Morgunblaðið - 08.04.1988, Page 5

Morgunblaðið - 08.04.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 B 5 Rás 1: Thomas Mann ■■■■ Á Rás 1 í dag er þátt- 1 Q00 urinn Örkin þar sem lö— fjallað er um erlendar nútímabókmenntir. í þættinum í dag verður rætt við Sigrúnu Ástríði Eiríksdóttur lektor í spænsku um argentínska höf- undinn Jorge Luis Borges og les Sigrún þýðingar sínar á nokkr- um ljóðum hans. Þá fjallar Kristján Ámason um þýska skáldið Thomas Mann. Tilefnið er að Sjónvarpið sýnir um þess- ar mundir myndaflokk byggðan á sögu hans „Buddenbrooks". Kristján hefur m.a. þýtt eina af sögum hans, Felix Krull. Um- sjónarmaður þáttarins er Ástráður Eysteinsson. Thomas Mann Stöd 2: Körfubolti ■■■■ Heimir QA10 Karlsson ^ VI íþrótta- fréttamaður Stöðvar 2 og Einar Bollason lögðu land undir fót fyrir skömmu og héldu ásamt 30 öðrum Islendingum til Bandaríkjanna og var tilgangurinn að kom- ast á leiki í bandaríska körfuknattleiknum. Farið var á heimavöll Chicago Bulls liðsins og fylgst með tveimur leilqum þess við Los Angeles Lakers og San Antonio, liði Pét- urs Guðmundssonar. Heimir og Einar ræddu m.a. við þjálfara Lakers, Pat Riley og leikmennina James Worthy og Kareem Abdul-Jabbar. Einnig ræddu þeir við Michael Jordan sem talinn er besti leikmaður NBA-deildarinnar. Stöð 2 sýnir í kvöld þátt sem er afrakstur þessarar ferðar. Heimir og Einar ræða við MicKael Jordan 2: Jens gullsmiður ■■i Nærmynd Stöðvar 2 0055 verður að þessu sinni — af Jens Guðjónssyni gullsmið. Ungur að árum hóf Jens nám í gullsmíði hjá Guð- laugi Magnússyni og lauk því árið 1941. Á árunum 1957-59 stundaði hann síðan nám við Gullsmíðaháskólann í Kaup- mannahöfn. Jens hefur tileinkað sér sérstæðan stíl og rekur nú gullsmíðaverkstæði og verslanir í Reykjavík. Umsjónarmaður Nærmynda er Jón Óttar Ragnarsson. Jens Guðjónsson Rót: Rætt við miðil ■■■■ í þættinum Yoga og ný viðhorf á dagskrá Rótar í dag QQ 00 verður rætt við ungan miðil, Þórhall Guðmundsson. Þór- hallur skýrir frá reynslu sinni en hann hefur orðið fyrir dulrænni reynslu frá unga aldri, er skyggn, sér fram í tímann og hefur miðilshæfileika. í þættinum skýrir Þórhallur frá þessari reynslu sinni og því námi sem hann stundar nú í breskum dulspekiskóla. HVAÐ ER AÐO GERAST ( Sögusvuntan Leikhúsið Sögusvuntan verður með brúðuleikhús-sýningu að Fríkirkjuvegi 11 á sunnudaginn kl. 15.00. Leiksýningin nefnist Smjörbitasagan og er byggð á íslensku ævintýri. Sýningin erætluð yngstu áhorfendunum. Hallveig Thorlaoius skrifaði handritið, gerði brúð- urnarog leikur. Miöasala er í Fríkirkju- vegi 11 frá kl. 13.00 á sunnudaginn. Einnig er hægt að panta miða í síma 622215. Frú Emiha Leikhúsið Frú Emilía sýnir gamanleikinn Kontrabassinn eftir Patrick Suskind. Með hlutverk kontrabassaleikarans fer Árni PéturGuðjónsson. Sýningarverða föstu- dag 8. apríl og sunnudag kl. 21.00 kl. 21.00. Síðustú sýningar. Miöapantanir eru í síma 10360. Leikhúsið er til húsa að Laugavegi 55B. Leikfélag Hafnarfjarðar Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Emil í Katt- holti laugardag og surinudag kl. 14.00. Miðapantanir í síma 50184 allan sólar- hringinn. Gránufjelagið Gránufjelagið sýnir „Endatafl" eftir Samu- el Beckett sunnudaginn 10. apríl kl. 16.00. Leikarar í „Endatafli" eru fjórir: Barði Guðmundsson, Hjálmar Hjálmars- son, Kári Halldórog Rósa Guðný Þórs- dóttir. Eggert Ketilsson er framkvæmda- stjóri sýningarinnarog Leiksmiðjan ís- land hefur unnið með Gránufjelaginu að gerð leikmyndar. Leiksýningin fer fram að Laugavegi 32 í bakhúsi. Miðasala opnar klukkustund fyrir sýningar. Miöa- pantanir allan sólarhringinn í síma 14200. íslenska óperan íslenska óperan sýnir Don Giovanni eftir Mozart í Gamla bíói. Með aöalhlutverk fara Kristinn Sigmundsson, Bergþór Páls- son, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Sigríð,urGröndal, Gunnar Guðbjörnsson og Viðar Gunnarsson. Hljómsveitarstjóri er Anthony Hose og leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Sýningarverða föstudaginn 8. april og laugardaginn 9. apríl kl. 20.00. Miðasal- aneropindaglega kl. 15-19. Síminn er 11475. Myndlist ELIAS Elías B. Halldórsson sýnir um þcssar mundir nýjar olíumyndir í Gallerí Borg. Elías sem er fæddur í Borgarfirði eystra árið 1930 stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1955 til 1958, síðan framhaldsnám við listaakademíuna í Stuttgart í Þýskalandi og við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmanna- höfn. Elías hélt sína fyrstu sýn- ingu í Bogasal Þjóðminjasafns- ins 1961 síðan hefur hann hald- ið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis.. Elías hefur lengst af búið á Sauðárkróki en flutti til Reykjavíkur fyrir tveimur árum. GalleríBorg Elías B. Halldórsson sýnir i Galleri Borg ' Pósthússtræti 9. Á sýningu Elíasar eru olíumyndir. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18ogumhelgarkl. 14-18.Henni lýkurþriöjudaginn 19. april. DAÐI OG EYDIS Daði Harðlarson og Eydís Lúðvíksdóttir reka saman verkstæði að Ási í Mosfellsbæ þar sem þau vinna ýmist saman eða sitt í hvoru lagi að gerð listmuna úr postulínsleir. Þau hafa á síðustu mánuðum gert fjölda tilrauna með leirinn, liti og glerunga, form og skreytingar. Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum þeirra í Gallerí List, Skipholti 50b, og er hún afrakstur tilrauna þeirra. Á sýningunni eru meðal annars þessar öskjur sem eru eins og egg í laginu. Gallerí List I Gallerí List, Skipholti 50b, sýna Eydís Lúðvíksdóttirog Daði Harðarson keramikverk. Daði og Eydís hafa rekið saman verkstæði að Ási í Mosfellsbæ síðan í nóvember 1987. Þau vinna ýmist saman eða sitt í hvoru lagi að gerð list- muna úrpostulínsleir. Eydiserfædd. 1950 og lauk prófi úr kennaradeild Mynd- lista- og handiðaskóla íslands 1971. Daði er fæddur 1958 og lauk námi í keramikdeild Myndlista- og handíðaskól- ans 1982 og var næstu tvö árin gesta- nemi við Skolen for Brugskunst í Kaup- mannahöfn. Sýningin stendur til 10. april og.eropinvirkadaga kl. 10-18ogum helgarkl. 14-18. Grafík Gallerí Borg Gallerí Borg hefur sett á stofn sérstakt Grafík Galleri í Austurstræti 10 og kynnir verk einstakra listamanna i glugganum í Austurstræti. Næsta hálfa mánuðinn verða kynnt verk leirlistakonunnar Guðnýjar Magnúsdóttur og grafikmyndir eftir Þórð Hall. Gallerí Gangskör Lisbet Sveinsdóttir sýnir í Gallerí Gang- skör, Amtmannsstíg 1. Lísbet stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla (s- lands 1972-1982. Sýningin er opin alla virka daga frákl. 12.00—18.00 og úm helgar frá kl. 14.00— 18.00. Sýning henn- arstendurtil 10. apríl. Gallerí Krókur Árni Páll sýnir verk sín í Gallerí Krók að Laugavegi 37. Sýning Árna stendur út april-mánuð. Galleríið er opið á verslun- artíma. Gallerí Svart á hvrtu Sýning á verkum norska listamannsins Yngve Zakarias stendur í Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17. Yngve Zakarias er búsettur í Berlin og hefur tekiö þátt i. samsýningum víða í Evrópu og haldið einkasýningar. Hann hefur dvalið hér á landi undanfarnar vikur sem kennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Sýn- inginsem stendurtil 10. april eropin kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Gullni haninn Áveitingahúsinu Gullna hananum eru myndir Sólveigar Eggerz til sýnis. Að þessu sinni sýnir hún vetrarmyndir og stemningar um Ijóð Sigfúsar Daðasonar. Listasafn ASÍ Guðbjartur Gunnarsson sýnir myndir unnar i blandaðri tækni í Listasafni ASl, Grensásvegi 16. Guðbjartur lauk kenn- araprófi 1950 og siöar myndmennta- kennaraprófi í Bandaríkjunum. Myndirnar sem hann sýnir eru byggöar upp á ijós- myndum, þrykktar á mismunandi litan pappír og handlitaðar með pastellitum. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20, laugardaga og sunnudaga kl. 14-20 svo og skirdag og annan i páskum. Föstu- daginn langa og páskadag verður opiö kl. 15-20. Sýningunni lýkur 10. apríl. Nýhöfn I innri sal Nýhafnar eiga eftirtaldir lista- menn verktil sölu: Ágúst Petersen, Borg- hildurÓskarsdóttir, Bragi Ásgeirsson, Daði Gúðbjörnsson, Edda Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, GunnarÖrn Gunnarsson, Harpa Björnsdóttir, Haukur Dór, HólmfríðurÁrnadóttir, Karl Kvaran, Karólina Lárusdóttir, Magnús Kjartans- son, Valgarður Gunnarsson og Vignir • Jóhannsson. Kjarvalsstaðir Sigþrúður Pálsdóttir, Sissú, sýnir málverk i Kjarvalssal. Þetta er 4. einkasýning Sig- þrúðar í Reykjavík frá því hún útskrifaöist sem Bachelorof Fine Árts frá The Scho- ol of Visual Arts í New York vorið 1982. Sissú fæddist í Reykjavík árið 1954. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum eru um 40 málverk, flest unnin í oliu á striga. Sýning- in er opin alla daga kl. 14-22 til 17. apríl. í vestursal Kjarvalsstaða sýnir Guðmund- ur Björgvinsson málverk. Sýningin ber yfirskriftina „Martin Berkofsky spilar ung- verska rapsódíu nr. 10 eftir Franz Liszt". Sýningin er opin daglega til 17. april kl. 14-22. Ávesturgangi Kjarvalsstaða sýnir Jens Kristleifsson málverka. Jens er fæddur árið 1940 í Reykjavík. Sýning hans er opintiL17. april. Liststofa Bókasafns Kópavogs Sýning á 18 Ijósmyndum eftir Svölu Sig- urleifsdóttur stendur nú yfir í Liststofu Bókasafns Kópavogs. Ljósmyndirnar eru teknar á seinustu 6 árum á isafirði og Hornafiröi. Svala fæddist á (safirði 1950. Sýningin er opin á sama tíma og bókasaf- nið, mánudaga til föstudaga kl. 9-21, laugardaga kl. 11 -14. Sýningin stendur til 15. apríl og eraðgangurókeypis. Hafnargata í Keflavík Erla Sigurbergsdóttir sýnir verk sín í Hafn- argötu 35 í Keflavík. Á sýningu Erlu eru olíumálverk og keramik. Öll verkin eru unnin á árunum 1986-1988. Sýningin stendur til 17. apríl og er opin virka daga kl. 14-20 og um helgar kl. 14-18. Hreyfing Keila í Keilusalnum i öskjuhlíð eru 18 brautir undir keilu. Á sama stað er hægt að spila billjarð og pínu-golf. Einnig er hægt að spila golf í svokölluðum golfhermi. Sund í Reykjavík eru útisundlaugar f Laugar- dal, viö Hofsvallagötu og við Fjölbrauta- skólann í Breiöholti. Einnig eru útisund- laugar á Seltjarnarnesi, á Varmá og við Borgarholtsbraut í Kópavogi. Innisund- laugar á höfuðborgarsvæðinu eru við Barónsstíg og við Herjólfsgötu i Hafnar- firði. Opnunartima þeirra má sjá í dag- bókinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.