Morgunblaðið - 03.05.1988, Side 3

Morgunblaðið - 03.05.1988, Side 3
IHoraunÞlnMb /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 3. MÁÍ 1988 B 3 SVISS Slgurður Grétarsson. Sigurður ogÓmar tryggðu liðum sínum jafntefli Sigurðurlofaður í hástert lyrir frammistöðuna SIGURÐUR Grétarsson var lof- aður í hástert í svissneskum fjölmiðlum um helgina eftir frá- bœra frammistöðu í leik Luzern gegn Neuchatel Xamax í deild- arkeppninni í knattspyrnu á laugardagskvöld. Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, í Luzern. 15.900 áhorfendur voru mættir á völlinn. Xamax átti leikinn framan af en tókst þó ekki að skora nema eitt mark, á 19. mínútu. Flestir bestu menn Luzern eru meiddir eða í banni en liðið varð- Anna ist vel gejgn meistur- Bjamadóttir unum. Atta mínút- skrifar um fyrjr hálfleik tra bviss náði ejnn leikmanna Luzem boltanum af vamarmanni Xamax eftir langt útspark eigin markvarðar. Boltinn var lagður fyr- ir Sigurð og hann þmmaði honum í netið af 17 metra færi. Hann var einn í framlínunni og fékk hæstu einkunn dagblaða fyrir leikinn. Hvomgt liðanna þorði að taka of mikla áhættu í seinni hálfleik og þau sættu sig við jafntefli. Xamax trónir í fyrsta sæti og Luzem á góða von um UEFA-sæti næsta vetur. Mikilvssgt mark Ómars Ómar Torfason skoraði mikilvægt mark fyrir Olten í 2. deild á laugar- dag þegar hann jafnaði metin gegn Montreux á 35. mínútu. Leikurinn fór 1:1. Leik Solothum, liðs Sævars Jónssonar, gegn Chur á sunnudag lauk einnig með jafntefli, 1:1. KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI ÓLYMPÍULEIKANNA íslendingar áttu aldrei möguleika í Bischofswerda ÍSLENDINGAR töpuðu, 0:3, fyr- ir Austur-Þjóðverjum í B-riðli Ólympíukeppninnar í knatt- spyrnu í Bischofswerda á laug- ardaginn. Heimamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum og áttu íslensku strákarnir í vök að verjast. Sigurinn hefði getað orðið enn stærri en raun varð á. Það er nú Ijóst að keppnin um sæti á Ólympíuleikunum í Seoul stendur á milli Austur- Þjóðverja og ítala. Birkir Kristinsson, markvörður úr Fram, varði nokkrum sinn- um mjög vel eftir að Austur-Þjóð- veijarnir höfðu leikið íslensku vöm- ina grátt. Hann hefði hins vegar átt að geta komið í veg fyrir öll mörkin. Ekki er honum þó einum um að kenna því vamarmennimir voru steinsofandi í öll skiptin. Tvö fyrstu mörkin voru keimlík, bæði komu eftir aukaspymu frá hlið. Olaf Marschall gerði fyrsta markið á 27. mín. með skalla af stuttu færi og annað markið gerði Heiko Peschke á 73. mín. Aftur var tekin aukaspyma, knötturinn sendur inn á markteig þar sem tveir íslenskir vamarmenn og Birkir áttu allir möguleika á að ná honum, en Peschke var fljótari til og potaði í netið. Jiirgen Raab gerði svo þriðja mark- ið á 87. mín. Eftir fyrirgjöf virtist Birkir hafa gómað knöttinn, en missti hann frá sér. Raab þakkaði pent fyrir sig með því að læða knett- inum í markið. íslenska liðið lék langt undir getu, lítið skipulag var á leik þess og sóknaruppbyging ómarkviss. Hafa verður í huga að snemma í leiknum varð liðið fyrir því áfalli að Halldór Askelsson fór af velli vegna meiðsla. Halldór lék að þessu sinni í framlínunni í stað Guðmundar Torfasonar. Þorvaldur Örlygsson Reuter Jörgen Raab, besti maður austur-þýska Ólymptuliðsins, skýtur að marki íslands í leiknum í Bischofswerda á laugar- daginn. Til vamar er Þorsteinn Þorsteinsson. Raab þessi skoraði þriðja og siðasta mark Austur-Þýskalands í leiknum. fór þá framar og Heimir Guðmunds- son kom inn vinstra megin. Orm- arr, bróðir Þorvaldar, kom síðan inn á seint í leiknum í stað Ólafs Þórð- arsonar, sem einnig varð fyrir meiðslum. fslenska liðið var þannig skipað t leiknum: Birkir Kristinsson, Þorsteinn Þoreteinsson, Ágúst Már .Jónsson, Þorvaldur Örlygsson, Viðar Þorkelsson, Pétur Amþóreson, Halld- ór Áskelsson (Heimir Guðmundsson vm. á 13. mín.), Guðmundur Steinsson, Rúnar Kristinsson, Ólafur Þórðareon (Ormarr Örl- ygsson vm. á 78. mín.), Ingvar Guðmunds- son. Halldór heim LJ alldór Áskelsson, sem ■ I meiddist snemma í leiknum gegn Austur-Þjóðveijum, fór ekki með landsliðinu áfram til Prag, eins og til stóð, heldur kom heim aðfaramótt mánudags. „Ég var að hlaupa, teygði mig í boltann og heyrði smell. Eins og eitthvað hefði rifnað," sagði Halldór í sam- tali við Morgunblaðið. „Siguijón [Sigurðsson, læknir landsliðsins] sagði líklegt að vöðvaþræðir í lærinu hafi rifnað og ég eigi ekki að þurfa að hvíla nema í eina viku. Eftir þann tíma á ég að geta byij- að að æfa rólega," sagði Halldór. Amór Guöjohnsen. ANDERLECHT og Winterslag, liöin sem Arnór Guðjohnsen og Guðmundur Torfason leika með, unnu bæði leiki sína í belgísku 1. deildinni um helg- ina. Anderlecht er því í 4. sæt- inu og á góða möguleika á sæti í Evrópukeppni næsta ár og Winterslag getur haldið sæti sínu í deildinni. Winterslag vann Racing Jet í Briissel, 1:0. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn þannig að sigurinn var geysilega mikilvægur HMI í botnbaráttunni. Frá Bjama Það var Norðmaður- Markússyni inn Seeland sem iBeigiu skoraði eina markið á 76. mfn. „Ég var ánægður með mína frammistöðu," sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Hann átti mjög gott skot sem markvörður Racing varði vel, rétt fyrir markið. Guðmundur tábrotnaði sem kunnugt er fyrir landsleikinn við Holland á dögunum en var engu að síður með allan leik- inn. Var deyfður fyrir leikinn vegna meiðslanna. Anderlecht sigraði Standard á úti- velli, í Liege, 2:0. Liðin mætast ein- mitt í úrslitum bikarkeppninnar á næstunni. Amór og félagar höfðu mikla yfirburði í leiknum. Standard fékk sína aðra homspymu um miðj- an seinni hálfleik, en þá hafði lið Anderlecht fengið tíu slíkar. Það sýnir að nokkru leyti hve miklir yfirburðimir vom. Nígeríumaður- inn Keshy skoraði fyrra markið á 46. mín. og Ástralíumaðurinn Kmcevic gerði það seinna — stórglæsilegt mark. Hann fékk sendingu fyrir markið, tók knöttinn á lofti og þrumaði í vinstra hom marksins. Óveijandi. Anderlecht yfirspilaði Standard og hefði átt að geta unnið stærri sigur. Amór stóð sig vel í leiknum þó ekki næði hann að skora. Með þessum sigri, og tapi FC Li- erse gegn Briigge á laugardag, er Anderlecht komið í 4. sæti, með 41 stig, og er því í „Evrópusæti" sem stendur. Þijár umferðir em eftir þannig að Amór og félagar eiga góða möguleika á að tryggja sér sæti í Evrópukeppni félagsliða, UEFA-keppninni, næsta vetur. FC Briigge sigraði Lierse 3:1 og nálg- ast titilinn óðfluga. Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að liðið verði meistari. Aðal keppinautar liðsins gerðu báðir jaftitefli, Mec- helen gegn Waregem 0:0 og Ant- ■ Úrslit/B 14. ■ Staðan/B 14. Guðmundur Torfason. werpen gegn Beveren, 1:1. Bmgge hefur 48 stig en bæði Ant- werpen og Mechelen 45. BELGÍA Dýrmætir útisigrar „íslendingaliðanna“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.