Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 7
3H<irgiroÞt«Í>it> /ÍÞRÓTTIR ÞWÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 Frlðjón Bjamason kom til leikinn gegn Þrótti beint frá London. Morgunblaðið/Einar Falur öruqqur stuðninqur við íbróttamenn ■ DONJOY varmahlífar eru léttar og liprar og hindra ekki eðlilegar hreyfingar. Þærveita góðan stuðning jafnframt því að halda hita á liðamótum. Þannig geta DONJOY varma- hlífar dregið úr hættu á meiðslum. Útsöfustaöir: Útillf, Reykjavik og Bjarg, Akureyrí. m nvc' OSSUR SlMI: HVERFISGATA 105 I: 91-621460 HANDKNATTLEIKUR Bikardráttur: Erla með Stjöm- unni gegn Fram Erla Rafnsdóttir, sem hefur átt við meiðsli að stríða á fæti - kross- bönd slitnuðu, mun að ölliim líkindum leika með Stjömunni í undanúrslitum gegn íslandsmeisturum Fram. Félögin drógust saman, en í hinum undanúrslitaleiknum leika Valur og FH. ■Framarar leika gegn Blikunum í undanúrslitum karla. KR-ingar fá Valsmenn í heimsókn. Undanúrslitaleikimir verða leiknir sunnudaginn 27. mars. BLAK / URSLITAKEPPNIN Þrjú lið efst og jöfn ÞAÐ er vfst óhœtt að fullyrða að blakkeppni hér á landi hefur ekki verið eins spennandi í langan tfma eins og í ár. i' karla- flokki urðu þrjú lið, HK, ÍS og Þróttur, jöfn að stigum í úrslita- keppninni og þurfa þau því að leika einfalda umferð til að fá verð- kvenna- flokki urðu tvö lið efst og jöfn og þurfa því Víkingur og UBK að leika aukaieik um titilinn. úr bví skorið hvert þeirra i ur Islandsmeistari. í kvem Skúli Unnar Sveinsson skrifar Stúdentar voru í miklum ham er þeir mættu Þrótti á laugar- daginn. Fyrsta hrinan var mjög jöfn. Þróttur komst að vísu í 9:3 en ÍS vann að lokum 17:15. Þróttur byij- aði næstu hrinu vel og höfðu 7:4 yfír um tíma en ÍS komst 13:7 yfír og þannig var staðan lengi áður en Stúdentum tókst að skora tvö síðustu stigin og vinna 15:7. Síðustu hrinuna unnu þeir síðan auðveldlega 15:4. Heimfrá London Það léku allir vel í liði ÍS að þessu sinni og trúlega er þetta besti leik- ur sem liðið hefur náð f vetur. Mestu munaði þó um stórleik Sig- fínns Viggóssonar í sókninni. Há- vöm Þróttar réði ekkert við hann. Stúdentar lögðu greinilega mikið upp úr þessum leik því Friðjón Bjamason kom sérstaklega heim frá Londan til að leika. Faðir hans gekkst undir skurðaðgerð þar og hélt Friðjón heim á leið strax að henni lokinni og fór síðan utan aft- ur á sunnudaginn: „Við náðum mjög vel saman og höfum ekki leikið eins vel lengi. Baráttan var í góðu lagi og ég held að við vinnum úrslitakeppnina," sagði Sigurður Þráinsson fyrirliði ÍS eftir leikinn. Leifur Harðarson, fyrirliði Þróttar var sammála Sigurði um leikinn: „Þeir léku vel og við mjög illa. Móttakan hjá okkur var slæm og hávömin líka og að auki höfðu þeir allt að vinna í þessum leik. Við vinn- um úrslitakeppnina," sagði hann. Geir Hlöðversson fyrirliði HK sagð- ist vera ánægður með hversu langt HK hefði náð í vetun „Við höfum aldrei náð svona langt og auðvitað gerum.við okkar besta til að vinna titilinn. Ég er feginn að við lékum illa gegn KA á sunnudaginn því þá er trúlegt að við leikum af eðlilegri getu í úrslitaleilqunum." HK vann KA í fímm hrinum á sunnudag í lélegum leik. HK vann fyrstu hrinuna 15:13 en Akur- eyringar unnu næstu tvær hrinur 15:6 og 15:11. HK menn náðu síðan aðeins að rétta úr kútnum og unnu næstu tvær 15:9 og 15:9. Það sem fyrst og fremst háði KA í leiknum var hræðilega léleg mót- taka og gerði hún það að verkum að þeir áttu erfitt með að sækja í leiknum. Forföll hjá Viklngum í kvennadeildinni urðu Breiðablik og Víkingur jöfn að stigum og þurfa að leika úrslitaleik um Islandsmeist- aratitilinn. Breiðabiik vann væng- brotið lið Víkinga í þremur hrinum á sunnudaginn. 15:6, 15:6 og 15:12 urðu úrslit hrinanna. í lið Víkings vantaði Sæunni fyrirliða sem verið hefur ein aðal drifQöðrin í liðinu. Hún var veik og missir trúlega bæði af úrslitaleiknum við UBK og bikarúrslitaléiknum gegn Þrótti á laugardaginn og er það skarð fyrir skyldi. ÍS vann Þrótt í kvennadeildinni á laugardaginn í fimm hrinum. Liðin skiptust á um að vinna hrinumar. ÍS þá fyrstu 15:6, þá vann Þróttur 15:8, ÍS 15:5, Þróttur 15:4 ogodda- hrinuna vann ÍS 15:13. Ursllt B/19 Staðan B/19 BADMINTON Reuter Prins Andraws sést hér klappa fyrir Ib Fredriksen, eftir að þessi ungi badmintonmaður hafði tekið við, verðlaunum sínum. Frederiksen sigraði Frost í úrslitaleik opna enska meist- aramótsins í badminton IBb Frederiksen, frá Dan- mörku, tryggði sér sigur á opna enska meistaramótinu á sunnudaginn með því að leggja landa sinn, Morten Frost, að velli í æsispennandi úrslitaleik, 8:15,15:7 og 15:10. Frederiksen varð þar með fyrsti sigurvegarinn á opna enska meistaramótinu sem er ekki á list- anum yfír bestu badmintonspilara heims. Þess má einnig geta að Frederiksen er ekki í danska lands- liðinu sem var valið fyrir Evrópu- keppnina. Það var þó Frost sem sigraði í fyrstu lotu, 8:15, en Frederiksen sigraði í næstu 15:7, eftir að staðan hafði verið jöfn 7:7. Síðasta lotan var æsispennandi. Frederiksen komast í 9:0, en Frost náði þá frá- bæmm kafla og komst yfír 10:9. Það var þó Frederiksen sem sigraði 15:10. Þetta var í 13. sinn sem Frederiks- en mætti Frost, en aðeins í annað sinn sem Frederiksen sigrar og þvi kom þessi sigur mjög á óvart. „Það er draumur allra badminton- spilara að sigra á þessu móti og minn draumur hefur ræst,“ sagði Frederiksen. „Ég ákvað að reyna að þreyta hann í upphafí og ég held að mér hafí tekist það. Ég verð þó að viðurkenna að ég var býsna smeykur þegar hann náði yfírhöndinni'i þriðju lotu. Ég veit hve erfiður hann getur verið þegar hann kemst aftur inn í leikinn, en ég vissi líka að ég átti ennþá mögu- leika." Morten Frost var að vonum óánægður eftir leikinn: „Frederiks- en lék mjög vel og hefur líklega aldrei verið betri. Hann var einfald- lega betri en ég og það var ekkert sem ég gat gert við því.“ í kvennaflokki var það Gu Jiaming frá Kína sem sigraði Lee Young- Suk með yfírburðum í úrslitaleik, 11:2 og 11:2. Úrslitaleikurinn í kvennaflokki tók aðeins 17 mínút- ur, en úrslitaleikurinn í karlaflokki stóð yfír í rúmar 70 mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.