Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 12
12 B jBargunbtnMb /IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 1. MARZ 1988 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Guðjón skaut Framíkaf Það voru öðru fremur Guðjón Árnason og Bergsveinn Berg- sveinsson sem lögðu grunninn að sigri FH yfir Fram, 29:21. Guðjón átti sinn besta leik í vetur og skoraði þrettán mörk og Bergsveinn varði FH-markið áf stakri prýði. Með sigrinum færðist FH í efsta sæti deildar- innar en Fram er í því næstn- eðsta. Það var aðeins á fyrstu mínútum leiksins að jafnræði var með liðunum. Eftir það komu yfirburðir FH í ljós, sérstakiega í sóknarleikn- ggm um þar sem Fram Frosti átti í miklum vand- Eiðsson ræðum eftir að skrifar „yfirfrakki" var settur á Atla Hilm- arsson. Eftir það hvarf mesta ógnin úr leik Fram, Sóknarleikurinn gekk of hægt fyrir sig og FH-ingar gengu á iagið í vöminni. Munurinn á liðunum var þó aðeins þrjú mörk í leikhléi en fljótlega í síðari hálfleiknum juku FH-ingar við þann mun og í lokin voru það átta mörk sem skildu liðin að. Eins og áður sagði þá áttu þeir Guðjón og Bergsveinn góðan dag fyrir FH. Þorgils Óttar skilaði hlut- verki sínu einnig vel í vöm og sókn. Það standast ekki mörg lið Fram snúning á góðum degi, á því fengu Fram-FH 21 : 29 Laugardalshöll 28. febrúar 1988. íslands- mótið, 1. deild karla. Gangur leiksíns: 3:3, 3:6, 11:14, 11:16, 15:22, 21:29. Mörk Fram: Birgir Sigurðsson 5, Atli Hilmarsson 5/1, Egill Jóhannesson 4/2, Hannes Leifsson 3/1, Hermann Bjömsson 2, Sigurður Rúnareson og Gunnar Andrés- son 1. Varin skot: Jens Einarsson 2, Guðmundur A. Jónsson 6/3. Mörk FH: Guðjón Ámason 13/4, Þorgils ó. Mathiesen 5, Héðinn Gilsson 3, Pétur Pedereen og Gunnar Beinteinsson 2, Óskar Ármannsson 2/1, Einar Hjaltason 1, óskar Heigrason 1/1. Vann skot: Bergsveinn Bergsveinsson 14/1, Sverrir Kristmsson 1/1. Dómarar: Þórður Sigurðsson og Guðjón Sigurðsson voru ekki nógu sannfærandi. Blikar að kenna fyrr í mánuðinum. Liðið þarf þó að eiga jafnari leiki eigi félaginu að takast að hrista falldrauginn af sér. Sóknarleikurinn var aðalhöfuðverkur liðsins að þessu sinni, einkum í síðari hálf- Íeiknum. Atii Hiimarsson og Birgir Sigurðsson vom bestu menn liðsins en þeir mættu þó báðir reyna að láta boltann ganga betur í sóknar- leiknum. Einn leikmaður Fram, Jens Einars- son, fékk að sjá rauða spjaldið í síðari hálfleiknum fyrir að mót- mæla dómi. HANDBOLTI / 1. DEILD KVENNA Víkingur kafsigldi Val Ein umferð fór fram 11 .deild kvenna um helgina. Haukar sigruöu Þrótt á föstudag með 28 mörkum gegn 20. Á laugar- dag voru spilaðir þrír leikir. Víkingur vann Val örugglega 20:14. Þá léku Fram og KR og sigraði Fram auðveldlega 33:21. Að lokum spiluðu Stjarn- an og FH og lauk leiknum með stórsigri FH 26:11. Haukar náðu fljótlega góðu for- skoti gegn slöku liði Þróttar. Staðan í leikhléi var 18:8. í seinni hálfleik vom Þróttarar mun ■BH grimmari. Þær Katrin börðust vel og alit Friðriksen annað var að sjá til skrifar þeirra. Munurinn var þó of mikill til þess að þær næðu að jafna. Leikur- inn endaði 29:20 Haukum í vil. Hðrk Þfottar: Ágústa Sigurðardóttir 8, íris Ingvadóttir og Ema Reynisdóttir 5 mörk hvor, Kristfn Pétursdóttir og María Ingimundardóttir eitt mark hvor. Mðrk Hauka: Ragnheiður Júlfusdóttir og Margrét Theódórsdóttir 6 mörk hvor, Halld- óra Mathiesen 6/1, Björk Hauksdóttir 4, Lilja Guðmundsdóttir og Björg Bergsteins- dóttir 2 mörk hvor, Brynhildur Magnús- dóttir og Steinunn Þorsteinsdóttir eitt mark hvor. Vfldngur-Valur 20:14 Frískar Vkingsstúlkur unnu ömgg- an sigur á áhugalitlu Valsliði. Víkingsliðið barðist vel fra upphafi til enda en sömu sögu er ekki hægt að segja um Val. Liðið gérði vitleys- ur sem frekar væri að búast við hjá botnliði 2.deildar en hjá liði sem er f toppbaráttu 1. deildar. Jafnframt því sem Valur kom á óvart-með lélegum leik, þá spiluðu Víkingsstúlkur einn sinn besta leik í vetur. Leiknum lauk sem fyrr seg- ir með góðum sigri Víkings 20:14. Mðrk Vfkings: Svava Baldvinsdóttir 6, ‘inga Þóríadóttir 6/3, Jóna Bjamadóttir og Valdta Birgisdóttir 3 mörk hvor og Eiríka Ásgrímsdóttir 2 mörk. Mörk Vals: Ema Lúðvfksdóttir 6/5, Guðný Guðjónsdóttir 3, Guðrún Kristjánsdóttir 2, Magnea Friðriksdóttir, Stcinunn Einars- dóttir og Diane H. eitt mark. KR-Fmm 21:33 Leikurinn var jafn framan af, en smarh saman sigu Framstúlkumar örugglega fram úr. Staðan í leik- hléi var 18:11 fyrir Fram. Framliðið bætti við forskotið í seinni hálfleik. Þær skoruðu mikið úr hraðaupphlaupum en fengu á móti frekar ódýr mörk á sig í vöminni. Leikurinn lauk með ömggum Fram- sigri 33:21. Mðrk KR: Sigurbjörg Sigþórsdóttir 6, Birt- he Bitch og Nellý Pálsdóttir 4 mörk hvor, Áslaug Friðriksdóttir, Karólfna Jónsdóttir og Snjólaug Benjamfnsdóttir 2 mörk hver, Ragnheiður Guðmundsdóttir eitt mark. Mðrk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 8, Ama Steinsen 5, Margrét Blöndal, Jóhanna Halldórsdóttir og Hafdfs Guðjónsdóttir 4 mörk hver, Ósk Víðisdóttir 3, Súsanna Gunnarsdottir 2, Anna Halldórsdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir og Ingunn Bernódus- dóttir eitt mark hver. Stjaman-FH 11:26 FH-stúlkumar unnu hér auðveldan sigur á slöku Sfjömuliði. Það var aðeins fyrstu mínútur leiksins sem jafnræði var með liðunum. Eftir það var ekki spuming hvomm megin sigurinn hafnaði. Staðan í leikhléi var 9:5 fyrir FH. FH jók síðan hraðann í sfðari hálf- leik og skoraði hvert markið á fæt- ur öðm úr hraðaupphlaupum, enda var sóknin hjá Stjömunni ekki upp á marga fiska. Leikurinn endaði 26:11 fyrir FH. Mðrk Stjömunnar: Herdís Sigurbergs- dottir 5, Drffa Gunnarsdóttir og Guðný Gunnsteinsdóttir 2 mörk hvor, Ragnheiður Júlfusdóttir 2/1. Mðrk FH: Kristfn Pétursdóttir 9, Sigurborg EYjólfsdóttir 4, Eva Baldursdóttir 3, Rut Baldursdóttir 3/2, Berglind Hreinsdottir, Hildur Harðardóttir 2 og Inga Einarsdóttir 2 mörk hver og Heiða Einarsdóttir eitt mark. Morgunblaðið/RAX Þorgils Óttar Mathlessn gefur ekki eftir á línunni og hér brýst hann framhjá Hannesi Leifssyni. Auðvelt hjá Stjömunni STJARNAN vann auðveldan og öruggan sigur yf ir Þór í íþrótta- húsinu í Digranesi á laugardag- inn, 29:22. Leikurinn var slakur og segja má að úrslitin hafi ráðist strax ífyrri hálfleik. Þórsarar áttu þó ágæta kafla undir lok leiksins, en aldrei nóg til að ógna sigri Stjörnunnar. að var aðeins fyrstu mínutum- ar sem leikmenn Stjömunnar léku eftir getu. Þeir byijuðu vel og náðu strax góðu forskoti. Mestur Stjaman-Þór 29 : 22 . íþróttahúsið Digranesi, íslandsmótið í handknattleik 1. deild, laugardaginn 27. febrúar 1988. Gangur leiksins: 3:0, 6:1, 10:4, 14:5, 14:8, 18:11, 20:12, 21:15, 24:19, 26:19, 28:20, 29:22. Mörk Stjömunnar: Sigutjón Guð- mundsson 6, Skúli Gunnsteinsson 6, Hafsteinn Bragason 6, Hermundur Sigmundsson 4, Einar Einarsson 3, Gylfi Birgisson 3 og Sigurður Bjama- son 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 14 og Höskuldur Ragnarsson 1. Utan vallar: 2 mínutur. Mörk Þórs: Sigurpáil Ámi Aðalsteins- son 5, Sigurður Pálsson 5/2, Gunnar M. Gunnarsson 3, Hörður Harðarson 3, Jóhann Samúelsson 3, Kristján Kristjánsson 2 og Erlendur Hermanns- son 1. Varin skot: Axel Stefánsson 11. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Stefán Amalds og Olafur Haraldssson og dæmdu mjög vel. Áhorfendur: 110 varð munurinn 9 mörk, 14:5, en Þórs- arar náðu að klóra í bakkann með þremur mörkum í röð fyrir leikhlé. í hálfleik var stað- an því 14:8, Stjömunni í vil. Síðari hálfleikurinn var jafnari, en Stjaman hélt þó ávallt 5-6 marka forskoti. Um tíma leit þó út fyrir að Þórsarar væru að vakna til lífsins, er þeir náðu góðum kafla, en hann stóð ekki nógu lengi til að ógna forskoti Stjömunnar. Homamennimir Siguijón Guð- mundsson og Hafsteinn Bragason vom bestu menn í liði Stjömunnar og skomðu mörg falleg mörk. Skúli Gunnsteinsson átti einnig góðan leik og Hermundur Sigmundsson var fastur fyrir í vöminni. Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson átti góðan leik í liði Þórs og Axel Stef- ánsson varði vel framan af. Þá átti Jóhann Samúelsson góða spretti í síðari hálfleik. Þessi leikur skipti ekki miklu máli fyrir Þórsara, enda ömggt að þeir falla í 2. deild. Leikmenn Stjömunn- ar virtust heldur ekki hafa ýkja mikinn áhuga á leiknum, en sigur- inn þó ömggur. MorgunblaöitVEinar Falur Hafstelnn Bragason skorar eitt af sex mörkum sínum gegn Þór. Erlendur Hermannsson og Jóhann Samúelsson fylgjast vonsviknir með. LogiB. Eiðsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.