Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 2
2 B jHorfliinÞlnÍiia /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 ENGLAND KÖRFUKNATTLEIKUR / KNATTSPYRNA Jan Mölby Liverpool vill fá kr. 76 millj. fyrirJan Mölby Hamburger SV hefur mikinn hug á að kaupa danska landsliðsmanninn Jan Mölby frá Liverpool. Hamburger vill fá hann til liðs við sig fyrir næsta keppnistímabil. Liverpool ætlar sér að fá góða peningaupphæð fyrir Mölby, sem hefur verið varamaður hjá félaginu í vetur. Félagið hefur tilkynnt að Mölby væri til sölu á 76 milljón ísl. kr. „Við munum reyna að fá þessa upphæð hjá fyrirtækjum og mönnum sem eru vinveittir okk- ur,“ sagði talsmaður Hamburg- er. Olafur Gottskálksson með slKln liðbönd Leikurekki meira með Keflavíkurliðinu ívetur. Missiraf fyrstu leikjum Skagaliðsins í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu „ÞETTA er geysilegt áfall fyrir mig. Ég leik ekki meira körfu- knattleik í vetur og allt bendir til þess að ég missi af tveimur til þremur fyrstu leikjum Skagaliðsins í 1. deildarkeppn- inni í knattspyrnu," sagði Ólaf- ur Gottskálksson, leikmaður Keflavfkurliðsins í körfuknatt- leik og markvörður Akraness- liðsins í knattspyrnu. Hann varð fyrir því óhappi að liðbönd í ökkla vinstri fótar slitnuðu í leik gegn ÍR. Eg stökk jafnfætis upp í frá- kast. Kom síðan illa niður," sagði Ólafur, sem var strax fluttur á Slysadeild Borgarspítalans. Þar kom fram að Ólafur væri ekki brot- inn, en aftur á móti er eitt liðband slitið og jafnvel tvö. Ólafur fer í nánari skoðun til Guðjóns Guð- mundssonar, læknis á Akranesi, í dag. „Ég verð skorinn upp eins fljótt og hægt er, eða um leið og bólgan er farin úr ökklanum. Ég verð að öllum líkindum frá æf- ingum og keppni í sex til sjö vikur. Vonast eftir að geta byijað að æfa á fullu upp úr miðjum apríl - og síðan byijað að keppa upp úr miðj- um maí, sagði Ólafiir. [ Ólympíulandsliðið ekki til M-Ameríku Olympíulandsliðið í knattspymu fer ekki til Mið-Ameríku, eins og stóð til. Landsliðið átti að fara í keppnisferð til Honduras, EI Salvador og Guetemala og leika fimm landsleiki nú í mars. Farseðlar fyrir liðið voru tilbúnir þegar afboð kom frá Honduras, en þar átti landsliðið að leika þijá landsleiki. KSÍ er nú að vinna í - að koma á æfingaferð fyrir Ólympiuliðið til Eviópu. Það er undirbúningsferð fyrir leiki liðsins gegn Hollendingum { Hollandi 27. apríl og A-Þjóðveijum í A-Þýskalandi 30. apríl. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Hafstelnn Óskarsson Gunnlaugur Grattlsson og Þórdls Qfsladóttlr kepptu í Finnlandi. Erik Veje Rassmusen í stað Alfreðs STJÓRN Essen reynir nú að styrkja liðlð fyrir neasta keppnistímabil og sfðustu vikur hefur forsetl fólagsins verið með tékkaheftið á lofti. Nú er það öruggt að danski landsllðsmaðurinn Erik Veje Rassmusen lelkur með Essen næsta keppnistímabil. Rassmusen, sem hefur leikið í 2. deildinni í Danmörku, er keyptur til að fylla skarð Alfreðs Gíslasonar sem er á forum til KR, en stjóm Essen hefur í hyggju að styrkja liðið enn frekar. Líklegt þykir að Essen kaupi hinn sterka Íínumann Gummersbach, Fitzek. Það væri mikið áfall fyrir Gum- mersbach og að sama skapi ávinn- ingur fyrir Essen, en Fitzek er mjög sterkur leikmaður. Þá er líklegt að Springel, sem hefur verið lykilmaður í liði Bjama Guðmundsscnar, Wanne Eickel, fari aftur til Essen, en þar lék hann áður en hann fór til Wanne Eickel. Þórdís og Gunnlaugur við metin íTampere ÞÓRDÍS Gísladóttir HSK var aðeins einn sentimetra og Gunnlaugur Grettisson ÍR að- eins tvo frá íslandsmetinu í hástökki innanhúss á móti í Tampere í Finnlandi um helg- ina. Þar kepptu þau Þórdfs, Gunnlaugur og Pétur Guð- mundsson kúluvarpari úr HSK sem gestir f iandskeppni Finna, Norðmanna og Svfa. órdís stökk 1,87 metra og varð í öðru sæti á eftir norskri stúlku, Hanne Haugland, sem stökk 1,90. Hún setti norskt utanhússmet í fyrra, 1,93 metra. íslandsmet Þórdísar innanhúss er 1,88, sett í Bandarílq'unum í marz 1983. Gunnlagur stökk 2,13 metra, sem er haps næstbezti árangur. Hann setti íslandsmet, 2,15, í Cosford í Englandi um miðjan janúar. Keppn- in í Tampere var hörð. Tveir Norð- menn og einn Svíi stukku 2,17 í Tampere en hinir sjö stökkvaramir stukku allir 2,13. Pétur náði sínum bezta innanhúss- árangri, varpaði stálkúlunni 18,48 metra og varð Qórði af átta kepp- endum. Hann átti bezt áður 17,78 frá nýafstöðnu íslandsmóti. Finni vann með 19,51 metra kasti, Norð- maður annar með 19,09 og Svíi þriðji með 18,51, eða þremur senti- metrum betra en Pétur. KNATTSPYRNA KSÍ gerir auglýsinga- samning vid ítali Knattspyrnusamband íslands hefur gert auglýsingasamning við auglýs- ingafyrirtæki á Ítalíu í sambandi við leik Islands og ítalfu í undan- keppni Olympíuleikana. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum í maí og verður honum sjónvarpað beint til Ítalíu. Samningurinn gefur KSÍ góðar tekjur. KSI hefur undanfarin ár gert auglýsingasamninga við auglýsingafyrirtæki í þeim löndum sem sjónvarpað hefur beint til - landsleikjum á Laugar- dalsvellinum. íuém FOLK ■ ALFREÐ Gíslason og félagar hjá Essen fengu 45.000 kr. fyrir að slá lið Steua Bukarest úr Evr- ópukeppni meistaraliða. Essen sigr- aði í fyiri leiknum og náði jafntefli í þeim síðari sem fram fór ú Rúm- eníu. ■ GROSSWALLSTADT á 100 ára afmæli á árinu. Liðið er nú komið f undanúrslit í Evrópu- keppni í 6. sinn og leikmenn liðsins ætla að gefa félaginu Evrópumeist- aratitil í afmælisgjöf. ■ BOB Paisley, fyrrum fram- kvæmdastjóri Liverpool, er nú undir smásjánni hjá forráðamönn- um knattspymusambands Wales. Þeir vilja fá þennan gamla ref sem landsliðsþjálfara Wales. Paisley var „stjóri" Liverpool í tíu ár á undan Kenny Dalglish. ■ GRAEME Souness, fram- kvæmdastjóri Glasgow Rangers, segist vera tilbúinn að kaupa Ian Rush frá Juventus á þijár milljón- ir sterlingspunda. KNATTSPYRNA Dregidí ríðla í Litlu- bikarkeppninni Litla bikarkeppnin í knattSpymu hefst 9. apríl. Átta félaög taka þátt í keppninni og hefur verið dreg- ið f tvo riðla. Akranes, Víðir, Breiða- blik og Stjaman leika í A-riðli og Keflavík, FH, Selfoss og Haukar í B-riðli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.