Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 10
10 B 3«»rgimMnM& /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1988 EÐVARÐ ÞÓR EÐVARÐSSON Ætlar að takasér hvfld eftir ferðina til Seoul Morgunblaðið/Bjöm Blöndal EÐVARÐ Þór Eðvarðsson, sundkappinn kunni í Njarðvík, æfir nú af kappi fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Suður- Kóreu í september. Eðvarð Þór hefur um árabil verið okkar snjaliasti sundmaður og Norðurlandamet hans í 200 m bak- sundi hefði nægt til að komast á verð- launapall á síðustu Ólympfuleikum. Ár- angur Eðvarðs skipar honum á sess með- al 13 bestu baksundsmanna í heiminum í dag. En sundmenn eru stöðugt að bæta árangur sinn og Friðrik Ólafsson, þjálfari Eðvarðs, telur að keppnin á Ólympíuleik- unum verði það hörð að norðurlandamet Eðvarðs í 200 m baksundi nægi honum vart til að komast í 8 manna úrslit. Með hliðsjón af þvf hafi hann sett upp áætlun fyrir Eðvarð til að fara eftir og hann tekur sig þegar sjá framfarir sem gefi tilefni til bjartsýni. Trúlofaðurog farinn að búa Talsverðar breytingar hafa orðið á lífí Eðvarðs sfðustu misseri, hann opinberaði nýlega trúlofun sína með Guðbjörgu Sigríði Guðbjartsdóttur úr Keflavík og í jan- Bjöm úar festu þau kaup Blöndal á íbúð í Njarðvík og skrifar hófu búskap. Því er ljóst að Eðvarð hef- ur nú í fleiri hom að líta, en að hugsa eingöngu um sundíþróttina eins og hann hefur getað gert á undanfömum ámm. „Auðvitað eru þetta mikil umskipti því það er stórt skref að flytjast úr foreldrahúsum, en við Guðbjörg emm samhent í því sem við gemm, hún stendur einhuga með mér að ná settu marki og það er gott að eiga hana að sem bakhjarl. Eg hef að vísu fleiri skyld- um að gegna núna en áður þegar sundið var númer eitt, tvö og þijú, en ég tel að þetta sé aðeins eitt skrefið af mörgum á þroskabraut- inni og verði mér aðeins til góðs.“ Skólasystkini f Fjölbrautaskóla Suðurnesja Eðvarð og Guðbjörg vom skóla- systkini í Pjölbrautaskóla Suður- nesja og kynntust þar. Fyrir um ári síðan hittust þau á dansleik f Stapanum og þar upphófust síðan nánari kynni. Guðbjörg stundaði nám á íþróttabraut í fjölbrautaskó- lanum eins og Eðvarð, en hætti námi og starfar nú sem afgreiðslu- stúlka í Samkaupum, verslun Kaup- félags Suðumesja í Njarðvík. Guð- björg,, sem er 20 ára, er borinn og bamfæddur Keflvíkingur, en ólst upp á Snæfellsnesi. Hún sagðist hafa mikinn áhuga á fþróttum og hefði sjálf lagt stund á fíjálsar íþróttir. „Ég æfði spretthlaup og langstökk, en er nú hætt. íþróttir em samt mitt aðaláhugamál og ég fylgist vel með því sem er efst á baugi hveiju sinni. Það er líka nóg að Eðvarð er í þessu öllum stund- um,“ sagði Guðbjörg. Hún sagðist fylgjast vel með undirbúningi Eið- varðs fyrir væntanleg átök á Ólympíuleikunum og ætlaði reyndar að fara sjálf til Suður-Kóreu til að fylgjast með keppninni. Hefursynt 13 sinnum undir lág- mörkunum Árangur Eðvarðs er mjög athyglis- verður og hann er mörgum skrefum á undan öðmm íslenskum keppnis- mönnum í sundfþróttinni. Eðvarð hefur fyrir löngu náð þeim lágmörk- um sem sett hafa verið til þátttöku á Ólympíuieikunum og er raunar eini fslenski sundmaðurinn sem hef- ur náð þessum árangri. Reyndar hefur Eðvarð gert enn betur og 13 sinnum heftir hann synt undir ólympíulágmörkunum í 100 og 200 m baksundi á mótum að undanf- ömu. En hveija telur hann mögu- leika sína í Seoul? „Það er ljóst að keppnin verður geysihörð og þama verða fleiri betri sundmenn saman- komnir en vom í Los Angeles þegar austantjaldsþjóðimar sátu heima. Ég hef fundið framfarir hjá mér að undanfömu sem hafa virkað hvetjandi og ég er þess vegna hóf- lega bjartsýnn á þessari stundu. Mér mun sjálfsagt ekki veita af, þvf álagið verður mikið á næstu mánuðum og ég kem til með að æfa 6-7 tíma á dag fram í miðjan ágúst." Fyrstu Ólympíu- leikarnir Ólympíuleikamir f Seoul verða þeir fyrstu sem Eðvarð Þór Eðvarðsson keppir á, honum stóð til boða að keppa á leikunum í Los Angeles fyrir 4 ámm en hafnaði boðinu og var af sumum gagnrýndur fyrir. „Þegar maður undirbýr sig fyrir keppni á stórmóti eins og Ólympíu- leikamir em, þá þarf sá undirbún- ingur að vera af kostgæfni og við Friðrik ætluðum að gera áætlun og óskuðum eftir að heyra hug þeirra hjá Sundsambandinu. En þeir menn sem þá réðu ferðinni á þessum ámm gátu ekki sagt af eða á um hvort ég fengi að fara. Því hætti ég við öll mín áform um að keppa í Los Angeles og hafnaði síðbúnu boði frá Sundsambandinu um að fara þang- að til keppni, ákvað þess í stað að bíða betri tfrna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.