Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 11
jBoreunblaSift /ÍÞRÓTTIR ÞRŒUUDAGUR 22. MARZ 1988 B 11 Edvarð Þór Eðvarðsson Fæddur 29. janúar 1967, 21 árs. Hæð: 187 sentimetrar, þyngd 81 kíló. Hóf að æfa sund 10 ára gamall og setti stuttu síðar sitt fyrsta íslandsmet í sveinaflokki í Hafnar- firði þegar hann synti 100 m baksund á 1:22,5 mín. Síðan hefur Eðvarð Þór sett á milli 200 og 300 íslandsmet. Hann á íslandsmet í baksundi, bringusundi, fjórsundi og flugsundi. Eðvarð keppti í fyrsta sinn á móti erlendis 14 ára, á Norðurlanda- móti unglinga, og bætti þá íslandsmetið í 100 m baksundi í karlaflokki. Besti árangur: Árið 1986 setti Eðvarð Norður- landamet í 200 m baksundi á heimsmeistaramót- inu á Spáni, synti á 2:03.03 mín. og í fyrra bætti hann metið enn frekar á Evrópumeistaramótinu í Strassburg í Frakklandi þegar hann synti á 2:02,79 mín. og var Eðvarð í 13. sæti í heimsaf- rekaskránni í janúar fyrir þetta afrek. Morgunblaöið/Bjöm Blöndal Eðvarð Þór EAvarðsson vinnur í útibúi Sparisjóðsins f Njarðvík. Morgunblaöiö/Björn Blöndal Eðvarð Þ6r Eðvarðsson sést hér ásamt unnustu sinni Guðbjörgu Sigríði og þjálfara sínum Friðriki ólafssyni á sínu öðru heimili - í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík. Tók sér leyfifrá námi í fjölbrauta- skólanum Eðvarð Þór tók sér leyfí frá námi í Fjölbrautaskóla Suðumesja í ár, hann á eftir einn vetur til að ljúka námi á íþróttabraut. Hann vinnur í útibúi Sparisjóðsins í Njarðvík og hefur leyfi til að fara á æfingar í vinnutímanum þegar svo ber undir. Vildi hann koma á framfæri þakk- læti sínu til ráðamanna sparisjóðs- ins fyrir hlýjan hug í sinn garð. Það þarf að leggja mikið á sig til að ná jafn langt og Eðvarð hefur gert eins og árangur hans ber gleggst vitni um. Ekki sefur Eðvarð fram- eftir á morgnana, því kl. 07:00 er hann mættur í sundlaugina til að æfa og oft leggur hann að baki 15 kílómetra á dag í sundlauginni og stundar auk þess lyftingar og þrek- þjálfun. Eðvarð sagðist því oft vera orðinn þreyttur þegar hann kæmi heim á kvöldin. Nú þegar álagið er hvað mest fara stundum 6-7 tímar á dag í æfingar hjá honum og því er greinilegt að ekki dugar neitt hálfkák ætli maður að vera meðal þeirra bestu í sundíþróttinni í dag. Ætlar aðtaka sér hvíld að Ólympíu- leikunum loknum Eðvarð segist vera ákveðinn í að taka sér hvfld frá sundinu eftir Ólympíuleikana eins og hann orðaði það. Hann sagðist þó ekki hætta með öllu, ætlaði að æfa 3-4 daga í viku til að halda getunni við. Eð- varð sagði að ekki væri nein ákveð- in formúla til yfir hvenær sundmað- ur stæði á tindinum, dæmi væru um að sundmenn sem hefðu verið í fremstu röð hættu, en færu síðan að æfa aftur og hefðu náð fyrri getu og jafnvel bætt árangur sinn. „Ég held að það sé ákaflega ein- staklingsbundið og fari raunar eftir sundmanninum sjálfum hvemig hann setur æfingaráform sín upp. Sundmaður getur ekki verið stöðugt í fremstu röð, það þarf að miða þjálfunina við að ná sem bestum árangri á ákveðnum tíma og þá eru stærri mótin oftast látin ráða. Þess á milli em menn ýmist í hvfld, eða eru að byggja sig upp fyrir næstu átök.“ Gæti hugsað sér að verða sund- þjálfari Um framtíðaráform sín sagði Eð- varð að hann gæti vel hugsað sér að verða sundþjálfari og miðla öðr- um af þeirri reynslu og þekkingu sem hann hefði náð sér í á þeim 11 árum sem hann hefur æft sund. „Annars ætla ég að ljúka mínu námi og sjá síðan hvað setur. Núna em það Ólympíuleikamir sem ég hugsa fyrst og fremst um og undir- búningurinn fyrir þá. Síðan verður að koma í ljós hvemig málin þró- ast. Allir eiga sínar fyrirmyndir og Eðvarð er engin undantekning þar á. Hann sagði að sinn uppáhalds- sundmaður hefði hætt keppni fyrir 10 áram. Sá héti John Naber frá Bandaríkjunum. Naber hefði verið besti baksundsmaður í heiminum á ámnum 1972-1978. Sérgrein hans hefði verið baksund og hefði Naber verið mörgum ámm á undan sinni samtíð sem fyrmm heimsmet hans vitnuðu best um, þv( þau hefðu stað- ist öll átök í mörg ár. Naber hefði æft 6-7 tima á dag sem var meira en þá gerðist meðal sundmanna. Nú þætti ekki mikið að æfa eins og hann gerði og raunar vonlaust að ætla sér minni tíma með þátt- töku á stórmótum í huga. Friðrik Ólafsson, þjálfari: „ Betur má ef duga skal“ Friðrik Ólafsson, sundþjálfari í Njarðvík, hefur verið þjálf- ari Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar meira og minna frá því að Eðvarð hóf æfingar fyrir 11 ámm, þá 10 ára gamall. Hann þekkir þvl orðið vel til Eövarðs og veit hver styrk- ur hans er og hveijir veikleikar hans em. Friðrik er lærður múr- ari, en sundíþróttin hefur átt hug hans og hjarta og þá sérstaklega þjálfun og er hann fyrir löngu orðinn kunnur fyrir árangur sinn. Sundlaugin sem hann hefur til umráða er 12 metri sem ekki þykir bjóðandi afreksmönnum sem æfa og keppa til að vera meðal þeirra fremstu i heiminum. Friðrik er að mestu sjálfmenntað- ur, hann les mikið um þjálfun og eitt námskeið sótti hann í Reykjavík þar sem tveir kunnir bandarískir sundþjálfarar vom kennarar. En reynBla Friðriks vegur ef til viil þyngst, því þau em orðin næstum 18 árin sem hann hefúr fengist við sundþjálf- un. HefurveriAaAwfa nýfataskni Eðvarð Þór hefur verið að æfa nýja tækni sem okkur fínnst hafa tekist framar ölium vonum og gefur tilefni til bjartsýni með framhaldið. Hann keppti á tveim stórmótum sem fram fóra f Beriín og Bonn í Þýskalandi og þar kom- um við báðir niður á jörðina, því þrátt fyrir ágætan árangur þar kom f \jós að nú em margir góðir sundmenn sem em að koma upp og hafa sett strikið á ólympíuleik- ana svo betur má ef duga skal. Eðvarð hafði reynt nýja tækni í handahreyfíngum sem hefur verið að ryðja sér rúm, en tókst ekki að ná tökum á henni og hætti. Það var sfðan á þessum mótum að hann hitti fremsta baksunds- mann Svía sem var farinn að nota þessa tækni og eftir það samtal reyndi Eðvarð aftur og fann sig strax. Síðan hefur hann verið að ná stöðugt betri tökum á þessari nýju tækni og ég tel að hann eigi að geta bætt árangur sinn enn frekar." Hofur MálfaA EAvarA 18 ár Friðrik hefur séð um þjálfun Eð- varðs meira og minna í 8 ár. Hann sagði að Eðvarð hefði sýnt mikla getu strax og hann fór að æfa sund 10 ára gamall, en eftir góð ár og mörg met hefði hann staðnað um tfma á táningaaldrin- um. Eðvarð hefði síðan náð sér á strik aftur, það hefði verið árið 1984 og honum þá staðið til boða að keppa á ólympíuleikunum í Los Angeles, en ákveðið að keppa þar ekki og hann hefði stutt Eð-. varð í þeirri ákvörðun. „Ég var af mörgum gagnrýndur fyrir þá ákvörðun ogfólk sagði þá gjaman að það hefði áreiðanlega verið afskaplega gaman að fara og keppa á Olympfuleikum. Málið var hinsvegar það hvemig að þessu var staðið á sínum tíma og hitt að Eðvarð var aðeins óhamaður unglingur á þessum ámm. Ég heid því að hann hafi gert rétt í því að láta þátttöku sína bfða betri tfma.“ MikU gróska f sundlnu Mikil gróska er f sundfþróttinni í Njarðvík og sagði Friðrik að litla laugin þeirra væri fyrir löngu orð- in of lítil þvf erfitt væri að koma öllum að sem æfðu. „Við höfum verið að skipta hópunum niður svo aliir komist að. í stærsta hópnum em minnstu krakkamir og þeir em um 40 talsins og þar er oft þröng á þingi, enda verðum við að tviskipta þeim hóp. Síðan kem- ur nokkurs konar millihópur skip- aður 20 krökkum og loks elsti hópurinn, en í honum era 8-10 manns. Núna fara þau Eðvarð Þór og Ragnheiður Runólfsdóttir til Reykjavíkur á hveijum morgni til að synda í 50 metra lauginni í Laugardalnum og síðan höfum við aðstöðu í sundlauginni á Keflavíkurflugvelli seinni hluta dags. Laugin þar er 25 metrar og að fá þar inni hefur komið sér ákaflega vel fyrir okkur." Höfum ávalH gstaA rwunMHin Nú hefur þú þjálfað Eðvarð í 8 ár, hefúr aldrei kastast í kekki milli ykkar? „Auðvitað hafa komið upp tfmabil þar sem við höfum ekki verið á sama máli, en sem betur fer höfum við alltaf getað rætt málin til fulls og komist að samkomulagi. Ég held að annað væri óeðlilegt ef ekki kæmi upp ágreiningur, spumingin er hvem- ing tekið sé á hlutunum og málin leyst. Það hefur skipt miklu máii fyrir Eðvarð að hann hefur slopp- ið við meiðsli að mestu ieyti. Hann fann fyrir eymslum í hné í vetur, en er vonandi kominn yfír þau og komi ekkert óvenjulegt upp þá held ég að við getum farið vongóð- ir til Seoul í haust.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.