Morgunblaðið - 08.04.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 08.04.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 B 15 MYIMDBÖND Sæbjörn Valdimarsson UPPGERÐUR OG ELDHRESS BOND Spennumynd The Living Daylights ★ ★ ★ Loikstjóri John Glen. Handrit Richard Maibum og Michael G. Wilson. Tónlist John Barry, The Pretenders og A-ha. Aðalleik- endur Timothy Dalton, Maryam d’Abo, Joe Don Baker, Art Malik og Jeren Krabbé. Bandarísk- bresk. United Artists 1987. 126 min. 1985 voru blikur á lofti í sam- keppni reykvískra kvikmyndahúsa. Pulltrúi frá United Artists var kom- inn til landsins í leit að umboðsað- ila, þar sem sá gamli (Tónabíó) var tæpast samkeppnisfær lengur. Tími einsala kvikmyndahúsa var liðinn. Fulltrúinn var með nýjasta vopr U.A. í farangrinum; A View To A Kill, Bond-myndina sem tekin vai að örlitlum, en því betur heppnuð- um, hluta hérlendis. Eftir sýningu var maðurinn spurður hvort Bond- myndimar yrðu fleiri, en þær eru orðnar vinsælasta (mest sótta) myndaröð í sögu kvikmyndanna, enda var svarið jákvætt. En spurður um framtíð Rogers Moore í hlut- verki hetjunnar komu vomur á er- indrekann. Ástæðan augljós, karl var orðinn alltof gamall í hlutverk- ið, skemmdi ágæta spennumynd með augljósum hrörleika sem varð enn melra áberandi í návist kjarn- orkukroppsins Grace Jones. Og það kom fljótlega á daginn að leit var hafin að nýjum Bond og margir tilnefndir. Ekki tókst að berja Oxford-ensku inní höfuðið á Tom Selleck og að lokum var það virtur og vinsæll sviðs- og kvik- myndaleikari, Timothy Dalton, sem hiaut hnossið. Erfítt og vandasamt val hefur tekist vel. Dalton er einmitt sú end- umýjun sem myndaröðina bráð- vantaði. Hann er ferskur og fágað- ur og tekur markvissar á hlutverk- inu, sem Roger Moore skilaði prýði- lega af sér lengst af, en gæddi kannski fullmiklu glensi og kæm- leysi. Að venju er Bond að kljást við varmenni af ekki lítilli stærðar- gráðu; hershöfðingja úr röðum KGB sem flýr vestur fyrir járntjald en reynist leika tveimur skjöldum. The Living Daylights er full af þróttmiklum átakaatriðum, góðri kímni, vönduðum brellum og ágæt- urn leik. Hún er besta Bond-myndin um langa hríð og full ástæða til að líta með bjartsýni til þeirrar næstu. Hryllingsmynd RPRIL FOPL'S ÐAY APRILGABB April Fool’s Day ★ ★ Leikstjóri Fred Walton. Handrit Danilo Bach. Tónlist Charles Bernstein. Aðalleikendur Jay Baker, Deborah Foreman, Deb- orah Goodrich, Ken Oland, Griff- in O’Neal. Bandarísk. Paramount Pictures 1986. Háskólabíó 1988. 85 mín. Foreman býður nokkmm skóla- systkinum til dvalar á heimili for- eldra sinna á afskekktri eyju. Sælu- stundimar snúast fljótlega í mar- tröð, þar sem gestimir taka að týna tölunni fyrr en varir. Ekki merkileg mynd, enda lætur hún lítið yfír sér í flesta staði. En hún er nokkuð spennandi og þar að auki laus við yfírgengilega óráð- síu á tómatsósu — þrátt fyrir þá staðreynd að framleiðendur mynd- bálksins sem kenndur er við föstu- daginn þrettánda standa að baki hennar. En þessar 13.-myndir vom vægast sagt með subbulegra efni sem sýnt hefur verið á tjaldinu á undanförnum ámm. Leikhópurinn er svona slarkfær þó engar fínnist stjörnurnar. Hér er þó vandræðagepillin Griffin, son- ur Ryans O’Neal og Claytons Rohn- er, einn mest fráhrindandi ungra, amerískra leikara. Stórskemmdi Private Investigations og skildi ekk- ert eftir sig í Hamburger Hill. Mein- laus, örlítið kitlandi skemmtun. LOKABARÁTTA Stríðsmynd Apocalypse Now ★ ★ ★ Leikstjóri Francis Coppola. Handrit John Milius, Coppola. Tónlist Carmine Coppola. Kvik- myndataka Vittorio Storaro. Að- alleikendur Martin Sheen, Ro- bert Duvall, Harrison Ford, Frederic Forrest, Marlon Brando, Dennis Hopper, Sam Bottons. Bandarísk. U.A./Zoe- trope Studios 1979. Háskólabíó 1985. Ein þeirra mynda sem plagaðar vora á framleiðslustiginu af hvers kyns óáran allt frá upphafí til enda. Óstjómlegu peningabmðli — sem að endingu leiddi til gjaldþrots Zoe- trope Studios, draumaverksmiðju hins mistæka Coppola, náttúmham- fömm, sjúkdómum og slysfömm. Og ég held að megi bæta við fárán- legum ofleik Brandos. Það er ömur- legt að horfa uppá þennan afburða leikara gera grín að sjálfum sér og öðmm í myndinni. Sjaldan hefur nokkur leikari unnið einni mynd jafn mikið ógagn fyrir jafn gífur- lega fjárupphæð, en laun Brandos fyrir sitt litla en mikilvæga gesta- hlutverk vom himinhá og einstök á sínum tíma. En þrátt fyrir öll áföll- in er Apocalypse Now engu síður minni háttar klassík með ógleyman- legum myndskeiðum sem í hrika- legri fegurð og fmmleik hefur verið tugum minniháttar spámanna inn- blástur æ síðan. Tökum sem dæmi óhugnanlega, undirstrikandi notk- un þyrlunnar sem banvænnar stríðsmaskínu; vágests sem skyndi- lega birtist á sjónarsviðinu, boðandi dauða og tortímingu. Og Wagner á tónbandinu. Það er því einkar ánægjulegt að myndina er að fínna í sæmilegu ástandi á nokkmm leig- um og að líkindum hjá útgefanda. Apocalypse Now er upplifun, brokk- geng að vísu, sem maður verður að njóta í friði og ró, helst á hi-fí- tækjabúnaði, þar sem mikilleiki hennar felst ekki hvað síst í ægifag- urri tónlistinni, bæði eftir Carmine, föður Coppola, og gömlu meistar- ana í bland. Efnið sækja Milius og Coppola í smásögu eftir Joseph Conrad, Heart of Darkness, og færa hana uppá Víetnam-stríðið. Sheen leikur for- ingja sem sendur er frá Saigon um langa vegu eftir fljóti til að hafa uppá foringja (Brando) í her Banda- ríkjamanna, sem gerst hefur lið- hlaupi. Úr afskekktu fjallahéraði stjómar hann nú her manns, sem einnig hafa hlaupist undan merkj- um. Sheen er ætlað að stöðva mann- inn í eitt skipti fyrir öll, með viðeig- andi aðferðum. Á köflum ódauðleg skoðun á myrkviðum sálarinnar sem endurspeglast í hryllingi stríðsbröltsins. Að auki er brjálæði Duvalls ógleymanlegt augnayndi og kvikmyndatakan, hljóðsetningin og tónlistin, allt unnið af meistara- höndum. Mynd sem vekur til um- hugsunar og upplagt er að skoða í næði páskafrísins. Rót: Verkalýösfélagið í Súðavík ■i Þátturinn „Af vettvangi baráttunnar" er á dagskrá Út- 00 varps Rótar laugardaginn 9. aprfl og er þátturinn helgað- “ ur upphafí Verkalýðsfélagsins í Súðavík en það er 60 ára um þessar mundir. Greint verður frá baráttu félagsins fyrir samnings- rétti, verkfallsátökum og félaginu sjálfu, en heimildir um starfsemi félagsins fyrstu árin hafa verið vel varðveittar. Einnig verður rætt við fólk sem tók þátt í starfsemi félagsins fyrstu árin. Umsjónarmað- ur þáttarins er Gestur Guðmundsson. Stöð 2: Golden Globe ■I Stöð 2 sýnir sunnu- 25 daginn 10. apríl frá Golden Globe verð- launaafhendingunni sem fram fór 23. janúar sl. Meðal þeirra þátta sem viðurkenningu hlutu er Lagakrókar sem Stöð 2 sýn- ir. Þættirnir fjalla um líf og störf lögfræðinga á stórri lögfræði- skrifstofu í Los Angeles. Laga- krókar hrepptu fleiri viðurkenn- ingar því besta leikkonan í drama-framhaldsþáttum var valin Susan Dey en hún leikur einn af lögfræðingunum sem koma við sögu í Lagakrókum. Sjónvarpsáhorfendur fá að sjá aðra þá sem hlutu viðurkenning- ar í þættinum á sunnudaginn. OfTlROn A FGREIÐSL UKA SSA R BALLETT KLASSÍSKUR BALLETT Vornámskeið 6 vikur. Hefst mánudaginn 11. apríl. Byijendur (yngst 5 ára) og framhaldsnemendur. Innritun i sima: 7 2154 Félag íslenskra listdansara. BflLLETSKÓLI SIGRÍOflR flRmflfln SKÚLAGÖTU 32-34 <><►<► GYLMIR/Sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.