Morgunblaðið - 30.04.1988, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988
Það er rökkur á sviðinu.
Óljóst má greina vistar-
veru í eldri byggingu.
Einsherbergisíbúð með
eldunaraðstöðu. Eitt-
hvað svo dæmigert fyrir Svía. Sértu
einn og án Qölskyldu áttu að hafa
tök á að búa í eittu. Nákvæmlega
og hvorki meira né minna.
í rökkrinu má greina hávaxna
karlmannsveru bugðast um vistar-
verumar, kveikja Ijós á kertisstúf,
bauka eitthvað í eldhúskróknum,
svona eins og hann eigi þama heima
•og hverfa síðan út um dymar. En
skuggi þessa manns heldur áfram
að dvelja í íbúðinni. Hann kemur
fram í öllu látbragði hins raunveru-
lega íbúa vistarvemnnar, sem er ung
kona, Molly, fyrrverandi ljósmynda-
.fyrirsæta og núverandi sjúkraliði.
Hann kemur fram í öllu sem hún
segir ekki, þetta kvöld og næsta
morgun. Aldrei slíku vant er hún
ekki ein á ferð, hún hefur boðið
Alexander með sér heim. Atvinnu-
lausum náunga sem hún hitti við
bankasjálfsalann. Sjálfsalinn hafði
gleypt breiðari endann á bindinu
hans og þar sat hann fastur meðan
biðröðin lengdist og ókyrrðist. Molly
gerist hinn frelsandi engill. Eitthvað
kátbroslegt og um leið innilegt fylg-
ir þessum tveim manneslq'um. Bæði
tvö em fremur hlédræg og höfundur
leikritsins býr yfir þeim galdri sem
fær áhorfendur til að emja af hlátri,
bæði upphátt og inní sér, yfir vand-
, ræðaleika þeirra og samtímis velvilja
hvors í annars garð. Hjálparvana
setningum er fylgt eftir með tákn-
rænum atriðum sem gætu verið
hversdagsleg. En við undirleik
„skuggans" fá þau aivarlega spennu.
Hann á eftir að ónáða þau á raun-
veralegan og átakanlegan hátt, en
fyrst í lok leikritsins fær áhorfandinn
að vita hvort ágiskanir komi heim
og saman við þá sögu sem verið er
að segja. Maður skuggans er fyrr-
verandi ástmaður stúlkunnar — og
bróðir hennar.
„Under tiden" heitir þetta litla
ísmeygilega verk sem nýlega var
fmmsýnt á Studioen, iitla sviði borg-
arleikhússins í Gautaborg. „Sál-
fræðileg hrollvekja" er haft eftir
höfundinum, Michael Dmker, sem
einnig er leikari og leikstjóri. Að
þessu sinni hefur hann gegnt hlut-
verki leikstjóra. Það, sem vakti
hrifningu mína á þessari sýningu,
var að loksins fékk ég á tilfinning-
una að ég væri að horfa á nútíma-
verk. Persónumar vom manneskjur
þessa áratugar í öllum sinum ein-
angranarhjúp. Eitthvað dæmigert
sænskt og þó með klassískri undir-
öldu.
Hvað skyldi höfundurinn segja
sjálfur um eigin viðfangsefni og rnn
það að vera leikskáld í þessu landi,
nú, þegar liggja eftir hann tíu leik-
rit, en Dmker er aðeins þrítugur að
aldri.
„Það er þessi bölvuð lygi. Það að
við ljúgum í sifellu að sjálfum okk-
ur. Þomm ekki að viðurkenna og
láta í ljós veikleika okkar. Við segj-
um eitt, viljum annað og gemm
þriðja. Það er mitt aðalviðfangsefni.
Lygin. Það sem sagt er með því sem
ekki er sagt — og þvert á móti,"
segir Druker þegar við hittumst
fyrsta virka daginn eftir frumsýn-
inguna.
Við erum ekki dauð
Sem höfundur er Michael Dmker
umdeildur og óstöðvandi eftir að
hann skrifaði sitt fyrsta verk árið
__ 1982 í samvinnu við leikarann
r~ Tommy Berggren, sem fór með eina
hlutverkið í „Svínastíunni“, en svo
nefndu þeir verk sitt, á Dramaten
fyrir sex árum. Eftir það hefur
hann átt hvert verkið á fætur öðm
ýmist hjá atvinnuleikhúsunum í
Stokkhólmi og Gautaborg eða í
frumstæðari leikhúsum eins og í
Fríhöfninni í Stokkhólmi, þar sem
hann setti upp eigið verk í tómum
og kyrrstæðum jámbrautarvagni.
Hann hefur einnig gert sjónvarps-
myndir, eins og „Dyrasíminn"
(Porttelefonen), þar sem hann lék
sjálfur aðalhlutverkið og „Under
tiden“ leikstýrði hann nýverið fyrir
sjónvarp með sömu leikuram og á
Studioen.
Dmker er fæddur og uppalinn í
Stokkhólmi, en á rússneska móður
Michael Druker: Við
segjum eitt, viljum annað
og gerum það þriðja.
Myndin er tekin fyrír
utan Borgarleikhúsið í
Gautaborg.
Það fyndna er að ekkert af verk-
um mínum til þessa er sjálfsævi-
sögulegt. í leikritinu „Vardags
mm“, sem sýnt var í Borgarleik-
húsinu í Stokkhólmi, lýsi ég dæmi-
gerðri kjamafjölskyldu. Og fólk
spyr Hvemig getprðu hitt svona
vel í mark? Þú hlýtur að hafa lent
í þessu sjálfur. Og faðir minn var
spurður hvort honum hefði ekki
bmgðið óþyrmilega. Foreldrar
mínir skildu, ég ólst upp hjá móður
minni, en hélt sambandi við föður
minn. Ég á við að aðstæður mínar
vom eins ólíkar þeim sem ég lýsi í
leikritinu og hugsast getur. Og
kannski einmitt þess vegna get ég
verið jafn óhlutdrægur og ég er
þegar ég lýsi Qölskyldunni svo
markvisst."
Hvar er þinn bmnnur?
„Hér. Innra með mér finn ég all-
ar mínar persónur. Ég hef þær í
mér. í „Under tiden" em þijár per-
sónur. Það er jafn mikð af mér í
þeim öllum. Karen Homey hefði
kunnað að meta þetta verk. Ein-
hver merkasti sálkönnuður á þess-
ari öld__ég er hrifinn af henni...
jú, hún gerði grein fyrir þrem per-
sónuleikum, sem byggju í hverri
manneskju, þótt einn yrði yfirleitt
ríkjandi. Þar er sá sem ræðst gegn
einhveijum, sá sem gefur sig að
einhveijum og sá sem dregur sig
undan og einangrar sig. í leikritinu
og pólskan föður. Hann er ófeiminn
við að lýsa skoðunum sínum og láta
í ljós brennandi áhuga á eigin verk-
um.
Þú færð blendna dóma. Hvemig
virkar það á þig?
„Ég hef oft fengið misjaftia
dóma. Stundum fæ ég á tilfinning-
una að þeir, sem ætlað er að skrifa
um það sem ég geri, hafi ekki hug-
mynd um hvað þeir eigi að skrifa.
Það á kannski einkum við um gagn-
rýnendur sem ekki em vel settir.
Hafi gagmýnandi séð mikið, farið
mikið og viða í leikhús, því meira,
því hagstæðara fyrir mig. Auðvitað
ógna ég mörgum. Bara með þvf að
ijúka fram á sviðið 24 ára gamali
sem ieikskáld, leikari og leikstjóri.
Stráklingur með þvílíka trú á sjálf-
um sér. Og biður ekki afsökunar.
Þannig biýtur maður óskrífuð Iög.“
hveija skrifarðu?
skrifa fyrir sjálfan mig og
föður minn.“
Þögn.
„Nei____en ég skrifa nú mest
fyrir sjálfan mig. Það geri ég.“
En þörfin fyrir að ...
„Jú, það er þörfín fyrir tjáskipti,
að geta tjáð sig við aðra, gefa frá
sér. Við lifum. Við emm ekki dauð.
Ég er lifandi og það feiur í sér
þörf fyrir útrás. Og í stað þess að
kannski ijúka til og ráðast á eitt-
hvað eða einhvem, bijóta eitthvað
eða vera sjálfur niðurbrotinn af eig-
in mótsögnum, þá hef ég getað stýrt
þessarí þörf inn á ákveðna braut.
Og ég er gæddur þeim hæfileikum
að geta skrifað athyglisverð sam-
töl. Mér fínnst fá leikskáld í Svfþjóð
hafa einmitt þann hæfileika. Og það
meina ég í fyllstu alvöra. Það er
leitun að jafn „sláandi dialog". Og
svo lengi sem ég skemmti mér við
það sem ég er að gera þá held ég
áfram. En það er mér mikils virði
að áhorfendur, og þá ekki síst fólk
sem ég þekki, geti notið þess sem
ég geri.“
Eins og eigi að
biðjast afsökunar
í verki þínu „Under tiden“ (sem
þýðir í rauninni hvort tveggja í
Viðtal við
Michael
Druker,
leikhúsmann og
leikritahöf und
á uppleið í
Svíþjóð
senn: á meðan og bak við tímann)
fannst mér þér takast að lýsa dæmi-
gerðum nútfmamanneskjum á mjög
næman hátt. Hvert sækirðu eftiivið-
inn?
Ég lifi hér og nú. Það sem vakir
fyrir mér er að segja frá og lýsa
því sem gerist hér og nú. Ég er á
móti þessum bölvuðum Shakespe-
are-uppfærslum og öllum þessum
„klassíkemm", sem verið er að
leika. Svo hallar fólk undir flatt og
segin Já, en það speglar nútímann
alveg eins vel og... Ég er bara
ekki á sama máli. Ég hef meiri
áhuga á því sem gerist meðal fólks
í dag. Því sem ég skrifa um og því
sem aðrir ... ég vil frekar sjá leik-
rit um tvo verkstæðisstráka á
Volvó, þar sem eitthvað fer úrskeið-
is, rökræða um hvemig sé hyggileg-
ast að kippa draslinu í lag, heldur
en um einhveija kónga sem fást
við að höggva hausinn hver af öðr-
um á 17. og 18. öld. Það er eins
og eigi að biðjast afsökunar á þvf
að maður lifir núna. Er uppi í dag.
Málið sem talað var fyrir tveim
þrem öldum er ekki það mál sem
talað er í dag. Þá á að bjarga því
með nýþýðingum, endurtúlkunum.
Ég er þreyttur á þessu. Við eigum
að leika ný verk. Það sem skrifað
er í dag. Það er bara það sem spegl-
ar okkar tíma. Okkar eigin raun-
vemleika. Það sem við getum fund-
ið okkur í, getur gefið þessa aha-
tilfinningu, sem segir: Það em þá
fleiri en ég sem eiga við þetta að
stríða.
koma þessir eiginleikar mjög skýrt
fram. Það er Mollý sem dregur sig
undan, Alexander gefur sig að
henni, sækir á, og bróðirinn Jim
ræðst gegn þeim. í leikverki með
þrem persónum skapar þetta
munstur athyglisverða hljóðfæra-
skipan.
Sjáðu til. Ég er lfka leikari og
mér finnst bijálæðislega gaman að
leika. Og ég hef það á tilfínning-
unni að ef ég ætlaði mér eingöngu
að fást við skriftir, þá myndi ég
að sjálfsögðu stefna að því að skapa
bókmenntir. En það er ekki mitt
hjartans mál. Mitt hugðarefni er
það sem gerist þegar leiktextinn
liggur tilbúinn og leikarar og leik-
stjóri hittast. Það er þá sem hug-
myndimar byija að lifa og þær eiga
eftir að vaxa. Þess vegna vil ég
vera með í eigin verkum, annað-
hvort sem leikari eða leikstjóri.
Leiktextinn er bara gmnnurinn, en
þá er eftir að byggja háhýsið. Sé
gmnnurinn traustur á byggingin
að geta staðið af sér öll veður, en
sé hann ótraustur þá hrynur allt til
gmnna.“
Finnst þér þú hafa það frelsi leik-
hússins, sem þarf til að þroska leik-
skáldahæfileika?
„Nei, það finnst mér ekki. Það
er enginn sem hefur sagt hér máttu
vera og hér máttu gera það sem
þú vilt gera. í Englandi em leik-
skáld ráðin við leikhúsin f fimm ár
gegn þvf að skrifa eitt verk á ári.
Arangurinn er augljós. Þar finnurðu
mesta breidd í leikhúsverkum og
ekkert land á jafti marga höfunda
sem leiknir era á alþjóðlegum vett-
vangi. Einfaldlega vegna þess að
þar er sú hefð að hlúa að höfund-
um. Gefa þeim tækifæri, lfka til að
mistakast. Hér er engin aðhlynning.
Þú færð kannski endanlegt svar frá
leikhúsinu ári eftir að verkið er
sent inn. Við verðum að hlúa að
hæfileikum. og það er enginn skort-
ur á hæfileikafólki. Við eigum mörg
leikskáld. Það sem skortir er stolt
og sjálfsvirðing. Tilfinning fyrir því
sem er sænskt, ekta og þar með
einstakt. Virðing fyrir því sem við
emm. Við biðjumst afsökunar!"
Ég hef engu við að bæta
en mikið að láta í ljós
En Michael Dmker biður ekki
afsökunar. Hann talar af ákafa og
samkvæmt áherslum hans ætti að
vera upphrópunarmerki á eftir ann-
arri hverri setningu. Hann dregur
heldur enga dul á eigin sveiflur, sem
lýsa sér í því að eitt augnablikið
langar hann til að fylgja eftir ein-
hverri villtri hugmynd, sem gæti
vakið athygli og nokkum mínútum
síðar hallar hann sér aftur á bak í
stólinn og segir „Núna langar mig
til að deyja. Kannastu við tilfinning-
una?“ Svo brosir hann svolítið, virð-
ist vita ofur vel hvað hann vill í
lffinu. Og það er auðfundið að hann
ber virðingu fyrir fyrirrennuram
sínum að fomu og nýju, þótt hann
forðist að láta í ljós aðdáun sína á
einu skáldi öðm fremur. Hann kink-
ar kolli þegar ég nefni nútímaleik-
skáld eins og Lars Norén, Botho
Strauss og Sam Shepard. „Auðvitað
finnst mér þeir góðir. En sjáðu til,
ég glopraði þvf einu sinni út úr mér
í viðtali að ég hefði nú lesið eitt-
hvað eftir Beckett, að mér fyndist
hann góður. Enn í dag er verið að
líkja verkum mínum við verk eftir
Beckett."
Þetta er undarlegur tími?
„Já. Núna? Geggjaður tími.
Veistu hvað er venjulegasti sam-
talsmátinn? Hvemig fólk fær sam-
band? Gegnum dyrasíma og
símsvara. Við biðjum hvort annars
gegnum dyrasíma. Um þetta skrif-
aði ég „Porttelefonen" fyrir ári.
Tæknin hefur yfirhöndina. Fólk lok-
ast meira og meira inni í eigin
heimi. Þegar við náum ekki hvert
til annars með bemm orðum, þá
grípum við til tækjanna. í staðinn.
Eitthvað með tökkum sem hægt er
að ýta á.
Svíþjóð er landið sem ég bý f.
Ef ég ætti að bera fólkið hér saman
við aðrar þjóðir, þá held ég að
hvergi þar sem ég þekki til sé fólk
jafn hrætt við að gera sig að fífli.
Óttinn við hvað öðmm kunni að
finnast. Hann er mikill. Og það sem
maður botnar svo ekkert í er, að
hversu andskoti jákvæður, vin-
gjamlegur og hljóður þú ert, þá
verða engu að síður til neikvæðar
hugsanir um þig meðal fólks.
Hversu gætinn og orðvar sem þú
ert. Það skapast alltaf eitthvert
„en“, hánn eða hún er aðeins of-
eitthvað eða van-eitthvað. Og hér
hefur fólk á einhvem hátt læst sig
fast í að lifa samkvæmt því sem
öðmm finnst. Það er ekki hægt.
Það er ekki hægt að byggja lffið
uppá þvf að halda kveikjunni niðri.
Ég hef það. Þetta óbeislaða sem
ég sakna hjá þessari þjóð. Ég hef
það í verkum mfnum. í textanum
og í leik mínum. Ég hef engu að
leyna. Eða öllu heldun Ég hef engu
við að bæta, en ég hef mjög mikið
að láta í ljós. Og með því að láta
í ljós, kemst maður næst því að
bæta við.“
Þú hefur skrifað leikrit sem þú
kailar „Ekki þvinga mig til þess sem
ég vii; (Tvinga mig inte till det jag
vill), sem nú er væntanlegt sem
útvarpsleikrit. Um hvað fjallarðu
þar?
„Segir ekki titillinn allt?“
Ef til vill.
Þögn.
„Það er nokkurs konar farsi. Um
pframfdasamfélag. Þar em tveir
verkamenn sem bera eitthvað afar
þungt. Sófa. Þeir eiga að bera hann
suður til Þýskalands. Þeir hafa eng-
an bfl ... ber’ann eftir E4. Þú
veist... það tekur tíma. Þetta er
pöntun. Geturðu ímyndað þér tvær
manneskjur meira háðar hvor ann-
arri...?“
Viðtalstíminn er úti og ég kveð
Druker, enn með sófann fyrir
mínum innri augum, á veginum,
einhvers staðar á leiðinni til Þýska-
lands og velti því fyrir mér hversu
mikið skáldið kunni að láta sófann
halda mönnunum niðri, miðað við
hvað það lætur mennina halda sóf-
anum uppi.
TEXTI: Kristín
Bjarnadóttir
MYND: Sigfús
Pétursson