Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.03.1988, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1988 24 B mnmn /f Ást er ... að sjá um hreingeming- amar. TM Reg. U.S. Pat. Oft.—ajl rights reserved © 1986 Los Angeles Tlmes Syndlcate --------- wm I I Þá er þessari kennslustund í veggjakroti lokið! Með morgimkaffinu Heimurinn áður en New- ton fann upp þyngdarlög- málið .. . Hvaða rök voru fyrir að af- nema innflutningsbann? Kæri Velvakandi Svo langt gekk nú fram af mér, þegar ég las um að Jón Baldvin hefði afnumið innflutningsbann á frönskum kartöflum, að þrátt fyrir meðfætt afskiptaleysi gagnvart þjóðmálum verð ég að tjá mig um þetta. Kannski fleiri fái kjark til að láta í sér heyra. Alveg var þetta dæmigert fyrir bændaóvininn, Jón Baldvin, sem heldur stundum að hann sé kóngur og prestur í þessari ríkisstjórn, að gera slíkt án þess að spytja þá menn sem með þessi mál fara, það er að segja Landbúnaðarráðuneytið. Hvað með alla offramleiðsluna innanlands? Hvað með alla pening- ana sem fara í það að kaupa bænd- ur í aðrar búgreinar sem eru farnar á hausinn vegna offramleiðslu? Hvemig væri að hugsa aðeins út í mengaðan jarðveg sem þessar útlendu kartöflur eru ræktaðar í og neytandinn aldrei fræddur um. Hvað með allt eitrið sem er búið að sprauta yfír þessar kartöflur til að vernda þær fyrir skordýrum og sjúkdómum, sem og annað græn- meti sem er innflutt. Jón Baldvin er víst ekki að hafa fyrir því að hugsa um það. Ætli hann verði ekki búinn að leyfa innflutning á öðrum landbúnaðarafurðum áður en við verður litið? Því miður þá ætlar Jón og óþarf- lega margir aðrir Islendingar, þar á meðal ráðamenn, seinnt að sjá það að við fáum ekki ókeypis ómengaðar landbúnaðarvörur, grænmeti sem hægt er að rækta við tiltölulega lítinn áburð sökum fijós jarðvegs og þess að kalt veður- far spornar við skordýrum sem ekki er þá þörf að eitra fyrir. Ætli marg- ur útlendingurinn gæfi ekki vænar fjárupphæðir, nú á tímum heilsu- ræktar, til að standa í okkar spor- um? Það bjargar ekki öllu að borða blómafræfla, minn kæri Jón. Eitt að lokum. Er hægt að gera alla skapaða hluti í skjóli tollabreyt- inga. Er það einhver afsökun að ekkert samband er haft við Land- búnaðarráðuneytið, þegar svona ákvörðun er tekin, að það hafi ekki verið haft samband við Jón Baldvin þegar kjúklinga- og eggjafram- leiðslustjórnunin var sett í reglu- gerð? Ég held að landbúnaðarráð- herra og hans lið ættu að fara með þau mál sem varða bændur svona miklu. Magga S. Brynjólfsdóttir, bóndi Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVtSI /iÞESSI PREDIKARI HEFUR /ALOE/LIS TÖKUAA 'A HOMU/rt. " Nokkrir Svíar í Gautaborg létu ekki sitt eftir liggja á dögun- um að mótmæla hvalvonsku okkar íslendinga: þeir mættu með hvala- blæstri og þennan venjulega upp- blásna gúmmíhval fyrir utan bygginguna þar sem við illmennin frændur þeirra vorum með vöru- sýningu. Uppúr hádeginu voru þeir hinsvegar búnir að pakka saman og hættir að stríða í bráð: kannski hafa þeir orðið að þjóta heim til þess að missa ekki af myndunum af sér í sjónvarpinu. Víkveija finnst val þessa fólks á baráttumálum alltaf dálítið kyndugt, hjartansmálin sem þess- ir sjálfskipuðu öðlingar bera á brjóstinu býsna hæpin að ekki sé meira sagt. Tökum valmennin í Gautaborg til dæmis þó að úthald- ið virðist vera í rýrara lagi. Vopna- söluhneyksli hefur verið að angra Svíann upp á síðkastið, meintar mútugreiðslur, leynimakk við alls- kyns skuggalega náunga og ann- að svínarí. xxx Látum það vera. Staðreynd er það allt um það að Svíar hafa löngum haft af því dijúgar tekjur að smíða og selja vígvélar, vél- byssur og sprengjuvörpur og svo- leiðis ófögnuð sem kvað þar að auki vera einkar fagmannlega hannaður og þar af leiðandi eftir því „mikilvirkur". Víkveiji er með öðrum orðum að ýja að því að þjóð, sem drýgir tekjur sínar (sem eru þó ærnar fyrir) með því að framleiða tól til þess að drepa og limlesta mann- eskjur þurfi naumast alla leið norður í höf til þess að gera góð- verkin. Hinir vígreifu „hvalavinir" í Gautaborg sýnast eins og aðrir landar þeirra hafa af fjandans nógu að taka heimafyrir. Ekki að Svíarnir séu þeir einu sem hagn- ast á vopnasölu. Það er nú eitt- hvað annað, því miður. En Víkveija segir samt svo hugur að það sé guði alls ekkert þóknan- legra að þeir selji til dæmis Ind- veijum fallbyssur til manndrápa heldur en að við íslendingar selj- um Japönum hvalkjöt í soðið. xxx Sömuleiðis gerast viðbrögð Þjóðviljans við ófrægingar- herferðinni gegn okkur næsta ógeðfelld. Hann bregst aldrei glaðari við en þegar okkur er hallmælt erlendis, brugðið upp í máli og myndum sem röktum ill- virkjum. Þannig óhróður verður þessu „málgagni alþýðunnar" nær alltaf forsíðumatur. Það dugði heldur ekkert minna en forsíðan um daginn þegar einn af löndum okkar kvartaði sáran undan því að lögreglan hefði fylgst með honum um það leyti sem Paul Watson, sprengjumað- urinn borðalagði, gerði sér ferð hingað til okkar í því augnamiði að verða sér úti um billega auglýs- ingu og jafnvel billegra píslar- vætti. Þó veit Víkveiji ekki betur en að fyrrgreindur landi okkar sé margbúinn að státa af því að hann sé gallharður bandamaður þess- ara dáindismanna sem stunda þá iðju að sökkva íslenskum skipum. Svo einstakir friðsemdarmenn eigum við íslendingar semsagt að vera þrátt fyrir ódæðisverkin á sjónum að við sitjum eins og ferm- ingarbörn með hendur í skauti á meðan þeir Watson og kompaní strunsa hér um götumar. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.