Morgunblaðið - 30.04.1988, Side 7

Morgunblaðið - 30.04.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 B 7 NORRÆNA HÚSIÐ Myndskreytingar Akseli Gallén-Kallela Sýning á myndskreytingnm finnska listamannsins Akseli Gall- én-Kallela við kvæðabálkinn Kalevala verður opnuð i dag í Norræna Húsinu. Akseli Gallén- Kallela fædddist þann 26. apríl árið 1865 í Pori í suðvestur Finn- landi og lést i Stokkhólmi þann 7. mars frið 1931. Gallén-Kallela kallast þjóðarlistamaður Finn- lands vegna þess hversu fjöl- þættur og mikilvægur aflvaki hann hefur verið i þjóðlegri, finnskri menningu. í hugum Finna skipar Gallén- Kallela jafnstóran sess og Jóhannes Sveinsson Kjarval gerir í hugum okkar íslendinga. Gallén-Kallela hóf listferil sinn skömmu fyrir síðustu aldamót og var frumkvöðull þess þjóðemisrómantíska stíls sem þróað- ist í Finnlandi um þær mundir til mótvægis við sífellt aukinn þrýsting stjómvalda í St. Pétursborg, þegar þau hugðust kæfa finnska þjóð- menningu og gera landið að öllu rússneskt. Þessir tímar, þegar þró- aðist í Finnlandi sjálfstæð alþjóðlega viðurkennd list, hafa verið nefndir „gullöld" finnskra lista og listamenn sóttu innblástur sinn meðal annars í kvæðabálkinn Kalevala. Þekktustu boðberar þessarar stefnu auk Gal- léns-Kallela eru lærisveinn hans, arkitektinn Elíel Saarinen og tón- skáldið Jean Sibelius. Lífshlaup Galléns-Kallela var mik- ilfenglegt og afköst hans í listrænum efnum ótrúleg. Hann var persónu- legur vinur listamanna á borð við August Strindberg, Edward Munch og Joseph Kandinsky og heima fyrir hafði hann geysileg áhrif á listgrein- ar utan málaralistar. Má þar nefna arkitektúr, veggspjaldagerð, grafíska Iist, höggmyndalist, tré- skurð og glerlist. I öllum þessum greinum vann hann fjölda verka sjálfur og var óþreytandi að reyna fyrir sér á nýjum og ókönnuðum slóðum í listunum. Eftir hann liggja Þjóðar- listamaður Finna þúsundir teikninga og skissa, auk fjölda málverka, bæði í olíu- og vatn- slitum. Of langt mál yrði upp að telja mikilvægi Gallén-Kallela fyrir þróun finnskra listgreina á þéssari öld en það er ekki að ástæðulausu sem Gallén-Kallela nýtur þeirrar ein- stöku virðingar að vera kallaður þjóðarlistamaður Finna. Myndskreytingamar við Kalev- alakvæðin, sem em á sýningunni í Norræna húsinu, gerði Gallén-Kall- ela á síðustu árum ævi sinnar. Hann hafði í hyggju að myndskreyta öll kvæðin 50 að tölu, en entist aðeins aldur til þess að byrja á fyrstu fimm kvæðunum, þar sem segir frá sköpun heimsins og hetjunni Váinamönen. Á sýningunni eru einnig ljósmyndir sem I.K. Inha, Váino Kaukonen og Vilho Uomala tóku í þorpum karelí- skra kvæðamanna á árum síðari heimstyijaldarinnar síðari. Héraðið Karelía var finnskt landsvæði þar til við lok styjaldarinnar að það lenti innan landamæra Sovétríkjanna. Eftir stríðið voru allir íbúamir flutt- ir til annarra staða í Sovétríkjunum líkt og gerðist með fleiri smáþjóðir innan þeirra. Sýningin í NOrræna húsinu er fyrsta sýningin sem haldin er á ís- landi á verkum Akseli Gallén-Kall- ela. Kerrtu Karvonen-Kannas for- stöðumaður Gallén- Kallela safnsins í Helsinki og Ritva Keski-Korhonen forstöðumaður Finnska ljósmynda- safnsins komu með sýninguna og settu hana upp í Norræna Húsinu. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og stendur til 22. maí. A 1/cnli Gallén-Kallela 1890. ‘s & fíeiifí WáfMíi## r VA’a(*vrf(a»i , " j iyivU’íevt víri54nwí», . Litui»v*,. t*jr*jefi._ ytil s«nrli • jtsví*lílðt<A , í?o'.»a i/nfyji 3»if * «.» vwiji wíkkí inptat, T3IGÍ ioþaiia % ) JLK«rovaiu . Ein af myndskreytingum Gallén-Kallela við finnska Ijóðabálkinn Kalevala. TSAAr ROSENFELD Áður vel þekktur en nú við gleymskunnar dyr Undir áhrifum Borges ritaði frakkinn George Perec skáldsögu um útgefanda sem reiðir fram háar fjárhæðir fyrir góð skáldsagnahandrit. Gallinn er einungis sá hann gefur aldrei út nein bókmenntaverk af þýðingu; þau eru vandlega varðveitt læst inn i skáp. Útgefandinn, sem er gagn- tekinn aðdáandi bókmenntajöfra aldar- innar, hefur helgað lif sitt þeirri köllun að hindra að fleiri meistaraverk komist á prent. Ný stefnumótandi bókmennta- verk gætu nefnilega riðlað þeirri for- gangsröð sem bókmenntunum hefur þeg- ar verið skipað í. Þannig dundar útgef- andinn við að koma sér upp bókasafni valinna skáldverka sem enginn veit neitt af. Tilhugsunin um að enn leynist einhvers staðar óuppgötvuð bókmenntaverk hélt Perec hugföngnum. Það sem heillaði hann mest var óvissan um framtíð slíkra verka. Reynd- ar fáum við ekki að vita um síðustu óskir útgefandans, hvort brenna eigi hin földu handrit eða hvort þeim verði bjargað af góð- vini bókmenntanna; einhveijum Max Brod. Perec dó fyrir aldur fram, þekktur fyrir bók- menntalega útúrdúra sína; hann lauk aldrei við söguna. Isaac Rosenfeld hefði orðið sjötugur í ár. En jarðlíf hans átti sér snöggan endi; hann varð einungis 38 ára að aldri. Ekki er óhugs- andi að lengra líf og fleiri verk á bókmennta- sviðinu hefðu getað fært honum Nóbelsverð- launin árið 1976 í stað æskuvinarins Saul Bellows. Því Rosenfeld var ein skærasta stjaman meðal prósahöfunda í Bandaríkjum eftirstríðsáranna. Þegar Rosenfeld kom fram á sjónarsviðið sem rithöfundur árið 1943 var frásagnarlist- in í Bandaríkjunum í miðjum greipum kyn- slóðaskipta og breytinga á andrúmslofti. Fremstir í flokki ungra rithöfunda sem brut- ust undan ofurvaldi stílfyrirmyndarinnar Hemingways, með sinn hnitmiðaða stíl og karlmannlegu heimsmynd, voru tveir gyðing- ættaðir piltar frá Chicago: Bellow og Rosen- feld. Með arfleifð austurevrópskra gyðinga og þrúgaða viðkvæmni í farteskinu, ruddu þeir veginn fyrir nýjar leiðir í framsetningu, sem lýsir af sterkri tilfinningu aðstæðum manneskjunnar og möguleikum hennar til að lifa verðugu lífi í heimi upplausnar. Fyrstu smásögur Rosenfeld báru með sér að eitthvað nýtt var í mótun; andhetjan, kvalinn nútímamaðurinn án fótfestu í sam- félaginu var á leið inn í bandarískar bók- menntir. Smásögur Rosenfeld snúast um til- vistarlegar spumingar. Einangrun, utan- veltu, samviskukvalir. Þær bera fíngerðri Isaac Rosenfeld 1918-1956. frásagnarlist og stílbrögðum vitni. Rosenfeld háfði frumlega rödd og skrifaði frá hjartanu, jafnvel þótt líkingar hans og tákn minni á Franz Kafka, sem hann dáði. Sjálfsævisöguleg skáldsaga Passage from home kom út 1946. Að henni lokinni hóf hann samningu nýrrar skáldsögu. Þrír birtir útdrættir vöktu mikla athygli í byrjun sjötta áratugarins en tilbúnu handritinu var hafnað af útgefanda Rosenfelds sem og af öðrum útgefendum. Þessi óvænta frávísun snart Rosenfeld djúpt. Hann gerðist fráhverfur skáldskap og snéri sér að bókmenntagagn- rýni. Sem gagnrýnandi var hann næmur, skarpskyggn, fíngerður, óvæginn og ætið í andstöðu. Greinar hans voru mælistikan sem listaumræðan í New York var mæld eftir. Goðsögnin um skarpt innsæi hans og frá- bæra greiningarhæfileika fékk byr undir báða vængi og hann varð að menningarstofn- un sem hélt til í kaffíteríu Waldorf Astoria hótelsins, umkringdur sívaxandi fjölda aðdá- enda. En Rosenfeld þreyttist á að vera„gáfumað- urinn í Greenwich Village" . Hann snéri aft- ur til Chicago og dró sig í hlé, brennandi af þörf til að snúa sér aftur að skáldsagnarit- un. Dauðinn kom síðan óvænt að honum um sumarið 1956. Að Rosenfeld látnum voru Greinasafnið An Age of Enormity (1962) og smásagnasafnið Alpha og Omega gefin út og sýna greinilega umfang hæfileika Rosen- felds - frá hugmyndafræðilegri skarpskyggni til kímins ímyndunarafls. Hann bjó yfír öllu sem góður rithöfundur þarf að hafa; ná- kvæmni, jrfírsýn, rósemi, öryggi og staðfestu. Skáldsögu sína The Enemy skrifaði Rosen- feld undir áhrifum frá kenningum Wilhelms Reichs um kynfullnægingu sem lausn fyrir einstaklingsfrelsi og félagsleg tengsl. Hug- myndin var að brúa bilið milli einangrunar og samkenndar, þunglyndis og gleði, hins veraldlega og upphafna, fínlegrar menning- argreiningar og djúpstæðrar persónulýsingar í hófstilltri frásögn. Af útdráttunum þremur má ráða að um er að ræða frumlegt og virki- lega vandað verk. En tengslin við hinn óreg- lusama, villta og byltingarkennda sálkönnuð voru óheppileg, Reich var útskúfaður í Bandaríkjum sjötta áratugarins, bækur hans voru brenndar á báli samkvæmt dómsúr- skurði. Óvinurinn - The Enemy - er enn óútgefin og raunverulega fallin í gleymsku. Spuming- in er hvort hún hlýtur þau örlög sem Kafka óskaði sínum bókmenntaverkum - að verða um eilífð hulin sjónum almennings. Höfundur: Gabi Gleichmann.Hún er bók- menntafræðingur og gagnrýnandi við dag- blaðið Expreasen ÍStokkhólmi. H. Síg. snaraði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.