Morgunblaðið - 19.03.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988
B 5
Morgunblaðið/Þorkell
ig sýningar sinnar í Galierí Nýhöfn.
dæmi um það hvað karlmenn ætla
að vera miklu lengur en við að ná
þeirri breytingu sem er að verða á
stöðu kynjanna.
Kannski hafði það eitthvað með
það að gera að ég var eina ein-
stæða móðirin þarna úti. Núna eru
þama margar konur við tónlist-
arnám og einhveijar í myndlist.
Sumar þeirra em einstæðar mæð-
ur.“
Mörgum virðist vaxa í augum
þessi orð „einstæð móðir.“ Var
þetta erfitt fyrir þig?
„Það hefur aldrei tafið mig, eða
háð mér, að vera ein með-dóttur
mína. Ég hef alltaf tekið hana með
mér og aldrei látið hana stöðva mig
í því sem ég ætlaði að taka mér
fyrir hendur. Tími minn miðaðist
þó við þann tíma sem hún var í
skólanum. Ég held það sé sama
sagan hjá konum sem em giftar
og þurfa að samræma móðurhlut-
verkið, eiginkonuhlutverkið, námið
og vinnuna. Og það em margar
konur jafn einar og einstæðar
mæður þótt þær séu giftar. Það er
auðvitað alltaf dýrara að gera það
sem mann langar þegar maður hef-
ur bam á framfæri sínu — hvort
sem maður er giftur eða ógiftur.
En það stöðvar mann ekki. Mér
finnst það léleg afsökun hjá konum
sem þykjast vilja gera eitthvað, að
böm séu fyrirstaða. Ég held að
böm hafi heldur ekkert verra af
því að fylgjast með mæðmm sínum
í námi og starfi en að vera vernduð
inni á lokuðum heimilum þar sem
allt fer fram samkvæmt áætlun.
Ég vil þó ekki meina að það sé
kostur að vera einn um að ala upp
barn. Það er oft erfitt að vera einn
um að setja reglumar. Samband
mitt við dóttur mína er meira eins
og vináttusamband en samband
foreldris og barns. Annars held ég
að bamauppeldi sé mikið að breyt-
ast í einmitt þá átt í kjölfar breyttr-
ar stöðu konunnar og breyttrar
stöðu fjölskyldunnar, þar sem báðir
foreldrar vinna úti.
Ég er núna nýflutt heim frá
Hollandi og ég tek strax eftir því
að bamauppeldi hér er svo ólíkt því
sem er í Hollandi. Bæði er að þar
er meiri agi og bömin þar em
vemdaðri en hér. Mömmurnar og
pabbamir koma að sækja þau í
skólann og em svo með þeim. Hér
em böm miklu sjálfstæðari. Mér
skilst að ég sé frekar ströng. Reynd-
ar veit ég ekki hvemig uppeldið á
eftir að ganga hér. En ég hef þó
alla fjölskyldu mína hér. Eg óskaði
þess stundum að hún væri úti til
að bakka mig upp þegar ég var- að
reyna að setja reglur."
En svo við snúum okkur að sýn-
ingunni, þá ætlar þú að sýna olíu-
málverk og þurrkrítarmyndir.
Varstu í málaradeild hér?
„Nei. Þegar ég fór í Myndlista-
skólann ætlaði ég í skúlptúrdeild.
En ég veiktist — fékk liðagigt. Þá
ákvað ég að fara í grafíkdeild til
að þjálfa teikninguna. Það reyndist
að vísu mjög erfítt líka og mikið
púf, en ég vildi ekki hætta.
I Amsterdam fór ég líka í grafík-
deild af því hún var eina frjálsa
deildin. En eftir hálft ár var ég
farin að mála. Ég tók líka þátt í
öllu sem boðið var upp á í sam-
bandi við kvikmyndun; 16 milli-
metra kvikmyndun og 8 milhmetra,
myndbandsgerð, hljóð og handrita-
gerð. Ég kláraði þá deild alveg.
Þetta vom tveir vetur sem ég stund-
aði allt sem boðið var upp á á þessu
sviði. Þetta var að vísu önnur deild
sem ég fór inn í; „visual communie-
ation,“ en ég málaði alltaf eitthvað
með. Krakkarnir sem vom með mér
í kvikmyndadeildinni höfðu mestan
áhuga á 16 millimetra kvikmyndun,
svo að myndbandstækin vom oftast
laus. Ég ákvað að best væri að
nýta sér það og fljótlega kom í Ijós
að myndbandsvinnan féll mjög vel
að þeim hugmyndum sem ég hafði.“
Hvaða hugmyndir voru það?
„Við skulum segja að ég hafi
verið að leita að nýjum miðli til að
mála með. Þetta er erfiðara með
kvikmyndir, því þú þarft að bíða
meðan fílman er í framköllun og
svo framvegis. Aftur á móti með
myndbandið, ertu með allt í höndun-
um_og þarft ekki að senda neitt frá
þér.
Ég lagði áherslu á að láta mál-
verkið og myndbandið haldast í
hendur í þróun minni í listsköpun.
Hugmyndir mínar í málverkinu og
við myndbandið héldu áfram á þró-.
ast samhliða, þannig að það var
sjáanlegur skyldleiki í verkum
mínum, hvort sem þau voru mynd-
band eða málverk. Frá því ég lauk
námi hef ég ekki haft aðgang að
né haft fé til myndbandsgerjlar. Þó
að ég hafi aðgang að uiiptökuvél
og tæki, þá er það svo lítið brot
af myndbandsvinftunni, því ég vinn
mikið út frá klippingu og stúdíó-
tíminn er svo dýr að ég hef ekki
getað sinnt þessu.
Því hef ég eiginlega ekki gert
neitt annað en að mála síðastliðin
tvö ár. Og þó. Ég tók þátt í „work-
shop“ í Amsterdam í haust. Þetta
var í stúdíói og við unnum með
myndband, tölvur og hljóð saman.
Nú er ég í óðaönn að læra tölvu-
mál. A meðan ég reyni að safna
peningum nota ég tímann til að
afla mér aukinnar þekkingar."
Eru verkin á sýningu þinni í
Nýhöfn þá máluð á síðastliðnum
tveimur árum?
„Nei. Ég lauk námi árið 1986
og var með sýningu í Gallerí Borg
i fyrra. Verkin sem ég sýni núna
eru öll unnin eftir þá sýningu. Á
þeirri sýningu voru verk mín meira-
„expressjónísk," en núna má segja
að þau séu „fígúratív abstraksjón."
Enn eru þó leifar af „expressjón-
isma" hjá mér, en það er að breyt-
ast. Þetta er þróun sem gerist hjá
manni.
Hjá mér er þetta spurning um
að þróast áfram og verkin mín segja
mikið um hvað ég hef verið að gera
síðustu árin. Líf mitt hefur alítaf
fléttast inn í verkin og þá sérstak-
lega vangaveltur mínar um stöðu
konunnar, þangað til núna. Upp á
síðkastið ber þó minna á því í
mínum verkum.
I myndbandi hef ég verið að
vinna við að leysa upp raunveruleik-
ann — yfír í „abstraksjón,“ þar sem
formið leysist upp í einstaka fleti
og liti. En í málverkinu er ég að
mála abstrakt, en inn í abstraktið
er ég að reyna að koma tjáningu á
raunveruleikanum, til dæmis með
svipbrigðum á andlitum. Ég er allt-
af að tjá sálarástand persónanna í
verkum mínum og til að undirstrika
sálarástand, sem getur verið ^ti,
reiði eða undrun, þá vinn eg
abstrakt og tel mig á þann hátt
geta komið þessu betur til skila en
ef ég málaði raunveruleikann, því
þá dettur maður í það að horfa á
raunveruleikann, fremur en tján-
inguna í aðskildu formi.
Við getum tekið eitt verk sem
dæmi: Það sýnir breytta stöðu kynj-
anna í þjóðfélaginu, þar sem konan
er komin í ábyrgðarstöðu og gert
er ráð fýrir henni sem starfskrafti.
Hún er sjálf ráðvillt og það er ,ein-
mitt sú tilfínning sem ég er að
túlka. Hún gnæfir alveg yfír karl-
manninn í verkinu. Hann er reiður
og rauði liturinn undirstrikar reið-
ina. Ástæðan fyrir mismunandi
staðsetningu þeirra í verkinu er til
að undirstrika þessa breyttu stöðu,
þar sem konan hefur vaxið mjög
við breytt hlutskipti, en karlinn sit-
ur eftir og reynir að halda í það
sem var. En hvorugt er hamingju-
samt. Hún er ráðvillt og ekkert of
örugg með sig. Hann er reiður —
og ef til vill afbrýðisamur. Jafnvægi
er enn ekki komið á.“
Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir
fjall, mikill himinn og sterk birta“
Danmörku verður Sigurlaugu tilefni
til vangaveltna um ólíkar hugmynd-
ir listamannanna um viðfangsefnið.
„Upplifun þeirra sem búa á eyjum
er allt önnur en hinna sem búa
áfastir við meginlandið. Fastalands-
búamir velta fýrir sér hafinu um-
hverfís og víðáttunni, en fyrir mér
er eyja ekki síður stórt fjall, mikill
himinn og sterk birta.“
„Reyndar erum við Silla þær einu
sem eru frá eyju. Hinar átta eru
allar frá Skandinavíu," segir Anna
Þóra. „Hérna er verk fínnsku lista-
konunnar Önnu-Liisu Troberg. Hún
hefur kosið að lýsa vetrinum á eyju
í verki sínu. Til þess notar hún'
óunninn bleiktan hör sem hún
steypir saman og nær fram sterkri
tilfinningu fyrir kulda og visnun
gróðursins."
„Marit Ann Hope frá Noregi beit-
ir gjörólíkri leið. Hún vefur litlar
eyjar sem eru síðan negldar beint
á vegginn. Uppstillingin er því mik-
ilvægur hluti listaverksins," segir
Sigurlaug. „Sidsel C. Karlsen frá
Norræna textílsýningin
á Kjarvalsstöðum
Nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum norræn textílsýning
10 listamanna og taka tvær íslenskar listakonur þátt i sýn-
ingunni. Það eru þær Anna Þóra Karlsdóttir og Sigurlaug
Jóhannesdóttir(Silla). Sýningin ber yfirskriftina Saarilla, A
eyjunum, og eru eyjar og umhverfi þeirra sameiginlegt
viðfangsefni allra listamannanna. Innbyrðis eru þó verkin
mjög ólík, bæði hvað varðar vinnuaðferðir og stílbrögð,
og gefur sýningin áhorfendum mjög skemmtilega hugmynd
um hvernig sama viðfangsefnið getur orðið kveikjan að
mismunandi úrlausnum hjá tilteknum hópi listamanna. Við
fengum þær Onnu Þóru og Sigurlaugu til þess að ganga
með okkur um sýninguna og gera svolitla grein fyrir verk-
um listamannanna og vinnuaðferðum þeirra.
Noregi sýnir hefðbundin myndvefn-
að og er reyndar sú eina sem er
með fólk í mynd hjá sér,“ bætir
Anna Þóra við.
Þá erum við komin að þeirra eig-
in verkum og gefum Önnu þóru
orðið. „Ég sýni hér tvö verk. Ég
nota ull sem ég þæfí og lita á mis-
munandi hátt. Einfaldleikinn ræður
ríkjum í öðru verkinu. Þar er græn
eyja umlukin bláu hafí. Það má
kalla þetta einfalt og táknrænt.
Hitt verkið er einnig unnið úr
þæfðri og litaðri ull. Þar leitast ég
við sýna massa eyjarinnar með
mörgum lögum af bláu og grænu.
Yfir þessu hangir hálfgagnsæ blá
og hvít þæfð ull og myndar himin-
inn. Þegar birtan skín í gegnum
þetta verður þetta ljóslifandi himinn
fyrir mér. Eg vona að áhorfendur
sjái eitthvað svipað.“
Verk Sigurlaugar skera sig dálí-
tið úr hinum. Við spyijum hvort
hún sé komin út á ystu mörk þess
sem kalla megi textíl. Er hún
kannski komin út í skúlptúr með
þessum verkum?
„Já, það getur vel verið. Ég er
búin að vinna nieð hrosshár í mörg
ár. Emnig plastefni eins og plexi-
gler. I annað verkið mitt á þessari
sýningu nota ég danskt granít og
hrosshár. Danskt gijót er annars
alltof hart til að gott sé að vinna
með það. I hitt verkið nota ég
íslenskt grágrýti og hrosshár. Þetta
verk, Stiklur, er einhvers konar
vangaveltur um að við erum sífellt
að koma og fara. Eins og sjávarföll-
in. Já, kannski er ég komin út á
ystu mörk í textíl. Það skiptir ekki
máli, svona vil ég vinna,“ segir Sig-<
urlaug.
Norræna textílsýningin Saarilla
á Kjarvalsstöðum er opin til 28.
mars. Við þökkum þeim Önnu Þóru
og Sigurlaugu spjallið og leiðsögn-
ina um forvitnilega og fjölbreytta
sýningu.
H. Sig.