Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 20
HANDKNATTLEIKUR / V-ÞÝSKALAND Essen vildi að Alfreð færíekkitil Seoul Bauð honum nýjan samning, sem Alfreð hafnaði ESSEN gerðl síðustu tilraun til að fá Alfreð Gfslason til að vera áfram hjá félaginu - fyrir sl. helgi. Forráðamenn félags- ins kölluðu Alfreð á fund og *spurðu hann hvort að hann vœri tilbúinn að vera áfram hjá Essen, ef þeir nefndu peninga- upphœð sem hann gœti sætt sig við. Inn í tilboðinu var að Alfreð myndi sleppa því að fara á Ólympíuleikana í Seoul með íslenska landsliðinu. Eg sagði þeim að ég ætlaði mér að leika fyrir hönd íslands á Ólympíuleikunum. Ekkert tilboð myndi fá mig til að sleppa ferðinni til Seoul," sagði Alfreð Gíslason í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Ég hef haft samband við KR-inga og sagt þeim að fyrri ákvörðin mín væri óbreytt - ég er á leiðinni heim," sagði Alfreð. „Vlljum fá Bidasoa semmótheija" Essen tryggði sér rétt til að leika í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða. Félögin sem leika í undanúrslitunum með Essen, eru ZSKA Moskva, Elgor. Bidasoa frá Spáni og Metaloplastica Sabac frá Júgóslavíu. „Við viljum helst leika gegn spánska félaginu," sagði Alfreð. Danski landsliðsmaðurinn Erik Veje Rasmussen mun taka stöðu Alfreðs hjá Essen og þá koma einnig nokkr- ir sterkir v-þýskir landsliðsmenn til liðs við félagið. Óbreytt staöa hjá Kristjáni Gummersbach hefur óskað eftir því við Kristján Arason, að hann sleppi því að fara á Ólympíuleikana - ef hann verður áfram hjá félaginu. „Forráðamenn Gummersbach vilja Þeirfara til Seoul Alfreð Qíslason og Kristján Arason láta ekki freist- andi tilboð koma í veg fyrir að þeir keppi með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Sepul. að ég fari ekki til Seoul, en þeir skilja það að ég ætla mér að leika með íslenska landsliðinu á Olympíu- leikunum," sagði Kristján Arason. Staðan er óbreytt hjá mér. Ég verð annað hvort áfram hér hjá Gummersbach eða fer til Tecca á Spáni. Nú, einnig getur það farið svo - að ég komi heim,“ sagði Kristján. Teklnn úr umferð Kristján hefur verið tekinn úr um- ferð í síðustu leikjum Gummers- bach. „Það er ekki skemmtilegt að leika leik eftir leik með mann hang- andi utan á sér. Ég hef ekki náð að komast inn í leikinn hjá okkur og leikkerfí hafa ekki gengið upp. Við eigum tvo erfíða leiki framund- an í deildarkeppninni. Fyrst úti gegn Milbertshofen og síðan heima gegn Kiel. Ef við ætlum okkur að vera með í meistarabaráttunni verð- um við að vinna sigur í þeim báð- um,“ sagði Kristján. HANDBOLTI Stofan Hockar varði fímm víta- köst þegar Essen gerði jafntefli gegn Steua Bukarest. Hecker varði fimm vitakost Frá Jóhannilnga Gunnarssyni ÍÞýskalandi Essen náðijafn- tefli án þjálfara Essen tryggði sér sæti í und- anúrslitum Evrópukeppni meistaraliða um helgina. Liðið gerði jafntefli gegn Steua Búk- arest í Rúmeníu, 24:24, f síðari leik liðanna. Það var markvörður- inn Stefan Heck- er sem var maðurinn á bak við þennan góða árangur Essen. Hann varði fimm vítaköst í leiknum, þar af þrjú í röð frá landsliðsmanninum Stinga. Essen vann fyrri ieikinn 16:11 á heimavelli. Þjálfari Essen, Schmitz, sem einnig þjálfar lið í 3. deild, fór ekki með félaginu. Hann sagðist þurfa að skila sínu verkefni fyrir 3. deildarlið sitt og treysti sér ekki með til Rúm- eníu. Hecker átti stórleik í marki Ess- en og Jochen Fraatz átti einnig mjög góðan leik, skoraði 11 mörk. Alfreð skoraði 5 mörk og átti góðan leik. Stinga, sem orðinn er 32 ára, var allt í öllu í liði Steua. Hann skoraði 15 mörk, en var þó tek- inn úr umferð allan leikinn. Grosswallstadt átti ekki í mikl- um vandræðum með að komast áfram í Evrópukeppni bikar- hafa. Liðið sigraði Holte frá Danmörku, 23:13, á útivelli, en fyrri leiknum lauk einnig með sigri Grosswallstadt, 23:15. HANDKNATTLEIKUR / V-ÞYSKA BIKARKEPPNIn Slgurður Svclnsson náði sér ekki á strik. Lemgo tapaði fyrir „smáliði Féll út í 64-liða úrslitum bikarkeppninnarásamttoppliðunum Kiel og Dusseldorf u Það var slæm helgi hjá 1. deild- arliðunum ív-þýsku bikar- keppninni í handknattleik. Fjögur lið féllu út í 64-liða úr- slitum. Lemgo tapaði fyrir 6. deildarliði, Kiel tapaði fyrir liði úr 3. deild og Gummersbach og Dortmund fyrir liðum úr 2. deild. Sigurður Sveinsson og félagar hjá Lemgo mættu liði Hohen- horst sem leikur í 6. deild. Það áttu því allir von á auðveldum sigri Frá Jóhanniinga Gunnarssyni V-Þýskalandi Lemgo, enda æfa leikmenn Hohen- horst ekki nema tvi- svar í viku. En þeir gáfust þó ekki upp og sigruðu Lemgo, 15:14. Mjög óvænt úrslit og mikil niðurlæging fyrir Lemgo. Sigurður Sveinsson náði sér ekki á strik, erj skoraði §ögur mörk.4 Kiel, sem nú er í efsta sæti Bundes- ligunnar, fékk einnig háðulega út- reið í bikarkeppninni. Liðið tapaði fyrir Wuppertal sem leikur í 3. deild og er reyndar í efsta sæti. Wupper- tal sigraði 24:23, eftir framlengdan leik. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 19:19. Bayer Leverkusen, sem er í botn- baráttu norður-riðils 2. deildar sigr- aði Gummersbach, 23:19. Það var greinilegt að leikmenn Gumersbach vanmátu lið Leverkus- en, en þegar þeir tóku Kristján Arason úr umferð riðlaðist leikur Gummersbach og sigur Leverkusen var öruggur. Kristján Arason skoraði aðeins eitt mark, en Neitzel var markahæstur í liði Gummersbach með 8 mörk. Fjórða liðið úr 1. deild sem féll út var Dortmund sem tapaði fyrir Weiche Handewitt, 22:16. Weiche Handewitt hefur gengið vel og er í efsta sæti 2. deildar og þessi sig- ur var öruggur. Eina liðið úr 1. deild sem komst áfram var Dusseldorf, lið Páls Ól- afssonar, sem sigraði Schwelm 24:18. Páll lék lítið með og skoraði aðeins eitt mark. Það eru því fjögur af 14 liðum Bundesligunnar fallin út í 1. um- ferð, en það mun vera eindæmi. Það er einnig ljóst að fleiri lið eiga eftir að falla út því aðeins er búið að leika í Norður-deildinni. í suður- deildinni er leikið í vikunni og þar eru nokkrir innbyrðisleikir 1. deild- arliða. GETRAUNIR: 112 122 2 X X 122 LOTTO: 6 11 13 16 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.