Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 16
16 B jBorgunbtafti& /ÍÞRÓTTIR ÞRLEUUDAGUR 1. MARZ 1988 Reynsluakstur / IsuzuTrooperWagon Ferðalangur Það er ekki langt síðan Isuzu jepparnir komu fyrst á okkar land. 1981 settu þeir kúrsinn hingað frá heimalandinu, Japan, og tóku þann kostinn að byrja Evrópugöngu sína hér. Eins og búast mátti við, var þessum bíium tekið með hæfilegri tortryggni til að byrja með. Þeir höfðu ekki útlit- ið með sér, þótt stflhreinir væru. Voru ósköp venjulegir, hreinir og beinir, gáfu engin fyrirheit um töffarahátt og sýndu á engan hátt ríkidæmi eigandans. Þá voru spurnir af barnasjókdómum í bensínbflnum, vildi blotna í skafrenningi. Enn eru Isuzu jepparnir nánast eins í útliti, en hafa feng- ið upplyftingu með skrautröndum, sjúkdómarnir hafa verið iæknaðir, a.m.k. hvað skafrenninginn varðar. Við fengum tvo af lengri gerðinni í reynsluakstur, LS gerðina, sem er fínni gerðin, með 2,6 lítra bensfnvélinni og DLX með túrbó dísilvél. Við ókum bensínbflnum meira og höfðum hinn til þess að finna hverju munar, einkum á vélunum. Hér á eftir segjum við svo frá því, hvernig þeir sanna sig. Morgunblaðið/Þórhallur Jósepsson í slfku landl sem þessu fer Trooperinn á kostum, Qöðrunin nýtur sín vel. utillátur dugnaðarforkur Ekki allur þar sem hann er séður Isuzu Trooper kemur fyrir sjónir sem venjulegur bfll, þegar hann er fyrst litinn augum. Þó sést ef að er gáð, að hann er alls ekki eins og nokkur annar. Útlitseinkennin eru beinar línur, jafnvel framrúðan er bein. Hann sýnist vera ógn lang- ur, þ.e. lengri gerðin, sem þeir kalla Wagon. Það vekur athygli, þegar gengið er í kringum hann, að aftur- hurðimar eru tvær. Sú stærri er opnuð rétt eins og hliðarhurðimar og dugir f öll venjuleg not, ef'eitt- hvað óvenjulega fyrirferðamikið þarf að komast inn, þá má opna hálfhurðina. Þá er hann eins og besti sendibfll að koma dótinu inn- fyrir. Amerískur stfll Innandyra blasir við alklætt rými, hlýlegt og notalegt. Mæla- horðið er hlaðið mælum og ljósum, allt eru það mælar sem búast má við að séu þar og flestir vilja hafa í bfl af þessu tagi. Þegar stjómtæk- in eru skoðuð, kemur í ljós að þau eru um margt að amerískum hætti. Ljósatakkinn er í borðinu vinstra megin við stýrið, í borðinu eru reyndar allir takkar nema fyrir framrúðuþurrkur og stefnuljós. Það er nokkuð önugt, að þurfa að teygja sig í takkana, einkum í myrkri, getur verið þónokkuð fálm að fínna þá. Reyndar eru hnappamir fyrir rafdrifnu rúðumar í LS bflnum í hurðinni og lóðréttir. Það hafði í för með sér heilmiklar æfíngar að nota þá, þar til rétta handtakið fannst, eftir það var það ekkert mál. Ljúfiingur Við erum stödd í bensínbflnum, Isuzu Trooper LS af lengri gerð með fímm dyrum og sex hurðum. Fyrst þarf að pumpa bensíngjöfína einu sinni til þess að hann hoppi í gang, hann er nefnilega með blönd- ung, tveggja hólfa. Vélin tekur við sér og gengur nokkuð gróflega hægaganginn. Setjum í gír, kúpl- Helsti búnaður X = Trooper LS * = Trooper DLX 0 = Fáanlegur búnaður - = Ekki fáanlegt Aflstýri X * Læsing á afturdrif 0 0 Driflokur X * Útvarp og segulb. X * Snúningshraðamælir X * Olíuþrýstimælir X * I Aukamælasett X * Klukka X * Álfelgur X 0 Tvöf. ör.gler í framr. X * Rafdr. rúðuvindur X - Samhæfðar læsingar X * Þurrka og sprauta á afturrúðu X * Rafmagnsspil 0 0 Þokuljós framan X 0 Isuzu Trooper Wagon LS, hár á ingin er létt og löng gírstöngin smýgur í gírinn eftir smáfyrirstöðu, svona eins og til að láta vita, að hún sé á réttri leið. Viðbragðið er prýðisgott þegar við ökum af stað. Skiptingamar ganga liðlega fyrir sig og vélin gengur þýðlega um leið og hún er komin upp fyrir þús- und snúningana. Þessi vél hefur afbragðsgott lágsnúningsafl, það svo, að við þurftum sárasjaldan að fara yfír 3.500 snúningana, jafnvel í lausasandi. Ekið um götumar og bfllinn hagar sér eins og fólksbfll. Það kemur í ljós, að hann er hreint ekki jafn tröllvaxinn og hann virtist vera við fyrstu sýn, hann smýgur léttilega um stæði og götur, lauf- létt stýrið og öflugar bremsumar gera sitt. Þetta er hreint ekkert mál, hann er hreinasti ljúflingur að aka innanbæjar. Þá er næst að drífa sig upp í sveit og reyna svolítið á hann. ísnjóogbyl Yokohama barðamir læsa grófu munstrinu í hálan snjóveginn. Það var aðeins í verstu hálkunni, að okkur þótti rétt, að setja í framdrif- ið. Þar sem lokumar voru tengdar, þurfti ekki annað að gera en að færa til skiptistöngina á millikass- anum, ekki þurfti að stoppa. Mjóg þægilegt og framdrifið tengist átakalaust, um leið kviknar skært aðvörunarljós í mælaborðinu. Það slökknar aftur og lætur vita, t.d. ef ekki hefur verið tekið nægilega vel í stöngina og framdrifíð er ekki tengt. Bfllinn dreifír þyngdinni svo vel á öxlana, að nær aldrei varð þess vart, að hann hlypi upp í spól, þótt hált væri undir á venjulegum MorgunblaÓið/Júlíus Sigurjónsson Mælaborðlð ( Trooper er vel hlaðið og sést vel á mælana, en rofar eru ekki nógu vel staðsettir. Morgunblaðið/Þórhallur Jósepsson þjólunum og rúmgóður innandyra. Stflhreinn og laglegur bíll. vegi og aðeins afturdrifið tengt. Jafnvel ekki þótt tekið væri af stað upp í móti í allbrattri brekku. Auð- vitað var hægt að spóla, með því að gefa hressilega í, en mjög auð- velt að komast hjá því, góðir barðar og góð þyngdardreifíng. A leiðinni austan yfir Fjall lentum við í þessum fína blindbyl, skaf- hríðarkófi og roki. Þá flaug upp í hugann að nú myndi blessuð kveikj- an e.t.v. blotna og þar sætum við þá ósjálfbjarga, gamli vöggusjúk- dómurinn tæki sig upp. Ekki fór svo. Trooperinn er greinilega orðinn alheill af því meini, tók ekki eitt feilpúst. Þama í bylnum sáum við kosti þess að sitja hátt, eins og í Isuzu Trooper. Geisli ljósanna skar bylinn neðan augnhæðar og þótt nokkrir aðrir á lægri bflum ættu þama í erfiðleikum vegna blindunn- ar, sáum við alltaf vel til. Vegurinn hvarf að vísu annað veifíð, en stik- umar sáust vel. Svo komu sérstök þokuljós, nærljós, að góðum notum líka. Trooperinn stóðst sem sagt skafrenningsprófíð með sóma. Góður bröltari Utan vegar er aldrei beinlínis þægilegt að aka. Þar eru hopp af ýmsum gráðum venjan og því mik- ils vert, að bfllinn geri ekki meira úr þeim en efni standa til. Helst á hann að draga úr hoppinu og fara vel með ökumann og farþega, slá þeim ekki. við og hrista ekki úr þeim nýrun. Þama er vandrataður meðalvegurinn, á milli þess að bíllinn sé burðarmikill og gijóthast- ur afburða bröltari og þess, að hann sé eins og kiknaður í fjöðrunum, skellandi sér niður á kviðinn við minnstu ójöfnu. Trooperinn fer þama harla góðan meðalveg. í minni ójöfnum og á litlum hraða er hann svo þægilegur, sem krefj- ast má. Þegar meira tekur í fjaðr- imar, eykst fyrirstaða þeirra og hann hnykkir af meiri krafti. Mikið þarf til að hann skelli kviðnum nið- ur. Það er sem sagt hægt að ferð- ast í honum utan vega án mikilla pústra. Vélaraflið kemur sérlega vel út í snjóbrölti og utan vega. Hann hefur mjög gott afl_ á lágsnúningi og þess vegna hægt að teygja sig býsna langt í hærri gírunum. Kem- ur sér, þegar ná þarf góðri ferð upp í einhveija erfíða brekkuna eða í snjóskafl. Lága drifíð er tengt með sömu stöng og framdrifíð, liðugt. Hann klifrar vel og fer yfir krapp- ari hryggi en ætla má, miðað við lengd á milli hjóla, lægst 22,5 senti- metrar undir bflinn, hærra undir miðjuna. Framleiðandinn gefur upp, að hann klífí upp 52 gráða halla (ef fast er undir) og þoli 45 gráða hliðarhalla. SullaA í polll Við þæfðum í svolitlum snjó og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.