Morgunblaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 3
HlgrgttttftlðMb /ÍÞRÓTT1R ÞRHXJUDAGUR 22. MARZ 1988
B 3
Púlsmnling
Púlsmæling er algeng og einföld aöferö til að meta þjálfunarástand.
áreynslu. Vöðvarnir geta þurft
allt að 10 sinnum meira blóð og
súrefni við mikla áreynslu.
Venjulega eykst hjartslátturinn,
púlsinn, í hlutfalli við það hve
áreynslan er mikil. Hækkunin
er þó einstaklingsbundin, minni
hjá þeim sem eru í góðri þjálfun
og meiri hjá þeim sem eru í lítilli
þjálfun. Eftir áreynslu lækkar
púlsinn aftur, hratt hjá þeim
sem eru í góðu líkamsástandi,
en hægar hjá þeim sem eru í
lítilli þjálfun.
Við könnun á líkamshreysti
manna er algengt að nota púls-
inn sem mælikvarða um þjálfun-
arástand. Það er gert þannig
að púlsinn er talinn í hvíld, síðan
er maðurinn látinn reyna á sig,
púlsinn talinn meðan á áreynslu
eftir hálfrar mínútu og einnar
mínútu hvíld. Mælingamar urðu
sem hér segir:
Upphaf Áraynala Hvfld
hvfld 1 mín. 2mín. 1/2- —1 mln.
A 70 106 108 84 72
B 108 140 150 130 112
C 98 140 150 130 112
D 80 130 120 92 84
E 70 112 122 90 78
Lesendur fá nokkrar spum-
ingar að glíma við. Hver mann-
anna er í bestu líkamsástandi?
Hver þeirra er í verstu ástandi?
Tveir mannanna viðurkenndu
að hafa neytt áfengis kvöldið
áður. Hveijir voru það? Meira
um hjartslátt og púls síðar.
Jóhann Heiðar
Jóhannsson
HREYST1
— Púlshraðinn er mælikvarði á líkamsþjálfun manna
— íþióttamenn nota púlsmælingar til að meta þjálfunarstig
— Trimmarar geta lært að fylgjast með púlsinum við áreynslu
Iþessum pistli verður rætt um
hjartslátt og púlshraða, en
tilefni þessa er það, að undirrit-
aður fékk lánaðan púl3mæli.
Púlsmælir er tæki sem telur
nokkur æðaslög, mælir tíma-
lengd milli þeirra og
reiknar út fjölda
æðaslaga á mínútu,
— það sem við í dag-
legu tali köllum
púls. Þetta sérstaka
tæki er spennt á úln-
lið eins og arm-
bandsúr. Síðan er
grannri leiðslu
stungið í samband
við mælinn, en á
enda leiðslunnar er
lítill poki sem
smeygt er _ upp á
fingurgóm. í pokan-
um er ljósgjafí, sem
geislar innrauðu
ljósi á fingurgóm-
inn, og ljósnemi,
sem nemur endur-
kast ljóssins frá
blóðinu í æðunum
við hvert æðaslag.
Einnig mun vera hægt að fá
klemmu með sams konar út-
búnaði til að setja á eymasnep-
il. Stilla má tækið þannig að það
gefi hljóðmerki ef púlsinn lækk-
ar mikið eða ef hann hækkar
mjög mikið. Þá er hægt að láta
tækið fylgjast með því hversu
fljótt púlsinn lækkar aftur eftir
áreynslu. Þetta tæki er einnig
tölvuúr með vekjara og skeið-
klukku, — sem sagt sannkallað
töfratæki.
Hjartað slær 50—70 sinnum
á hverri mínútu. Hjartað er kall-
að sjálfvirkt, þ.e.a.s. það slær
stöðugt án þess að fá um það
boð frá taugakerfinu. Hins veg-
ar fær það taugaboð til að slá
hraðar þegar þörf er á, t.d. við
áreynslu. Hjartað slær hraðar
til þess að koma meiru af blóði
og súrefni út um líkamann, sér-
staklega til vöðvanna sem auka
súrefnisnotkun sína við
stendur og svo er fylgst með
því hvemig púlsinn lækkar eftir
áreynsluna og hve lengi hann
er að ná hvíldarhraða aftur.
Auðveldast er að gera þetta með
púlsmæli, en einnig má telja
með því að þreifa púlsinn ofan
við úlnliðinn, telja slögin í 6
sek. og margfalda síðan með
10 til að fá púlsinn á mínútu.
Þegar púlshraðinn er talinn með
þreifingu, þarf maðurinn auðvit-
að að hætta áreynslu meðan
talið er, en ekki ef hann ber
mæli sem telur púlsinn stöðugt.
Algeng og einföld aðferð til
að meta þjálfunarástand manna
er að láta þá stíga upp í þrep í
stiga. Venjulega em þeir látnir
stíga upp á pall, sem er í 40 sm
hæð, strax niður aftur, síðan
upp og svo koll af kolli, samfellt
í 2—5 mínútur. Heima við má
nota tvö þrep í stiga
Undirritaður gerði eftirfar-
andi tilraun: Fjórir menn og ein
kona settu á sig púlsmælinn og
stigu þrepin tvö í tvær mínútur.
Púlsinn var skrifaður niður fyrir
áreynslu, eftir einnar mínútu og
tveggja mín. tröppudans og svo
Mlkll áraynsla
Vöövarnir geta þurft allt aö 10 sinnum meira blóö
og súrefni við mikla áreynslu.
KNATTSPYRNA
Jón Grétar kom
heim rétt til að
skipta umföt
Ingvar Guðmundsson fór ekki með Valsliðinu til Jamaíku
„Það má segja að óg hafi rétt
komið heimtil að ná í hrein föt
og kaupa sólarolíu," sagði Jón
Grótar Jónsson, knattspyrnu-
maður úr Val. Jón Grótar kom
frá Hollandi, þar sem hann var
í œfingabúðum með ólympíu-
landsliðinu, á föstudaginn.
Hann hólt síðan út með Valslið-
inu til Jamaíku á laugardaginn.
Æfíngaferðin til Hollands
heppnaðist mjög vel, en veð-
ur var aftur á móti leiðinlegt. Við
æfðum alltaf tvisvar á dag, en einu
sinni þá daga sem við lékum leik-
ina,“ sagði Jón Grétar.
Ingvar meiddur á baki
Ingvar Guðmundsson, félagi Jóns
Grétars, hætti við að fara til Jam-
aíku. „Eg hef átt við bakmeiðsli að
stríða. Þau meiðsli skánuðu ekki í
æfingaferðinni í Hollandi. Þess
vegna ákvað ég að sleppa ferðinni
til Jamaíku og reyna að fá mig
góðan hér heima á meðan strákam-
ir eru þar að keppa. Auðvitað er
sárt að missa af ferðinni. Ég vil
frekar ná mér fyrir 1. deildarslaginn
í sumar heldur en að fara til Jam-
aíku," sagði Ingvar.
Valsliðið fór til Jamaíku á laugar-
daginn. Farið var fyrst til New
York og síðan flogið til Kingston á
Jamaíku. Þaðan fóru Valsmenn í
langferðabifreið til Montego Bay,
þar sem þeir hafa aðsetur.
Morgunblaöið/Porkell
Jón Grétar Jónsson sést hér vera að pakka niður fyrir ferðina til Jamaíku.
Hann skoraði tvö mörk í fyrsta leik Valsmanna, sem þeir unnu, 4:2.
KNATTSPYRNA / BELGÍA
Amór fiskaði
vrtaspymu
„íslendingaliðin" sigruðu íleikjum sínum
Frá
Bjama
Markússyni
Belgíu
ARNÓR Guðjohnsen og félagar
hjá Anderlecht unnu góðan sig-
ur yfir Ghent á útivelli, 1:2, um
helgina. Anderlecht er þó enn
í 5. sæti, en Brugge, Mechelen
og Antwerpen eru jöfn í efsta
sæti.
Anderlecht lék mjög vel í fyrri
hálfleik, en tókst þó aðeins að
skora einu sinni. Þá komst Amór
í gegnum vömina, en var felldur
og Nilis skoraði úr
vítaspymunni. Rétt
fyrir leikhlé jafnaði
Martens fyrir
Ghent, með skalla
eftir vamarmistök. Nilis tryggði
Anderlecht svo sigur með marki
beint úr aukaspymu um miðjan
síðari hálfleik.
Amór var tekinn útaf rett fyrir
leikslok, en átti góðan leik.
„Þetta er búið að vera mjög erfítt
síðustu vikur. Erfíðir leikir í Evr-
ópukeppninni og svo er mjög slæmt
að spila á þessum árstíma því vell-
imir eru svo þungir og blautir,“
sagði Amór í samtali við Morgvn-
blaðið. „Við stefnum að því að kom-
ast í 4. sæti og þar með í Evrópu-
keppnina, en við eigum ekki mögu-
leika á meistaratitlinum. Við stefn-
um þó að sigri í bikarkeppninni og
1
Morgunblaöiö/Guðmundur Svansson
Arnór Guðjohnson.
mætum St. Truiden í vikunni í fyrri
leiknum, á útivelli."
Aðalleikur helgarinnar var viður-
eign Brugge og Mechelen. Þau em
í efstu sætunum og bæði liðin em
komin í undanúrslit Evrópukeppn-
innar. Bragge sigraði 2:1 og er því
komið við hlið Mechelen, ásamt
Antwerpen.
Danski landsliðsmaðurinn Brylle
náði forystunni fyrir Bmgge á 15.
mínútu með skalla eftir homspymu,
en Beyfeld jafnaði fyrir Mechelen
úr umdeildri vítaspymu. Það var
svo Beyens sem tryggði Bmgge
sigur með laglegu marki rétt fyrir
leikslok.
Guómundur Torfason.
Winterslag, lið Guðmundar Torfa-
sonar, vann dýrmætan sigur yfir
Cercle Brugge, 1:0. Guðmundur lék
með og átti stóran þátt í sigurmark-
inu. Það var brotið á honum fyrir
innan vítateig, en dómarinn dæmdi
aukaspymu. Ur henni skoraði fyrir-
liði Winterslag, Bemier.
Guðmundur fór út af í síðari hálf-
leik vegna meiðsla, en mun líklega
leika næsta leik með Winterslag
sem berst fyrir sæti sínu í deildinni.
■ Úrsllt/B 18.
Staðan/B 18.