eftir þeim þrem-
ur árum sem ég hef verið í einka-
kennslu.
En vissulega hefur einkakenkn-
sla ýmsa galla. Maður fær til dæm-
is enga leikbjálfun. En það er sko
galli á öllu söngnámi hér líka. Leik-
þjálfun á auðvitað að vera inni í
gmnnnáminu hér heima. Maður
tekur svo og svo mörg stig í hljóð-
færaleik og söng, en ekkert meira.
En maður á ekkert að þurfa að
tutlast í leiklistamámi þegar maður
er kominn í framhaldsnám því það
er fínpússning.
Eftir dvölina erlendis sé ég hvað
við sendum okkar söngnemendur
illa undirbúna í framhaldsnám. Þó
Sigríður Gröndal í hlutverki Zerlinu