Morgunblaðið - 04.03.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
B 7
Bíóin í borginni
BÍÓBORGIN
Wall Street ★ ★★
Misjöfn en forvitnileg mynd af
framandi veröld kauphallar-
braskara og eyðingarafli peninga-
kapphlaups. Stone á betur heima
á vígvöllum Viet Nam en Wall
Street en Michael Douglas stað-
festir hér að afburðaleikur hans í
Hættulegum kynnum var engin til-
viljun. -sv.
Sikileyingurinn ★ 1/2
Salvatore Giuliano var sögufrægur
sikileyískur stigamaður sem Puzo
samdi um hinn ágætasta reifara.
Kvikmyndagerðarmennirnir klúðra
honum hver um annann þveran
af trúrri stigamennsku.-sv.
Á vaktinni ★ ★ ★ V2
Pottþétt skemmtun. Besta mynd
Badham til þessa og það glansar
af Dreyfuss i aðalhlutverkinu. -ai.
HÁSKÓLABÍÓ
Hættuleg kynni ★★★★
Glæsilega uppbyggður og vel leik-
inn þriller um hættuna sem hlotist
getur af framhjáhaldi þegar við-
haldið vill vera meira en bara
stundargaman í lífi mannsins. Vek-
ur spurningar og er verulega
spennandi. -ai.
STJÖRNUBÍÓ
Eiginkona forstjórans ★'/2
Mislukkuð gamanmynd um líffæra-
starfsemi fyrir neðan beltisstað.
Yfirdrifin,. vantar fágaða fyndni
góðra svefnherbergisgaman-
mynda. Fisher Stevens er góður.
-sv.
Hættuleg óbyggðaferð ★ ★
Harla óvenjuleg mynd um unglinga
í óbyggðaferð. Því miður kafnar
útivistarstemmningin að miklu
leyti í dúndrandi þungarokki.-sv.
Nadine ★★V2
Lítil og geðþekk gamanmynd frá
Robert Benton um sveitalega
Texasbúa sem lenda í klónum á
glæpahundum og eiga fótum fjör
að launa. Góður leikur en burðar-
litil mynd. -ai.
Roxanne ★★★’/2
Nýjasta gamanmyndin með Steve
Martin en í henni leikur hann nú-
tímaútgáfu af hinum langnefjaða
Cyrano de Bergerac. -ai.
BÍÓHÖLLIN
Þrumugnýr ★ ★ ★
Arnold Schwartzenegger á
flótta í framtíðarþriller. Enn ein
sem hittir í mark hjá Arnold. -ai.
Kvennabósinn ★★
Misjafnlega góð gamanmynd
byggð á sannsögulegum atburð-
um um táning með smekk fyrir sér
eldri konum. -ai.
Spaceballs ★★★
Mel Brooks gerir grín að stjörnu-
stríðs- og öðrum geimvísinda-
myndum, framhaldsmyndum, leik-
fangagerð og sölubrögðum í Holly-
wood á sinn geðveikislega máta.
-ai.
Allir í stuði ★ ★ V2
Já, tveir þumlar upp. Lunkin og
skemmtileg gamanmynd frá Spiel-
bergsunganum Columbus. -ai.
Undraferðin ★ ★ ★
Joe Dante (Gremlins) er hér aftur
á ferðinni með lítið siðri skemmti-
mynd sem er allt i senn bráð-
fyndin, spennandi og frábærlega
vel unnin tæknilega. -sv.
Týndir drengir ★ ★.
Gaman- rokk- unglingahrollvekja
með ágætum leikarahópi og brell-
um en innihaldið heldur klént. -ai.
REGNBOGINN
Hefndaræði -k'/z
Deigt járn væri frekar réttnefni
en Kalt stál á þessari fisléttu
löggu-og bófamynd. Brad Davis
er ótrúverðugur í aðalhlutverkinu,
en Jonathan Banks er að verða
eftirlætis illyrmi b-myndaframleið-
enda Hollywoodborgar og stendur
sig þokkalega í stykkinu. -sv.
Örlagadans ★ ★'/2
Tom Hulce er frábær í þessum
nýbylgjulega þriller um skop-
myndateiknara sem verður að
hreinsa sig af morðákæru og koma
fjölskyldumálunum í lag. Miklir
stælar og smartir. -ai.
Otto ★★
Hreinræktaður ærslaleikur,
(„slapstick"), er fáséður í dag, en
undir hann er einna helst hægt að
flokka fíflalæti furðufuglsins Otto
hins frísneska. -sv.
Síðasti keisarinn ★★★ V2
Epískt stórvirki. Efnið og kvik-
myndagerðin með ólíkindum
margsiungin. Siðasti keisarinn er
næsta óaðfinnanleg að allri gerð
og hefur kvikmyndaárið 1988 með
glæsibrag. -sv.
Hliðið ★★'/2
Þokkaleg B-hrollvekja; margtugg-
inn söguþráður en sæmilegar
brellur. -sv.
Kæri sáli ★★V2
Fjörugur stjörnuleikur einkennir
þennan sálræna farsa úr Beverly
Hills, sem gerir græskulaust grin
að Ijósvakasálfræði. -ai.
í djörfum dansi ★ ★ ★
Hressileg og drífandi mynd, keyrð
áfram af liflegri tónlist sjöunda
áratugarins en þó enn frekar af
dansi sem ætti jafnvel að kveikja
líf með dauðyflum! -sv.
Morð í myrkri ★ ★ ★
Ásjáleg spennumynd frá frændum
vorum dönum um eymdarlegt
mannlíf í Istegade. Hæg en
raunsæ. -sv.-
LAUGARÁSBÍÓ
Beint í mark ★ ★
Formúlumynd um löggufélaga í
eltingaleik við eiturlyfjasala. Þær
eru nú búnar að koma nokkrar
svona, maður! -ai.
Hrollur 2 ★
Hér leggst lítið fyrir hryllingskapp-
ana Romero og King sem báðir
eiga þátt í þessari útvötnuðu B-
mynd sem er ekkert annað og
meira en ósmekkleg og ódýr. -sv.
FRAMHALDSÞÆTTIR
Hvar/Hvenær
Sjónvarpið:
Fyrirmyndarfaðir kl. 20.45
Sextán dáðadagar ... sunnudagur kl. 19.05
Paradis skotið á frest sunnudagur kl. 21.40
Allt í hers höndum ... mánudagur kl. 19.20
Háskaslóðir kl. 18.25
Af heitu hjarta kl. 21.45
Listmunasallnn þriðjudagur kl. 22.10
Anna og félagar fimmtudagur kl. 18.30
Austurbæingar kl. 19.25
TflQQflrt ■■■ fimmtudagur kl. 21.30
Sindbað sœfarl kl. 18.00
Staupastelnn föstudagur kl. 19.30
Derrick kl. 21.25
Stöð 2:
Ferdlnand fljúgandi kl.11.15
Ættarveldlö kl. 15.30
FrfAa og dýrlð kl. 20.10
Geimálfurinn .....kl. 12.00
Hooperman ■••• sunnudagur kl. 20.10
Lagakrókar kl. 23.05
Hinir vammlausu kl. 23.50
Vaxtarverklr kl. 18.45
Dallas kl. 22.45
Feldur kl. 18.15
Af bse f borg kl. 18.45
Bítlar og blómabörn . kl. 22.00
Valdstjórinn ■■■■■■■■■•■■ föstudagur kl. 18.45
Séstvallagata kl. 20.30.
ÍSLENSK NÁTTÚRA
BERGKRISTALL
Þetta er bergkristall frá Þor-
geirsfelli á Snæfellsnesi. Hér
á landi eru kunn 12 afbrigði
af kvarsi og er bergkristall
einna algengust þeirra. Kvars
er útbreytt í holum og
sprungum i ummynduðu gos-
bergi. Holufyllingar þessar
eru myndaðar úr efnum sem
heitt jarðvatn hefur leyst upp
úr berginu. Allar helstu teg-
undir islenskra holufyllinga
eru að sjá í sýningarsal Nátt-
úrugripasafnsins í Reykjavík.
Sýningar
Náttúrugripasafnið á
Akureyri
Sýningarsalurinn er i Hafnarstræti 81,
jarðhæð. Þareru uppsettir allir íslenskir
varpfuglar ásamt eggjum, mikið af skor-
dýrum, krabbadýrum, skrápdýrum, skel-
dýrum og kuðungum. Þar eru einnig til
sýnis þurrkaðir sjóþörungar, fléttur,
sveppir, mosar og nær allar villtar blóm-
plöntur og byrkningar á íslandi. Einnig
má sjá þar bergtegundir, kristalla og
steingervinga.
Á veturna er sýningarsalurinn opinn frá
kl. 13.00 til 15.00, á öðrum tímum fyrir
hópa eftir samkomulagi i símum 22983
og 27395.
Minja- og
náttúrugripasafnið
Dalvík
i Minja- og náttúrugripasafninu í Safna-
húsinu eru til sýnis uppstoppuð dýr auk
eggja-, plöntu- og steinasafna.
Safnið er opið á sunnudögum frá kl.
14.00 til 18.00. Upplýsingar í síma
61104.
Náttúrugripasafnið
í Reykjavík
Náttúrugripasafnið er til húsa á Hverfis-
götu 116,3. hæð (gegnt Lögreglustöð-
inni). Þar má sjá sýnishorn af íslenskum
og erlendum steintegundum og íslensk-
um bergtegundum. Ur lífríkinu eru
krabbadýr, lindýr, skrápdýr, spendýrog
fuglar, þ. á m. geirfuglinn, og risaskjald-
baka. Þá eru einnig þurrkuð sýni af flest-
um íslenskum blómplöntum s.s. mosum,
fléttumog þörungum.
Sýningarsalurinn er opinn þriðjudaga,
fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga
frá kl. 13.30 til 16.00. Nánari upplýsingar
ísíma 29822.
Náttúrufræðistofa
Kópavogs
Náttúrufræðistofa Kópavogs, er á Digra-
nesvegi 12,jarðhæð. Þarstenduryfir
sýning á lifríki Kársnesfjöru. Ásýningunni
gefur að líta margar tegundir botnlægra
þörunga sem finnast i fjörum og hrygg-
leysingja. ISkeljasafni Náttúrufræðistof-
unnar eru flestar tegundir lindýra með
skel sem finnast við Island.
Stofan er opin á laugardögum frá kl.
13.30 til 16.30. Nánari upplýsingar í
simum 20630 og 40241.
Safnahús Borgarfjarðar
Borgarnesi
Náttúrugripasafniö verður lokið um
óákveðinn tima vegna breytinga.
Safnahúsið Húsavík
Safnahúsið er við Stóra-Garð. í náttúru-
gripasafninu eru til sýnis á annaö hundr-
að fuglategundir, Grimseyjarbjörninn,
mjög gott skeljasafn og ýmsir aörir nátt-
úrugripir. Einnig eru náttúrugripir í stofu
Jóhanns Skaftasonar sýslumanns og
Sigríðar Víðis, ístofu Lissýará Halldórs-
stöðum í Laxárdal og i Kapellunni. Safna-
húsið er opið frá kl. 9.00 til 14.00 virka
daga. Nánari upplýsingar í sima 41860.
Náttúrugripasafnið í
Neskaupstað
Náttúrugripasafnið er að Mýrargötu 37.
Þar er að sjá gott safn steina, fugla og
fiska, auk lindýra og skeldýra. Safnið er
opið yfir sumarmánuðina en á veturna
þarf að hafa samband við forstöðumann
i sima 71606 fyrir heimsókn á safnið.
Dýrasafnið á Selfossi
Dýrasafnið er við T ryggvagötu 23 og þar
má sjá uppstoppuð mörg algeng íslensk
dýr og auk þess hvítabjörn, mikið af fugl-
um og gott eggjasafn. Safnið er opið
daglega á sumrin en á veturna á fimmtu-
dögum frákl. 14.00 til 17.00. Sími safns-
inser2703og2190hjá saf nverði og
eru hóparvelkomnir að hafa samaband
við safnvörð um sérstakan opnunartima.
Fiska- og
náttúrugripasafn
Vestmannaeyja
Fiska- og náttúru’gripasafn Vestmanna-
eyja er til húsa að Heiðarvegi 12. Safniö
er opið frá 1. maí til 1. september, alla
dagafrá kl. 11.00 til 17.00. Aðra mán-
uði ársins er opið laugardaga og sunnu-
daga kl. 15.00 til 17.00, en hópar sem
ekki geta notað ofanskráða tíma, geta
haft samband við safnvörð, Kristján Egils-
son, isíma 1997 eða 2426. í safninu
eru þrírsýningarsalir. Fuglasafn, með
uppstoppaðar allar tegundir íslenskra
varpfugla. Eins er mikill fjöldi uppsettra
svokallaðra flækingsfugla. Eggjasafn,
flóra Vestmannaeyja og skordýr. Fiska-
safn. í 12 kerjum eru til sýnis lifandi,
flestallar tegundir nytjafiska landsins,
ásamt kröbbum, sæfiflum o.fl. sjávardýr-
um. Steinasafn. I steinasafninu eru sýnis-
horn flestallra íslenskra steina, ásamt
bergtegundum frá Vestmannaeyjum.
Fastakynningar
Hafrannsóknastofnunin
Reykjavík
Hafrannsóknastofnun, Skúlagötu 4, jarð-
hæð. í anddyrinu er sjóker með fjöru-
lífverum s.s. nokkrum tegundum af lif-
andi þörungum, skeldýrum, krossfiskum,
ígulkerjum, krabbadýrum sprettfiskum
o.fl. Barnaheimil.i og skólar sem hafa
áhuga á að skoða lífverurnar í kerinu eru
beðnir að láta vita í sima 20240 með
dags fyrirvara. Anddyriö er opið virka
daga frá kl. 9.00 til 16.00.
FALLEG
OG VÖNDUÐ
HÚSGÖGN
í ALLA ÍBÚÐINA
Þar sem góðu kaupin gerast.
Smiðjuvegi 2 Kópavogi
simi 44444
INNRÉTTINGA- OG HÚSGAGNASÝNING UM HELGINA
OPIÐ LAUGARDAG KL. 10 - 16 OG SUNNUDAG 14 -17