Morgunblaðið - 28.04.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.04.1988, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, VtDSKDTI/AlVINNUlÍF FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 Hótel Annað uppboð á Hótel Örk ínmí Andvígur lánveitingu, segir Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar ENN ríkir óvissa um framtíð Hótel Arkar í Hveragerði. Fyrsta uppboð hefur þegar farið fram en annað uppboð á að fara fram 13. maí nk. Uppboðsbeiðendur eru nú orðnir nær 30 og eru sumir þeirra með þijár til fjórar uppboðsbeiðnir. Framkvæmdasjóður mun vera lang stærstur af veðhöfum í eigninni. „Ég tel fullvíst, að takast muni að afstýra því, að Hótel Örk lendi endanlega undir hamrinum," sagði Pétur Þ. Sigurðsson hdl. í viðtali við Nýttskulda- bréfaútboð Akureyrarbæjar NÝ skuldabréf að fjárhæð 100 milljónir króna hafa verið boðin út á vegum Akureyrarbæjar. Það nnneru Verðbréfaviðskipti Lands- banka íslands sem annast útboðið en bráfin verða auk þess til sölu hjá fleiri fjármálastofnunum. Bréfin eru vaxtalaus kúlubréf til 4,5 og 6 ára með 10,5-11% ávöxt- unarkröfu. Að sögn Valgarðs Baldvinssonar, bæjarritara Akureyrarbæjar, er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun bæjarins að aflað verði 107 milijón króna láns- fjár. Með útboðinu væri reiknað með að fá 70 milljónir til ráðstöfunar og þeim íjármunum yrði varið til fram- kvæmda á vegum bæjarins. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri Akur- eyrarbæjar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að þessi leið hefði verið valin vegna þess að sáralítill munur væri á kostaði við skuldabréfaútboð og bankalán. Við útboð væri unnt að ráða lánstímanum en það gilti ekki um bankalán sem væru yfírleitt til mjög skamms tíma. Sigfús sagði að ekki væri verið að auka við lán bæjarins heldur dreifa greiðslubyrð- inni til lengri tíma en á þessu ári væri gert ráð fyrir að afborgamir bæjarsjóðs næmu samtals um 115 milljónum króna. Morgunblaðið, en hann er lögmaður Helga Þ. Jónssonar, eiganda Hótel Arkar. Kvaðst Pétur sannfærður um, að unnt yrði að bjarga hótelinu, en vildi þó ekki útskýra hvemig. Framkvæmdasjóður og Ferða- málasjóður veittu Helga Þ. Jónssyni ádrátt um nýtt lán á sínum tíma en þá með því skilyrði, að lán fengist einnig frá Byggðastofnun að fjárhæð 20 millj. kr., en alls sótti Helgi Þ. Jónsson um 70 millj. kr. lán til þess- ara þriggja sjóða. Á þessu skilyrði mun þó málið hafa strandað, þar sem Byggðastofnun hefur ekki viljað veita lán til Hótel Arkar. „Málið liggur enn fyrir og þvi hef- ur ekki verið synjað," sagði Guð- mundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar. „Það er enn óaf- greitt hjá stjóm Byggðastofnunar, en mér hefur ekki litizt á málið, þar sem hótelið er það skuldsett." Kvaðst Guðmundur hafa lagt það til við stjómina að synja um þetta lán, en afgreiðslu málsins hefði verið fre- stað. Egilsdrvkkir á dósum HF. ÖLGERÐIN Egill SkaUa- grimsson er um þessar mundir að setja á markað flesta af vin- sælustu drykkjum sínum i dós- um. „Upptakarinn" á Egils dósunum er öðm vísi en á dósum annarra öl- og gosdrykkjaframleiðenda hérlendis. Hann er áfastur og losn- ar ekki frá við opnun dósanna og veldur um leið minni umhverfísm- engun. Þess má geta, að dósir með þessari opnun em þær einu sem leyfðar em á Bandaríkjamarkaði. Þeir drykkir sem koma fyrst á Egils dósir em appelsín með sykri og sykurlaust og grape á 33 cl. dósum, maltöl og pilsner, sem verða fáanlegir bæði á 33 cl. og í */2 lítra dósum. Allir þessir drykk- ir verða fáanlegir á flöskum. Utlit nýju Egils dósanna var hannað á Auglýsingastofunni Yddu hf. Bankar Aukið aðhald með útlánum hjá Landsbankanum LANDSBANKINN hefur að und- anförnu kynnt nýjar ráðstafanir fyrir útibússtjórum sinum sem miða að þvi að bæta lausafjárstöðu bankans. Með aðgerðunum á fyrst og fremst að draga úr útlánum sem hafa aukist verulega umfram innlán á siðustu mánuðum m.a. vegna erfiðleika í sjávarútvegi. Landsbankinn hefur orðið að glima við minnkandi markaðshlut- deild í innlánum i bankakerfinu á undanfömum árum og má m.a. rekja ástæðuna til þess að fleiri bankar bjóða nú innlenda gjald- eyrisreikninga en áður. Eins og kom fram nýlega í við- skiptablaði Morgunblaðsins batnaði Verðbréf Fjármagna má húsbréfin á innlendum markaði segir í Fréttabréfi VIB ALLT bendir til, að fjármagna megi sölu svonefndra húsbréfa á innlend- nm verðbréfamarkaði og enginn vafi leikur á þvi, að betra jafnvægi náist í innlendum fjármálum, er skilin milli „húsnæðishólfsins“ og al- menna markaðarins hafa verið numin brott. Kemur þetta fram í nýút- komnu Fréttabréfi Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans. Þama kveður því mjög við annan tón en hjá Þórólfi Halldórssyni, form- anni Félags fasteignasala í viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins í síðustu viku. Þar sagði Þórólfur, að afföllin af þessum skuldabréfum yrðu mikil og hlytu að fara út í verðlag á fasteignum. í Fréttabréfí VIB er að nokkru rakin efnislega álitsgerð vinnuhóps um almenna húsnæðislánakerfið, sem Jóhanna Sigurðardóttur félags- málaráðherra skipaði í janúar sl. Þar segir m. a. að núverandi lánakerfi valdi ekki hlutverki sínu og að brýnna endurbóta.sé„þörf. Helztujniðurstöð- ur vinnuhópsins um nýtt íbúðalána- kerfí eru á þann veg, að vextir af íbúðalánum verði að bera markaðs- vexti og fjármögnun kerfisins sé ein- faldast að koma fyrir með skulda-. bréfaskiptum og almennri fjármögn- un á lánamarkaðinum. Vinnuhópur- inn setur jafnframt fram hugmyndir um auknar skattaívilnanir til að mæta auknum vaxtakostnaði íbúðar- kaupenda. Skilvirk og einföld leið Helztu kostir þeirrar leiðar, sem vinnuhópurinn telur bezta til endur- bóta á húsnæðislánakerfinu eru ekki aðeins, hve hún er skilvirk og auð- veld í framkvæmd. Af henni hlytust einnig verulegar umbætur á innlend- um fjármagnsmarkaði með því að íbúðalánakerfíð rynni saman við al- menna Iánamarkaðinn í landinu. Það sé engum vafa undirorpið, að slík breyting yrði til að stuðla að betra jafnvægi á þeim markaði og Iægri vöxtum, ef til vill 1-2% lægri raun- vöxtum en nú eru algengir. Sem dæmi um umfang kerfísins má nefna, að heildarútlán Bygging- arsjóðs ríkisins og veðdeildar Lands- bankans námu liðlega 22 milljörðum kr. í lok september sl. Ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna er áætlað um 11,5 milljarðar kr. á þessu ári en 55% þeirrar fjárhæðar eða 6,3 milljarðar kr. eiga að renna til Húsnæðisstofn- unar samkvæmt núgildandi lögum og samningum við lífeyrissjóði. Til samanburðar má nefna að sala spariskírteina umfram innlausn á árinu nam liðlega einum milljarði kr. árið 1987 og sala annarra skulda- bréfa á innlendum verðbréfamarkaði samtals um 6,2 milljörðum kr. Heild- arverðmæti útistandandi skuldabréfa á innlendum markaði var áætlað um 24 milljarðar kr. í lok árs 1987, þar af voru um 14 milljarðar í spariskír- teinum. Þessar tölur þykja benda til þes, að ekkert sé því til fyrirstöðu að fjár- magna sölu húsbréfa á innlendum verðbréfamarkaði. Það verði til að draga úr afföllum á Húsbréfunum, að þau verða með ábyrgð Húsnæðis- stofnunnar og seljandi íbúðar, sem eignast slíkt húsbréf, getur síðan selt það á markaðinum, átt það sem hluta af spamaði sínum eða notað það sem greiðslu upp í næstu íbúð, sem hann er að kaupa. lausafjárstaða Landsbankans í mars vegna aukinna innlána umfram útl- án. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Amar Ingólfssonar, forstöðumanns hagfræðideildar, hefur bankinn orðið að greiða tugi milljóna á mánuði frá áramótum í refsingu til Seðlabanka vegna þess að hann uppfyllir ekki skilyrði um lausafjárskyldu. Sam- kvæmt lausafjárskyldu ættu bankar að eiga í lausu fé 8% af ákveðnum stofni en laust fé væri skilgreint sem innistæður í Seðlabanka, innlendir og erlendir sjóðir og innistæður í innlendum og erlendum bönkum. Ef þessi skylda væri ekki uppfyllt þyrfti að greiða viðurlög sem svaraði til dráttarvaxta af þeirri upphæð sem upp á vantaði. Ef banki ætti 1.500 milljónir króna í lausu fé en honum bæri samkvæmt reglunum að eiga 2.000 milljónir þyrfti hann að greiða 20 milljónir á mánuði í viðurlög af þeim 500 milljónum sem upp á vant- aði. Ólafur sagði að lausafjárstaða Landsbankans hefði farið mjög versnandi á síðustu mánuðum nýlið- ins árs og tvo fyrstu mánuði þessa árs. Tengdist það óhagstæðri innl- ánaþróun og því hversu bankinn hefði miklar skyldur við grundvallar- atvinnuvegi þjóðarinnar. Að undanf- ömu hefðu verið í undirbúningi 'að- gerðir til að rétta við lausafjárstöðu bankans og snúa við þessarri þróun. Útibússtjómm hefðu verið kynntar nýjar reglur sem hefðu það að mark- miði að bankinn ynni sig út úr þess- um vanda að stórum hluta á þessu ári og að fullu á tveimur árum. Þessar aðgerðir felast að sögn Ólafs í virkara eftirliti með útlánum og því að betur er nú haldið utan um hvað hvert útibú hefur til ráðstöfunar í endurgreiðslum útlána og nýjum inn- lánum. Þessar reglur hefðu þegar tekið gildi og ættu merki um árang- ur þeirra að sjást í bættri stöðu bank- ans á næstu mánuðum. ”(inis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.