Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 B 3 Don Giovanni (Kristinn Sigmundsson) heldur trúlofunarveislu fyrir Masetto og Zerlinu, þar sem hann segir þjóni sínum, Laporello (Berg- þóri Pálssyni), hvernig hann ætlar að losna við Masetto til að geta táldregið Zerlinu menn fá grandað þessum sleipa dólg. Ekki er vitað fyrir víst um upp- runa sögunnar um Don Juan, flagar- ann mikla, sem Mozart byggir óperu sína á, en það bókmenntaverk um Don Juan sem önnur hafa síðan byggt á um aldir var geflð út á Spáni árið 1630. Verk þetta sem nefnist „Svikarinn frá Sevilla og steingestur- inn“ hefur fyrir löngu skipað sér sess meðal klassískra bókmennta, enda sá það evrópskum bókmenntum fyrir persónu sem virðist hafa orðið tákn í heimi vestrænnar menningar. Höfundur „Svikarans" var prestur og skrifaði leikrit undir nafninu Tirso de Molina. Syndir Don Juans eru margvís- legar og tengjast ekki eingöngu kvenfólki dregnu á tálar. Slíkt var þó nógu alvarlegt mál á þessum tíma og setti ekki einungis blett á tál- dregna stúlkuna, heldur Qölskylduna alla. Því fer þó fjarri að það sé taum- laus gimd til kvenna sem stjómi Don Juan. Miklu fremur er hann á valdi einhvers myrks afls sem tengist sjálf- um skrattanum. Hann hefur yndi af að svíkja og niðurlægja; virða að engu siðferðisreglur samfélagsins. Astfanginn verður hann aldrei, hefur ekki tíma til þess, gefur sér einungis tíma til að skemmta sér með skratt- anum, að freista einfaldra kvenna og' hlæja síðan dátt að einfeldni þeirra. Hann svíkur vini, bregst trausti konungs, föður og frænda, launar gestrisni með illu, drepur mann og grefur sjálfum sér gröf síðar, þegar hann býður þessum sama manni til kvöldverðar. Hann nýtur þess að gera usla í þessu sam- félagi sem í raun einkennist af sið- ferðilegri linkind. Don Juan er nefni- lega af háum stigum í samfélagi sem byggir ekki svo lítið á klíkuskap. Sem fyrr segir verður frumsýning íslensku óperunnar á Don Giovanni næstkomandi föstudag. Leikstjóri sýningarinnar er Þórhildur Þorleifs- dóttir og hljómsveitarstjóri Anthony Hose. Leikmynd og búningar eru eftir Unu Collins og lýsingu annast þeir Bjöm B. Guðmundsson og Sveinn Benediktsson. Sýningarstjóri er Kristín S. Kristjánsdóttir. Kór og hljómsveit íslensku óperunnar taka þátt í sýningunni undir stjóm Peters Locke. Aðstoðarkórstjóri og æfinga- stjóri er Catherine Williams. Konsert- meistari er Laufey Sigurðardóttir. Don Giovanni er fimmtánda verk- efni íslensku óperunnar og í aðal- hlutverkum era Kristinn Sigmunds- son, sem syngur hlutverk sjálfs Don Giovannis, Bergþór Pálsson, sem hér syngur hlutverk þjónsins Leporellos. Donna Anna er sungin af Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur, Donna Elvira af Elínu Ósk Óskarsdóttur, Zerlina af Sigríði Gröndal og Don Ottavio af Gunnari Guðbjömssyni. Viðar Gunnarsson fer með tvö hlutverk í sýningunni; hlut^erk riddaraliðsfor- ingjans og Masettos. Heimildir frá íslensku óperunni. igurn við ótrúlega mikið af fólki neð góðar raddir í. framhaldsnámi. Íg get nefnt sem dæmi að ef vel i að vera er nauðsynlegt að hafa Ullkomið vald á fjórum tungumál- im; ítölsku, frönsku, þýsku og >nsku. Þegar ég var úti hitti maður 'ólk sem hafði þetta allt á hreinu þessu sambandi. En þetta hlýtur ið koma. Mér finnst að tónlistar- ikólamir og Leiklistarskólinn eigi ið sameinast um að hafa leikþjálf- mardeild fyrir einsöngvara. Það er ;kki nóg að syngja, maður verður ið skila hugsun. Tónlist Mozarts <refst mikillar hugsunar. Don Gio- /anni er mjög spennandi fyrir söngvara, maður verður að vera njög nákvæmur með takt, til dæm- is. Óperan er mjög blæbrigðarík og það era mjög skörp skil milli veik- ieika og styrks. Hún þarf líka að vera mjög nákvæm í tóni, hann þarf að vera hreinn. Þá er samleik- urinn í óperunni mjög flókinn. Hún hefur mikið af persónum og verkið byggist á flóknum samskiptum þessa fólks við Don Giovanni og sín á milli. Don Giovanni er ekki maður, heldur tákn. Hann er ákveðið nátt- úruafl, ákveðinn kraftur. Það er ekki til nein fyrirmynd að Don Gio- vanni. Hann er samnefnari fyrir þessa tvöfeldni sem ég held að búi í flestu fólki." En hvað getur þú sagt mér um hlutverk þitt, Zerlinu’ „Zerlina. Hún er af alþýðustétt - bóndadóttir, heitbundin Masetto. Þau eru að fara a_ð gifta sig. Líf þeirra er ákveðið. í þeirra stétt er allt löngu ákveðið; hveijum þú gift- ist, hvar þú býrð og svo framvegis. En svo kemur Don Giovanni... Hann hrærir upp í öllum, enginn sleppur. Hann vekur upp ákveðnar tilfinn- ingar hjá öllum þessum konum. Hlutverk Zerlinu er fyrir léttan sópran. Það er yfírleitt mikill létt- leiki í óperum Mozarts, en hann er mjög erfiður, vegna þess að hann skrifar mikið skraut- og flúrsöng. Hann skrifar mikið fyrir það sem kallað er „coloratura" rödd. Ég veit ekki hvemig er best að lýsa þeirri tegund sóprans, og þó. Mozart skrifaði mikið fyrir geldinga - karl- raddir og það eru raddir sem color- atura sópranar syngja mikið í dag. En hann skrifaði flúrtónlist fyrir allar raddir. í hlutverki Zerlinu er þó mikið sungið á miðsviði raddarinnar. „Col- oratura" hefði ekki passað við bændastúlku. Það er eitthvað mikið fágaðra. Mozart gerði nefnilega greinarmun á stéttum þegar hann skrifaði þessa óperu. I Don Gio- vanni eru þijár mismunandi sópran- raddir. í þessari sýningu eru við allar mjög ólíkar, bæði í útliti og skapgerð og raddlega. Hjá hinum tveimur sópranröddunum er meira af flúrsöng. Þegar Mozart skrifaði óperuna hafði hann ákveðið fólk í huga. Hann þekkti raddimar. Hvort við náum því i dag, sem Mozart ætlaði sér eru spádómar einir, því það er svo langt um liðið. En ég held að það sé mjög flott að við á íslandi eigum raddir fyrir flestar gerðir hlutverka. Það sýnir hversu mikil gróska er í sönglífinu.“ Súsanna Svavarsdóttir KRISTINN SIGMUNDSSON: Don Giovanni er ekki illur af ásetningi DON Giovanni, skúrkurinn heillandi, er aðalpersónan í óperu Mozarts sem Islenska óp- eran frumsýnir næstkomandi föstudag. Mozart sækir efnivið sinn í Don Giovanni í hina marg- frægu persónu bókmenntanna don Juan; mann sem leggur undir sig allan tilfinningaskal- ann í því samfélagi sem hann drepur niður fæti. Hann hefur ómótstæðilegt aðdráttarafl fyr- ir konur, þótt þær viti að Don Juan er lífshættan sjálf, og kannski einmitt þessvegna. Þær elska hann og hata. Þær óttast hann, þrá og fyrirlíta. Karlamir vilja vera vinir hans um leið og þeir vilja koma honum fyrir kattamef. Þeir dá hann sem fyrirmjTid karlmennskunnar og á sama tíma vilja þeir vera laus- ir við hann vegna þess að hann ógnar öryggi þeirra og fábrot- inni heimsmynd. Don Juan allra tíma hefur ekki verið neinn venjulegur maður og kannski ekki að undra að Mozart þætti hann heillandi viðfangsefni fyr- ir verkefni þar sem hægt er að nýta tilfinningaandstæðurnar fullum fetum. Það er Kristinn Sigmundsson, sem syngur titil- hlutverkið í Don Giovanni hjá Islensku óperunni. Hver söngv- ari, eða leikari, sem klæðir sig' í gervi annarrar persónu, hlýtur að þurfa að finna til samkennd- ar með henni og skilja hana. En er hægt að skilja Don Gio- vanni? Hver er hann eiginlega? að er mjög erfitt að festa hendur á honum," viður- kennir Kristinn. „Það er hægt að segja að þetta sé bæði hórkarl og morðingi, fantur og fúlmenni. Við skulum segja að hann drepi mann fyrst í óperanni og það má deila' um hvort það var af ásettu ráði eða slysni. Maðurinn deyr allavega. Don Juan er mikill kvennamað- ur. Þjónn hans hefur haldið bók- hald yfir þær konur sem hann hefur flekað. Bara á Spáni eru þær 1003, en í allt minnir mig að þær séu 2065, eða þar um bil. Þetta er mjög merkileg persóna, Krauninni, því þótt hann láti ein- att illt af sér leiða, er eitthvað við persónuna sem fólk hrífst af. Það er dálítið einkennilegt að hjá Moz- art er Don Giovanni einhvers kon- ar ofurmenni; hann hefur lag á að snúa sig út úr vandræðum og hefur vald yfir aðstæðum hvar sem er. En það gerist honum æ erfið- ara í þessari óperu og á endanum snýst allt gegn honum. Það er í raun mjög einkennilegt að tala um persónuna Don Gio- vanni, því hann er í rauninni alger þijótur og kvikindi, en hann er ekki einhliða drullusokkur. Það eru einhveijar hliðar á honum sem eru mjög spennandi og skemmtilegar. Hann er aldrei eins. Hann er eins og kameljón og það fer eftir að- stæðunum hvaða hlið hann sýnir á sér. Það er til svona fólk, ég meina svona klofið. Kannski ekki svona margklofnir persónuleikar. Maður veit aldrei hvar maður hef- ur hann. Hann svífst einskis til að bjarga sjálfum sér. Hann lýgur sig í gegnum heilu senurnar og hann er tilbúinn að drepa, jafrivel þjón- inn Leporello, sinn dyggasta vin, ef það má verða til þess að losa hann sjálfan út úr klemmu í lok 1. þáttar þegar hann stehdur frammi fyrir því að verða drepinn sjálfur. En það er aðeins einn tilgangur í öllu sem hann gerir. Sá tilgangur er að skemmta sér. Það er „egó- isrni" eins og hann gerist verstur. Og það skemmir ekkert fyrir Don Giovanni þótt hann skemmti sér á kostnað annarra í öllum skiiningi. í öllum óperam er vondur karl og við fáum þá, baritónamir. En Don Giovanni er öðravísi en aðrir vondir karlar, því eins og ég sagði er hann ekki einhliða, ekki einu sinní tvíhliða. Hann er svo marg- brotinn að um hann hafa verið skrifaðar margar bækur og rit- gerðir af lærðum mönnum, bæði út frá guðfræðilegum sjónarmiðum og siðfræðilegum. Til dæmis hefur hinn frægi heimspekingur Kirkegaard skrifað um hann bók. Það er ekkert gaman fyrir menn sem eru miklir móralistar að þessi persóna skuli vera svona heillandi og spennandi og — sú persóna sem fólk hefur samúð með á endanum. Mozart hefur skrifað þessa per- sónu þannig í ópera sinni, að á henni er viss aðdáun. Kirkegaard hefur sagt að Don Giovanni sé Djöfullinn, holdi klæddur. En hann bendir líka á að Djöfullinn hafi ekki verið illur af ásettu ráði. Hann var fallinn engill. Lúsífer var upphaflega uppi hjá Guði og vildi, einmitt, skemmta sér. Guð vildi ekki lejrfa honum það og þegar Lúsífer óhlýðnaðist, kastaði Guð honum niður. Það sem Don Giovanni iáetur illt af sér leiða er því vegna eðlis hans fremur en að hann sé sad- isti. Ég hef hugsað mikið um þessa persónu og get ekki séð að hann sé illur af ásetningi. Hann er eins og flóðbylgjan sem leggur þorpin í rúst. Það er ekki við flóðbylgjuna að sakast. Þetta er í eðli hennar. Don Giovanni er hafinn yfir venju- lega siðfræði. Hann er á sama plani og höfuðskepnurnar. Það þýðir ekkert að setja hann undir mór- alska mælistiku, frekar en flóð- bylgjuna eða eldinguna. Hann bregst alltaf rétt við, en gengur alltaf skrefinu lengra en maður mundi gera sjálfur. Það er kannski það sem gerir hann svo heillandi; fólk sér mikið í honum það sem það sjálft vill vera. Ég býst við að það sé nefnilega dálít- ill púki í öllum." Eru óperur með baritón- söngvara í aðalhlutverki ekki fremur fáar? „Það er að minnsta kosti ekki mjög algengt að slíkar óperur séu fluttar. I svipinn man ég helst eft- ir Rígólettó og Macbeth eftir Verdi, nú og Hollendingnum fljúgandi og Rakaranum i Sevilla. Ætli þetta skiptist ekkitim það bii 25 prósent á hveija raddtýpu. Hinsvegar er algengara að óperar með sópran og tenór í aðalröddum séu kassa- stykkin." Nú er oft talað um þýsku óperuna og itölsku óperuna, eins og þær séu tvær ólíkar starfsgreinar og að söngvarar séu annaðhvort á „þýsku eða ítölsku línunni". Þið hjá íslensku óperunni hafið í síðustu upp- færslum ykkar lagt áherslu á Verdi. Er Mozart eitthvað frá- brugðinn honum og er hægt að flokka hann undir þýskan eða ítalskan stfl? „Þeir era ólíkir, Verdi og Moz- art. Þeir hafa mjög ólíkan stfl og óperur Mozarts era öðravísi upp byggðar en óperur Verdis. Óperan á tímum Mozarts er mikið byggð upp á samtölum, sem eru tónuð með sembalundirleik, þar sem, aft- ur á móti, hjá Verdi er allt „comp- onerað" í gegn með hljómsveit. Mér finnst Mozart miklu erfiðari að því leyti að músíkin er svo ná- kvæm að verði einhveijum á, þá heyrir maður það strax — hún er svo miklu fínlegri og gegnsærri og Mozart er alveg sériega erfiður að þessu leyti. Don Giovanni er í rauninni ítölsk ópera, samin á ítölsku og eftir ítalskri hefð'. Flestar óperur Moz- arts eru þannig, ef Töfraflautan er undanskilin og nokkrar aðrar. Itölsk áhrif voru mjög ríkjandi í Mið-Evrópu á þessum tíma. Til dæmis var Salieri ítalskur og mesti áhrifavaldur í tónlistariífinu í Evr- ópu. Ég þori nú ekki að fara með það, en líklega hefur óperan eitt- hvað verið farin að skiptast í ítalska og þýska hefð á þessum tíma. Það er vissulega til fólk sem sérhæfir sig í þessum tveimur gerðum, en það era fleiri sem sér- hæfa sig í ítölsku óperunni. Þar eru bara meiri atvinnumöguleikar. Svo er þýska óperan líka þunga- vigtarmúsík og ef maður upp- götvaði einhvem tímann að maður hefði rödd i hana — ja — þá væri maður á grænni grein, flárhags- lega.“ Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.