Morgunblaðið - 04.03.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 04.03.1988, Síða 16
*16 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MARZ 1988 MYNDBÖND Á MARKAÐNUM ■ Futureworld. Leikstjóri Richard T Heffron. Blade Runner. Leikstjóri Ridley Scott. VISIIMDASKÁLDSÖGUMYIMDiR I 2001: A Space Odyssey. Leikstjóri Stanley Kubrick. CHARLY ★ ★ ★ Leikstjóri Ralph Nelson. Cliff Ro- bertson (fékk Óskarsverðlaunin fyrir hlutverkið 1968) leikur listavel vangefinn mann sem vísindin breyta í snilling — en aðeins um stundarsakir. Túlkun Robertson á vonargleðinni, sem síðan brestur, er minnisstæð. Langbesta mynd Nelsons. Cliff Robertson, Claire Bloom, Lilia Scala. 1968. 103 mín. THETERMINATOR ★ ★ ★ Leikstjóri James Cameron. Óhemju kraftmikil framtíðarsýn af Los Angeles næstu aldar. Vél- mennið og vígahrappurinn Schwarzenegger er fluttur í gegn- um tíma til að koma fyrir kattarnef lífveru sem annars verður honum skeinuhætt. Cameron lejkstýrir af ógnarkrafti og Schwarzénegger fyllir eftirminnilega uppí hrikalega ímynd hálftröllsins. Vígaleg en einkar spennandi afþreying. 1984. 108 mín. SPACEHUNTER: ADVENTURESINTHE FORBIDDEN ZONE V2 Leikstjóri Lamont Johnson. Hefur að líkindum átt að verða gáskafull- ur útúrsnúningur vinsælla vísinda- fantasía einsog Star Trek- og Star Wars- myndanna, en er þess í stað með ólíkindum klén. Enda leikstýrt af kunnum sjónvarpsmyndaleik- stjóra sem hefur margsýnt að hef- ur ekki getu til að glíma við stóra tjaldið, sama máli gegnir um aðal- leikarann. Peter Strauss, Molly Ringwald, Ernie Hudson, Michael Ironside. 1983. 95 mín CLOSEENCOUNTERS OF THETHIRD KIND ★ ★ ★ 1/2 Leikstjóri Steven Spielberg. Hér getur galdramaðurinn í Hollywood í eyðurnar sem haldið hafa vöku fyrir ófáum mannverunum á þess- ari plánetu í gegnum aldirnar; hvað gerist ef við fáum gestakomu utan úr geimnum? Svörin eru glúrin, sveipuð heillandi ævintýrablæ en þó einlæg. Ein besta mynd þessa völundar sem seint virðist ætla að fá að njóta sannmælis innan Bandarísku kvikmyndaakademí- unnar. Richard Dreyfuss, Francois Truffaut, Teri Garr, Melinda Dillon. 1977. 135 mín. PROJECT X ★ ★ 1/2 Leikstjóri Jonathan Kaplan. Falleg og hugljúf, ekki vantar það, en ófullnægjandi og endaslepp mynd um ungan hermann sem lækkaður er í tign og fenginn starfi við þjálf- un simpansa í leynilegu verkefni á vegum flughersins. Þegar í Ijós kemur að apanna bíður aðeins dauðinn leggur piltur á ráð þeim til bjargar. Soldið vemmilegt allt- saman, og apinn Virgil fer með leiklistarverðlaunin. Matthew Broderic, Helen Hunt, Bill Sadler. 1987. 108 mín. THE LAST STARFIGHTER ★ ★ Leikstjóri Nick Castle. Geimverur finna einfalt ráð til að hafa uppá afburðaskyttu úr röðum jarðarbúa, planta niður leiktækinu „stjörnu- stríðsmaðurinn", sækja síðan efni- legasta keppandann til Jarðar og varpa honum útí alvöruna! Ekki háreist en einföld og saklaus gam- anmynd, byggð á ágætri hugmynd. Preston heitinn í góðu, gamal- kunnu formi í sinni síðustu mynd. Lance Guest, Robert Preston, Dan O’Herlihy. 1984. 96 mín. HOWARD THE DUCK ★ Leikstjóri Williard Huyck. Stór- furðuleg mistök Huyck og hand- ritshöfundsins Katz, en þau hjónin hafa unnið í sameiningu að af- bragðsmyndum einsog Indiana Jones and the Temple of Doom, Close Encounters, o.fl. Að auki er þessi fáránlegi samsetningur (fyrir hvaða aldurshóp?) um geimönd, af öllum skepnuml, fjármagnaður af Amblin fyrirtæki Spielbergs. Ekkert dugar til, þetta er risavax- inn vanskapnaður. STARMAN ★ ★ ★ Leikstjóri John Carpenter. Fyndin, spennandi og óvenjuleg mynd úr smiðju hryllingsmyndaleikstjórans Carpenters. Bridges leikur geimbúa sem verður strandaglóp- ur á Hótel Jörð, og verður ást- fanginn af Karen Allen í ofanálag! Stjörnurnar Ijá myndinni mikinn sjarma og útkoman er einkar geðs- leg afþreying. 1984. 115 mín. BRAINSTORM ★ ★ 1/2 Leikstjóri Douglas Trumbull. Hefði sjálfsagt getað orðið ein af kunn- ari v.s.-myndum ef ólánið hefði ekki elt kvikmyndagerðina frá upp- hafi. Trumbull (m.a. brellumeistari 2001) á eina frábæra slíka mynd að baki, en hann fór oft yfir fjárveit- ingarnar, en aðaláfallið var sviplegt dauðsfall Woods, sem tafði lok- afrágang myndarinnar á annað ár og krafðist talsverðrar endurritun- ar handrits og endurtaka svo hægt væri að notast við þær tökur sem tilbúnar voru er leikkonan drukkn- aði. Hér bólar engu að síður á óvenju forvitnilegri mynd á bak við björgunaraðgerðirnar. Christop- her Walken, Natalie Wood, Cliff Robertson, Louise Fletcher. 1983. 102 mín. MAROONED ★ ★ 1/2 Leikstjóri John Sturges. Ein fyrsta kvikmyndin sem fjallar um strand Eraserhead. Leikstjóri David Lynch. Jubilee. Leikstjóri Derek Jarman. Phantom of the Opera. Leikstjóri Rupert Julian. út í himingeimnum. Bandarískt geimfar nær ekki til Jarðar án hjálp- ar. Útþynnt með alltof löngum inn- skotum um heimilislíf geimfaranna og langdregnum, vísindalegum út- skýringum. Brellurnar það besta. Gregory Peck, Richard Crenna, Gene Hackman, James Francis- cus, David Jansen, Lee Grant. 1969. 130 mín. Britannia Hospital. Leikstjóri Lindsay Anderson. Repulsion. Leikstjóri Roman Pol- anski. THEMANWHO FELLTO EARTH ★ ★ 1/2 Leikstjóri Nicolas Roeg. Allar myndir Roegs eru forvitnilegar bg þessi er engin undantekning. Bowie fer vel með hlutverk geim- veru sem kemur til Jarðar í leit að vatni. Smávegis rómantík, smá- vegis drama. Lítil og Ijúf. David Bowie, Candy Clark, Rip Torn, Buck Henry. 1976. 140 mín. THE HIGHLANDER ★ ★ 1/2 Leikstjóri Russell Mulcahy. Það eru bæði góðar og fagrar brellur og einstök smekkvísi í meðhöndl- un og kunnátta á leyndardómum kvikmyndavélinnar, sem lyfta Highlander yfir meðalmennskuna, en Mulcahy er frægur auglýsinga- myndaleikstjóri. Sagan er frumleg; tvær ættir heyja hefndarstríð í gegnum tíma og rúm. Connery er góður að vanda og hinn franski Lambert fellur vel í hlutverk sitt. 1986. 108 mín. 1984 ★ ★ ★ Leikstjóri Michael Radford. Óhugnanleg framtíð undir hauk- fránu augliti Stóra bróður kemst til skila í góðri persónusköpun og leik Hurts og Burtons og grimmum og köldum leiktjöldum. Fráhrind- andi og slítandi en engu að síður með athyglisverðustu v.s-myndum áratugs Orwells. John Hurt, Ric- hard Burton, Suzanne Hamilton, Cyril Cusac. 1984. 112 mín. TIME BANDITS ★ ★ ★ Leikstjóri Terry Gilliam. Meinfynd- in, Monty Pythonsk skopmynd um drengsnáða sem leggur upp í heimsreisu í gegnum tíðina ásamt sex dvergum! Ýmsar óvæntar per- sónur koma við sögu, svo sem Hrói höttur, Agamemnon og Napóleon. Absúrd og indæl. Sean Connery, Shelley Duvall, John Cle- ese, Katharine Helmond, lan Holm, David Warner. 1981. 116 mín. OUTLAND ★ ★ ★ Leikstjóri Peter Hyams. Geim- vestri, nánar tiltekið endurgerð High Noon, sem að þessu sinni gerist á námusvæði á einu tungla Júpíters. Forvitnileg, spennandi og framandleg og Connery í essinu sínu að venju, í hlutverki lögreglu- stjórans. Sean Connery, Frances Sternhagen, Peter Boyle. 1981. 109 mín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.