Morgunblaðið - 30.04.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988
B 5
síðasta gjöf
gamla meistarans
Dóttir
hans
kemur
með 35
mynda
hansá
listahátíð
I Dansinum, sem Marc Chagall málaði 1911-12, má sjá táknin, sem hann alla ævi sótti til æskustöðv-
anna. Þarna er kýrin ogjafnframt fiðlan í minningn Neuch föðurbróður hans, sem lék við athafnir í
gyðingasamfélaginu og sem hann dáði mjög.
Óþarfi er að kynna Marc Chagall, rússneska gyðinginn sem um
1910 kom frá þorpinu sínu Vitebsk til listnáms í París og settist
síðan að í Frakklandi, þar sem hann langa ævi hélt áfram að
sækja myndefni til þorpsins og gyðingasamfélags æsku sinnar.
Málaði bændafólk, elskendur, trúarathafnir, húsdýr og engla, sem
ekki voru í neinum hefðbundnum stíl eða stað í myndfletinum,
heldur flandrandi um allt léreftið og fljúgandi um loftin. Þar skap-
aði hann þennan sérkennilega undraheim, með daglegu amstri
mannfólksins hér á jörðu, þjáningu og dauða, gleði og sorgum.
Fyrir nokkrum árum sýndi íslenska sjónvarpið þætti sem gerðir
voru um æsku Marcs Chagalls og birti þá Morgunblaðið brot úr
ævisögu Bellu konu hans, sem fylgdi honum frá Rússlandi fyrri
hluta aevinnar. Er hún fyrirmyndin á mörgum frægum málverkum
hans. Á málverkinu „Birting fjölskyldu málarans" sem hann málaði
1935-47 er Chagall umkringdur þeim sem honum þykir vænst um.
Þar má sjá Bellu konu hans og dótturina Idu, sem kemur nú hing-
að til íslands með myndir föður síns til að kynna íslendingum verk
hans. Þau eru öll þrjú á þessari mynd sem birtist hér á síðunni
umkringd öllum látnu ættingjunum.
Það kemur nú í hlut dótturinnar og seinni konunnar Vövu, eða
Valentine, að afhenda franska ríkinu síðustu „gjöf" Marcs Cha-
galls, til greiðslu á erfðaskattinum. Listaverk sem ekki eru metin
lægra en arfahlutur Picassos við lát hans, eða nálægt milljarði
franka, sem er nærri 7 milljarðar íslenskra kröna. Og nú berast
fréttirum að menningarmálaráðherrann, Francois Léotard, sem
er mikill aðdáandi listamannsins, berjist harðri baráttu fyrir að halda
myndunum saman á einum stað, en fjársjóðurinn sá fellur til fjár-
málaráðuneytisins og útlit fyrir að myndirnar muni dreifast í Beaubo-
urg-safnið i París, Boðunarbiblíu-safn Marcs Chagalls í Nissa og
til að auka veg nokkurra safna úti á landsbyggðinni. Franska ríkið
hefur fyrir áratugum fundið aðferð til að tryggja sér myndir sinna
stóru meistara án þess að þurfa að kaupa þær á því óheyrilega
verði sem þærgeta komist í á markaðinum. Það kallast „dation"
og leyfirerfingjunum að leysa sig undan erfðaskattgreiðslunum
með afhendingu listaverka úróskiptu búi. Þetta gerðist viðfráfall
Picassos, sem byggt var yfir sérstakt safn í París, Max Ernst og
Calders. Cg einnig nokkurra af stærstu listaverkasölunum, svo sem
Maeghts, Louis Carrés, Durands Ruels og Dubourgs. Rikisvaldið
vissi hvaða myndir það vildi, þær bestu, en afhendingin fór skikkan-
lega fram. Francois Léotard fór tvær ferðir suður eftir til að full-
vissa sig um að ekki kæmi til sömu leiðinda og við erfðamál Picass^
os. Þá var lögregla mætt á staðnum hjá Jaqueline Picasso áður
en maður hennar var kólnaður og hélt vörð til að tryggja að ekkert
af eignum hans yrði hreyft úr húsinu. Allt var skrifað upp, allt niður
ítannbursta listamannsins og ekkjunni var gert að sanna að hún
ætti öskubakkaná og húsgögnin hennar ömmu sinnar. Raunar
ekki saman að jafna þar sem erfingjar Picassos áttu í deilum og
málaferlum um arfinn í 10 ár og ekkjan þurfti að búa við þetta
jafnlengi. En Frakkar skömmuðust sín fyrir meðferðina á málinu
og erfðaskattinum og menningarmálaráðherra sjálfur vildi nú tryggja
að ekkert slíkt hneyksli kæmi fyrir aftur. Þarna var aðeins um ekkj-
una og dóttur listamannsins að ræða (sjálfar gerðu þær upp við
bandarískan hálfbróður hennar i kyrrþey). Með góðu samkomulagi
varJean Louis Prat, framkvæmdatjóra hins virta Maegt-gallerís,
falið að gera skrá og leggja fram óskir um hvaða listaverkum ríkið
óskaði eftir. Að Vava féllst svo fúslega á að verða við þeim óskum,
er talið að rekja megi að stórum hluta til þess að hún bjóst við
að myndunum yrði öllum haldiö saman í sérstöku safni. Hvers
vegna hefðu annars alltaf verið að koma fram viðbótaróskir um að
fá bækurlistamannsins, leiktjaldateikningar, leirmuni o.fl.?
Marc Chagall hélt hjá sér miklum hluta af verkum sínum seinni
áratugina. Þegar hann neyddist til að fara í skyndi til Banda-
ríkjanna, á stríðsárunum 1941, hafði hann þá þegar með sér 1,6
tonn af persónulegum eigum í farangrinum. Hvílíkt magn lá eftir
hann af listaverkum mátti fá hugmynd um þegar hann varð 95 ára
og öll stórsöfn kepptust um að setja upp Chagall-sýningar um
allan heim. Það var mikil veisla og góð. Þá gafst kostur á að sjá
málverkasýningar, sýningar á teikningum frá ákveðnum tímum,
vatnslitamyndir o.s.frv. og allt bar það þennan sérkennilega svip
sem einkennir Chagall einan, sama frá hvaða tíma það er. Jafnvel
eftirað þeirri veislu laukmá víða njóta fastra verka, m.a. steindra
glerverka, svo sem stóru bláu myndarinnar í anddyri Sameinuðu
þjóðanna, dýrðlegu steindu glugganna í kapellunni við Háskólann
í Jerúsalem o.s.frv. Og sá sem einu sinni hefur séð slíkt og látið
heillast lætur ekki slík verk fram hjá sér fara ef hann kemur í viðkom-
andi borg.
Myndirnar, sem Ida Chagall kemur með í sumar og sýndar verða
í hinu nýja Listasafni íslands, eru 35 talsins, málverk og teikning-
ar. Að sjálfsögðu ekki þær stærstu sem hér birtast myndir af. Elst-
ar eru vatnslitamyndir frá 1916, drjúgur skammtur er af myndum
frá 1919 í Rússlandi og einnig frá sjötta áratugnum, þæryngstu
frá lokum hans. _
— E.Pá.