Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 IC HCIMI rVirMyNCANNA Um nýju Polanski- myndina með Harrison Ford Clare Higgins ( hlutverki hjákonunnar meö heldur óhuggulegan gest að baki sér. Vítiskvalir Clive Barkers Nýjasta myndin hans Romans Polanskis var frumsýnd vestur í Bandaríkjunum fyrir skemmstu en hún heitir „Frantic" og er með Er fólk búið að fá leið á Burt Reynolds? Hvað varð um Burt Reynolds? I'iirt m von nð spurt só. Burt Biiynolds iii viiliiliiust oirihvnr vin- Miiiliisli kvikinyiiiliiluikari sogunn «u. og iii |m iiAiillngii átt virt hversu mikluiii iiiiiiiiiguin mynriir hans skiluóu I n sti ilýrrt stóA ukki Irrngí. I l.ui(i sltiiirlur é lirriamótum um |)iissnr miinriir, nýorrtinri fimmtug- ui Það var oft erfltt að skilja hvers vegna Burt naut slíkra vinsælda. Það má segja með nokkru sanni að hann hafi leikiö í aöeins einni góðri mynd á öllum sínum ferli; það er „Deliverance", sem var meira að segja gerð áður en hann varð verulega frægur. Það tók hann tuttugu ára aö vekja athygli aö sér. Frá 1958 til 1970 lék hann í fjölmörgum sjónvarpsmyndum og bíómyndum einnig, en flestar þeirra eru gleymdar. Hann vakti mikla athygli fyrir leik sinn i fyrr- nefndri „Deliverance" (Leikið við dauðann) og fékk meira að segja Óskarsútnefningu, í fyrsta og eina sinn. Hann sló fyrst í gegn árið 1974, með myndinni „The Mean Machine", sem fjallaði vitanlega um rúbbí (æskudraumur leikarans að vera rúbbíleikari). Og þá fór skriðan af stað. Hann lék í einni til þremur mynd- um á ári (Lucky Lady, Hooper o.fl) og náðu vinsældir hans hámarki með myndunum um brjálæðinginn Smokey. En allt voru þetta endem- is dellumyndir: Enginn söguþráður, engar persónur, aðeins hressir strákar að klessukeyra bflana sína á sem skemmstum tima til að ganga í augun á léttlyndum stelp- um. Engu að síöur þráði Burt alltaf hið ómögulega: að gagnrýnendur og áhorfendur tækju hann alvar- lega sem leikara (hann reyndi einu sinni að leika alvarlega persónu, í „Starting Over", en tókst ekki vel). Var nema von hann vekti kátínu. Burt sagði síöar að í „Starting Över“ hefði hann sýnt sína eigin persónu; feiminn, rólyndan mann sem hefur sjúklega þörf fyrir ást og umhyggju kvenna, án þess þó að giftast; Burt er frægasti pipar- sveinninn i Ameríku. Hann vill halda vináttu allra ástkvenna sinna og vill ekki varpa skugga á þá vin- áttu meö hjónabandi. Annað at- riði, sem hann vakti athygli á i myndinni „Paternity", var barnleysi hans. Burt á enga ósk heitari en að eignast barn en það hefur hon- um ekki tekist þrátt fyrir fjörugar tilraunir í bráðum fjörutíu ár. Það sem dró fólk á allar Burt Reynolds-myndirnar hér áður fyrr virkar ekki lengur. Það sést átakan- lega í síðustu myndunum hans, Heat, Malone og nú Löggu til leigu. gamli sjarmurinn er horfinn og eft- ir situr fimmtugur strákúr sem kann ekki að velja sér bitastæð hlutverk og hefur engan listrænan metnað. Harrison Ford í aðalhlutverkinu. Ef eitthvað er að marka viðtökurn- ar vestra hefur Polanski, í stuttu máli, slegið I gegn. Janet Maslin, kvikmyndagagn- rýnandi The New York Times, skrifar: Polanski hefur eftir langt tímabil aðgerðaleysis (þótt hann hafi leikið á sviði í Evrópu hefur eina myndin hans síðan hann gerði „Tess‘‘ verið hin hrapallega „Pirates") . . . heppnast að taka upp aftur hinn skarpa, einarða þráð síns fyrri ferils. Meistari Hitchcock hefði sjálf- sagt kunnaö að meta það ferli í „Frantic" sem dregur dr. Richard Walker (Harrison Ford), banda- rískan skurðlækni sem halda á ræðu á læknaráðstefnu í París og ætlar að nota ferðina til að njóta nk. seinni brúðkaupsferðar, inní leyndardómsfullan vef glæpa og eiturlyfja. Það er kannski engin tilviljun að vandræði Walkers hefj- ast í sturtuklefa. Upphafsatriðið sýnir lækninn og konu hans Sondru (Betty Buc- kley) koma til Parísar, taka leigubíl, skrá sig inná hótel og búa sig undir að losna við flugþreyt- una. Læknirinn er í sturtu þegar síminn hringir; hann sér Sondru svara honum, horfir á hana tala stuttaralega og heyrir ekki alveg hvað hún er að segja vegna háv- aðans í sturtunni. Hann skilur heldur ekki skilaboðin sem hún reynir að koma til hans með vara- hreyfingum. Hann er enn að lauga Já, enn ein Víetnam-myndin. Ef svo ólíklega vildi til að þú haf- ir verið að reyna að ná sambandi við Brian De Palma, leikstjóra Hinna vammlausu, og Art Linson, fram- leiðanda sömu myndar, í síðustu viku hefðir þú átt aö reyna spyrjast fyrir um þá í París. Þar hafa þeir dvalið að undan- förnu en munu líklega vera komnir aftur til New Vork um þetta leyti. Svo fara þeir til Kalíforníu. Og í næstu viku gætir þú reynt að spyrja um þá í Thailandi. Þeir fólagarnir hafa verið að ráða Víetnama til að fara með hlutverk í nýjustu myndinni sinni, sem á að heita „Casualties of War“ en með aðalhlutverkin í henni fara Michael J. Fox og Sean Penn. Handritið gerir David Rabe eftir samnefndri bók Daniel Langs, sem fyrst kom fyrir almenningssjónir í greinaformi í The New Yorker. Hún byggir á sannri sögu í lífi fimm bandarískra hermanna, sem í nokk- urra daga könnunarleiðangri, nauð- guðu og myrtu víetnamiskri stúlku, sem var í fylgd með þeim. Seinna sagði einn hermannanna sig og veitir því ekki neina sér- staka athygli þegar Sondra tekur rauðan kjól úr einni ferðatöskunni og hverfur á brott. Um það leyti sem hann fer að velta því fyrir sér hver hafi hringt og hvers vegna, er það um seinan. Sondra hefur horfið sporlaust. Hitchcock gæti líka hafa kum- rað ánægjulega yfir möguleikun- um sem svona mannshvarf býður uppá og örvæntingarfullri leit mannsins að konunni sinni (hann gerði það sama í Maðurinn sem vissi of mikið). Polanski, segir Masiin, notfærir vel möguieikana sem sagan (hann skrifaði handri- tið ásamt Gerard Brach sam- starfsmanni sínum um langt skeið) býður uppá. Hann virðist áhugasamastur um að lýsa stig- magnandi ótta og örvæntingu eig- inmannsins. Læknirinn flækist inní glæpa- mál eiturlyfjasala og alþjóðlegra hryðjuverkamanna, kynnist náið næturlífinu í París og langleggj- aðri dömu í svörtum mótorhjóla- búningi úr leðri. Hann talar ekki frönsku sem flækir málið enn frek- ar; þegar hann spyr blómasala hvort hann hafi séð til Sondru í nágrenninu heldur maðurinn að hann sé að reyna að senda konu sinni blóm. En sumsé, athyglisverð saka- málamynd frá Polanski sem ætti að kæta aðdáendahópinn. Bíó- höllin hefur tryggt sér sýningar- rétt á henni. — sá sem Michael J. Fox leikur í myndinni — til félaga sinna sem látnir voru mæta fyrir herrétt. „I myndinni er Fox,“ segir Art Linson, „að reyna að halda í eitt- hvað af sínum siðferðislegu heilind- um. Andstæðingur hans er liðþjálfi, leikinn af Sean Penn, sem er ein- faldlega persóna er hefur staðið í eldlínunni í Víetnam of lengi; per- sóna sem hefur misst dómgreind sína og hefur á vissan máta dáið í stríðinu." Um tilurð myndarinnar segir Lin- son; „Þegar við Brian vorum að vinna við Hina vammlausu samdi okkur svo vel að hann lagði til að við gerðum aðra mynd saman." Og De Palma dró athygli Linson að bók Lang. „Við Brian vorum báðir hik- andi í fyrstu við að gera Víetnam- mynd. Það hefur eftir allt verið gert áður." En Linson bætti því við að handrit Rabe ásamt hugmyndum De Palma um myndrænar útfærslur sögunnar hefðu sannfært hann um að framleiöa „Casualties of War". „Ég held að þessi mynd hafi svol- ítið að segja sem engin hinna hefur sagt," segir Linson. Þegar hryllingssögumeistarinn Stephen King tekur sér frí frá færibandavinnunni til að vekja athygli á breskum kollega sínum, leggja menn við hlustir. Kolleginn er Clive Barker og um hann segir King; „Það sem Barkergerir lætur líta svo út sem við hinir höfum sofiö síðustu tíu árin . . . Ég hef séð inní framtíð hrolivekjunnar og hún heitir Clive Barker. Stór orð hjá Stefáni en um hvern er hann að tala? Barker er rithöfundur, leikritaskáld, höfund- ur kvikmyndahandrita og nú siðast höfundur og leikstjóri hroll- vekjunnar „Hellraiser", sem sýnd verður í Regnboganum á næst- unni, og byggir lauslega á einni af smásögum hans. „Ég hef skrif- að tvö kvikmyndahandrit áður og er ekki sérlega ánægður með hvað úr þeim varð. Ég held að um sjö línur hafi orðið eftir af því fyrra," segir hann.„Ég vildi gera bíómynd sem felur i sér eitthvaö af frumleikanum sem ég vona að finna megi í skrifum mínum. Hroll- vekjur siðustu ára hafa hneigst í þá átt að draga úr hryllingnum. Ég vona að núna verðum við óvægnari. „Hellraiser" er hroll- vekja gerð af íhygli, full af púkum, draugahúsum, mönnum sem rísa frá dauöum. Hún er ástarsaga sem nær út fyrir gröf og dauða." Og ófram heldur „framtið hroll- vekjunnar": „„Hellraiser" er um þrá. Hún er um fólk sem þráir eitthvaö sem það getur ekki feng- ið og afleiöingarnar sem það hef- Myndin var fyrst undirbúin i sam- vinnu við Paramount en seinna tók Columbia Pictures við framleiðsl- unni og hún varð sú fyrsta sem Dawn Steel ákvaö að hrinda í fram- kvæmd eftir að hún tók við for- stjórastöðunni af David Puttnam. En það er fleira á dagskrá hjá Linson. Hann framleiðir einnig „Scrooge" með Bill Murray í aðal- hlutverki og annað forvitnilegt verk- efni er í undirbúningi, nefnilega „We’re No Angels", saga um strokufanga á flótta. Handrit gerir David Mamet (Hinir vammlausu) en ur þegar fólk lætur ekki segjast. Hún er um Frank sem gerir samn- ing við Djöfulinn — eða öfl sem við kunnum engin skil á — og týn- ir lífinu. Hjákona hans, sem vill svo til að er eiginkona bróður hans, ákveður að endurlífga hann með því að myrða menn svo lífsafl þeirra færist í hann. Hún gerir það af ást." Orsök þessa alls er dularfullt ferkantað box sem veitt getur hina fullkomnu sælu þegar það er opnað en leysir í rauninni úr læðingi púka úr helvíti og færir fórnarlambi sínu óendanlegar þjáningar. Púkarnir kallast senób- ítar og þeir bjóða fuilkomna sælu á kostnað ótrúlegra þjáninga og pínu. Þegar þeir hafa einu sinni verið til kallaðir vilja þeir ekki hverfa aftur án þess að hafa eitt- hvað fyrir ómakiö. Þeir krefjast bæði líkama og sálar allra þeirra sem gengið hafa þeim á hönd. Frank er einn af þeim sem kanna vill leyndardóma boxins og verður fórnarlamb púkanna en þegar þeir komast að því að hann er að sleppa úr höndum þeirra með hjálp hjákonunnar verður reiði þeirri ofsaleg. Þess má geta að framhalds- myndin, „Hellraiser II: Hellbo- und", er þegar komin í fram- leiðslu. „Ég minnist þess ekki að hafa nokkurntíma verið áhugalaus um hrollvekjur í einu eða öðru formi," segir Barker. „Það voru alltaf hryllilegustu hlutar æfintýranna með aðalhlutverkið fer Robert De Niro. Þess má geta að Humphrey Bogart lék árið 1955 í mynd sem hét þessu nafni en þar með lýkur öllum samanburði. Aðspurður um vinnuaðferð sína segir Linson stutt og laggott: „Hún er mjög einföld. Ég byrja með hug- mynd sem öllum líkar og reyni að fá frábæra handritshöfunda til að vinna með hana. Það er ekki flókn- ara en svo." Hver segir svo að leikstjórinn sé höfundur myndarinnar sinnar? Hvar er hún?. Harrison Ford hefur ástæðu til að vera áhyggjufullur í hlutverki læknisins í nýjustu mynd Romans Polanskis, „Frantic“. Víetnam-mynd De Palma og Linson Brian De Palma (lengst til vinstri) með De Niro og Linson við tökur á Hinum vammlausu: Samstarf þeirra allra er í fullum gangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.