Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 16
- 16 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988
Vibeke Koch, þjóðháttafræðingnr, starfsmaður Skógminjasafnsins í Hörsholm i Danmörku. Að baki
hennar má sjá ýms áhöld og verkfæri sem notuð eru við vinnu i skógi.
Verkfæri og búnaður, er yfirskriftin á þessum bás. Þar má sjá 100
ára gamla handknúna þvotta„vél“ frá Danmörku, þvottabretti o.fl.
Langspilið íslenska sem smiðað var sérstaklega fyrir sýninguna af hagleiksmanninum Halldóri Sigurðssyni.
Vibeke Koch, þjóðháttafræð-
ingur og starfsmaður danska
skógminjasafnsins í Hörsholm í
Danmörku, sem hingað kom á
dögunum til að fylgja úr hlaði
sýningunni „Hið græna gull
Norðurpins** í Norræna húsinu,
fjallaði um þetta efni í fyrirlestri
sem hún hélt I tengslum við sýn-
inguna.
Þar kom fram að hún er eindreg-
ið þeirrar skoðunar að hér á iandi
þyrfti sem fyrst að rísa að minnsta
kosti visir að slíku safni og færði
hún ýmis rök fyrir því. Saga skóga
á íslandi væri á sinn hátt sérstæð
og jafn mikíl þörf á því að þjóðin
þekkti þá sögu sína eins og aðra
þætti til að geta sem best gert sér
grein fyrir fortíð sinni. En tilgangur
slíkra safna væri ekki eingöngu að
safna á einn stað heimildum og
gömlum munum. Þau ættu að þjóna
sem upplýsingamiðstöðvar og þar
ætti að fara fram kennsla og lif-
andi starf.
Skógar og viður tengjast þjóðum
norðursins frá alda öðli. Askur og
Embla — fyrstu mannverur sam-
kvæmt fomum goðsögnum — voru
búin til úr viði — einstaka tré og
skógar tengjast sögunni á hinn
margvíslegasta hátt.
Saga skóga á íslandi sem heim-
ild er engu ómerkari saga en saga
skóga t.d. í Finnlandi þótt þar sé
ólíku saman að jafna — hún er
bara öðruvísi.
„En það er mikils um vert að
he§a undirbúning slíks safns sem
fyrst,“ sagði Vibeke Koch. „Þeir
lifa enn margir sem tóku þátt í
fyrstu átökunum til endurreisnar
skóga á íslandi, það eitt er út af
fyrir sig merkiíegt í alþjóðlegum
skilningi. Þeir hafa reynsluna —
vita hvaðan þekkingin kom og hvað
helst var til trafala. Sú vitneskja
mundi létta starfíð. Eftir 50—60
ár yrði allt erfíðara um vik og
margar heimildir famar í glatkist-
una.“
í slíkum tilvikum, sagði Vibeke,
væri ekki ráðlegt að bíða eftir ein-
hverjum meiriháttar fjárveitingum.
Aðalatriðið væri að fara hægt af
stað við undirbúning. Eðlilegt væri
líka að tengja skógminjasafn ann-
arri stofnun sem hefði á höndum
fræðslu í umhverfísmálum og vist-
fræði — t.d. litlu „arboreti". I Dan-
mörku væri skógminjasafnið í Hörs-
holm til dæmis tengt fræðslu um
dýralíf í skóginum enda heitir safn-
ið „Jagt- og skovbrugsmuseet".
Slík stofnun gæti haft aðdráttar-
afl fyrir ferðamenn á íslandi eins
og reyndin er líka í Danmörku.
Árlega heimsækja safnið þar um
30 þúsund manns, innlendir og er-
lendir. Þar af em um 10 þúsund
skólanemar á ýmsum aldri, allt frá
bömum á forskólaaldri og upp í
menntaskóla.
Verkefni safnsins er í stuttu
máli fólgið í því að halda sýningar,
veita upplýsingar og skemmta gest-
um. Það á nefnilega líka að vera
skemmtilegt að læra um þessa
hluti, um leið og skapaður er meiri
skilningur á nauðsyn varðveislu og
viðhaldi skóga.
„Saga skóganna á íslandi og
hvemig menn hafa bmgðist við hér
til að efla þá á ný, gæti komið öðr-
um þjóðum sem líka hafa glatað
sínum skógum, að góðu gagni og
þar á ég við vanþróaðar þjóðir á
suðlægari breiddargráðum," sagði
Vibeke.
„Ég hef líka orðið vör við að
þeir sem vinna að þessum málum
hér hafa jákvæða afstöðu til mál-
staðarins — hafa óbilandi trú á
endurreisn íslenskra skóga. Það er
nauðsynlegt til að árangur náist —
og þá afstöðu viljum við undirstrika
með þessari sýningu. í mínum huga
er nýr skógur, sem er að vaxa úr
grasi, eins og ljóð um upphaf lífsins.
A íslandi er góður jarðvegur fyrir
slík ljóð,“ sagði hún.
Vibeke var beðin að segja sögu
skóganna í Danmörku á síðustu
öldum í örstuttu máli. Reyndar
hafði hún kynnt hana að nokkm í
erindi sínu, en þar kom fram að
fyrir 200 ámm vom dönsku skóg-
amir að hverfa vegna ofnýtingar
og ofbeitar. Viðarþörfín þá var
gríðarleg þar eins og á íslandi. Við
þurfti til kolagerðar, til að gera
gler, til að vinna jám, til eldiviðar
og til að byggja hallir. Þess utan
gekk búfénaður laus um allar jarð-
ir og eyddi nýgræðingi. Þá var svo
komið að aðeins 4% af flatarmáli
Danmerkur var skógi vaxið. Með
endurreisnarstefnunni sem gekk
yfír Evrópu á 15., 16. og 17. öld
jókst til muna áhugi manna á nátt-
úmnni og lögmálum hennar. Braut-
ryðjandi nýrra tíma að þessu leyti
í Danmörku er oftast talinn Ole
Worm (d. 1668). Hann var læknir
en eins og lærðir menn þess tíma
aflaði hann sér menntunar á mörg-
um sviðum — varð alhliða vísinda-
maður eins og þá tíðkaðist. Þá var
búið að smíða fyrstu úrin og kíkjar
og smásjá komust í gagnið. Þessi
tæki urðu til að auka svið skilning-
arvitanna og gera manninn færari
um að afla sér aukinnar þekkingar
á sviði náttúmvísinda. Menn fóm
að kynna sér lögmál náttúmnnar
út frá eigin athugunum en létu sér
ekki nægja að endurtaka og tileinka
sér það sem haldið hafði verið fram
í fymdinni. Worm stóð þar framar-
lega í flokki í Danmörku og átti
mikið undir sér. Þess má geta að
Sýnishorn af einum sýningarbásanna í Norræna húsinu þar sem sjá má nytjamuni
gerða úr tré. Skórnir til vinstri á myndinni eru norskir að uppruna, gerðir úr berki
eða næfrum, sömuleiðis taskan. Til hægri: mjólkur- og ostabyttur, islenskur askur
o.fl. Flíkin sem haugir á herðatrénu er ofin úr gervi-silki, sem unnið er úr trjákvoðu.
Hús og húsbúnaður frá fyrri og síðari tíma. í baksýn algeng gerð girðinga í Dan-
mörku frá fyrri öldum.