Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 EINAR GUÐMUNDSSON SKRIFAR FRA MÚNCHEN: „Delineator". ÞYNGDARAFL OG J AFNVÆGI Iflestum leiðandi nútíma listasöfnum Ameríku, Evrópu og Japans, er að fínna verk eftir bandaríska myndhöggvarann Richard Serra. Það ku nánast eitthvað vera að þeim söfnum, sem ekki eiga verk eftir hann. Útilistaverk hans standa víða um heim. Maðurinn er samt umdeildur og þarf að standa í málaferlum til að verja stöðu sumra verka sinna, sem komið hefur verið fyrir á almanna- færi. Richard Serra er fæddur árið 1939 í San Francisco. Faðir hans kom frá Mallorca á Spáni og móðirin var rúss- neskur gyðingur. Þessi blönd- un leiddi til háskólaprófs í enskum bókmenntum við Yale, áður en kom til myndlist- arnáms. Með háskólanámi vann Serra fyrir sér sem verkamaður í stáiiðjuverum. í Yale kynntist Serra Josef Albers, þýzkum Bauhaus- meistara. Prófarkalas hann bók Albers „Vixlverkun li- tanna". Myndlistamám Serra beindist í fyrstu að málun, en á Evrópuferðalagi kynntist hann verkum rúmenska mynd- höggvarans Constantins Bran- cusis, og varð um leið ljóst í hvaða átt hann sjálfur stefndi. Fyrsta einkasýning var í Róm ’66. Þar sýndi Serra dýr í búrum, bæði lifandi og upp- stoppuð; hænur, kanínur o.þ.h. Síðan tók hann að fást við gúmmí og neonljósapípur. Þá fór hann að vinna með blý, þann mjúka, sveigjanlega málm. Blýsteypur gerði hann með því að skvetta bráðnu blýi í hom þar sem mættust vegg- ur og gólf. Vinnubrögðum þessum fylgdi óneitanlega groddaskapur sem ekki hent- aði fínni tegundum af húsnæði heldur frekar vöruskemmum. En Serra notaði blýið líka til að gera húsumhæf mjmdlistar- verk: Ýmist liggjandi rúllur á gólfí eða piötur hallandi upp að vegg. Stóra stökkið á ferli lista- mannsins var þegar hann reisti. fjórar blýplötur (120x120 sm og 250 kg hver) upp á rönd og studdust þær hver við aðra. Lykilverk þetta hét „One Ton Prop (House of Caírds)“. Á íslenzku kannski: „Eins tonns skorða" og „Spilaborg" innan sviga. Listamaðurinn sá, „að verk þetta uppfyllti allar kröf- ur gerðar til skúlptúrs, hafði rúmtak, þyngd, massa, kjama og hægt var að ganga um- hverfis það“. Verkið var þorið uppi af samspili þyngdar og jafnvægis. — Árið var 1969, hið sama og þegar Bandaríkja- menn lentu mönnuðu geimfari í fyrsta sinn á tunglinu ... Á þessu sama ári hóf Richard Serra samstarf við Leo Ca- stelli, gallerista í New York, og byijaði að vinna með stál. Það er einmitt fyrir risastóra stálplötuskúlptúra sem lista- maðurinn er þekktur. Nú á þessu ári verða sýning- ar á skúlptúmm Serra á ferð- inni í ýmsum listasöfnum Evr- ópu: I Basel, Miinchen, Eind- hoven, Brussel, Torino og Vín. — Zurich, Genf og Madrid eru og þegar bókaðar borgir fyrir ’89. Tilefni þessarar greinar er sýning í Munchen, þar sem Lenbachhaus á heiður af fram- taki. Þar vom sjö verk til sýn- is í sjö sölum; öll verkin nema eitt gerð með kringumstæður í huga. Það var svo til alveg á mörk- unum að hægt var að koma stálplötum inn fyrir dyr og þyngdin var einnig vandamál. Listin kom þama í tonnatali, rúmlega sextíu tonn. I 'kjallara hússins varð að rýma til og koma fyrir sérstökum stál- burðaigrindum svo að allt pompaði ekkj niður. í forsal tóku tveir jám- hlunkar á móti gestum, ekki beint glaðhlakkalegir — heldur frekar þungbúnir, enda fímm tonn og sex á þyngd. Þeir leystu ekki beinlínis frá skjóð- unni um hvert listamaðurinn var að fara eða hvað það var sem gerði þá að listaverkum. í augum listamannsins hef- ur listin ekkert hagnýtt gildí og sérhveija notkun listar flokkar hann undir misn'otkun. Fegurð er ekki vandamál hans, heldur felst mikilvægi .verks í þeirri spennu er það skapar. Þessu lýsir verkið „Delineator“ á myndrænan hátt: Þar em tvær stálplötur, hvor um sig 3,6 tonn. Önnur liggur á gólfí og beint fyrir ofan er hin fest í loftið. Áhorfandi skynjar auð- veldlega hættutilfínningu. Áð- ur hefur það gerzt, að verk eftir Serra hefur fallið saman og ollið dauða aðstoðarinanns við uppsetningu. Eftir það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.