Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988 B 7 Frumsýning hjá íslenska dansflokknum í Þjóðleikhúsinu yrsta verk þessarar sýn- ingar, „Ég er að bíða eftir þér,“ samdi Wisman eftir beiðni bol- lenska ríkis- sjónvarpsins fyrir keppni ungra evrópskra dansara, sem fór fram á Ítalíu í Reggio Emilia, sumarið 1985. Tónlistin er eftir Louis Andriessen. Verkið er tvídans og eru dansarar Sigrún Guðmundsdóttir og Corné du Crocq. Annað verkið, „Númer 48,“ var samið fyrir dansflokk Krisztina de Chatel. Upphaflega var Númer 48 heilskvöldssýning, en hér sjáum við aðeins brot af henni. Tónlistin er eftir John Cage. Verk- ið er fyrir fjóra kvendansara og fjóra karldansara og hér eru það Katrín Hall, Birgitta Heide, He- lena Jóhannsdóttir, Lára Stefáns- dóttir, Jóhannes Pálsson, Corné du Crocq, Hany Handaya og Paul Estabrook sem dansa. Þriðja verkið, „Segðu þetta aft- * ur, hærra,“ var samið fyrir Hol- lenska Þjóðarballettinn árið 1984, fyrir fjóra kvendansara og fjóra karldansara við 4. kafla Sinfonia, eftir Luciano Berio. Dansarar eru Katrín Hall, Birgitta Heide, Ásta Henriksdóttir, Guðmunda Jó- hannsdóttir og sömu karldansarar og í Númer 48. Lokaverk sýningarinnar heitir „Lokaskilaboð“ og er það sérstak- lega samið fyrir tíu kvendansara flokksins og karldansarana íjóra, sem koma til liðs við þær í þess- ari sýningu. Tónlistin er úr þrem- ur verkum eftir Laurie Anderson. Dansarar íslenska dansflokks- ins að þessu sinni eru Ásta Hen- riksdóttir, Birgitte Heide, Guð- munda Jóhannesdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Helena Jóhannsdóttir, Helga Bemhard, Katrín Hall, Lára Stefánsdóttir, Olafía Bjamleifs- dóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Gestadansarar eru íslendingurinn Jóhannes Pálsson, sem starfað hefur með The Pennsylvania Bal- let Company undanfarin ár, Hol- lendingurinn Comé du Crocq, Austurríkismaðurinn Hany Hada- ya og Bandaríkjamaðurinn Paul Estabrook. kvikmyndahúsi veruleikans. Á hinn bóginn eru dísarkaflamir á fallegu, auðugu, lifandi máli sem undirstrikar þátttöku Dísar í lífinu og Samruna hennar við náttúruna. Vigdís skrifar í þulustíl. Ljóðræn hrynj- andi, orðasmíð og endurtekningar, sífelldar vísanir í sagnir og ævintýr koma til skila upplifun bamsins af heiminum. Bæði því sem sést og fínnst og ekki síður því óáþreif- anlega sem er jafn snar þáttur í skynjun hans og skilningi á lífinu. Bókin skiptist í tvo hluta og er hringferlið og endurtekning- in ítrekað með því að láta nánast alla at- burði í seinni hlutanum kallast á við atvik í þeim fyrri. Sama er uppi á teningnum í Gangandi íkorna. Það sem fyrir íkornann ber í borg- inni á rót sfna í raunheimi drengsins. En sá munur er á frásögninni í fyrri og seinni hlutanum að í fyrri hlutanum er drengurinn aðeins sýndur utan frá í stuttum, ljóðræn- um, ósamhangandi myndum, en í hluta íkomans er meira samhengi og lesandinn fær að kíkja ofúrlítið í huga hans. Málið á bókinni er kapítuli út af fyrir sig; tært og heiðríkt, í senn fomlegt og nýtt. Texti Sjóns er f módemískum/póst- módemískum anda. Enginn söguþráður, aðeins örstuttar myndir, sem raðast saman í óhugnanlegan refil kulda og tortímingar. Myndimar sitja í fyrirrúmi, litadýrðin er feikileg og litir skipta meira máli en maður á að venjast á prenti. Hér er samlíkingin við Thor greinilegust og sumir kaflamir gætu, myndrænt séð, næstum verið úr Tumleikhúsinu. Texti Nínu Bjarkar er hins vegar meira í ætt við játningabækur svertingjakvenna sem miklum vinsældum hafa náð á undanf- ömum árum. Einfaldur, barnalegur, ljóð- rænn stfll, þrunginn erótík og tilfinningu. Frásögn Nínu Bjarkar kemst næst því að vera línuleg, en textinn þó fleygaður hug- leiðingum og mati þeirrar Helgu sem skrif- ar frásögnina, löngu eftir að atburðirnir áttu sér stað. Bogga, í Hringsóli Álfrúnar Gunnlaugs- dóttur, lítur líka yfir farinn veg, en frásögn hennar lýtur lögmálum minnisins, skyldar upplifanir flokkast saman, óháð tímaröð. Hér er afstæði tímans og hringferli sögunn- ar enn í sviðsljósinu og Álfrúnu tekst meist- aralega að vefa sögu úr ólíkum þráðum. Það er alltaf klippt á nákvæmlega réttum tíma og spennunni haldið með því að segja alltaf aðeins minna en þarf til að lesandinn nái heildarsýn. Álfrún glímir einnig við tungumálið, merking orðanna er aukin með sparlegri notkun þeirra og áhrifáleysi Boggu undirstrikað með því að takmarka notkun sagna, sem tákna jú oftast athafnir og gerð- ir. Það hefur verið talað um að stfll þessara bóka minni meira á kvikmyndahandrit en skáldsögur, og má vel vera rétt. En hafa ber í huga að þegar draumamir eru orðnir jafn mikilvægur þáttur í textanum og raun- veruleikinn, er eðlilegt að formið verði knappara og óskipulegra, því draumar lúta eins og við vitum engum formrænum lög- málum. Áhrif kvikmynda eru raunar mjög sterk í mörgum verkanna. Greinilegust hjá Sjóni, þar sem meðvitað er unnið með klisj- ur B-myndanna: furðuverur úr öðrum heimi, kyniíf og ofbeldi. Gyðjutík Menn hafa mikið velt sér upp úr því þessa vertíðina að konurnar séu að yfirtaka bók- menntasköpunina. Það er ástæðulaus ótti held ég, því það er eflaust tilviljun að svo mörg bókmenntaverk eftir konur skuli koma út í einu og þess vegna gætu liðið fjögur ár áður en aftur kemur bitastætt verk eftir konu. Mér finnst hins vegar mun athyglis- verðari sú trú sem birtist í mörgum þessara bóka að kvenleikinn sem slíkur sé sigrandi afl og eina von heims á heljarþröm. Skáld- skapargyðjan hefur reyndar alltaf verið kvenkyns, en engu að síður í bakgrunni sem aflgjafi skáldanna, eins og konurnar í lífi Gríms Hermundarsonar eru aflvakar listar hans en ekki skapandi sjálfar. En hjá Svövu, Nínu Björk og í ljóðabók Ragnhildar Ófeigs- dóttur, Andlit í bláum vötnum, eru gyðj- umar gerendur. Orðnar fullsaddar á lífinu í landi sektar og þagnar og krefjast áheym- ar. Jafnvel sá harðsvíraði talsmaður drengjamenningarinnar, Sjón, sér ekki önn- ur úrræði en fela lífsvon heimsins í hendur keltneskrar valkytju. Þetta var fijótt flóð. Það er kraftur í íslenskum rithöfundum og trúin á mátt list- arinnar sem mótandi afls í hörðum heimi greinilega á uppleið. ímyndunarafl bamsins og góðsemi kvenleikans.gera drauminn um betri heim aftur gjaldgengan í bókmenntum og sá afturgengni draumur vekur upp spum- ingar í ætt við þá sem Sigfús Daðason varp- ar fram í nýjustu bók sinni Utlínur bakvið minnið: Miskunnsemin mun hún í vændum í bland við réttlætið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.