Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.04.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSMPTIAIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1988 B 9 sem þess óska innan 3ja daga frá því að slík beiðni berst en að vísu með þeim fyrirvara að slíkar beiðn- ir samsvari ekki meira en 10% heildarupphæðarinnar í útboðinu á hálfu ári. Samkvæmt upplýsingum Kaupþings hafa þegar verið seld bréf í þessu útboði að andvirði um 84 milljónir króna og má þá ætla að SS hafi aðeins fengið út úr þessu útboði um 50-60 milljónir króna til framkvæmda, þegar kostnaður og afföll eru dregin frá. Ekki liggur annað fyrir en Slát- urfélagsmenn hyggist halda áfram sínu striki við framkvæmdimar inni í Laugamesi. Rétt er þó að vekja athygli á að meðal bænda hafa þær raddir orðið æ háværari sem vilja flytja vinnslustöðvar landbúnaðar- ins frá höfuðborgarsvæðinu og nær framleiðslusvæðunum. Er þar skemmst að minnast krafna um að Mjólkursamsalan athugi mögu- leika á því að flytja ísgerð sína austur fýrir fjall. Hvort einhveijar slíkar hugmyndir em nú að vakna meðal félagsmanna í tengslum við Laugamesframkvæmdimar skal hins vegar ósagt látið. í viðtali hér í viðskiptablaðinu undir lok síðasta árs í tilefni af skuldabréfaútboði því sem áður er nefnt, kom það fram hjá Jóni H. Bergs að Sláturfélagið hefði á síðustu 5 ámm varið alls um 220 milljónum til þessara framkvæmda en áætlaður heildarkostnaður við hana væri um 400 milljónir. Fram- kvæmdum á að ljúka 1989 og er þá gert ráð fyrir að selja eignir fyrirtækisins við Skúlagötu. í þessu sama viðtali sagði Jón H. Bergs að rekstur einnig Slátur- félagsins hefði gengið vel á síðasta ári, að áætluð umsetning þess yrði nálægt 3,3 milljörðum króna og horfur á hagnaði á rekstrinum, ef ekkert óvænt kæmi upp á. Árið á undan vom hins vegar heildar- rekstrartekjur Sláturfélagsins lið- lega 2,5 milljarðar og hagnaður 27,6 milljónir á móti 28 milljón króna tapi árið þar á undan, að því er segir í síðustu ársskýrslu. Tap varð þá á rekstri smásöluverslunar- innar og einnig af afurðardeild og skinnaiðnaði en hagnaður af kjö- tiðnaði og rekstri heildsöluverslun- ar fyrirtækisins. Alvarleg staða Ekkert hefur verið látið uppi um afkomu Sláturfélagsins á síðasta ári og vísað til aðalfundarins í dag. Því er ekki ljóst hvort Jón H. Bergs hefur í framangreindu viðtali verið bjartsýnn um of á afkomu síðasta árs eða hvort svo mjög hefur sigið á ógæfuhliðina þar sem af er þessu ári að stjóm Sláturfélagsins hefur talið sig tilneydda að grípa til þeirra hörðu aðgerða sem nú virðast liggja í loftinu. Ekki náðist í Jón H. Bergs til að spyijast nánar fyrir um þetta atriði, og Páll Lýðsson, stjómar- formaður, vildi ekki ræða neinar afkomutölur Sláturfélagsins fyrir aðalfundinn. Þó var á honum að heyra að hagnaðarvæntingar Jóns H. Bergs hefðu ekki gengið eftir, þvl að hann bætti við að þótt vel hafi horft á miðju síðasta ári, hafi stjómendur Sláturfélagsins ekki fremur en stjómendur flestra ann- arra íslenskra fyrirtækja séð fyrir þá vaxtasprengingu sem varð á seinni hluta ársins. Reyndar er fullyrt við blaðamann Morgunblaðsins að stjómarmenn Sláturfélagsins telji fráfarandi for- stjóra ekki hafa veitt stjóminni fullar upplýsingar um stöðu fyrir- tækisins og það eigi í reynd meiri þátt í brotthvarfi hans frá fyrirtæk- ftiu heldur sá ágreiningur um rekstrarstefnu félagsins sem bæði Jón og Páll Lýðsson, stjómarform- aður, segja vera ástæðuna fyrir uppsögn forstjórans. Páll Lýðsson vildi þó í samtali við Morgunblaðið ekki staðfesta þetta heldur segir að stjómin hafi ekki verið „nógu ákveðin að ganga eftir upplýsing- um um stöðu fyrirtækisins og sök- in er því allt eins hennar, ef sök skyldi kalla." Hitt er eins ljóst að stjóm Slátur- félag Suðurlands hefur nú fengið í hendur gögn, sem sýnir svo alvar- lega ijárhags- og rekstrarstöðu fyrirtækins að hún hefur ekki talið veijandi að bíða með harkaleg við- brögð fram yfir aðalfund, þótt hann væri skammt undan. Hversu alvar- leg staðan raunverulega er kemur svo væntanlega í ljós á aðalfundin- um í dag. Diskettur LÍFSTÍOAR ÁBYRGÐ ÁRVÍK ÁHMÚLI 1 -REYKJAVlK - SlMI 687222 -TELEF7UÍ 687285

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.