Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
Égþekkijrig
-þiíekki
mig
„ÉG þekki þig - þú ekki mig“ er sam-
heitið á íjórum ballettverkum sem
íslenski dansflokkurinn frumsýnir
annaðkvöld, sunnudaginn 14. febrú-
ar. Er þetta stærsta verkefni fslenska
dansflokksins þetta leikár og er ein
af áskriftarsýningum leikhúsgesta.
Höfundur og stjórnandi dansanna
er Hollendingurinn John Wisman, í
náinni samvinnu við hönnuð sýning-
arinnar, Hollendinginn Henk Schut.
falli. Þáu kunna ekki að gera sér mat úr
honum til eigin sköpunar heldur eru passív-
ir viðtakendur. 011 nema Annan, sem dregur
úr kuldanum nýjan mátt og er í bókarlok
tilbúin að taka við hlutverki djöflapabbans
Johnny Triumph, sem í upphafi grefur egg
sín í jörðu svo upp megi spretta það illgresi
sem stefnir allri heimsbyggðinni í voða.
Annan hefur þó hug á að koma djöflunum
fyrir kattamef, og vonandi planta einhveiju
uPPbyggilegra, en hvort það er vinnandi
vegur er ekki á hreinu.
En fyrir Helgu fjallablóm, unglinginn sem
er í senn sögumaður og þungamiðja skáld-
sögunnar Móðir, kona, meyja, eftir Nínu
Björk, er ekkert vandamál að. kveða niður
djöfla umhverfisins. Þessi sextán ára sveita-
stúlka, móðir að einu bami og morðingi
annars, er kvenleikinn sjálfur holdi klædd-
ur. Saklaus og hrein er hún náttúran sjálf,
fjjósemisgyðja 'sem breytir sviðinni jörð til-
finningalífs annarra í blómstrandi akra.
Fómar sér fyrir velferð hinna og uppsker í
staðinn gæfuríkt líf. Líf til einhvers. .
Álfrún Gunnlaugsdóttir hefur ekki jafn-
mikla trú á mátt einstaklingsins til að hafa
áhrif á umhverfi sitt og tilveru, nema í
gegnum minnið. Söguhetja hennar, Elín-
borg, lítur yfír farinn veg að leiðarlokum,
hringsólar fram og aftur um líf sitt, einkum
þó æsku. Reynir að skilja, reynir að muna
en minnið er hrekkjótt og engin leið að vita
hvað úr fortíðinni er raunveruleiki og hvað
hugarburður. Við pússum og röðum upp
myridum og atvikum, reynum að láta neis-
tann ekki slokkna og sköpum okkur fortíð
að eigin skapi.
Rómantík
Það er einmitt þessi löngun eftir fortíð-
inni sem mér finnst vera sterkasta einken-
nið á þessum sögum. Að skapa sér heim í
faðmi náttúrunnar á grunni fortíðarinnar,
fínna sér rætur, samastað í tilverunni.. Þeir
Gyrðir og Sjón eru raunar mjög vantrúaðir
á að það sé hægt, en kuldinn óg vamarleys-
ið sem þeir lýsa eru ekki aðstæður sem
hægt er að byggja á neina framtíð. Tækni-
veldið, mannúðar- og samskiptaleysið, ógo-
unin við frjálsa skapandi hugsun er sterk
undiralda í öllum verkunum. Svava tengir
tækniveldið beint tortímingarhættunni, en
hin virðast frekar líta á það sem ógnun við
mannlega reisn og sköpunarkraft.
Og í samræmi við þá hringferlishugsun
sem ríkjandi er í þessum verkum (lögmál
endurtekningarinnar) virðist hér á ferðinni
svipaður ótti og varð undirrót rómantísku
stefnunnar í upphafí nítjándu aldar, enda
bera þessar sögur mörg merki þess að ró-
mantíkin sé í uppsiglingu á ný. Trúin á
sérstöðu listamannsins, mátt listarinnar til
að skapa betri heim, fortíðardýrkunin, leitin
í þjóðsögur (kvikmyndir, bamabækur) og
ævintýri, upphafning náttúrunnar, andúðin
á borginni, upphafning kvenleikans og þess
sem hann stendur fyrir, allt em þetta skil-
getin afkvæmi rómantísku stefnunnar.
Eflaust segja nú margir: Stálnótt, ró-
mantísk? Nei, hættu nú alveg. En ró-
mantíska stefnan stóð fyrir fleira en það
sem við köllum rómantískt í dag. Óhugnað-
ur og dulúð vom snar þáttur í verkum ró-
mantíkera og hrollvekjan varð til undir
merkjum rómantísku stefnunnar. Það gefst
ekkert rúm hér til að fara í saumana á því
hvað kallaðist rómantík á þeim tíma, en
þeim sem hafa áhuga á að kynna sér það
bendi ég á Tímarit Máls og menningar, 4.
hefti 1985.
Formviljinn
Ástráður Eysteinsson segir í grein um
John Fowles og Ástkonu franska lautinants-
ins í fyrmefndu hefti TMM, að Thor Vil-
hjálmsson sé eina dæmið um íslenskan rit-
höfund seinni ára sem notfæri sér róm-
antíkina sem róttækt hreyfíafl í skáldsagna-
gerð. Það er því skemmtilegt að einmitt
núna, þegar Thor er orðinn metsöluhöfund-
ur og handhafí Bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs, skuli fordæmi hans svo hug-
leikið íslenskum rithöfundum. En Thor er
þó fyrst og fremst módemisti, myndsmiður
og meistari tungunnar og einnig á þeim
sviðum mætti álíta hann áhrifavald í marg-
nefndum sex skáldsögum, einkum hjá Gyrði
og Sjóni.
Formið, myndimar og málið eru í önd-
vegi i öllum verkunum, línuleg epísk frásögn
á ekki upp á pallborðið, það er klippt og
skorið, stokkið úr einni tíð í aðra, tíminn í
venjulegum skilningi er blekking og hring-
ferlið allsráðandi. Mörk draums og vem em
því sem næst þurrkuð út, hugarheimurinn
jafn raunsannur og raunveran og í samræmi
við það er textinn fljótandi og ljóðrænn,
mörk ljóðs og prósa á undanhaldi.
Svava lýsir til skiptis raunvemleika móð-
urinnar í núinu og ferð unglingsins Dísar
um forsögulegan draumaheim sem hún
skapar sjálf. Aherslan er lögð á mun þess-
ara tveggja heima með því að hafa málið á
köflum nútíðarinnar flatt og líflaust og end-
urtaka í sífellu þá tilfínningu móðurinnar
að hún sé áhorfandi að eigin lífi, gestur í