Morgunblaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988
B 15
MYNDBÖND
TUNGLÆÐI
GAMANMYND
Amazonkonur á tunglinu —
Amazon Women on the Moon
★ ★
Leikstjórar Joe Dante, Carl
Gottlieb, Peter Horton, John
Landis, Robert K. Weiss. Hand-
rit Michael Barr og Jim Mull-
holland. Leikarar Rosanna Ar-
quette, Paul Bartel, Ralph Bell-
amy, Carrie Fisher, Sybil Dann-
ing, Griffin Dunne, Steve Forr-
est, Steve Allen, Steve Gutten-
berg, Lou Jacobi, Russ Meyer,
B.B. King. Bandarísk. Univer-
sal 1987. CIC Video/Laugarás-
bío 1988. 82 mín.
Myndir sem þessar tekur maður
með hálfum huga; við höfum svo
mörg dæmi af mistökum í gerð
stjömum prýddra stórfarsa — eitt
dæmi: It’s A Mad Mad Mad Mad
World. En það sem vekur fyrst
og fremst athygli manns eru tveir
af leikstjórunum fimm, þeir Joe
Dante og John Landis, báðir eru
þessir menn klókir fagmenn sem
örugglwega eiga eftir að skemmta
okkur næstu árin. Og í öðru lagi
skrautlegur leikaralistinn, sem
lendir inná absúrd brautum því
hér gefur að Iíta tvo af þekktari
„underground“-leikstjórum
Bandaríkjamanna, þá Russ Meyer
(Vixen, Behind The Valley Of The
Dolls, Seven Minutes, svo aðeins
nokkrar séu nefndar af heldur
lágkúrulegum en áræðnum hálf-
klámmyndum hans) og Paul Bart-
el, (Eating Raoul, Lust In The
Dust, o.s.frv). Forvitnilegt, ekki
satt?...
En þetta lítur því miður mun
betur út á pappímum en á tjald-
inu. Höfundar em svo uppteknir
við að vera yfírgengilega sniðugir
að púðrið blotnar. Það er í raun-
inni ekki hægt að tína til einn
frekar en annan til hóls né lasts,
þó hef ég lúnkið gaman af Steve
Forrest sem hér gerir góðlátlegt
grín að lifibrauði sínu — leik í
B-myndum. En Landis og Dante
hafa ömgglega fengið snert af
tunglæði.
ÁRISLAPPT
GAMANMYND
Pretty Smart */2
Leikstjóri Dimitri Logothetis.
Handrit Dan Hoskins. Aðalleik-
endur Tricia Leigh Fisher,
Patricia Arquette, Dennis Cole.
Bandarísk. New World Pictures
1986. 1987 New World Vide-
o/yS video. 80 mín. ‘
Á kápu myndbandsins stendur
í auglýsingatexta: Hittið Ziggy
og Zero. Þegar þær em góðar em
þær mjög góðar. Þegar þær em
slæmar em þær frábærar. Ég vil
aftur á móti biðja ykkur að forð-
ast þær stöllur í lengstu lög!
ENNDUGAUPP-
SKRIFTIRNAR GÖMLU
DRAMA
Archer’s Adventure
★ ★ V2
Leikstjóri Denny Lawrence.
Framleiðandi Moya Icetone.
Handrit Anne Brooksbank. Að-
alleikendur Brett Climo, Ro-
bert Coleby, Nicole Kidman,
Anna-Maria Monticelli. Ás-
trölsk. 1986 New World Pic-
tures. 1987, New World Video.
JS dreifing 1988. 99 mín.
Satt best að segja hélt ég að
myndir sem þessar væm úr sög-
unni í bili. Svona indæl og einkar
bamsleg ævintýri, án blóðsúthell-
inga og byssuskota. En Archer’s
Adventure fjallar nefnilega um
fátækan sveitadreng sem fær það
ævintýralega verkefni að lóðsa
gæðing úr afskekktu byggðarlagi
sínu til Melboume. Þar skal
hleypa essinu á frægum veðreið-
um.
Og það er ekki að sökum að
spyija; drengur lendir í hinum
ólíklegustu ævintýram á þessari
þolraun sinni, sem ekki verða rak-
in hér náið, en gott ef pilturinn
fínnur ekki á ferðalaginu ástina
sína, þannig er andinn í þessari
litlu, ljúfu mynd.
Ævintýri Archers minnir tals-
vert á gömul og góð íslensk ævin-
týr og jafnframt kunnar hefðir
fmmbyggja Ástralíu, sem kallað-
ar em „walkabout" á enskri
tungu. Lágstemmd og einkar
notaleg ijölskyldumynd..
TUGTHÚSMATUR
DRAMA
Maximum Security ★ */2
Leikstjórar Bill Duke, Michael
Bortman, Gilbert Moses. Hand-
rit Joel Blasberg, Howard
Ghesley, Karen Hall. Kvik-
myndatökustjóri Steve Posey.
Aðalleikendur Robert Desid-
erio, Geoffrey Lewis, Jean
Smart, Stephen Elliott.
Bandarisk. New World Inter-
national 1987. New World
Video 1988/V&S video 1988.
Heldur þunnur þrettándi. Efni
sem maður mundi ekki gera sér
bæjarferð eftir. Þokkalegt lág-
menningarrasl sem við höfum
yfrið nóg af á öðmm fjölmiðlum.
Það alversta við M.S. er við-
fangsefnið. Robert nokkur Desid-
erio (ég efast um að þið eigið
nokkum tíma eftir að sjá nafn
hans oftar á prenti) leikur af-
brotamann sem veður í villu sjálfs-
vorkunnar, öðm fremur. Hinsveg-
ar leikur umræddur Desiderio
þennan manngarm svo makalaust
illa að maður fær ekki nokkra
samúð með persónunni. í augum
áhorfandans er hann ekkert ann-
að óg meira en mislukkaður ejn-
staklingur sem þrífst á því að
velta sér uppúr eigin ræfildóm til
að hundsnýta velvilja annarra.
Hvíl í friði!
ÍSLENSK NÁTTÚRA
SENDLINGUR
Myndin sýnir sendling að vetri. Sendlingur er þybbinn fugl um
21 sm að stærð. Á vetuma er hann dökkgrábrúnn á höfði, bringu
og á baki, gráhvítur á kvið og dílóttur á síðum. Á sumrin er
hann ljósari og flykróttari að ofan. Fuglinn er gæfur og er því
auðvelt að sjá stutta gula fætur og gula nefrót. Sendlingur held-
ur sig i grýttum og klettóttum fjömm og hann verpir á hrjóstr-
ugu bersvæði.
Náttúrugrípasafnið á
Akureyrí
Sýningarsalurinn er í Hafnarstræti 81,
jarðhæð. Þar eru uppsettir allir íslenskir
varpfuglar ásamt eggjum, mikið af skor-
dýrum, krabbadýrum, skrápdýrum, skel-
dýrum og kuðungum. Þareru einnig til
sýnis þurrkaðir sjóþörungar, fléttur,
sveppir, mosar og nær allar villtar blóm-
plönturog byrkningará íslandi. Einnig
má sjá þar bergtegundir, kristalla og
steingervinga.
Á veturna er sýningarsalurinn opinn frá
kl. 13.00 til 15.00, á öðrum tímum fyrir
hópa eftir samkomulagi í símum 22983
og 27395.
Minja- og
náttúrugripasafnið
Dalvík
(Minja- og náttúrugripasafninu í Safna-
húsinu eru til sýnis uppstoppuð dýr auk
e99ja-. plöntu- og steinasafna.
Safnið er opið á sunnudöguin frá kl.
14.00 til 18.00. Upplýsingar í síma
61104.
Náttúrugripasafnið
íReykjavík
Náttúrugripasafnið ertil húsa á Hverfis-
götu 116, 3. hæðfgegnt'Lögreglustöð-
inni). Þar má ^já sýnishorn af íslenskum
og erlendum steintegundum og íslensk-
um bergtegundum. Ur lifríkinu eru
krabbadýr, lindýr, skrápdýr, spendýr og
fuglar, þ. á m. geirfuglinn, og risaskjald-
baka. Þá eru einnig þurrkuð sýni af flest-
um íslenskum blómplöntum s.s. mosum,
fléttum og þörungum.
Sýningarsalurinn eropinn þriðjudaga,
fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga
frákl. 13.30 til 16.00. Nánari upplýsingar
ísíma 29822.
Náttúrufræðistofa
Kópavogs
Náttúrufræðistofa Kópavogs, erá Digra-
nesvegi 12,jarðhæð. Þarstenduryfir
sýning á lifríki Kársnesfjöru. Á sýningunni
gefur að líta margar tegundir botnlægra
þörunga sem finnast í fjörum og hrygg-
leysingja. I Skeljasafni Náttúrufræðistof-
unnar eru flestar tegundir lindýra með
skel sem finnast við (sland.
Stofan er opin á laugardögum frá kl.
13.30 til 16.30. Nánari upplýsingar i
simum 20630 og 40241.
Safnahús Borgarfjarðar
Borgamesi
Náttúrugripasafnið verður lokið um
óákveöinn tíma vegna breytinga.
Safnahúsið Húsavík
Safnahúsið er við Stóra-Garð. i náttúru-
gripasafninu eru til sýnis á annað hundr-
að fuglategundir, Grímseyjarbjörninn,
mjög gott skeljasafn og ýmsir aðrir nátt-
úrugripir. Einnig eru náttúrugripir í stofu
Jóhanns Skaftasonar sýslumanns og
Sigríöar Víðis, í stofu Lissýar á Halldórs-
stöðum í Laxárdal og í Kapellunni. Safna-
húsiðeröpiðfrá kl. 9.00 til 14.00 virka
daga. Nánari upplýsingar í síma 41860.
Náttúrugripasafnið í
Neskaupstað
Náttúrugripasafniðerað Mýrargötu 37.
Þar er að sjá gott safn steina, fugla og
fiska, auk lindýra og skeldýra. Safnið er
opið yfir sumarmánuðina en á veturna
þarf að hafa samband við forstöðumann
í.síma 71606 fyrir heimsókn á safnið.
Dýrasafnið á Selfossi
Dýrasafnið er við T ryggvagötu 23 og þar
má sjá uppstoppuð mörg algeng íslensk
dýr og auk þess hvítabjörn, mikið af fugl-
um og gott eggjasafn. Safniö er opið
daglega á sumrin en á veturna á fimmtu-
dögumfrákl. 14.00 til 17.00. Simi safns-
ins er 2703 og 2190 hjá safnverði og
eru hóparvelkomnirað hafa samaband
við safnvörð um sérstakan opnunartíma.
Fiska- og
náttúrugripasafn
Vestmannaeyja
Fiska- og náttúrugripasafn Vestmanna-
eyja ertil húsa að Heiöarvegi 12. Safnið
er opið frá 1. mai til 1. september, alla
daga frá kl. 11.00 til 17.00. Aðra mán-
uði ársins er opiö laugardaga og sunnu-
dagakl. 15.00 til 17.00,en hóparsem
ekki geta notað ofanskráða tíma, geta
haft samband við safnvörð, Kristján Egils-
son, í síma 1997 eða 2426. f safninu
eru þrirsýningarsalir. Fuglasafn, með
uppstoppaöar allar tegundir íslenskra
varpfugla. Eins er mikill fjöldi uppsettra
svokallaðra flækingsfugla. Eggjasafn,
flóra Vestmannaeyja og skordýr. Fiska-
safn. [ 12 kerjum eru til sýnis lifandi,
flestallar tegundir nytjafiska landsins,
ásamt kröbbum, sæfíflum o.fl. sjávardýr-
um. Steinasafn. í steinasafninu eru sýnis-
horn flestallra íslenskra steina, ásamt
bergtegundum frá Vestmannaeyjum.
Hafrannsóknastofnunin
Reykjavík
Hafrannsóknastofnun, Skúlagötu 4, jarð-
hæð. í anddyrinu ersjóker með fjöru-
lífverum s.s. nokkrum tegundum af lif-
andi þörungum, skeldýrum, krossfiskum,
ígulkerjum, krabbadýrum sprettfiskum
o.fl. Barnaheimili og skólarsem hafa
áhuga á að skoða lifverurnar í kerinu eru
beðnir að láta vita í síma 20240 með
dags fyrirvara. Anddyriö er opiö virka
daga frá kl. 9.00 til 16.00.
Náttúrugripasafnið í
Reykjavík
Kynning á staranum og staraflónni í Nátt-
úrugripasafninu hefur verið framlengt til
19. april.
Fuglar íkennslu og
atferii fugla
Fjórði fræöslufundur Fuglaverndarfélags
fslands og jafnframt sá siðasti á þessum
vetri veröur haldinn í Norræna húsinu
miövikudaginn 20. apríl og hefst kl.
20.30. Þá flytur Hrefna Sigurjónsdóttir
líffræðingur erindi um notkun fugla og
fuglaskoðunar við kennslu þar sem aðal-
áherslan er lögð á atferli fugla.
Verið vel kkedd í sumar
Nýjar Iðunnar-
peysurádömur
ogherra.
Nýjar blússur frá
OSCAR OF
SWEDEN.
Sumarbuxurfyrir dömur
og ný pils frá
GARDEUR í Vestur-
Þýskalandi.
Verzlunin er opin
daglega frá 9-6,
laugardagafrá 10-12
KndltkortaþJónuMta
/ 'WJL. PRJÓNAST0FAN
ÍÁmntv.
SKERJABRAUT1 V/NESVEG, SELTJARNARNESI