Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988
B 5
Stöð 2:
Arkrtektinn
Manfreð
■ í Nærmynd Stöðvar
40 2 í kvöld verður rætt
við Manfreð Vil-
hjálmsson arkitekt. Manfreð
rekur arkitektastofu að Berg-
staðastræti í Reykjavík. Meðal
verka Manfreðs má nefna Þjóð-
arbókhlöðuna sem er áætlað að
taka í notkun árið 1990. Einnig
má nefna verslunarhúsnæðið að
Faxafeni 7 í Reykjavík þar sem
Epal hf. er til húsa, auk margra
annarra verka. Manfreð hefur
hlotið ýmsar viðurkenningar
fyrir verk sín, m.a. hlaut hann
önnur verðlaun í samkeppni um
nýbyggingu Alþingis. Það er Jón
Óttar Ragnarsson sem ræðir við
Manfreð í þættinum.
Manfreð Vilhjálmsson
Rás 2:
Tónlistarkrossgátan
■■■■ Jón Gröndal
1 K00 leggur 103.
4- tónlistarkross-
gátuna fyrir hlustendur í
dag á Rás 2.
Lausnir skal senda til
Ríkisútvarpsins Rás 2,
Elfstaleiti 1, 108
Reykjavík og merktar:
Tónlistarkrossgátan.
Stöð 2:
Vor- og sumartíska
■■■■ Stöð 2 sýn-
1 Q 30 >r í dag
-I- ö þátt um
vor- og sumartískuna.
Sýnt verður frá tísku-
sýningum og kynntur
tískuhönnuðurinn
Emanuel Ungaro og
fatnaður sá sem hann
hefur hannað fyrir
sumarið. Tískuhönn-
uðir hafa fyrir löngu
lagt línuna fyrir
sumarið og eru þeir
flestir á því að láta
hið kvenlega ráða
ríkjum; pilsin skulu
vera stutt í sumar.
Einnig eru þeir hrifnir
Kjólar sem Ungaro hefur hannað.
af rómantískum kjólum með blómamynstri. Og hvað litina varðar
eru það pastel, svart og hvítt sem eru alls ráðandi.
Sjónvarpiðs
Hvað heldurðu?
■B Hvað held-
05 urðu? er á
dagskrá
Sjónvarpsins í kvöld.
Þessi þáttur hefur
notið mikilla vinsælda
og þá ekki síst vegna
hagyrðinganna sem
fylgja hveiju liði.
Keppnin í kvöld er sú
síðasta fyrir úrslita-
keppnina og eru það Reykvíkingar og ísfirðingar sem mætast. Og
eins og áður verða hagyrðingamir á sínum stað, Flosi Ólafsson fylg-
ir Reykjavíkurliðinu og Guðmundur Ingi Kristjánsson fylgir ísfirðing-
um. Keppnin fer fram á ísafirði og er umsjónarmaður sem fyrr
Ómar Ragnarsson.
HVAÐ
ER AÐ0
GERAST.
SÍÐASTA SÝNING Á
BÍLAVERKSTÆÐINU
Sfðasta sýning á Bílaverkstæði Badda eftir Ólaf Hauk Simonar-
son verður á laugardagskvöld á Litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu.
Að sýningu lokinni verður leikmyndinni pakkað niður og hún
send til Helsinki þar sem verkið verður sýnt á norrænu leiklistar-
hátíðinni í Helsinki 21. og 26. maí. 90 sýningar hafa verið á
Bílaverkstæðinu á þessu leikári enda sætanýtingin tæplega 100
prósent. Meðal áhorfenda hafa verið starfsmenn fjölda bílaverk-
stæða sem hafa fjölmennt á sýninguna til að fylgjast með örlög-
um starfsbræðra sinna í túlkun leikara Þjóðleikhússins. Leikarar
í verkinu eru: Bessi Bjamason, Jóhann Sigurðarson, Sigurður
Siguijónsson, Guðlaug María Bjamadóttir, Amar Jónsson og
Ami Tryggvason.
hundur — Tína Turner. Sýningarverða
föstudaginn 15. og þriðjudaginn 19. apríl
kl. 20.30. Miöapantanir í síma 24650.
Sýnt er á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9.
Frú Emilía
Leikhúsið Frú Emilía sýnir gamanleikinn
Kontrabassinn eftir Patrick Suskind. Með
hlutverk kontrabassaleikarans fer Ámi
Pétur Guöjónsson. Sýningar verða föstu-
daginn 15. april og sunnudaginn 17.
apríl kl. 21.00. Síðustu sýningar. Miöa-
pantanir eru (sima 10360. Leikhúsið er
til húsa að Laugavegi 55B.
Leikfélag Hafnarfjardar
Leikfélag Hafnarfjarðarsýnir Emil i Katt-
holti laugardag, sunnudag og fimmtudag
kl. 14.00. Sýningareru í Bæjarbiói. Miöa-
pantanir i sima 50184 allan sólarhringinn.
Gránufjelagið
Gránufjelagið sýnir „Endatafl" eftirSamu-
el Beckett. Leikarar í „Endatafli“ eru fjór-
in Barði Guðmundsson, Hjálmar Hjálm-
arsson, Kári Halldórog Rósa Guðný
Þórsdóttir. Eggert Ketilsson erfram-
kvæmdastjóri sýningarinnarog Leik-
smiðjan (sland hefur unnið með Gránufje-
laginu að gerð leikmyndar. Leiksýningin
ferfram að Laugavegi 32 í bakhúsi. Miða-
sala opnar klukkustund fyrir sýningar.
Miðapantanir allan sólarhringinn í síma
14200.
Revíuleikhúsið
Reviuleikhúsið sýnir söngleikinn Sæta-
brauöskarlinn eftir David Wood. Sýningar
veröa laugardaginn 16. og sunnudaginn
17. april kl. 14.00. Sýnt er í Félags-
heimili Kópavogs (Gamla Kópavogsbíó).
Miöapantanirallan sólarhringinn í sima
656500. Miðasala opin frá kl. 13.00 alla
sýningardaga, sími 41985.
íslenska óperan
Óperan Don Giovanni eftir Mozart verður
ekki sýnd í Islensku óperunni um helg-
ina. Aðalsöngvarinn í óperunni, Kristinn “
Sigmundsson, syngur um þessar mundir
fyrir íbúa Dallas í Bandarikjunum. Hann
ervæntanlegurafturtil landsins innan
skamms og hefjast þá sýningar aftur
helgina 22.-24. april. Fáarsýningareru
eftir. Litli sótarinn verðursýndurá
Blönduósi laugardaginn 16. apríl kl.
16.00. Sýningin er haldin í tengslum við
„Húnavöku". Allra síðasta sýning á Litla
sótaranum verður i íslensku óperunni
fimmtudaginn21.aprilkl. 16.00.
Myndlist
Gallerí Borg
Elias B. Halldórsson sýnir í Gallerí Borg
Pósthússtræti 9. Á sýningu Eliasar eru
24 olíumyndir. Elias stundaði nám í
Myndlista- og handíðaskóla Islands 1955
til 1958, síðan framhaldsnám viö lista-
akademíuna í Stuttgart í Þýskalandi og
við Konunglegu listaakademiuna í Kaup-
mannahöfn. Hann hélt sína fyrstu sýn-
ingu í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1961
og hefur siðan haldið einkasýningar og
tekiö þátt í samsýningum hér á landi og
eriendis. Sýningin er opin virka daga kl.
10-18ogumhelgarkl. 14-18. Henni
lýkur þriöjudaginn 19. aprfl.
Grafík Gallerí Borg
Gallerí Borg hefur sett á stofn sérstakt
Grafik Gaileri i Austurstræti 10 og kynnir
verk einstakra listamanna i glugganum í
Austurstræti. Næsta hálfa mánuöinn
verða kynnt verk leiriistakonunnar
Guönýjar Magnúsdóttur og grafikmyndir
eftir Þórö Hail.
Gallerí Krókur
Ámi Páll sýnir verk sín í Galleri Krók að
Laugavegi 37. Sýning Ámá stendur út
april-mánuð. Galleríið er opið á verslun-
artíma.
Gallerí Svart á hvítu
í Galleri Svart á hvitu að Laufásvegi 17
verður opnuð sýning á blýantsteikningum
Valgeröar Bergdóttur laugardaginn 16.
april kl. 14.00. Á sýningunni eru verk
og kæli-
blásararnir
okkar eru lands-
þekkir fyrir gæði.
Peir eru hannaðir, prófaðir
og smíðaðir af sérfræðingnum
okkar, Jónasi og þeim fylgir
eins árs ábyrgð.
Ef þú þarft að hita eða kæla:
Bílskúra, tölvuherbergi, vinnuherbergi, verk-
stæði, minni vinnusali, kæliklefa, stærri verk-
stæði, vinnusali, húsbyggingar o.fl. þá skaltu
hafa samband við okkur.
Söluaðilar:
Blikksmiðjan
Smiðshöfða 9
Reykjavik
S: 685699
Vatnsvirkinn
Ármúla 21 og Lynghálsi 3
Reykjavík
S: 686455
BLIKKSMIÐJAN
(SLENSK VARA
FYRIR ÍSLENSKT VATN!!