Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988
B 7
HVAÐ
ER AÐO
GERASTÍ
LITLI SÓTARINN Á BLÖNDUÓSI
Barna- og fjölskylduóperan Litli sótarinn sem sýnd hefur verið
að undanförnu í íslensku óperunni verður sýnd laugardaginn
16. apríl í Félagsheimilinu á Blönduósi. Sýningin er haldin í
tengslum við „Húnavöku", árlegan menningarviðburð Húnvetn-
inga. Allra síðasta sýning á Litla sótaranum verður síðan i
íslensku óperunni á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 21. apríl.
SISSÚ Á KJARVALSSTÖÐUM
Sigþrúður Pálsdóttir eða Sissú eins og hún kýs að nefna sig
sýnir um þessar mtmdir í Kjarvalssal Kjarvalsstaða. Þar sýnir
hún 40 myndir, allt frá smámyndum upp í stór verk. Flestar
myndimar eru unnar í olíu en nokkrar með biandaðri tækni.
Þetta er fjórða einkasýning hennar og eru allar myndimar unn-
ar á innan við ári. Sissú er 33 ára og hefur lagt stund á mynd-
listanám í Kaupmannahöfn og New York. Undanfarin fimm ár
hefur hún málað myndir sinar í Reykjavík. Sýningu hennar lýk-
ur sunnudaginn 17. april.
unnin á árunum 1987-88, allt blýants-
teikningar á pappír. Valgerður hefur hald-
ið einkasýningar og tekið þátt í samsýn-
ingum. Hún hefur unnið að félagsmálum
myndlistarmanna og varformaður F(M
1983-85. Hún hefur kennt við Myndlista-
og handíðaskóla (slands og við Myndlist-
arskólann í Reykjavík og var skólastjóri
hans 1984-87. Valgerðurerfædd 1943
og stundaöi nám við Myndlista- og hand-
íðaskóla (slands og Statens Kunstind-
ustri- og Hándværkerskole í Osló. Hún
lauk myndmenntakennarprófi frá Mynd-
lista- og handíöaskóla Islands 1973.
Á efri hæð gallerísins eru verk ýmissa
myndlistarmanna til sölu og má þar nefna
verk eftir Karl Kvaran, Helga Þorgils Frið-
jónsson, Kristinn Guðbrand Harðarson,
Huldu Hákon, Georg Guöna, Jón Óskar,
Brynhildi Þorgeirsdóttur, Jón Axel, Sigurð
Örlygsson, Sigurð Guðmundsson ofl.
Galleríið er opið alla daga nema mánu-
daga kl. 14-18. Sýningu Valgeröar lýkur
1. mai.
Gullni haninn
Á veitingahúsinu Gullna hananum eru
myndir Sólveigar Eggerz til sýnis. Að
þessu sinni sýnir hún vetrarmyndir og
stemningar um Ijóð Sigfúsar Daðasonar.
Mokka
Ásgeir Lárusson sýnir á Mokka 26 vatns-
litamyndirsem hann hefur unnið á und-
anförnum mánuðum. Sýningu sína kallar
Ásgeir „Form, fólk og furðudýr". Þetta
er 7. einkasýning Ásgeirs og stendur hún
út apríl-mánuð.
Nýhöfn
(Nýhöfn Hafnarstræti 18 í Reykjavík eru
sýnd verk Geröar Helgadóttur mynd-
höggvara. Það er Lista- og menningarráö
Kópavogs sem heldur sýningun a i tilefni
af því að hinn 11. apríl hefði Geröur orð-
ið 60 ára. Aöalsteinn Ingólfsson list-
fræöingur og Sigurður örlygsson listmál-
ari hafa valiö verkin á sýninguna í sam-
ráði við bróðurGerðar, Snorra Helgason.
Gerðurfæddist 1928 í Neskaupstað (
Norðfirði, hún stundaði nám í Myndlista-
og handíöaskólanum og hélt ung til Flór-
ens og dvaldi þar við nám og störf. Hún
bjó lengst af í Paris en siðustu æviárin
i Hollandi. Gerður lést úr krabbameini
langt umaldurfram 1975,aöeins47 ára
gömul. Nýhöfn er opiö virka daga kl.
I0-I8ogum helgarkl. 14-18.
í innri sal Nýhafnar eiga eftirtaldir lista-
menn verk til sölu: Ágúst Petersen, Borg-
hildurÓskarsdóttir, Bragi Ásgeirsson,
Daði Guöbjörnsson, Edda Jónsdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnarörn
Gunnarsson, Harpa Björnsdóttir, Haukur
Dór, HólmfríðurÁrnadóttir, Karl Kvaran,
Karólína Lárusdóttir, Magnús Kjartans-
son, Valgarður Gunnarsson og Vignir
Jóhannsson.
Kjarvalsstaðir
Sigþrúður Pálsdóttir, Sissú, sýnir málverk
í Kjarvalssal. Þetta er 4. einkasýning Sig-
þrúðar í Reykjavík frá þvi hún útskrifaöist
sem Bachelor of Fine Arts frá The
Schoolof Visual Arts i New York vorið
1982. Sissú fæddist i Reykjavík árið
1954. Á sýningunni á Kjarvalsstööum eru
um 40 málverk, fiest unnin í olíu á striga.
Sýningin er opin alla daga kl. 14-22 til
17. apríl.
í vestursal Kjarvalsstaða sýnir Guðmund-
ur Björgvinsson málverk. Sýningin ber
yfirskriftina „Martin Berkofsky spilarung-
verska rapsódíu nr. 10 eftir Franz Liszt".
Sýningin er opin daglega til 17. apríl kl.
14-22.
Ávesturgangi Kjarvalsstaða sýnir Jens
Kristleifsson málverka. Jens erfæddur
árið 1940 í Reykjavík. Sýning hans er
opintil 17. apríl.
Liststofa Bókasafns
Kópavogs
Sýning á 18 Ijósmyndum eftirSvölu Sig-
urleifsdóttur stendur nú yfir í Liststofu
Bókasafns Kópavogs. Ljósmyndirnareru
teknará seinustu 6 árum á (safirði og
Hornafirði. Svala fæddist á (safirði 1950.
Sýningin er opin á sama tima og bókasaf-
nið, mánudaga til föstudaga kl. 9-21,
laugardaga kl. 11-14. Sýningin stendur
til 15. apríl og er aögangur ókeypis.
Gallerí Glugginn
Gunna örn sýnir í Galleri Glugganum,
Glerárgötu 34 á Akureyri. Gunnar Örn
hélt fyrstu málverkasýningu sína árið
1970 í Unuhúsi. Síðan hefur hann haldið
20 einkasýningar meðal annars i
Reykjavík, Kaupmannahöfn, NewYork
og tekið þátt í samsýningum víða, meðal
annars á Norðurlöndunum, Evrópu, New
York, Chicago, Sao Paulo og Tokyo.
Sýningin er opin daglega kl. 14-18 nema
mánudagaogstendurtil 17. apríl.
Gamli Lundur Akureyrí
Gallerí Allrahanda á Akureyri er með
kynningar- og sölusýningu i Gamla Lundi.
Á sýningunni eru verk eftir ýmsa lista-
menn, m.a. leirmunir, myndvefnaður,
textíl-verk, grafik-myndir, silfurmunir og
fleira. Sýningin er opin föstudag kl.
20.30-22.00, laugardag kl. 10.00-22.00
ogsunnudag kl. 14.00-22.00.
Hafnargata í Keflavík
Erla Sigurbergsdóttir sýnir verk sin í Hafn-
argötu 35 í Keflavík. Á sýningu Erlu eru
oliumálverk og keramik. öll verkin eru
unnin á árunum 1986-1988. Sýningin
stendurtil 17. apríl og eropin virka daga
kl. 14-20ogum helgarkl. 14-18.
Ferðalög
Upplýsingamiðstöð
Upplýsingamiöstöð ferðamála er með
aðsetur sitt að Ingólfsstræti 5. Þar eru
veittar allar almennar upplýsingar um
feröaþjónustu á (slandi. Mánudaga til
föstudaga er opið frá klukkan 10.00-
16.00, laugardaga kl. 10-14 og sunnu-
daga kl. 11.00-14.00. Siminn er 623045.
Útivera
Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Frístunda-
hópsins Hana Nú í Kópavogi verður laug-
ardaginn 16. apríl. Lagt verður af stað
frá Digranesvegi 12 kl. 10.00.
Markmið göngunnar er samvera, súrefni
og hreyfing. Nýlagað molakaffi. Allireru
velkomnir.
Útivist
Útivist efnir á sunnudaginn 17. apríl til
11. ferðar í „Strandgöngu í landnámi Ing-
ólfs". Gengið verðurfrá Innri-Njarðvík út
ÍLeiru. Brottförerkl. 10.30ogkl. 13.00
frá BSÍ, bensinsölu. Þeir sem vilja taka
þátt í allri göngunni mæta kl. 10.30 en
þá veröur byrjað við Innri-Njarðvíkurkirkju
og gengið yfir á Njarðvikurfitjar og að
Byggðasafni Suðurnesja í Keflavik og það
skoðað í fylgd safnvarðar. Síðan verður
haldið með ströndinni (Vatnsnes) að
gömlu Duusverslun. (þennan hluta
göngunnar mæta Njarðvikingar og
Keflvíkingar sem fróðir eu um staðhætti.
Þeir sem mæta í ferðina kl. 13 samein-
ast göngunni við Duusversiun, en þaðan
veröurgengiö um Helguvík, Hólmsberg
og meðfram Bergvötnum í Leiru. Ásum-
ardaginn fyrsta (fimmtudag) verður farið
í ferð í Öræfasveit (4 dagar) og bæði
gengið um Skaftafellsþjóðgarðinn og
gefinn kostur á skíðagönguferð á öræfa-
jökul. Auk þess verður 2. ferð í Fjalla-
hringnum kl. 13.00. Gengiö verður á
Grænudyngju.
Ferðafélag íslands
Skíðagönguferð verður á sunnudaginn
17. april kl. 10.30 og verður þá gengið
frá þjónustumiðstöðinni i Bláfjöllum um
Kistufell og f Grindskörð. Kl. 13.00 á
sunnudaginn verður gönguferð/skíöaferö
frá þjónustumiðstöðinni að Þrihnúkum
(gígar) og þaðan í Grindaskörð. Billinn
tekur báða hópana á Bláfjallavegi vest-
ari. Næsta helgarferð veröur farin i Tind-
fjöll helgina 21 .-24. april. Á sumardaginn
fyrsta verðurfarin hin hefðbundna Esju-
ganga kl. 10.30.
Viðeyjarferðir
Hafsteinn Sveinsson er með daglegar
ferðir út i Viðey og um helgar eru feröir
allan daginn frá kl. eitt. Kirkjan í Viðey
er opin og veitingarfást í Viöeyjamausti.
Bátsferðin kostar 200 krónur.
Félagslíf
MÍR
24 ára gömul sovésk kvikmynd verður
sýnd í bíósal M(R, Vatnsstíg 10, sunnu-
daginn 17. apríl kl. 16.00. Þetta er mynd-
in „Hamlet", byggð á leikriti Williams
Shakespeares sem nú er verið að æfa
hjá Leikfélagi Reykjavíkur og verður bráð-
lega frumsýnt í Iðnó. Leikstjóri myndar-
innarer Kozintsév, en tónlistina samdi
Shostakovitsj. Með titilhlutverkið fer I.
Smoktunovskí. Enskir skýringatextar eru
með myndinni. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill meðan húsrúm leyfir.
Félagsvist SGT
SGT (Skemmtinefnd góðtemplara)
gengst fyrir þriggja kvölda spilakeppni í
félagsvist. Keppnin hefst föstudagskvöld-
ið 15. apríl kl. 21.00.Áeftirverðagömlu
dansarnir og er það hljómsveitin Tíglar
sem leikur. Verölaun verða veitt (spila-
keppninni, en næst verður spilað föstu-
daginn 22. apríl og lokakeppnin ferfram
föstudaginn 29. april.
Kristilegtfélag
heilbrígðisstétta
Kristilegt félag heilbrigðisstétta verður
með fund í safnaðarsal Laugarneskirkju
mánudaginn 18. apríl. Fundurinn er f
umsjón félaga úr gamla kristna hjúk-
runarfélaginu. Efni fundarins eru lit-
skyggnur i umsjá Maríu Finnsdóttur.
Benedikt Amkelsson fer með hugleið-
ingu. Kaffiveitingar. Allirvelkomnir.
Tónlist
Lúðrasveitin Svanur
Lúörasveitin Svanur heldur sina árlegu
vortónleika í Langholtskirkju laugardag-
inn 16. april kl. 17.00. Stjórnandi tónleik-
anna veröur Robert Darling. Flutt verða
m.a. verk eftir Holst, Anton Bruckner,
Saint Saéns, G.F. Hándel, Grieg og Sibel-
ius.
Grtartónleikar
Einar Kristján Einarsson gítarleikari held-
ur tónleika i sal Menntaskólans á Akur-
eyri laugardaginn 16. apríl kl. 17.00.
Einnig heldur hann tónleika (Bergþórs-
hvoli á Dalvík sunnudaginn 17. apríl kl.
17.00. Einar Kristján hefur stundað fram-
haldsnám í Englandi undanfarin 5 ár.
Þetta eru fyrstu opinberu einleikstónleik-
ar hans hér á landi en hann hefur komið
fram í Englandi og á Spáni.
Hreyfing
Keila
(Keilusalnum í Öskjuhlíð eru 18 brautir
undir keilu. Á sama stað er hægt að
spila billjarð og pínu-golf. Einnig er hægt
að spila golf i svokölluöum golfhermi.
Sund
(Reykjavík eru útisundlaugar í Laugar-
dal, við Hofsvallagötu og við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti. Einnig eru útisund-
laugar á Seltjarnamesi, á Varmá og við
Borgarholtsbraut í Kópavogi. Innisund-
laugará höfuðborgarsvæðinu eru við
Barónsstig og við Herjólfsgötu í Hafnar-
firði. Opnunartíma þeirra má sjá í dag-
bókinni.
LÚÐRASVEITIN SVANUR
Lúðrasveitin Svanur heldur sina árlegu vortónleika í Langholts-
kirkju laugardaginn 16. april. Stjómandi tónleikanna er Robert
Darling. Á efnisskránni verða m.a. flutt verk eftir Holst, Anton
Bruckner, Saint Saöns, G.F. Hftndel, Grieg og Sibelius.
Útifíísar
Kársncsbraut 106. Simi 46044
L0RIA dufttækið fæst
6 og 12 kg. GLORIA er
l alhliða slökkvitæki. Jafnt
gegneldi í fitu, olíu, timbri,
húsgögnumeða afvöldum
rafmagns. GL0RIA
duftslökkvitækið hentar því
alls staðar. Sérþjálfaðir
starfsmenn frá verksmiðju
sjá um allt eftirlit og
þjónustu á öllum gerðum
handslökkvitækja.
VIÐURKENND ÞJÓNUSTA
KOLSÝRUHLEÐSLAN
VAGNHÖFÐA6 SÍMI 671540
Allar gerðir
Tengið aldrei
stál-í-stál
Íl-L
SffeatoujgMT «jJ)Sxfii©©©{rD ©<a>
VESTURGÖTU 16 - SÍMAR 14680 - 21480
LM1IIPP
EHKINA ÞER!
ÁS-TENGI