Morgunblaðið - 04.03.1988, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988
B 15
Kapteinninn, hermenn f ram-
tíðarinnar og tölvuleikirnir
Guðað á
skjáinn
Stöð 2 hóf nýlega að sýna
barna- og unglingaþættina
„Captain Power and the Soldiers
of the Future“ (Valdstjórinn) á
föstudagssíðdögum. Þetta eru
glænýir vísindaskáldskaparþætt-
ir (frumsýndir vestra sl. haust),
sem gerast í fjarlægri framtíð og
eru um baráttu manna við vél-
menni sem tekið hafa völdin á
jörðinni. Það merkilega við þessa
þætti er ný leikfangatækni sem
byggir á samspili myndarinnar á
skjánum og þartilgerðra leik-
fanga sem börn a.m.k. í Banda-
ríkjunum geta keypt. Með þess-
um leikföngum er hægt að skjóta
á hina vélrænu óvini mannanna
í þáttunum úr stofunni heima hjá
sér og tvístra þeim, eins og sagt
er.
Leikfangaiðnaðurinn hefur á
undanförnum árum verið að
hasla sér völl innan kvikmynda-
iðnaðarins eins og menn vita;
Garpur og Rambó og Karate-
strákurinn berjast um plásið í
leikfangabúðunum. Leikfangafyr-
irtækið Mattel Toys, sem fram-
leiðir m.a. Garp og hetjur geims-
ins, er einnig framleiðandi þátt-
anna um valdstjórann og það
gerir að sjálfsögðu einnig dúkkur
og dót úr persónum og tækjum
þáttanna.
Það var framleiðandinn og
leikstjórinn Gary Goddard sem
átti hugmyndina að því að blanda
saman í eitt sjónvarpsþáttum og
því sem kalla má einfaldlega
tölvuleiki (krakkar geta skotið
beint úr leikföngunum sínum á
sjónvarpsskerminn) í Valdstjór-
anum. Hann fór með hugmynd-
ina til Mattel Toys og yfirmenn
*: j.
v*\
Ur rústum
Vélstríðanna
rísa hetjan
Power kapteinn
og hermenn
framtíðarinnar.
Skotið á skjáinn; beint samband
við BioDread.
þar tóku henni vel en Goddard
leikstýrði einmitt bíómyndinni
sem gerð var eftir sögunum um
Garp („He-Man") fyrir Mattel.
Leikfangafyrirtækið samþýkkti
að kosta fyrstu 22 þættina um
valdstjórann og hermenn hans.
„Það hefur að vísu ekki verið
þáttunum til framdráttar að vera
tengdir Mattel vegna þess að
kaupendur halda að hér sé ein-
ungis um barnaefni að ræða,"
segir Goddard. „En þættirnir eru
sannarlega gerðir með breiðari
áhorfendahóp í huga. Ég segi
ekki að Valdstjórinn sé ekki fyrir
krakka. Ég er bara að segja að
þættirnir séu ekki aðeins fyrir
þá.“
Þættirnir gerast árið 2147. Þá
eru sjö ár liðin frá Vélstríðunum,
baráttunni á milli manna og
maskína sem maskinurnar unnu.
Undir forystu hins illa Lord Dread
og vélmenna (eða dýra) hans
reynir keisaradæmið BioDread
að hremma í þrældóm síðustu
leifar mannkynsins. En úr ösku
Vélstríðanna hafa Jónatan Power
risið og menn hans, hermenn
framtíðarinnar, sem í sérstaklega
hönnuðum herklæðum eiga í
stöðugri baráttu við Dread og
hans illa veldi. Maður getur
næstum heyrt skrjáfið í gömlu
hasarblöðunum.
Nýjabrumið eru auðvitað
tölvuteiknuðu vélmennin í þátt-
unum og leikföngin sem áhorf-
endur geta skotið þau niður með
fyrir framan imbann, en það er
best að taka það fram ef einhver
er ennþá í vafa að þættirnir eru
að sjálfsögðu líka fyrir þá sem'
ekki eiga þessi leikföng. Goddard
og fleiri höfundar þáttanna höfðu
áhyggjur af því að leikfangagerö-
in tæki yfirhöndina og allt mundi
snúast um tölvuleiki. „Við skrif-
um ekki þættina með það í huga
að gera hvern þátt að tölvuleik,"
segir Larry DiTillio, yfirmaður
handritagerðarinnar. „Þættirnir
eru um manneskjur og hvernig
þær tengjast hver annarri og
umhverfi sínu. Þeir eru ekki um
leikföng."
Þó ekki alveg. Goddard notar
um hálfa mínútu af hverjum þætti
í skotbardaga á milli leikfangsins
í höndum áhorfandans og vél-
mennanna og tvær mínútur eru
tölvuteiknaðar („computer ani-
mation"). Goddard lýsir því
hvernig tölvuleikurinn fer fram:
„Þegar bardagi er settur á svið
í þáttunum fer í gang Ijósmerki
á milli vélmenna Dread hins illa
og leikfangsins. Þegar kveikt er
á leikfanginu (geimskip sem er
nk. byssa) les það merkið af
skerminum og skýtur Ijósgeisla
að því. En þegar þú skýtur á
vélmennin geta þau líka skotið á '
þig. Þú byrjar með fimm stig og
markmiðið er að hitta nógu mikið
af vélmennum til að fá 25 stig.
Ef vondu kallarnir hitta aftur
geimskipið þitt og taka af þér
stig, opnast flugstjórnarklefinn á
því og flugmaðurinn skýst út.
Þetta virðist kannski flókið en er
það ekki.“ - _ aj
DYRAVÖRÐURINN SEM
ALDREI SEFUR Á VERÐINUM
Pú þarft ekki lengur að taka úr þér hrollinn
þegar heim kemur eftir að Stanley bíl-
skúrshurðaropnarinn er kominn í
þjónustu þína. Þú ýtir á senditækið, það
kviknar Ijós, bílskúrshurðin opnast og þú
ekur inn í ylinn og stígur þurrum fótum
út úr heitum bílnum þínum.
ÞÚ FERÐ BETUR MEÐ BÍLINN ÞINN
Á morgnana losnar þú við að skafa ísinn af
rúðunum, eða þurrka snjóinn af og bíllinn
fer strax í gang. Þetta er ekki sagt út í blá-
inn því að reynslan sýnir að það eru ótrú-
lega margir sem nenna ekki að láta bílinn
inn í bílskúr ef mikið er fyrir því haft.
1.
2.
3.
Sterk og örugg færslubraut.
Við uppsetningu er óþarfi að fjarlægja
mótorhlífina því að það er hægt að
stilla búnaðinn utanfrá.
Öryggisljós kviknar í hvert sinn er hurð-
in opnast og lokast, - logar í 31/2 mín-
útu - slokknar sjálfkrafa.
ÞÆGINDI OG ORYGGI ERU AÐALATRIÐI
Hurðin hefur öryggisloka þ.e. hún hörfar til
baka ef einhver fyrirstaða er í veginum.
Það þekkir enginn lykilnúmerið nema þú
og þínir nánustu. Þú getur valið úr 1024
rafsegulbylgjum á senditækinu þínu og
getur breytt merkjasendingunni þegar þér
sýnist. Það ætti því ekki að vera auðvelt
fyrir óviðkomandi að komast inn í húsið
þitt með öðru senditæki.
Opnarinn er samþykktur af Rafmagnseftir-
liti Ríkisins og Radíóeftirliti Landsímans.
Stanley bílskúrshurðaropnarar
fást í öllum helstu byggingarvöruverslunum.
OPNAR HURÐINA
KVEIKIR LJÓSIÐ
LOKAR HURÐINNI
LÆSIR HURÐINNI
■ ' <- 1 ''lili | L y )
ALLAR STANLEY VORUR
ERU VIÐURKENNDAR FYRIR GÆÐI
STANLEY