Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 13
fttgrgtwMattfr /ÍÞRÓTTIR ÞRŒXJUDAGUR 22. MARZ 1988 B 13 Hvaðan kom allur laxinn? LAXINN er sannkölluð furðu- skepna, það vita allir sem um- gangast hann og eiginleiki hans að láta sig hverfa er stundum með ólíkindum. Menn hafa sóð steindauða hylji bók- staflega vakna til Iffsins. En hvort laxinn kom syndandi allt í einu uð neðan eða ofan, eða hvort hann skreið úr skúma- skotum í hylnum er svo annað mál og vandsvarað. Stundum hafa menn það fyrir satt að hann hafi dulist f hylnum, en botna samt ekkert í því af því að þar er kannski lítið skjól að sjá, a. m.k. sjá mannleg auga iítið eða ekkert. En laxinn getur látið sér Iftið duga og svo verð- ur hann furðu samlitur botnin- um. Hér fer á eftir furðuieg saga sem undirstrikar það sem sagt hefur verið hér og er auk þess áminning til veiðimanna, að undir engum kringumstæð- um geta horfurnar verið svo slæmar að það geti ekki allt í einu ræst úr. Enda er ekkert betra f veiðiskap en að eiga vonina, sérstaklega þegar illa gengur við veiðina og allt stefnir í að hið háa leyf isgjald hafi verið greitt fyrir fagurt landslag og veiðilega en því miður laxlausa hylji að sjá. Sagan gerist við Laxá í Aðaldal á síðasta hausti. Þar voru þá staddir þrautreyndir og kunnugir menn að veiða lax í klakkisturnar á Laxamýri. Sumar- veiðin hafði verið mjög góð, en veiðin hafði ijarað all veru- lega út undir lok ágúst og reyndustu menn voru famir að telja að áin væri hreinlega fisklítil. Þá spruttu fram kenningar þess eðlis, að vegna þess hve vatnsmikil Laxá er, þá styggðist laxinn síður og tæki því vel. Þess vegna veidd- ist meira úr hverri göngu heldur VEHE)I Guömundur Guöjónsson skrifar en gengur og gerist í minni ám. Vel getur það verið. En hvað um það, Stíflan, Óseyrin, Brúarhylur, Heiðarendi, Mjósund, allir helstu veiðistaðir sumarsins voru steind- auðir að kalla. Fyrstu þijá daganna slitu félagamir upp aðeins 3 iaxa og hvergi stökk lax. Fiskar eltu ekki flugumar og þar sem hægt var að skyggna sást ekkert líf. Sá er þetta ritar dvaldist með þessum hópi þessa þijá fyrstu daga, en fór svo aftur suður er einn dagur var eftir af veiðinni. Ekki átti ég von á þeim lýsingum sem til eyma bár- ust eftir síðasta daginn. Þeir sem áttu Stífluna sáu ekki bara tugi, heldur hundmð laxa á lofti um alla Stíflu. Þeir settu í marga, náðu nokkmm og misstu nokkra. M. a. náðu þeir 19 punda hrygnu. Kvöld- ið áður hafði þetta reyndar verið að byija, þá fengu sömu menn allt í einu tvo laxa í beit í Stóra fossi. Þennari morgun vom menn einnig fengsælir á Mjósundinu, einn setti í þijá og missti alla, annar náði einum, fékk svo auk þess fiska á Hraunshomi og Kiðeyjarbroti. Lax var sístökkvandi. Svipaða sögu var að segja af öðmm og veiðin var afar góð þennan morgun. Það mætti ætla, að það hefði verið spennandi að koma í ána næstu daga á eftir, en þá hélt furðan hins vegar áfram: Það var sama gamla ördeyðan. Enginn lax sást hreyfa sig, það vom engar tökur. Engu líkara en að áin væri þurrausin af laxi. Meðan veitt var í september var ástandið þannig. En hvert fór allur laxinn, sérstaklega hjörðin á Stíflunni? Ha? Þeir félagar höfðu það eftir Þórði Péturssyni veiðiverði og Kristjáni á Hólmavaði, mönnum sem þekkja ána eins og þumalinn á sér, að þetta myndi hafa verið laxatorfa sem hefði sakkað alla leið ofan frá virkjun og síðan trúlega horfíð þangað aftur. Hvað finnst mönnum um þá skýr- ingu? Hún er auðvitað góðra gjalda verð og það ber að taka hana alvar- Oft snýr laxlnn á okkur velftlmennlna, en oft er það líka öfugt. Ólafur G. Karlsson snéri á þessa fjóru stórlaxa einn daginn í Norðurá. Hann heldur á 14 punda fiski, hinir em 12, 13 og 14 pund. lega enda kenning úr börkum þraut- kunnugra manna. En ætli þetta sé óyggjandi? Laxá verður ekki skyggnd að gagni, því valda sléttir bakkar og mikið vatn og djúpt. Það er þvi erfitt að átta sig á því hvað er af físki undir ef hann sýnir sig elcki eða tekur ekki. Og það hafði verið mikill kuldi. í vatnslitlum ám hafa menn þráfaldlega séð laxinn bókstaflega hverfa í botninn eða undir bakka. Hann fer inn í slý, ofan í rásir og rennur, undir hnausa og steina. Bærir ekki á sér meðan skilyrðin em honum óhagstæð. Vom þetta t. d. fiskar ofan frá virkj- um sem menn vom að fá á Kiðeyjar- broti, Hraunshomi, Mjósundi og Stóra Fossi? Allt veiðistaðir mjög neðarlega í ánni. Er ekki til í dæm- inu að laxinn hafí orðið líflegur af því að það hlýnaði talsvert eftir kulda. Að það hafí verið fullt af laxi þótt flest benti til þess að áin hafi verið fisklaus eða a. m. k. fískr- ýr? Einu sinni var grh í hópi á efsta svæði Langár á Mýmm í 4 daga samfleytt seint um sumar. Ain var hrikalega vatnslítil, mjög fiskrýr og ofan á allt saman var mikill kuldi með norðanáhlaupi. Eftir þijá daga hafði flokkurinn banað einum laxi og hafði ástundun þó verið furðu- góð miðað við vond skilyri. En fjórða daginn hlýnaði vemlega þótt en blési af norðri. Það var eina breytingin sem menn gátu greint. Fjórða daginn vom 10 laxar dregn- ir á þurrt og líflegt að sjá víða um á. Nú er þetta ekki sagt til þess að reyna að hrekja spennandi kenn- ingu þeirra Þórðar og Kristjáns, þvert á móti. Maður getur bara ekki á sér setið að velta svona furðu fyrir sér og tjalda jafn vel annarri kenningu og gerólíkri. Sem sagt, að fiskurinn hafi verið til staðar allan tímann. Sögur af þessu tagi em sjálfsagt margar, en alltaf finnst veiðimönnum jafn gaman að þeim og er það ofur eðlilegt. Láttu ekki sparifé þitt enda sem verðlausa minjagripi Veðdeild Útvegsbankans býður þér 10% vexti af skuldabréfum umfram verðbólgu. Það er engin hætta á að sparifé þitt rýrni í verðbólgunni ef þú fjárfestir í skuldabréfum okkar. Ávöxtun á eins og tveggja ára bréfum er nú 10% en 9,7% á þriggja og fjögurra ára bréfum. Hvert skuldabréf er með einum gjalddaga. Nafnverð bréfa eru: Kr. 5.000.-, kr. 25.000.-, kr. 50.000.-, kr. 100.000.- og kr. 250.000.-. VEÐDEILDARBRÉF ÚTVEGSBANKA ÍSLANDS HF. ER HÆGT AÐ KAUPA Á ÖLLUM AFGREIÐSLUSTÖÐUM BANKANS. Þau eru einnig til sölu hjá Kaupþingi hf., Fjárfestingarfélaginu, Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans hf. og verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans. úo . op Utvegsbanki Islandshf Austurstræti 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.