Morgunblaðið - 19.03.1988, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1988
B -7
Lokaatriði úr Leðurblökunni eftir Johann Strauss.
og vanda af músíkhliðinni meðan
hans naut við, en eftir hans dag
var hlutur dr. Róberts A. Ottósson-
ar drýgstur; þar komu og ýmsir
góðir erlendir tónlistarmenn við
sögu.
Þessar fyrstu íslensku óperu-
sýningar vöktu mikla athygli og
hlutu yfirleitt góða aðsókn, en
þegar kom fram á sjöunda áratug-
inn, var nýjabrumið farið af og
dofnað hafði áhuginn, þrátt fyrir
nokkrar góðar sýningar eins og
Rakarann í Sevilla (1958-’59) og
Madame Butterfly (1965). Áhug-
inn vaknaði ekki að ráði aftur fyrr
en á áttunda áratugnum, þegar
komu fram nokkrar sýningar, sem
hlutu metaðsókn eins og Carmen
og Leðurblakan (þar sem Guðrún
Á. Símonar var hyllt í hlutverki
gests í veislu Orlofskys) og svo
þegar fóru að koma fram íslensku
verkin Þrymskviða Jóns Ásgeirs-
sonar (Guðrún í hlutverki Freyju)
og Silkitromma Atla Heimis
Sveinssonar. Og svo með tilkomu
íslensku óperunnar.
En þennan fyrsta áratug
íslenskrar óperu, þar sem Guðrún
var í forystusveit (mér er ókunn-
ugt um, hvers vegna kraftar henn-
ar voru ekki nýttir meira fyrst
eftir að hún kom heim úr Ameríku-
dvölinni) — Þennan tíma, þegar
akurinn var plægður, verður að
virða sem.tíma merkilegs menn-
ingarlegs framtaks. Á þessu tíu
ára skeiði flutti Þjóðleikhúsið ekki
færri en 13 óperur og óperettur,
sem er svipaður fjöldi og Íslenska
óperan hefur flutt á sínum fyrstu
tíu árum, en þess ber að gæta,
að jafnframt flutti Þjóðleikhúsið á
annað hundrað verk af öðru tagi,
mest leikrit, sem og er lögum sam-
kvæmt aðalhlutverk þess að sýna.
Með tilkomu íslensku óperunn-
ar hefur þó opnast grundvöllur
fyrir breiðara óperustarf, áhugi
hefur tvímælalaust aukist, og
möguleikar á meiri fjölbreytni í
verkefnavali eru fyrir hendi, jafn-
vel, að heilbrigð samkeppni gæti
örvað til hærri listræns stuðuls,
eftir að tvö hús eru um hituna líkt
og raunin varð, eftir að atvinnu-
leikhúsin urðu tvö í Reykjavík. En
að einu leyti hefur þó lítið breyst
frá frumbýlingsárunum í Þjóðleik-
húsinu. Með tveimur, eða kannski
nú upp á síðkastið þremur undan-
tekningum, hefur atvinnugrund-
völlur þorra íslenskra söngvara
lítið batnað og enn þurfa flestir
þeirra að sætta sig við að vera
kallaðir til leiks á tveggja ára
fresti, ef þá svo vel vill til. Kannski
var jarðvegurinn ekki tilbúinn,
þegar Guðrún og félagar hennar
numu hér land á óperusviðinu. En
í dag ætti hann að vera það. For-
dæmi íslenska dansflokksins hefur
kennt okkur að skilja muninn. ís-
lenskir söngvarar eiga auðvitað,
eins og aðrir sviðslistamenn, að
geta helgað sig sinni list óskiptir
og við mannsæmandi laun. Nýlega
skilaði nefnd tillögum um stofnun
óperuflokks á vegum ríkisins,
flokks, sem nýst getur báðum
húsum, Þjóðleikhúsi og Gamla bíói
og svo öðrum þeim aðiljum, sem
dug hafa til að koma upp óperu-
sýningum og annarri skyldri starf-
semi á sviði sönglistar. Er von-
andi, að slík skipan komist sem
fyrst á (með tilkomu Tónlistar-
hússins opnast svo enn einn vett-
vangur fyrir óperuflutning). Þann-
ig má leysa þessi mál mjög í anda
Guðrúnar og annarra óperufrum-
heija. Síðustu ár sín helgaði hún
einmitt því, að koma kunnáttu
sinni og listrænni innsýn áleiðis
hjá nemendum sínum og búa
þannig í haginn fyrir næstu kyn-
slóðir íslenskra söngvara.
Höfundur er rithöfundur og leik-
stjóri.
Guðrún Á. Símonar og Einar Kristjánsson sem Rósalinda og Eisen-
stein í Leðurblökunni eftir Johann Strauss. Þjóðleikhúsið 1952.
í kjallara okkar í Pósthússtræti 9 og
í Grafíksalnum í Austurstræti 10 má
finna margt eigulegra verka, sem við
höfum verið beðin um að útvega
kaupendurað.
Dæmi um verk á söluskrá:
Baltasar„Sunnudagur“ (Reiðmaður við Elliðaár) olia á striga 1971,
80x100 cm.
Eiríkur Smith „Blágul" vatnslitamynd frá 1965, 43x29 cm.
„Brún nótt“ olia á striga 1963, 100x55 cm.
Ferró „Sítrónur" uppstilling, olía á masonit 1958, 29x49 cm.
„Ævintýri" vatnslitur 1953, 51x31,5 cm.
Einar G. Baldvinsson „Frá Dritvík" olía á.striga, 60x75 cm.
Flóki „Andlit" krit 1982, 58x48 cm.
„Kona“ rauðkrít nóv. 1958, 39x26 cm.
Jóhanna Kristín „Vændiskona" olía á striga, 72x72 cm.
„Grænlensk kona" olía á striga, 79x69 cm.
Jóhannes Geir „Frá Reykjavik" olía á striga 1967, 95x115 cm.
„Við Elliðaár" olia á striga 1978, 80x100 cm.
„Arnarfell" olía á striga, 85x120 cm.
„Úr Grafningi" olía á striga, 94x127 cm.
Karl Kvaran „Ástarjátning" gvash, 90x71 cm.
Karólína Lárusdóttir „Uppstilling" vatnsl. 40x29 cm.
„Uppstilling" vatnsl. 38x30 cm.
Magnús Kjartansson „Abstraktion" olia á striga 1969, 105x80 cm.
Pétur Friðrik „Blóm í vasa“ olía á striga (gömul), 79x69 cm.
Sigurður Kr. Árnason „Grámosinn glóir" olia á striga 1980, 74x98 cm.
Valtýr Pétursson „Abstraktion" olia á striga 1966, 70x55 cm.
„Húsið við hafið" olia á striga 1978, 80x60 cm.
Einnig eigum við verk eftir: Ásgrím Jónsson, Brynjólf Þórðarson, Gunn-
laug Blöndal, Guðmund Thorsteinsson „MUGG", Gisla Jónsson, Jón Jóns-
son, Jón Stefánsson, Jón Engilberts, Jón Þorleifsson, Jóhannes S. Kjarval, C
Magnús Jónsson prófessor, Olaf Túbals, Svein Þórarinsson, Þorvald Skúla-
son, Þórarinn B. Þorláksson og fleiri.
éraé&Lc
BÖRG
LISTMUNIR-SYNINGAR-UPPBOÐ