Morgunblaðið - 28.04.1988, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSŒPn/JOVINNULÍF FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988
VIÐURKENNING — Bankaráð Útvegsbanka Islands veitti
Útvegsbankanum á ísafirði nýlega verðlaun fyrir góða frammistöðu á
síðasta ári. Er þetta í fyrsta skipti sem verðlaunin eru afhent, en
ætlunin er að veita þau árlega. Myndin er tekin við verðlaunaaf-
hendingu, sem fór fram í hófi sem haldið var fyrir stjómendur bank-
ans, og sýnir Guðmund Hauksson bankastjóra afhenda Högna Þórðar-
syni útibússtjóra verðlaunagrip, sem Jens Guðjónsson gullsmiður
smíðaði, en auk þess fékk bankinn 75.000.- krónur, sem runnu í sam-
eiginlegan sjóð starfsmanna Útvegsbankans á ísafírði.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
Aðalfundur
Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga
verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 16.00. Fundar-
Dagskró:
1. Jón Sigurðsson, viðskipta-
ráðherra;
Hagfræði og hagsmunir,
stutt ávarp.
2. Venjuleg aðalfundarstörf
skv. lögum félagsins.
Mætið stundvíslega.
Stjórn FVH.
staður: Hótel Holt.
Amarkaðinum
Nýttúða-
lakk frá
Dupli Color
- á ekki að skaða
ósonlagið
INNFLUTNINGUR á nýrri teg-
und lakks, svonefndu vatnslakki,
er hafinn frá þýska fyrirtækinu
Dupli Color Vogelsang GmbH,
sem hefur lagt megináherslu á
umhvefisvernd og hefur fyrir-
tækið verið leiðandi á þvi sviði,
að því er innflytjandi lakksins,
G.S. Júlíusson, segir. Er komið á
annan áratug síðan fyrirtækið
hætti að nota efni í úðalökk sem
skaða ósonlagið.
Ennfremur segja forráðamenn fyr-
irtækisins, að vatnslakkið sé með-
færilegt í notkun og henti til hvers
kyns lökkunar úti sem inni. Lakkið
er í 400 ml. brúsum með bamheldu
loki og með ítarlegum leiðbeining-
um á íslensku.
VATNSLAKK — Aqua
lakkið má nota t.d. á tré, bast
málma, gler, plast og fleira.
Ný tegund
síma
GEORG Ámundarson & Co. hef-
ur hafið innflutning á nýrri teg-
und síma, sem gefur ýmsa
möguleika umfram þá sem nú
þegar eru á markaðinum, að
sögn Steinars Björgvinssonar.
Ennfremur segir hann að hægt sé
skoða í símanum þau númer sem
hringt hefur verið í og fá útprent-
un á notkun. Ymsir lokunarmögu-
leikar séu á tækinu, s.s. að loka
fyrir útlönd eða utanbæjarsímtöl
ásamt að ioka fyrir símann þannig
að enginn geti hringt úr honum
nema að þekkja lykilnúmer. í
símtækið sé hægt að forrita fimm
mismunandi hringingar með skila-
boðum. Ennfremur sé 200 nafna
og númera minni.
Fólk í atvinnulífinu
Félagafulltrúi Verslunarráðs
NÝVERIÐ hóf Herbert Guð-
mundsson störf sem félagafull-
trúi Verslunarráðs íslands og er
þetta nýtt starf hjá ráðinu, að
því er fram kemur í frétt.
í starfí þessu mun felast umsjón
með margvíslegri starfsemi er lýtur
að hagsmunum aðila innan ráðsins,
jafnt sameiginlegum sem sérstök-
um hagsmunum einstakra hópa, og
frumkvæði í
þessum efnum.
Til marks um
fyrstu verkefnin
má nefna ný-
stofnað samstarf
auglýsenda inn-
an VÍ, athugun á
eflingu Græn-
landsviðskipta, Herbert
umfjöllun um póstmál, símamál og
einkasölumál. Einnig á félagafull-
trúi að skipuleggja skyndinámskeið
fyrir stjómendur og starfsmenn
fyrirtækja í Verslunarráðinu.
Herbert Guðmundsson var síðast
blaðamaður á DV en hefur að baki
fjölþætta reynslu á sviði fjölmiðlun-
ar og félagsmála. Hann er 47 ára
að aldri og 2ja bama faðir.
Nú er lítið fyrirtæki að
^___________
fjárfesta í farartæki!
Það hefur oft verið vandamál hjá fyrir-
tækjum að fjárfesta í farartækjum sem
eru bæði ódýr, sterk og án óþarfa auka-
búnaðar. Nú bjóðum við nýjar og notaðar
Toyota bifreiðar á góðum greiðslu-
kjörum og með magnafslætti.
Dæmi um verð* Venjulegt verð. Til fyrirtækja.
Ný Toyota Corolla, 1988: kr. 549.000. 484.000.
Toyota Corolla, 1987: kr. 480.000. 415.000.
Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 09-18
Símar: 44144, og 687120
*Miðað við gengi 01.04. 1988.
TOYOTA
FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi.