Morgunblaðið - 28.04.1988, Síða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, VlDSKIPn/AIVlNNULÍF FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988
Fréttaskýring
Umbrotatímar hjá
Sláturfélaginu
Á aðalfundi SS í dag skýrist væntanlega hvort félagið dregur sig út úr smásölu-
verslun á höfuðborgarsvæðinu
ss — Þetta eru aðaistöðvar Sláturfélagsins við Skúlagötu. Þessar byggingar verða að víkja fyrir skipulagi
og fyrirtækið stendur nú í miklum framkvæmdum í Laugamesi, sem reynst hafa óhemju Qárfrekar.
eftir Björn Vigni Sigurpálsson
FLEST bendir til að aðalfundur
Sláturfélags Suðurlands að
Hvoisvelli í dag geti orðið hinn
sögulegasti i liðlega 80 ára sögu
félagsins. Fundurinn er haldinn
beint í kjölfar meiriháttar upp-
stokkunar á framkvæmdastjóra
fyrirtækisins og sumir kalla ein-
hveija róttækustu hreingem-
ingu sem nokkur fyrirtækja-
stjórn hefur lagt út í hér á
landi. Alltént hefur forstjóri
Sláturfélagsins um árabil, Jón
H. Bergs, látið af störfum vegna
ágreinings við stjóraina að þvi
er sagt er og forstöðumaður
verslanareksturs SS, Jóhannes
Jónsson, lét segja sér upp störf-
um fremur ■ en að þiggja boð
stjóraenda fyrirtækisins um að
segja upp sjálfviljugur. 011 teikn
eru siðan á lofti um að á aðal-
fundinum muni verða reifaðar
hugmyndir frá síjórninni um
að fyrirtækið dragi sig út úr
öllum verslunarekstri á höfuð-
borgarsvæðinu, þar sem það
hefur verið leiðandi afl í smá-
söluverslun með matvöru um
áratuga skeið.
Fórnarlamb
samkeppninnar
Ef aðalfundur Sláturfélags Suð-
urlands fellst á þessa róttæku
stefnubreytingu 1 rekstri félagsins,
þá má til sanns vegar færa að þetta
sögufræga fyrirtæki sé stærsta
lambið á fómarstalli hinnar gffur-
legu samkeppni sem ríkir nú í stór-
markaðsversluninni á höfuðborgar-
svæðinu. Þó ekki hið fyrsta því að
áður em Víðis-bræður falinir í val-
inn og hættir öllum verslunar-
rekstri. Þeim dugði ekki að selja
KRON stórmarkað sinn í Mjóddinni
og þrátt þar hafí orðið til Kaupstað-
ur virðist KRON einnig eiga á brat-
tann að sækja með verslunarrekst-
ur sinn en það tapaði liðlega 40
milljónum á síðasta ári að því er
fram kom á nýafstöðnum aðalfundi
þess.
Tilkoma nýju Hagkaupsverslun-
arinnar í Kringlunni eftir mitt
síðasta ár hefur ekki dregið úr sam-
keppninni sem var mikil fyrir. Síðan
hefur það gerst að Hrafti Bach-
mann hefur komið sér fyrir með
Kjötmiðstöð sína í Garðabæ og
dregur nú dijúgt til sín neytendur
með lágu vöruverði, að því er heim-
ildir herma. Ofur lítið sunnar eða
nær Hafnarfírði er síðan Fjarðar-
kaup, sá stórmarkaðurinn á höfuð-
borgarsvæðinu sem í verðkönnun-
um hefur fengið á sig það orð að
vera með lægsta vöruverðið á
Stór-Reykjavíkursvæðinu og lykill-
inn að velgengni þeirra Fjarðar-
kaupsmanna hefur verið lágur til-
kostnaður, m.a. með laugardags-
lokun, og iágmarksþjónusta, segja
kunnugir. Tilkoma nýrra stórmark-
aða ásamt auknu verðskyni neyt-
enda fyrir tilstilli verðkannanna
Verðlagsstofnunar hefur því getið
af sér meiri samkeppni en um get-
ur í flestum öðrum greinum og því
er haldið fram að álagning á mat-
vöru í smásölu sé þar af leiðandi
einfaldlega orðin of lág til að bera
þennan fjölda af stórmörkuðum á
höfuðborgarsvæðinu.
Það er í ljósi þessara kringum-
stæðna sem menn verða því að
skoða það endurmat sem nú fer
fram innan stjómar Slátufélags
Suðurlands. Þó að til sanns vegar
megi færa að SS-búðimar fímm í
Reykjavík — Nýibær, Glæsibær,
Austurver, Laugavegur 116 og
Matardeildin {Hafnarstræti — hafí
verið andlit Sláturfélagsins út á
við, þá hefur verið halli á þessum
verslunarrekstri undanfarin ár og
ljóst að á síðasta ári er hann um-
talsverður.
Það hefur verið ríkjandi sjónar-
mið stjómenda Sláturfélagsins að
það væri mikilsvert fyrir félagið
að hafa yfír verslunum að ráða til
að koma framleiðsluvörum fyrir-
tækisins á framfæri við neytendur
og jafnframt að það tryggði betur
að aðrir matvömkaupmenn vildu
hafa SS-vömr á boðstólum. Jón
H. Bergs, fráfarandi forstjóri, hefúr
verið ákafur talsmaður þessa. Hann
beitti sér fyrir þátttöku Sláturfél-
agsins í kaupunum á Nýjabæ á
Seltjamamesi með Óla Kr. Sigurðs-
syni í Sund hf., þó að því sé jafn-
framt haldið fram að þar hafí þátt-
ur Jóhannesar Jónssonar, náf-
rænda Óla, verið umtalsverður.
Þegar Óli hins vegar dróg sig út
úr Nýjabæ vegna kaupanna á OL-
ÍS, tók Sláturfélagið hins vegar
yfír Nýjabæ að fullu og öllu.
Nýibær hefur hins vegar reynst
Sláturfélaginu erfíður biti og er
taiinn hafa valdið miklu um
bræðrabyltu þeirra Jóns og Jóhann-
esar nú. Bæði kemur til að í núver-
andi vaxtaumhverfi em kaupin á
Nýjabæ umtalsvert áttak á sama
tíma og fyrirtækið stendur í stór-
framkvæmdum inn í Laugamesi
við byggingu um 13 þúsund ferm.
stórhýsis undir kjötiðnaðarstöð,
frystihús og skrifstofur, og það
hefur verið einstaklega óheppið
með verslunarreksturinn á Selt-
jamamesi. Ber þar hæst að litiu
eftir að Sláturfélagið hafði tekið
við Nýjabæ birtist verðkönnun sem
sýndi að verslunin var ein hin dýr-
asta á höfúðborgarsvæðinu í hvers
kyns nýlenduvöm. Könnunin hafði
umtalsverð áhrif á streymið í versl-
unina og þótt verðið væri snarlega
lækkað, hefur ekki farið fram önn-
ur verðkönnun af þessu tagi. í þess
stað birti Verðlagsstofnun könnun
með samanburði á verði á kjötvöm
í stórmörkuðum og einnig þar varð
Nýibær ásamt öðmm SS-búðunum
hvað verst úti.
Neytendur kaupa ekki
gæðin
Sláturfélagið reyndi að svara
þessari verðkönnun með auglýsing-
um þar sem höfðað er til neytenda
á þeim nótunum að í SS-vömnum
gengju þeir að nýju gæðakjöti vísu.
í ársskýrslu Sláturfélagsins fyrir
1986 má lesa eftirfarandi um þessa
áherslu á gæðin í greinargerð með
smásölurekstri félagsins: „Á
síðustu ámm hefur orðið mikil
aukning á framboði á verslunar-
þjónustu á höfuðborgarsvæðinu,
langt umfram aukningu á eftir-
spum. Ekki sér fyrir endan á þeirri
þróun. Áhersla Sláturfélagsins hef-
ur verið á góðri þjónustu og vöm-
gæðum..." I greinargerð með kjö-
tiðnaði fyrirtækisins í sömu árs-
skýrslu er hins vegar e.t.v. að leita
skýringanna á því hvers vegna
Sláturfélaginu hefur ekki tekist að
hafa verð á kjötvöm sinni lægra,
en þar segir á einum stað: „For-
sendur þess, að framleiðendur fái
fullt verð fyrir afurðir sínar em,
að afurðadeild gefí enga afslætti
hvorki til vinnsludeilda félagsins
né annarra viðskiptavina. Þetta
þýðir, að vinnsludeildimar, sem
versla eingöngu við afurðadeild
kaupa hráefni oft á tíðum hærra
verði en hægt væri að fá á hinum
„fijálsa“ markaði þar sem ýmis
undirboð tíðkast. Samkeppnisaðilar
geta því oft á tíðum boðið ódýrari
vöm en aldrei betri. Gæði og þjón-
usta verða að vera einkunnarorð
og einkenni á allri starfsemi S.S."
Þessi einkunnarorð virðast hins
vegar hafa fallið í grýtta jörð með-
al neytenda. Um leið er þama ef
til vill að fínna í hnotskum orsak-
imar fyrir þeim umbrotum sem nú
eiga sér stað innan Sláturfélagsins.
Félagið er stofnað af bændum og
bændur, framleiðendumir, em
allsráðandi í stjóm fyrirtækisins
meðan verslunarreksturinn hefur
að miklu leyti hvílt á herðum for-
sljórans og forstöðumanns verslun-
ardeildar. Bændunum í stjóm fyrir-
tækisins virðist nú hafa ofboðið
hvemig tapreksturinn í smávöm-
versluninni síðustu ár hefur grafíð
undan afkomu fyrirtækisins. Á
sama tíma segist Jóhannes Jóns-
son, fráfarandi forstöðumaður
verslunardeildarinnar, hafa háð
margra hildi við stjómendur þess
um verðstefnu fyrirtækisins en
jafnan hafa stöðvast á þeim þrö-
skuldi sem er sú kvöð að kaupa
hráefnið á fúllu verði meðan sam-
keppnisaðilamir, jaftivel kaupfélög,
hafí ekki greitt nema um 80% af
hráefnisverðinu ogþaðan af minna.
En Jóhannes vill ekki meina að
kaupin á Nýjabæ hafí orðið honum
að falli. „Ákvörðunin um þessi kaup
var tekin af forstjóra og stjóm fé-
lagsins en ekki mér," segir hann.
„Eg hef í sjálfu sér enga aðra skýr-
ingu á uppsögn minni en þá að
Sláturfélagið ætli að draga sig út
úr verslunarrekstri. Mér var boðið
að segja upp störfum en ég hafn-
aði því og var þá sagt upp. Ég tel
mig hafa þjónað þessu fyrirtæki
af bestu samvisku þessi 25 ár sem
ég hef starfað hér og nánast alist
upp með því, og jafnan fylgt þeim
fyrirmælum sem ég hef fengið frá
yfirboðurum mínum af bestu getu.“
Þrátt fyrir framangreinda tog-
streitu milli framleiðendasjónar-
miðanna í stjóm fyrirtækisins og
verslunarsjónarmiða fráfarandi
forstjóra, eiga skoðanir hinna fyrr-
nefndu hljómgmnn meðal ýmissa
þeirra sem gjörþekkja stórmark-
aðsverslunina á höfuðborgarsvæð-
inu og því haldið fram að það sé
rétt stefna hjá Sláturféiaginu nú
að draga sig út úr smávöruverslun-
inni. „Sláturfélag Suðurlands er
fyrst og fremst framleiðslufyrir-
tæki og á ekkert að stunda verslun-
arrekstur í samkeppni við aðrar
matvöruverslanir sem selja fram-
leiðsluvörur þess. Slíkt elur óhjá-
kvæmilega á tortryggni," sagði
einn viðmælanda Morgunblaðsins.
Fást kaupendur að
SS-búðunum
Páll Lýðsson, stjómarformaður
Sláturfélags Suðurlands, vill ekki
játa því að uppi séu áform um sölu
á SS-búðunum heldur segir að
verslumarreksturinn verði skoðað-
ur eins og allt annað. „Það segir
sig hins vegar sjálft að þegar nýir
menn taka við að þá vilja þeir
breyta rekstrarstefnunni í þá vem
sem þeir telja farsælast fyrir fyrir-
tækið," segir hann.
Engu að síður er vitað að nýir
stjómendur Sláturfélagsins em
þegar famir að þreifa fyrir sér með
sölu á verslununum félagsins. Eftir
því sem næst verður komist em
allar verslanimar hér á höfuð-
borgarsvæðinu falar en þó mun
koma til álita að Sláturfélagið haldi
eftir Austurveri við Háaleitisbraut
en verslunin þar er í eigin húsnæði
og hún jafnan gengið ■ hvað best
SS-búðanna, þrátt fyrir nálægðina
við Kringluna. Sláturfélagsmenn
hafa átt viðræður við forsvarsmenn
Hagkaups um kaup á einhveijum
verslunum félagsins og þá einkan-
lega á Nýjabæ. Þessar þreifingar
em þó á heldur óheppilegum tíma,
í miðju verkfalli Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur. Þótt mönnum
beri saman um að það kunni að
henta Hagkaupsmönnum vel að
koma sér upp verslun vestast í
vesturbænum, þá em þeir tæpast
búnir að sjá fyrir endann á fjárfest-
ingunni í Kringlunni ennþá og
verslunin í Skeifunni á enn nokkur
misseri eftir, svo að tímasetningin
getur vart verið óheppilegri fyrir
Hagkaup. Það er þannig alls óvíst
hvemig þeim Sláturfélagsmönnum
gengur að fá kaupendur að verslun-
um sínum og koma þeim eignum
í verð miðað við ríkjandi ástand í
þessari grein. Meðal aðstandenda
Sláturfélagsins kann mönnum
einnig að þykja það misjafnlega
sársaukafullt aið fara þessa leið og
ekki loku fyrir það skotið að þessi
áform mæti einhverri mótspymu
meðal almennra félagsmanna á
aðalfundinum f dag. Einstaka
stjómarmenn Sláturfélagsins hafa
þó minnt á í þessu sambandi að
Mjólkursamsalan hafí ekkert misst
flugið, þótt hún hafí lokað nær öll-
um mjólkurbúðum sínum á höfuð-
borgarsvæðinu á sínuln tíma.
Dýrt fjármagn
En þótt smásöluverslunin vegi
vafalaust hvað þyngst í slæmri af-
komu Sláturfélagsins um þessar
mundir, þá koma fleiri þættir til.
Fyrir liggur að mjög hefur verið
þrengt að sláturleyfíshöfum svo
sem Sláturfélaginu innan afurðal-
ánakerfísins frá því sem áður var,
þegar nánast var unnt að ganga
að þessum lánunum vísum sem
rekstrarfé, og jafnframt hafa vext-
ir af afurðalánum hækkað veru-
lega. Áður er vikið að stórfram-
kvæmdum Sláturfélagsins í Lau-
gamesi. Þær hafa verið félaginu
óhemju dýrar og sú vinna sem þar
fer fram nú er til að mynda kostuð
með fjármagni sem fékkst í skulda-
bréfaútboði félagsins frá 5 nóvemb-
er sl. Skuldabréfaútgáfa þessi var
alls að íjárhæð 100 milljónir króna
með 11,2% ávöxtun umfram verð-
bólgu sem á þeim tíma svaraði til
48,3% vaxta. Bréfín voru til 2 og
1/2 árs, 3 og 1/2 árs, 4 og 1/2
árs og loks til 5 og 1/2 árs með
einum gjalddaga í lokin. Sláturfé-
lagið skuldbindur sig til að kaupa
bréfín til baka frá eigendum þeirra