Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 8
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
að ber ekki á öðru
en að söng leikir
njóti mestrar
hylli meðal leik-
húsgesta í Lund-
únum sem öðrum
borgum víðast
hvar í heiminum.
Söngleikir eins og „Starlight Ex-
press", „Cats“, „Nunsense", „Les
Misérables", „Chess“ og „Time“ eru
sýndir í Lundúnum fyrir fullu húsi
svo mánuðum skiptir. Og vinsælasta
verkið, „The Phantom of the Stage“,
er svo vinsælt að ekki er hægt að
panta sæti lengra fram í tímann en
maí nk., og miðar seljast á svarta
markaðinum á tæpar sjö þúsund
krónur.
En þótt þeir sem að þessum söng-
leikjum standa, einnig áhorfendur,
og þó sérstaklega þeir sem leggja
til fjármagnið, brosi út að eyrum,
þá eru ekki allir sem taka þessu sem
góðum fréttum. Fyrir marga aðra
er þetta hreinn dauðadómur. Vin-
sældir söngleilqanna gætu nefnilega
drepið allan áhuga á annars konar
sviðsverkum, og eru raunar á góðri
leið með það. Alvarlegri leikhúsverk
eru nánast að hverfa og svo gæti
farið að þau heyrðu aðeins sögunni
til; og lifi áfram í bókum.
„Ástandið er hræðilegt," segir
Margret Ramsey, einn helsti umboðs-
maður breskra leikritahöfunda. „Vit-
anlega á að sýna söngleiki líka, en
það nær engri átt að af þeim 40
sviðsverkum sem sýnd eru í Lundún-
um um þessar mundir skuli 15 þeirra
vera hreinir söngleikir." Sheridan
Morley, fyrrverandi leiklistargagn-
rýnandi, er þessu sammála, þegar
hann segir aið það sé óæskilegt að
bresk leikhús, sérstaklega í Lundún-
um, eigi allt sitt undir vinsældum
söngleikjanna.
Þróunin hefur með öðrum orðum
orðið sú sama og á Broadway, þar
sem hlutur söngleikja verður æ
stærri, enda hefur kostnaður við al-
menn alvarlegri sviðsverk fælt fram-
leiðendur frá slíkum uppsetningum.
Þessi áhugi á söngleikjum á rætur
að rekja allt aftur til þess tíma þeg-
ar Gilbert og Sullivan voru upp á
sitt besta. Risastórar hallir eins og
Adelphi, Coliseum, Drury Lane og
London Palladium voru sérstaklega
byggðar fyrir söngleiki eða ámóta
sviðsfrek verk. Og þær voru sniðnar
fyrir söngleik eins og „My Fair Lady“
— enda standa slíkar sýningar aðeins
undir sér þegar uppselt er á þær.
Og núorðið eru það aðeins söngleikir
sem geta dregið svo margt fólk frá
sjónvarpstækjum sínum heima í
stofu.
Alvarlegur fjárskortur
Nýleg könnun sem eigendur leik-
húsa í Lundúnum stóðu að leiddi í
verðum við að komast af með sex
leikara í leikriti sem í raun krefst
15 leikara.“
Fjárstyrkir frá fyrirtækjum
Ríkisstjóm Thatchers hefur reynt
að klóra í bakkann með því að
hvetja einkafyrirtæki, stór og smá
(með skattaívilnunum), til að glæða
leikhúslífíð. Ríkisstjómin hefur
svarað allri gagnrýni með því að
benda á þann aragrúa fyrirtækja
sem nú láta leikhúsum fjármagn í
té. En að mati téðrar Hutchins er
sá galli á gjöf Njarðar að með þessu
móti verði það framkvæmdastjórar
og eigendur þessara ólíku og mi-
sjöfnu fyrirtækja úti í bæ sem ráði
hvaða verk verði sett á svið, en
ekki leikhúsfóikið sjálft. Sú breyt-
ing er Hutchins lítt að skapi.
Dæmi um slíka fjárstyrki er að
fínna hjá Royal Shakespeare Comp-
any, sem þáði 1,8 milljónir dala frá
risastóm tryggingafyrirtæki
bresku. Peningana fær RSC á
næstu þrem árunum. Það eina sem
RSC þarf að gera í staðinn er að
preTita einkennismerki trygginga-
risans í allar dagskrár leikhússms
og einnig þær bækur sem gefnar
verða út í nafni leikhússins.
Þetta er aðeins eitt dæmi um það
hvemig ósýnileg hönd Mammons
fer nú hamförum um heim listarinn-
ar. Önnur dæmi: American Express
flármagnar viðgerð á Eiffel-tumin-
um; japanska sjónvarpsstöðin Nipp-
on hjálpar páfa að gera við Sistín-
sku kapelluna í Róm; Audi-bílaverk-
smiðjan ætlar að styrkja ferðir
Fílharmoníusveitarinnar í Munchen
erlendis allt til ársins 1992; Oli-
vetti-tölvufyrirtækið ætlar að borga
kostnaðinn við rannsóknir og við-
gerðir á „Síðustu kvöldmáltíðinni"
eftir Leonardo da Vinci.
En þrátt fyrir styrkinn og þrátt
fyrir hagnaðinn sem Royal Shake-
speare Company fær af „Vesaling-
unum", sem eins og íslendingar
vita fer nú sigurför um heiminn,
þá sjá forráðamenn RSC fram á
gjaldþrot í náinni framtíð.
Að lokum: Eftir nákvæma leit
þá er eftir allt saman að fínna eitt
ljós í öllu þessu myrkri. Tvö verk,
„Serious Money" eftir Caryl
Churchill, og „The Emperor“ sem
gert er eftir bók Ryszards Kapus-
cinskis um síðustu daga Haile Se-
lassies Eþíópíukeisara, hafa fengið
fádæma jákvæða gagnrýni og notið
talsverðra vinsælda meðal almenn-
ings.
Samantekt: HJÓ
Newsweek
Það eru söngleikir eins og „ Time“ sem laða fólkið
ístóru bresku leikhúsin. En eruþeir innantómt
skraut? Hér sést Cliff Richard, sem er öllu frægari
fyrirpoppsöng, en hann leikur eitt aðalhlutverkið
> i„Time“.
Ágætt dæmi um söngleik sem nýtur mikilla vinsælda
i Englandi: „Nunsense".
„Phantom of the Opera“ eftirAndrew Lloyd Webber hefur nú slegið
öll aðsóknarmet, enda hefur ekki verið beðið með svo mikilli óþreyju
eftir neinu öðru sviðsverki. Nokkrum mánuðum áðuren frumsýningin
átti að fara fram (26. janúar 1988) höfðu miðar selstfyrir 16 milljónir
dala. Hvað veldur slikum vinsældum?gæti maður spurt.
Blikur á lofti
í bresku leikhúslífl
Bresk leikhús hafa illilega fengið aðfinna fyrirfjárskortinum eftir að rikisstjórn Thatchers dró úrstyrkjum
tilleiklistar. Eða eins og Rikarður annar sagði:„Það eru alltafbölvuö vandræðin meðþessapeninga.“
ljós að mikil aðsókn að söngleikjum
þýðir alls ekki meiri aðsókn að öðr-
um leikritum, því þeir sem mest
sækjast eftir söngleikjum er sama
fólkið og ákafast horfir á sjónvarp.
Það er ekki uppörvandi niður-
staða fyrir eigendur leikhúsa, en
framleiðendur söngleikja kæra sig
kollótta. Cameron Macintosh, sá
sem fjármagnaði „Vesalingana" og
er enn að telja gróðann af þeirri
uppsetningu, vinnur um þessar
mundir að öðrum söngleik með
sama textahöfundi og sama tón-
skáldi og sömdu Vesalingana, þeim
Alain Boubil og Claude-Michhel
Schönberg. Macintosh telur að það
séu gæði verkanna sem ráða því
hvort fólk sýni þeim áhuga. Hann
sér engan mun á söngleik og háal-
varlegu leikriti. „Fólk velur ekki
þannig á milli leikrita," segir Mac-
intosh, „fólk fer að sjá það sem vel
er gert.“
Þrátt fyrir miklar vinsældir söng-
leilqanna eru undanfarin ár ærið
döpur fyrir breskt leikhúsfólk.
Vandamálið er alltaf það sama:
peningar. Eða réttara sagt: pen-
ingaskortur. Allt frá því Margaret
Thatcher varð forsætisráðherra árið
1979 hefur hún dregið úr útgjöldum
ríkisins, og þar með styrkjum til
leikhúsa. Fjárstyrkurinn nemur nú
220 milljónum dala á ári, sem er
ósköp lítið ipiðað við lönd í nágrenn-
inu: það er aðeins fjórðungur þess
sem leikhús í Frakklandi fá og átta
sinnum minna en í Vestur-Þýska-
landi.
Það sem skiptir öllu máli nú orð-
ið er sem sé gróðasjónarmiðið. Það
hefur jákvæð áhrif á sumum stöðum
en mjög neikvæð víðast annars
staðar. Nú hafa menn hreinlega
ekki lengur efni á að reka leikhús.
Allar nýjungar í leikhúsi eru dæmd-
ar til að kafna í fæðingu því ekkert
er fjármagnið. Framúrstefnuleik-
hús neyðast til að loka og læsa því
lítið er um peninga. Jafnvel fræg,
ríkisstyrkt fyrirtæki eins og Royal
Shakespeare Company (RSC) og
Breska þjóðleikhúsið hafa orðið fyr-
ir barðinu á þessum' bráðsmitandi
fjárskorti. Fjárskorturinn hefur
dregið úr þeim allan mátt.
„Leikhúslíf er miklu fátækara
nú heldur en fyrir tuttugu árum,“
segir Terry Hands, framkvæmda-
stjóri Royal Shakespeare Company.
„Við höfum ekki efni á að ráðast í
spennandi leikhúsverk á borð við
þau sem Peter Brook setti upp á
sínum tíma. Við verðum áþreifan-
lega varir við síbreikkandi kyn-
slóðabil innan leikarastéttarinnar.
Við getum ekki ráðið til okkar ungt
fólk. Við neyðumst til að hækka
miðaverðið. Og bráðum kemur að
því ógnarástandi að fólk fer eftir
smekk leiklistargagnrýnenda ein-
vörðungu, eins og það gerir í New
York, í stað þess að fara sjálft á
sem flestar sýningar."
Dökkt útlit
Þetta ástand hefur þegar haft
alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Hið fræga Traverse-leikhús í Edin-
borg, sem áður var opið allt árið,
verður framvegis lokað og læst átta
mánuði á ári, því ekkert er fjár-
magnið. Mörg önnur leikhús, víða
um Bretlandseyjar, hafa hætt starf-
semi og sagt upp fólki af sömu
ástæðu.
„Þetta er allt mjög sorglegt,"
segir Madeleine Hutchins, fram-
kvæmdastjóri Félags sjálfstæðra
leikhúsa, og talar um sama vanda-
málið og Terry Hands hér að ofan.
„Nýju leikhúsin, þar sem aðallega
ungt fólk starfar, fá enga styrki
og standa ekki undir sér ijárhags-
lega. Margir sjálfstæðir leikhópar
hafa orðið að hætta. Afleiðingin er
sú að það verður ekki eðlileg end-
urnýjun á meðal leikara. Við lifum
ekki á 3.700 krónum á viku. Það
er alveg sama hversu áhuginn er
mikill og brennandi, það er ekki
hægt að gefa vinnu sína endalaust.
Fólk gefst hreinlega upp.“ Af þeim
200 litlu leikhúshópum sem störf-
uðu innan félagsins fyrir tveim
árum, eru aðeins 160 enn starfandi.
Konunglega leikhúsið, sem hefur
fengið höfunda eins og Harold Pint-
er, John Osbome og Joe Orton til
að skrifa verk fyrir sig, fær líka
að fínna fyrir plágunni. Fjárstyrkir
hafa étist upp í verðbólgu síðustu
ára, og ekki hefur það gert rekstur-
inn auðveldari að leikhúsið vill hafa
miðaverðið lágt þannig að venjulegt
fólk komist líka í leikhús. Slík við-
leitni virðist vera til trés metin.
Konunglega leikhúsið getur af þeim
sökum aðeins haft í vinnu helming
þeirra höfunda sem skrifuðu fyrir
leikhúsið fyrir áratug. Svo segir
a.m.k. Max Stafford-Clark, fram-
kvæmdastjóri leikhússins: „Við sýn-
um færri og færri verk, þótt við
reynum að fela þá staðreynd með
því að bjóða til okkar erlendum leik-
húshópum, eða setjum upp verk sem
kreíjast færri leikara. Stundum