Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSM A N N A KNATTSPYRNA Halldór til Brann í vikunni Verður með liðinu í æf- ingaleik á laugardaginn HALLDÓR Áskelsson, landsliðsmaðurinn kunni hjá Þór á Ákureyri, fer á fimmtudaginn til Bergen í Noregi þar sem hann mun kynna sér aðstæður hjá 1. deildar- félaginu Brann. Teitur Þórðarson, fyrrum landsliðsfyrirliði, er þar þjálfari sem kunnugt er og Halldór er nú efstur á óskalista hans yfír nýja leikmenn. „Eg fer út á fímmtudag- inn og kem aftur heima á þriðjudag. Ég æfi með liðinu og spila æfinga- leik á laugardaginn,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að ekkert hefði enn verið rætt um fjárhagshlið málsins. „Ég legg áherslu á að ég fer þama út bara til að skoða aðstæður og kynna mér félagið. Þeir vildu líka að ég kæmi til að sjá mig í leik.“ Lið falla ekki úr 1. deild kvenna samkvæmt reglugerð HSÍ! í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót, sem öðlað- ist gildi 24. maí 1986, er hvergi minnst á færslu liða á milli deilda í handknattleik kvenna. 6. grein C er um deildarkeppni kvenna. Þar er ekki minnst orði á að lið falli úr 1. deild eða lið færist úr 2. deild í þá fyrstu, en hins vegar stendur eftirfarandi: „Dragi lið úr efri deild sig úr keppni áður en mót hefst eða taki ekki sæti, sem það á rétt til, skal efna til auka- keppni milli þeirra tveggja liða, sem voru neðst í viðkomandi deild, og þeirra tveggja liða úr næstu deild fyrir neðan, sem lentu í 3. og 4. sæti keppn- istímabilið á undan. Efsta liðið úr einnar umferðar keppni hlýtur lausa sætið." Timo Blomqvist, fyrirliði ísknattleiksliðs Finnlands, sést hér fagna sigri, 2:1, yfir Sovétmönnum og um leið silfurverðlaunum á verðlaunapallinum á Ólympíuleikunum í Calgary. Viatcheslav Fetisov, fyrirliði Sovétmanna, horfir með aðdáun á Timo. ■ Frá Ólympíuleikunum í Calgary f Kanada/B6, B7, B8, B9, B10, B11 og B19 1988 ÞRIBJUDAGUR 1. MARZ BLAD Reuter Sigri og silfri fagnað OPIÐ BRÉF: KÆRIVIGGÓI/B 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.